Setning Alþingis
Forseti Íslands setti í dag Alþingi Íslendinga, 131. löggjafarþing, eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í ræðu sinni við það tilefni sagði forsetinn að þáttaskil hefðu orðið í stjórn landsins við forsætisráðherraskipti í síðasta mánuði. Færði forseti, Davíð Oddssyni utanríkisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, þakkir fyrir farsæl störf og forustu á umbrotatímum og mikilvægt framlag til hagsældar og velferðar Íslendinga. Sagði hann að það myndi skipa honum sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar. Sagðist hann vona að utanríkisráðherra næði fullum bata eftir alvarleg veikindi hans í sumar. Davíð var ekki viðstaddur þingsetningu að þessu sinni, en hann er staddur í Slóveníu, í hvíldar- og vinnuferð. Bauð forseti nýjan forsætisráðherra, velkominn til mikilla ábyrgðarstarfa. Að lokinni ræðu forseta, tók Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og starfsaldursforseti þingsins, við stjórn fundarins. Minntist hann þingmanna sem látist hafa frá því þing kom síðast saman í júlí: Árna Ragnars Árnasonar, Gunnars G. Schram og Gylfa Þ. Gíslasonar. Að því loknu var Halldór Blöndal endurkjörinn forseti Alþingis. Í ræðu sinni við það tilefni sagði Halldór að synjunarákvæði stjórnarskrárinnar væri leifar af þeirri trú að konungurinn fari með guðsvald. Sagði Halldór, að eftir atburði sumarsins, þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum um samþykki sitt, stæði löggjafarstarf þingsins ekki jafn traustum fótum og áður. Urðu ummæli Halldórs til þess að hluti stjórnarandstöðuþingmanna gekk úr salnum. Ummæli Halldórs eru til marks um að samskipti sitjandi forseta og forystu þingsins verða ekki söm og eru sködduð. Er nauðsynlegt að þingforseti hafi látið slík ummæli falla og talað sé hreint út um málið. Að mínu mati á löggjafarvaldið að vera í höndum þingsins og ég tek því heilshugar undir ummæli forseta þingsins og gagnrýni hans á ákvarðanir forseta í sumar. Þau orð eru alveg til samræmis við allt það sem ég hef sagt um þessi mál á vefum mínum í sumar. Það er nauðsynlegt nú að hefja vinnu að því að breyta stjórnarskránni og stokka upp 26. grein hennar til samræmis við nútímann.
Fjárlagafrumvarp 2005
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kynnti formlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í dag. Það sem helst kom fram í ítarlegri framsögu ráðherrans var að gert er ráð fyrir 11,2 milljarða króna tekjuafgangi ríkissjóðs í frumvarpinu, sem nemur 1,2% af landsframleiðslu. Útgjöld ríkissjóðs standa í stað að raungildi, en lækka sem hlutfall af landsframleiðslu. Tekjuskattur einstaklinga mun verða lækkaður um áramótin um 1% og alls um 4% fyrir lok kjörtímabilsins. Miðað er við að meginþungi skattalækkana skuli koma til framkvæmda á árinu 2007. Árið 2006 mun eignarskattur einstaklinga og lögaðila verða að fullu afnuminn. Orðrétt segir um skattalækkanir í frumvarpinu: "Skattalækkanirnar eru liður í þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að gera efnahagsumhverfi heimila og fyrirtækja hér á landi eins gott og helst betra en þekkist í okkar helstu viðskiptalöndum þannig að menn þurfi ekki að leita til annarra landa til að bæta lífskjörin." Lánsfjárafgangur er áætlaður um 4 milljarða króna og mun ekki styrkjast eins mikið og tekjuafkoman, sérstaklega vegna þess að stórir flokkar spariskírteina verða á gjalddaga á næsta ári, sem veldur auknum vaxtagreiðslum umfram gjaldfærða vexti. Athyglisvert er að renna yfir frumvarpið, helstu tölur þess og tengda þætti á hinum ítarlega og vel uppsetta fjárlagavef, sem ég hvet alla til að skoða. Við fyrstu sýn er um gott frumvarp að ræða og góður tekjuafgangur fyrirsjáanlegur. Gagnrýna má hinsvegar ýmsa þætti. Fyrst skal þar telja að ekki er gert ráð fyrir sölu Símans þar. Ef marka má orð forystumanna stjórnarsamstarfsins mun söluferli fara í gang í vetur. Ég ítreka það að sala Símans verður að hefjast á þessum þingvetri. Ekki má tefja það mál. Skattalækkanir byrja loks að koma til framkvæmda. Þó er farið varlega af stað. Gagnrýna má harkalega hversu stutt skref eru stigin í upphafi. Eins og ég hef oft bent á er mikilvægt að hefja skattalækkanir af krafti, upphaf þeirra má finna þarna. Mikilvægt er að kominn er upp rammi að ferli málsins, en ég hefði þó viljað fara af stað með mun meiri krafti en þarna kemur fram.
