Heitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og John Kerry öldungadeildarþingmaður, munu mætast í þriðju og seinustu kappræðum sínum í háskólanum í Tempe í Arizona í nótt. Eru þessar kappræður jafnan taldar vera seinasta tækifæri frambjóðendanna að ná til hins óákveðna kjósanda með málflutning sinn og stefnu. Nú þegar aðeins 20 dagar eru til kosninga, innan við þrjár vikur, skiptir gríðarlega miklu máli fyrir frambjóðendurna að ná að tjá málflutning sinn af krafti og tilfinningu til að ná til fjöldans, einkum þeirra sem sitja við tækið og hafa ekki enn gert upp á milli hvorum þeirra eigi að treysta fyrir atkvæði sínu. Skoðanakannanir sýna að tæplega 15% kjósenda eru enn óákveðnir og hafa ekki gert upp hug sinn varðandi hvað skuli kjósa. Það er því eftir miklu að sækjast og nauðsynlegt að frambjóðendur leggi allt sitt í framkomu sína í kappræðunni í nótt, ætli þeir að vinna sigur í kosningunum. Samkvæmt könnunum sem birtar hafa verið seinustu daga hefur kosningabaráttan jafnast út og ýmist er Bush með smávægilegt forskot eða hann er jafn Kerry í fylgi. Í sjö nýjustu könnunum hefur Bush forystuna. Þó munar í þessum könnunum aðeins 1-5% á fylgi þeirra. Kappræðurnar á föstudag hafa styrkt Bush í sessi. Sókn Kerrys var þá stöðvuð en nú reynir á þrek frambjóðandanna á lokasprettinum. Hvað varðar kjörmannakosninguna sem skiptir í raun og veru ein máli í forsetakosningum í Bandaríkjunum, með tilliti til þess kerfis að kjörmenn fylkja kjósa í raun forsetann, er staða forsetans styrkari en samkvæmt könnunum. Eins og flestir vita ganga kosningarnar út á það að sigra fylkin og fá þarmeð alla kjörmenn þess á kjörmannasamkundunni 18. desember nk. þar sem forsetinn er í raun kjörinn endanlega. Frambjóðandi nær kjöri þegar hann hlýtur 270 kjörmenn. Bush forseti, hlaut 271 kjörmann í kosningunum 2000 en Al Gore hlaut þá 267, sem var naumasti munur í kjörmannasamkundunni í 220 ára sögu Bandaríkjanna. Í kappræðum kvöldsins verða eingöngu rædd innanríkismál og mest fókuserað á efnahagsmálin. Spyrill verður Bob Schieffer fréttamaður á CBS, og munu kappræðurnar verða með sama sniði og þær fyrstu sem voru í Flórída, 30. september og standa eins og hinar tvær fyrri, í 90 mínútur. Verður fróðlegt að sjá hvort kappræður kvöldsins breyta stöðu kosningabaráttunnar að einhverju leyti.
Fjallað hefur verið í fréttum undanfarna daga um það að erlendur starfsmaður Alþjóðahússins í Reykjavík, sem er rekið með opinberum peningum af hálfu ríkis og borgar, hafi hótað tveim mönnum, Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni fyrrum alþingismanni, og Hirti J. Guðmundssyni stjórnarmanni í Heimssýn, líkamlegu ofbeldi og jafnvel dauða ef þeir hættu ekki að tjá sig málefni innflytjenda á Íslandi. Fengu þeir báðir send til sín hótunarbréf frá manninum þar sem kemur fram að þeir yrðu teknir í gegn og allir þeim tengdir ef þeir hættu ekki að tjá skoðanir sínar um innflytjendamálin. Bréfi til annars þeirra lauk t.d. með orðunum "Your days are numbered" sem er varla hægt að skilja nema á einn veg. Það er með öllu ótækt að fólk geti ekki tjáð skoðanir sínar opinberlega í fjölmiðlum án þess að fá sendar nafnlausar hótanir um ofbeldi og jafnvel dauða. Það að viðkomandi aðili sé svo starfandi hjá Alþjóðahúsinu, og getur því varla verið góð auglýsing fyrir það og málstað þess. Heyrst hefur á Einari Skúlasyni framkvæmdastjóra þess, að viðkomandi maður hafi verið settur í frí tímabundið, og mál hans séu til athugunar. Fátt kemur til greina að mínu mati en að víkja manninum úr starfi, allavega meðan lögreglurannsókn fer fram, sem stendur nú yfir. Að auki má benda á að viðkomandi aðili á sæti í stjórn Fjölmenningarráðs. Þetta er því allt frekar slæmt mál. Það er auðvitað mjög slæmt ef svo er komið að fólk leyfir ekki öðrum að hafa skoðanir án þess að hóta að vinna því mein eða ráðast að því með ómálefnalegum hætti. Það þarf að taka á svona málum, enda er málefnaleg umræða um innflytjendamál mjög mikilvæg, allavega að mínu mati.
