Heitast í umræðunni
3 mánuðum eftir að ríkisstjórnin samþykkti að draga fjölmiðlalögin til baka og skipa þverpólitíska nefnd um málefni tengd eignarhaldi á fjölmiðlum, hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, nú formlega tilkynnt um stofnun hennar. Tilkynnt verður svo formlega um skipun hennar og nefndarmenn í henni fyrir vikulokin. Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að í nefndinni myndu sitja sjö fulltrúar, í stað fimm eins og áður hafði verið ákveðið. Með þessu er því gert ráð fyrir að allir stjórnarandstöðuflokkarnir fái fulltrúa í henni. Áður var gert ráð fyrir að í henni yrðu tveir fulltrúar frá stjórnarflokkunum og tveir frá stjórnarandstöðunni en menntamálaráðherra myndi skipa fimmta nefndarmanninn, sem jafnframt yrði formaður hennar. Strax kom upp gagnrýni frá stjórnarandstöðunni um þá tilhögun mála og hefur ráðherra mætt því nú með þessari fjölgun í nefndinni um tvo, stjórnarandstaðan skipar þrjá fulltrúa en stjórnarflokkarnir skipa fjóra. Nú með þessari ákvörðun er þess vonandi að vænta að stjórnarandstaðan geti hætt að nöldra yfir framkvæmdahlið málsins og fari að ræða loksins það sem skiptir mestu máli og hefði átt að vera allan tímann: efnisatriði tengd eignarhaldi á fjölmiðlum. Ég tel nauðsynlegt að tryggja það að fram fari opinská umræða frá öllum hliðum um eignarhald á fjölmiðlum, og í framhaldinu geti menn sett sanngjarnan regluramma um eignarhaldið. Reyna mun nú á það hvort stjórnarandstaðan stendur við stóru orðin og kemur að starfinu í fjölmiðlanefndinni með opnum hug og vilja til að kynna skoðanir sínar á efninu. Ef þeim er alvara með að vinna málið frá grunni og taka umræðu um eignarhaldið og fjölmiðla frá víðu sjónarhorni eins og þau hafa predikað í efnisrýrri umfjöllun sinni um málið í sumar, kemur þá væntanlega fljótt í ljós í störfum þeirra í fjölmiðlanefndinni. Nú getur efnislega umræðan loksins hafist á vettvangi stjórnmálanna. Er það fagnaðarefni, hiklaust.
Verkfall grunnskólakennara hefur nú staðið í tæpan mánuð og bendir frekar fátt til þess að lausn sé í sjónmáli. Grunnskólakennarar hér á Akureyri afhentu í dag, Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra, ályktun þar sem segir: "Baráttufundur Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og Kennarasambands Norðurlands vestra skorar á sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi að kynna sér kröfugerð Félags grunnskólakennara og beita áhrifum sínum til að Launanefnd sveitarfélaga gangi að kröfum kennara." Að þessu loknu ávarpaði bæjarstjóri fundarmenn og sagðist vonast til að deilan fengi farsælan endi hið fyrsta, eins og auðvitað allir vona. Eins og fyrr segir er deilan enn í nokkrum hnút og fátt gleðilegt sjáanlegt um næstu skref. Eins og ég hef áður bent á er vonlaust fyrir sveitarfélögin að ganga að ítrustu kröfum kennaraforystunnar og fátt sem bendir til að svigrúm sé til þess, þótt sveitarfélögin vildu gera svo vel við kennara sem kröfur þeirra segja til um. Er mikilvægt að ég tel að samninganefndirnar líti á þann ramma sem mögulegur er til framkvæmda á þessu stigi málsins og semji um kjör kennara með raunhæfum hætti. Á meðan á þessu þvargi milli samninganefnda stendur, sitja nemendur heima, hanga í tölvunni, horfa á sjónvarpið, eru í tölvuleikjum og margt fleira hangselsi, sem til er þegar ekkert er fyrir stafni. Það er ótækt að kennarar geti endalaust haldið nemendum í þessari gíslingu. Ánægjulegt var að heyra í gær af einkaskólanum sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, hefur stofnað á heimili sínu. Þar kennir hann grunnskólabörnum samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla, einkum stærðfræði. Á annan tugur nemenda hefur mætt í kennslustundir til hans. Hrós dagsins hjá mér fer því til Haraldar fyrir að stíga skrefið og nota þekkingu sína til að miðla til nemenda meðan verkfallið stendur.