Spjallþættirnir
Ég var ekki á landinu um seinustu helgi og missti því af dægurmálaspjallþáttum sunnudagsins, horfði á upptöku af þeim við heimkomuna. Þá hóf göngu sína nýr spjallþáttur á Skjá einum, Sunnudagsþátturinn. Þar eru umsjónarmenn ekki hlutlausir eins og oftast hefur verið, heldur málsvarar hægri- eða vinstristefnu og hika ekki við að krydda viðtölin með skoðunum sínum. Illugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir stjórna þættinum og stóðu sig vel í þeim fyrsta. Illugi ræddi við Jóhönnu Sigurðardóttur um fátækt og Katrín við Jónínu Bjartmarz um jafnréttismál. Bæði mjög innihaldsríkt og fróðlegt. Sérstaklega var gaman að horfa á Illuga taka Jóhönnu alveg í gegn í fátæktarumræðunni. Jóhanna hjakkast alltaf í sama farinu og neitar að horfa á tölulegar staðreyndir, enda gætu þær gert svartagallsrausið hennar bitlausara en ella. Það er leiðinlegt að horfa á fólk tala gegn betri vitund um mál sem það þekkir betur en svo að tala svo um það sem Jóhanna gerir. Enda var hún frekar brjóstumkennanleg í samræðunni við Illuga. Svo ræddu Ólafur Teitur og Guðmundur við Siggu Andersen og Ögmund. Gott spjall, Óli Teitur er þarna svo sannarlega á heimavelli. Fínn þáttur og beittur, lofar góðu! Egill er á sama tíma í hádeginu á sunnudögum með Silfrið sitt. Alltaf eitthvað um að vera hjá honum. Var gaman að sjá Pétur Blöndal taka Hallgrím Helgason og Gunnar Smára í gegn, en vitleysan vall sem fyrr upp úr Hallgrími. Er kostulegt að hlusta á fimbulfambið í honum og samsæriskenningarnar allar. Í lok þáttarins ræddi Egill við James C. Humes. Hann var ræðuritari fyrir fimm forseta Bandaríkjanna og er höfundur nokkurra af fleygustu setningum stjórnmálasögunnar. Hann kom til landsins í lok september til að flytja fyrirlestur á málþingi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Hann hefur t.d. ritað 28 fræðibækur um bandarísk stjórnmál, sögu og pólitíska þrætubókarlist. Snilld var að hlusta á hann herma eftir Nixon, Roosevelt og Churchill í viðtalinu. Náði þeim óaðfinnanlega. Mjög áhugavert viðtal, sem ég hvet alla til að sjá.
Dagurinn í dag
1792 Framkvæmdir hófust á forsetasetri við Pennsylvania Avenue í Washington - nefnt Hvíta húsið
1986 Leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs lauk með litlum sýnilegum árangri. Almennt litið svo á nú að leiðtogafundurinn hérlendis hafi verið eitt þýðingarmesta skrefið að endalokum kalda stríðsins
1987 Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal. Leiða átti hana til slátrunar en hún reif sig lausa, lagði á flótta og lagði til sunds. Kýrin hét Harpa, en var kölluð svo Sæunn
1995 Margrét Frímannsdóttir sigraði Steingrím J. Sigfússon mjög naumlega í formannskjöri í Alþýðubandalaginu. Margrét hlaut 53,5% atkvæða. Flokkurinn varð hluti af Samfylkingunni 2000
2001 Aðalfundur Læknafélags Íslands staðfesti yfirlýsingu félagsins, Íslenskrar erfðagreiningar og Landlæknisembættisins um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði - endalok langra deilna um hann
Snjallyrði dagsins
You can run, but you cannot hide.
George W. Bush forseti Bandaríkjanna (sagt í öðrum kappræðum hans við John Kerry)
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og John Kerry öldungadeildarþingmaður, munu mætast í þriðju og seinustu kappræðum sínum í háskólanum í Tempe í Arizona í nótt. Eru þessar kappræður jafnan taldar vera seinasta tækifæri frambjóðendanna að ná til hins óákveðna kjósanda með málflutning sinn og stefnu. Nú þegar aðeins 20 dagar eru til kosninga, innan við þrjár vikur, skiptir gríðarlega miklu máli fyrir frambjóðendurna að ná að tjá málflutning sinn af krafti og tilfinningu til að ná til fjöldans, einkum þeirra sem sitja við tækið og hafa ekki enn gert upp á milli hvorum þeirra eigi að treysta fyrir atkvæði sínu. Skoðanakannanir sýna að tæplega 15% kjósenda eru enn óákveðnir og hafa ekki gert upp hug sinn varðandi hvað skuli kjósa. Það er því eftir miklu að sækjast og nauðsynlegt að frambjóðendur leggi allt sitt í framkomu sína í kappræðunni í nótt, ætli þeir að vinna sigur í kosningunum. Samkvæmt könnunum sem birtar hafa verið seinustu daga hefur kosningabaráttan jafnast út og ýmist er Bush með smávægilegt forskot eða hann er jafn Kerry í fylgi. Í sjö nýjustu könnunum hefur Bush forystuna. Þó munar í þessum könnunum aðeins 1-5% á fylgi þeirra. Kappræðurnar á föstudag hafa styrkt Bush í sessi. Sókn Kerrys var þá stöðvuð en nú reynir á þrek frambjóðandanna á lokasprettinum. Hvað varðar kjörmannakosninguna sem skiptir í raun og veru ein máli í forsetakosningum í Bandaríkjunum, með tilliti til þess kerfis að kjörmenn fylkja kjósa í raun forsetann, er staða forsetans styrkari en samkvæmt könnunum. Eins og flestir vita ganga kosningarnar út á það að sigra fylkin og fá þarmeð alla kjörmenn þess á kjörmannasamkundunni 18. desember nk. þar sem forsetinn er í raun kjörinn endanlega. Frambjóðandi nær kjöri þegar hann hlýtur 270 kjörmenn. Bush forseti, hlaut 271 kjörmann í kosningunum 2000 en Al Gore hlaut þá 267, sem var naumasti munur í kjörmannasamkundunni í 220 ára sögu Bandaríkjanna. Í kappræðum kvöldsins verða eingöngu rædd innanríkismál og mest fókuserað á efnahagsmálin. Spyrill verður Bob Schieffer fréttamaður á CBS, og munu kappræðurnar verða með sama sniði og þær fyrstu sem voru í Flórída, 30. september og standa eins og hinar tvær fyrri, í 90 mínútur. Verður fróðlegt að sjá hvort kappræður kvöldsins breyta stöðu kosningabaráttunnar að einhverju leyti.
Fjallað hefur verið í fréttum undanfarna daga um það að erlendur starfsmaður Alþjóðahússins í Reykjavík, sem er rekið með opinberum peningum af hálfu ríkis og borgar, hafi hótað tveim mönnum, Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni fyrrum alþingismanni, og Hirti J. Guðmundssyni stjórnarmanni í Heimssýn, líkamlegu ofbeldi og jafnvel dauða ef þeir hættu ekki að tjá sig málefni innflytjenda á Íslandi. Fengu þeir báðir send til sín hótunarbréf frá manninum þar sem kemur fram að þeir yrðu teknir í gegn og allir þeim tengdir ef þeir hættu ekki að tjá skoðanir sínar um innflytjendamálin. Bréfi til annars þeirra lauk t.d. með orðunum "Your days are numbered" sem er varla hægt að skilja nema á einn veg. Það er með öllu ótækt að fólk geti ekki tjáð skoðanir sínar opinberlega í fjölmiðlum án þess að fá sendar nafnlausar hótanir um ofbeldi og jafnvel dauða. Það að viðkomandi aðili sé svo starfandi hjá Alþjóðahúsinu, og getur því varla verið góð auglýsing fyrir það og málstað þess. Heyrst hefur á Einari Skúlasyni framkvæmdastjóra þess, að viðkomandi maður hafi verið settur í frí tímabundið, og mál hans séu til athugunar. Fátt kemur til greina að mínu mati en að víkja manninum úr starfi, allavega meðan lögreglurannsókn fer fram, sem stendur nú yfir. Að auki má benda á að viðkomandi aðili á sæti í stjórn Fjölmenningarráðs. Þetta er því allt frekar slæmt mál. Það er auðvitað mjög slæmt ef svo er komið að fólk leyfir ekki öðrum að hafa skoðanir án þess að hóta að vinna því mein eða ráðast að því með ómálefnalegum hætti. Það þarf að taka á svona málum, enda er málefnaleg umræða um innflytjendamál mjög mikilvæg, allavega að mínu mati.