Sýslumaðurinn á Akureyri féllst í dag á þá beiðni útgerðarfélagsins Sólbaks að setja lögbann á aðgerðir sjómannasamtaka og verkalýðsfélaga sem stöðvað hafa að undanförnu löndun úr togaranum Sólbaki EA-7. Lögbannið tekur gildi þegar í stað, en útgerðarfélagið þarf að höfða mál til staðfestingar innan viku. Von er á Sólbaki hingað til hafnar á Akureyri í fyrramálið og ætti því að vera hægt að landa úr skipinu án allra vandræða þá, enda segjast sjómenn hlíta niðurstöðunni. Þetta mál kemur til, eins og allir vita sem fylgst hafa með vegna þess að forsvarsmenn sjómanna mættu á bryggjuna fyrir tæpri viku og reyndu að koma í veg fyrir löndun úr skipinu. Skipið er gert út af hálfu útgerðarfélagsins Sólbaks, sem er að fullu í eigu Brims. Félagið er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa í skipinu standa utan stéttarfélaga sjómanna. Eins og flestum er kunnugt er hér deilt um ráðningarsamninga sem gerður var við áhöfnina á dögunum. Að mínu mati er réttast að þetta mál fari fyrir dómstóla ef forysta sjómanna er ekki sátt við að ákvarðanir útgerðarmanna skipsins og sjómanna um borð. Aðrar aðferðir stangast á við mín sjónarmið í lífinu og þau lögmál sem eiga að gilda. Því er þetta lögbann að fullu skiljanlegt. Að mínu mati er talsverð ábyrgð fólgin í því að stöðva löndun skipsins og eðlilegt fyrir viðkomandi aðila að sækja rétt sinn ef þeir telja á honum brotið með einhverjum hætti. Dómstólar eiga að fjalla um málið og menn eiga að hætta leikrænum tilburðum til að vekja athygli á sér og reyna að stöðva fjölmennan vinnustað hér í bænum, annað er ekki eðlilegt. Svo eiga menn að fara eftir því sem dómarinn segir. Einfalt mál í mínum huga!
Kjósendur í Hvíta-Rússlandi munu ganga að kjörborðinu á sunnudag og kjósa um það hvort að Alexander Lukashenko forseta landsins, skuli leyft að sækjast eftir því að sitja sitt þriðja kjörtímabil á forsetastóli. Lukashenko, sem setið hefur á valdastóli frá 20. júlí 1994, þykir mikill einangrunarsinni og hefur sætt mikilli gagnrýni um allan heim fyrir stjórnunarstíl sinn, einkum frá vestrænum ríkjum. Lukashenko, má samkvæmt stjórnarskrá landsins aðeins sitja tvö kjörtïmabil á forsetastóli. Rennur núgildandi kjörtímabil hans út vorið 2006, eftir rúmt eitt og hálft ár. Samþykki þjóðin umboð hans, má hann sitja annað sex ára kjörtímabil. Forseta landsins er heimilt samkvæmt stjórnarskrá að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál og hefur hann nú nýtt sér þann rétt með því að leggja fyrir þjóðina að umboð hans verð endurnýjað í þriðja sinn í forsetakosningunum 2006. Er fátt gott hægt að segja um Lukashenko, persónu hans eða forsetaferil í þessu landi. Hann er einræðisherra eins og þeir þekkjast af verstu gerðinni og vonandi að þjóðin muni í kosningunum á sunnudag þora að segja honum til syndanna með því að hafna því að veita honum leyfi til forsetaframboðs í kosningunum 2006. Það er kominn tími til að þessum einræðisherra af gömlu sortinni, sennilega þeim seinasta í Evrópu, verði komið frá völdum og besta tækifærið til þess er að banna honum að bjóða sig fram aftur og reyna að sveigja stjórnarskrá landsins að boðum sínum og bönnum.
Dagurinn í dag
1905 Verzlunarskóli Reykjavíkur, sem nú heitir Verzlunarskóli Íslands, tók formlega til starfa
1918 Eldfjallið Katla gaus eftir tæplega 60 ára hlé. Var kraftmikið gos, hið mesta á Íslandi á 20. öld
1962 Kvikmyndin 79 af stöðinni, byggð á skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, var frumsýnd. Var fyrsta mynd okkar í fullri lengd og skartaði Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverkum
1984 IRA reynir að ráða Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, og aðra forystumenn breska Íhaldsflokksins, af dögum í sprengjutilræði í hóteli í Brighton þar sem landsfundur Íhaldsflokksins var haldinn. Litlu munaði að Thatcher og eiginmaður hennar, Denis Thatcher, létu lífið í árásinni
1998 Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú, lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum, 64 ára að aldri. Guðrún Katrín varð forsetafrú 1996 og hafði mikið persónufylgi þann stutta tíma sem hún var við hlið forsetans á embættistíma hans, er almennt litið svo á að hún hafi haft mikil áhrif á það að hann hlaut kjör til embættisins. Guðrún Katrín greindist með hvítblæði 1997 og barðist hetjulegri baráttu gegn því uns yfir lauk. Við útförina voru viðstaddir allir þjóðhöfðingjar Norðurlandanna
Snjallyrði dagsins
In my dreams
I'll always see your soar
Above the sky
In my heart
There will always be a place
For you for all my life
I'll keep a part
Of you with me
And everywhere I am
There you'll be
Diane Warren (There You'll Be)
3 mánuðum eftir að ríkisstjórnin samþykkti að draga fjölmiðlalögin til baka og skipa þverpólitíska nefnd um málefni tengd eignarhaldi á fjölmiðlum, hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, nú formlega tilkynnt um stofnun hennar. Tilkynnt verður svo formlega um skipun hennar og nefndarmenn í henni fyrir vikulokin. Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að í nefndinni myndu sitja sjö fulltrúar, í stað fimm eins og áður hafði verið ákveðið. Með þessu er því gert ráð fyrir að allir stjórnarandstöðuflokkarnir fái fulltrúa í henni. Áður var gert ráð fyrir að í henni yrðu tveir fulltrúar frá stjórnarflokkunum og tveir frá stjórnarandstöðunni en menntamálaráðherra myndi skipa fimmta nefndarmanninn, sem jafnframt yrði formaður hennar. Strax kom upp gagnrýni frá stjórnarandstöðunni um þá tilhögun mála og hefur ráðherra mætt því nú með þessari fjölgun í nefndinni um tvo, stjórnarandstaðan skipar þrjá fulltrúa en stjórnarflokkarnir skipa fjóra. Nú með þessari ákvörðun er þess vonandi að vænta að stjórnarandstaðan geti hætt að nöldra yfir framkvæmdahlið málsins og fari að ræða loksins það sem skiptir mestu máli og hefði átt að vera allan tímann: efnisatriði tengd eignarhaldi á fjölmiðlum. Ég tel nauðsynlegt að tryggja það að fram fari opinská umræða frá öllum hliðum um eignarhald á fjölmiðlum, og í framhaldinu geti menn sett sanngjarnan regluramma um eignarhaldið. Reyna mun nú á það hvort stjórnarandstaðan stendur við stóru orðin og kemur að starfinu í fjölmiðlanefndinni með opnum hug og vilja til að kynna skoðanir sínar á efninu. Ef þeim er alvara með að vinna málið frá grunni og taka umræðu um eignarhaldið og fjölmiðla frá víðu sjónarhorni eins og þau hafa predikað í efnisrýrri umfjöllun sinni um málið í sumar, kemur þá væntanlega fljótt í ljós í störfum þeirra í fjölmiðlanefndinni. Nú getur efnislega umræðan loksins hafist á vettvangi stjórnmálanna. Er það fagnaðarefni, hiklaust.