Spjallþættirnir
Ég var ekki á landinu um seinustu helgi og missti því af dægurmálaspjallþáttum sunnudagsins, horfði á upptöku af þeim við heimkomuna. Þá hóf göngu sína nýr spjallþáttur á Skjá einum, Sunnudagsþátturinn. Þar eru umsjónarmenn ekki hlutlausir eins og oftast hefur verið, heldur málsvarar hægri- eða vinstristefnu og hika ekki við að krydda viðtölin með skoðunum sínum. Illugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir stjórna þættinum og stóðu sig vel í þeim fyrsta. Illugi ræddi við Jóhönnu Sigurðardóttur um fátækt og Katrín við Jónínu Bjartmarz um jafnréttismál. Bæði mjög innihaldsríkt og fróðlegt. Sérstaklega var gaman að horfa á Illuga taka Jóhönnu alveg í gegn í fátæktarumræðunni. Jóhanna hjakkast alltaf í sama farinu og neitar að horfa á tölulegar staðreyndir, enda gætu þær gert svartagallsrausið hennar bitlausara en ella. Það er leiðinlegt að horfa á fólk tala gegn betri vitund um mál sem það þekkir betur en svo að tala svo um það sem Jóhanna gerir. Enda var hún frekar brjóstumkennanleg í samræðunni við Illuga. Svo ræddu Ólafur Teitur og Guðmundur við Siggu Andersen og Ögmund. Gott spjall, Óli Teitur er þarna svo sannarlega á heimavelli. Fínn þáttur og beittur, lofar góðu! Egill er á sama tíma í hádeginu á sunnudögum með Silfrið sitt. Alltaf eitthvað um að vera hjá honum. Var gaman að sjá Pétur Blöndal taka Hallgrím Helgason og Gunnar Smára í gegn, en vitleysan vall sem fyrr upp úr Hallgrími. Er kostulegt að hlusta á fimbulfambið í honum og samsæriskenningarnar allar. Í lok þáttarins ræddi Egill við James C. Humes. Hann var ræðuritari fyrir fimm forseta Bandaríkjanna og er höfundur nokkurra af fleygustu setningum stjórnmálasögunnar. Hann kom til landsins í lok september til að flytja fyrirlestur á málþingi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Hann hefur t.d. ritað 28 fræðibækur um bandarísk stjórnmál, sögu og pólitíska þrætubókarlist. Snilld var að hlusta á hann herma eftir Nixon, Roosevelt og Churchill í viðtalinu. Náði þeim óaðfinnanlega. Mjög áhugavert viðtal, sem ég hvet alla til að sjá.
Dagurinn í dag
1792 Framkvæmdir hófust á forsetasetri við Pennsylvania Avenue í Washington - nefnt Hvíta húsið
1986 Leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs lauk með litlum sýnilegum árangri. Almennt litið svo á nú að leiðtogafundurinn hérlendis hafi verið eitt þýðingarmesta skrefið að endalokum kalda stríðsins
1987 Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal. Leiða átti hana til slátrunar en hún reif sig lausa, lagði á flótta og lagði til sunds. Kýrin hét Harpa, en var kölluð svo Sæunn
1995 Margrét Frímannsdóttir sigraði Steingrím J. Sigfússon mjög naumlega í formannskjöri í Alþýðubandalaginu. Margrét hlaut 53,5% atkvæða. Flokkurinn varð hluti af Samfylkingunni 2000
2001 Aðalfundur Læknafélags Íslands staðfesti yfirlýsingu félagsins, Íslenskrar erfðagreiningar og Landlæknisembættisins um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði - endalok langra deilna um hann
Snjallyrði dagsins
You can run, but you cannot hide.
George W. Bush forseti Bandaríkjanna (sagt í öðrum kappræðum hans við John Kerry)
<< Heim