Verkfall grunnskólakennara hefur nú staðið í tæpan mánuð og bendir frekar fátt til þess að lausn sé í sjónmáli. Grunnskólakennarar hér á Akureyri afhentu í dag, Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra, ályktun þar sem segir: "Baráttufundur Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og Kennarasambands Norðurlands vestra skorar á sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi að kynna sér kröfugerð Félags grunnskólakennara og beita áhrifum sínum til að Launanefnd sveitarfélaga gangi að kröfum kennara." Að þessu loknu ávarpaði bæjarstjóri fundarmenn og sagðist vonast til að deilan fengi farsælan endi hið fyrsta, eins og auðvitað allir vona. Eins og fyrr segir er deilan enn í nokkrum hnút og fátt gleðilegt sjáanlegt um næstu skref. Eins og ég hef áður bent á er vonlaust fyrir sveitarfélögin að ganga að ítrustu kröfum kennaraforystunnar og fátt sem bendir til að svigrúm sé til þess, þótt sveitarfélögin vildu gera svo vel við kennara sem kröfur þeirra segja til um. Er mikilvægt að ég tel að samninganefndirnar líti á þann ramma sem mögulegur er til framkvæmda á þessu stigi málsins og semji um kjör kennara með raunhæfum hætti. Á meðan á þessu þvargi milli samninganefnda stendur, sitja nemendur heima, hanga í tölvunni, horfa á sjónvarpið, eru í tölvuleikjum og margt fleira hangselsi, sem til er þegar ekkert er fyrir stafni. Það er ótækt að kennarar geti endalaust haldið nemendum í þessari gíslingu. Ánægjulegt var að heyra í gær af einkaskólanum sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, hefur stofnað á heimili sínu. Þar kennir hann grunnskólabörnum samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla, einkum stærðfræði. Á annan tugur nemenda hefur mætt í kennslustundir til hans. Hrós dagsins hjá mér fer því til Haraldar fyrir að stíga skrefið og nota þekkingu sína til að miðla til nemenda meðan verkfallið stendur.
Sýslumaðurinn á Akureyri féllst í dag á þá beiðni útgerðarfélagsins Sólbaks að setja lögbann á aðgerðir sjómannasamtaka og verkalýðsfélaga sem stöðvað hafa að undanförnu löndun úr togaranum Sólbaki EA-7. Lögbannið tekur gildi þegar í stað, en útgerðarfélagið þarf að höfða mál til staðfestingar innan viku. Von er á Sólbaki hingað til hafnar á Akureyri í fyrramálið og ætti því að vera hægt að landa úr skipinu án allra vandræða þá, enda segjast sjómenn hlíta niðurstöðunni. Þetta mál kemur til, eins og allir vita sem fylgst hafa með vegna þess að forsvarsmenn sjómanna mættu á bryggjuna fyrir tæpri viku og reyndu að koma í veg fyrir löndun úr skipinu. Skipið er gert út af hálfu útgerðarfélagsins Sólbaks, sem er að fullu í eigu Brims. Félagið er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa í skipinu standa utan stéttarfélaga sjómanna. Eins og flestum er kunnugt er hér deilt um ráðningarsamninga sem gerður var við áhöfnina á dögunum. Að mínu mati er réttast að þetta mál fari fyrir dómstóla ef forysta sjómanna er ekki sátt við að ákvarðanir útgerðarmanna skipsins og sjómanna um borð. Aðrar aðferðir stangast á við mín sjónarmið í lífinu og þau lögmál sem eiga að gilda. Því er þetta lögbann að fullu skiljanlegt. Að mínu mati er talsverð ábyrgð fólgin í því að stöðva löndun skipsins og eðlilegt fyrir viðkomandi aðila að sækja rétt sinn ef þeir telja á honum brotið með einhverjum hætti. Dómstólar eiga að fjalla um málið og menn eiga að hætta leikrænum tilburðum til að vekja athygli á sér og reyna að stöðva fjölmennan vinnustað hér í bænum, annað er ekki eðlilegt. Svo eiga menn að fara eftir því sem dómarinn segir. Einfalt mál í mínum huga!
Kjósendur í Hvíta-Rússlandi munu ganga að kjörborðinu á sunnudag og kjósa um það hvort að Alexander Lukashenko forseta landsins, skuli leyft að sækjast eftir því að sitja sitt þriðja kjörtímabil á forsetastóli. Lukashenko, sem setið hefur á valdastóli frá 20. júlí 1994, þykir mikill einangrunarsinni og hefur sætt mikilli gagnrýni um allan heim fyrir stjórnunarstíl sinn, einkum frá vestrænum ríkjum. Lukashenko, má samkvæmt stjórnarskrá landsins aðeins sitja tvö kjörtïmabil á forsetastóli. Rennur núgildandi kjörtímabil hans út vorið 2006, eftir rúmt eitt og hálft ár. Samþykki þjóðin umboð hans, má hann sitja annað sex ára kjörtímabil. Forseta landsins er heimilt samkvæmt stjórnarskrá að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál og hefur hann nú nýtt sér þann rétt með því að leggja fyrir þjóðina að umboð hans verð endurnýjað í þriðja sinn í forsetakosningunum 2006. Er fátt gott hægt að segja um Lukashenko, persónu hans eða forsetaferil í þessu landi. Hann er einræðisherra eins og þeir þekkjast af verstu gerðinni og vonandi að þjóðin muni í kosningunum á sunnudag þora að segja honum til syndanna með því að hafna því að veita honum leyfi til forsetaframboðs í kosningunum 2006. Það er kominn tími til að þessum einræðisherra af gömlu sortinni, sennilega þeim seinasta í Evrópu, verði komið frá völdum og besta tækifærið til þess er að banna honum að bjóða sig fram aftur og reyna að sveigja stjórnarskrá landsins að boðum sínum og bönnum.
Dagurinn í dag
1905 Verzlunarskóli Reykjavíkur, sem nú heitir Verzlunarskóli Íslands, tók formlega til starfa
1918 Eldfjallið Katla gaus eftir tæplega 60 ára hlé. Var kraftmikið gos, hið mesta á Íslandi á 20. öld
1962 Kvikmyndin 79 af stöðinni, byggð á skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, var frumsýnd. Var fyrsta mynd okkar í fullri lengd og skartaði Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverkum
1984 IRA reynir að ráða Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, og aðra forystumenn breska Íhaldsflokksins, af dögum í sprengjutilræði í hóteli í Brighton þar sem landsfundur Íhaldsflokksins var haldinn. Litlu munaði að Thatcher og eiginmaður hennar, Denis Thatcher, létu lífið í árásinni
1998 Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú, lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum, 64 ára að aldri. Guðrún Katrín varð forsetafrú 1996 og hafði mikið persónufylgi þann stutta tíma sem hún var við hlið forsetans á embættistíma hans, er almennt litið svo á að hún hafi haft mikil áhrif á það að hann hlaut kjör til embættisins. Guðrún Katrín greindist með hvítblæði 1997 og barðist hetjulegri baráttu gegn því uns yfir lauk. Við útförina voru viðstaddir allir þjóðhöfðingjar Norðurlandanna
Snjallyrði dagsins
In my dreams
I'll always see your soar
Above the sky
In my heart
There will always be a place
For you for all my life
I'll keep a part
Of you with me
And everywhere I am
There you'll be
Diane Warren (There You'll Be)
<< Heim