Forseti Íslands setti í dag Alþingi Íslendinga, 131. löggjafarþing, eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í ræðu sinni við það tilefni sagði forsetinn að þáttaskil hefðu orðið í stjórn landsins við forsætisráðherraskipti í síðasta mánuði. Færði forseti, Davíð Oddssyni utanríkisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, þakkir fyrir farsæl störf og forustu á umbrotatímum og mikilvægt framlag til hagsældar og velferðar Íslendinga. Sagði hann að það myndi skipa honum sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar. Sagðist hann vona að utanríkisráðherra næði fullum bata eftir alvarleg veikindi hans í sumar. Davíð var ekki viðstaddur þingsetningu að þessu sinni, en hann er staddur í Slóveníu, í hvíldar- og vinnuferð. Bauð forseti nýjan forsætisráðherra, velkominn til mikilla ábyrgðarstarfa. Að lokinni ræðu forseta, tók Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og starfsaldursforseti þingsins, við stjórn fundarins. Minntist hann þingmanna sem látist hafa frá því þing kom síðast saman í júlí: Árna Ragnars Árnasonar, Gunnars G. Schram og Gylfa Þ. Gíslasonar. Að því loknu var Halldór Blöndal endurkjörinn forseti Alþingis. Í ræðu sinni við það tilefni sagði Halldór að synjunarákvæði stjórnarskrárinnar væri leifar af þeirri trú að konungurinn fari með guðsvald. Sagði Halldór, að eftir atburði sumarsins, þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum um samþykki sitt, stæði löggjafarstarf þingsins ekki jafn traustum fótum og áður. Urðu ummæli Halldórs til þess að hluti stjórnarandstöðuþingmanna gekk úr salnum. Ummæli Halldórs eru til marks um að samskipti sitjandi forseta og forystu þingsins verða ekki söm og eru sködduð. Er nauðsynlegt að þingforseti hafi látið slík ummæli falla og talað sé hreint út um málið. Að mínu mati á löggjafarvaldið að vera í höndum þingsins og ég tek því heilshugar undir ummæli forseta þingsins og gagnrýni hans á ákvarðanir forseta í sumar. Þau orð eru alveg til samræmis við allt það sem ég hef sagt um þessi mál á vefum mínum í sumar. Það er nauðsynlegt nú að hefja vinnu að því að breyta stjórnarskránni og stokka upp 26. grein hennar til samræmis við nútímann.
Fjárlagafrumvarp 2005
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kynnti formlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í dag. Það sem helst kom fram í ítarlegri framsögu ráðherrans var að gert er ráð fyrir 11,2 milljarða króna tekjuafgangi ríkissjóðs í frumvarpinu, sem nemur 1,2% af landsframleiðslu. Útgjöld ríkissjóðs standa í stað að raungildi, en lækka sem hlutfall af landsframleiðslu. Tekjuskattur einstaklinga mun verða lækkaður um áramótin um 1% og alls um 4% fyrir lok kjörtímabilsins. Miðað er við að meginþungi skattalækkana skuli koma til framkvæmda á árinu 2007. Árið 2006 mun eignarskattur einstaklinga og lögaðila verða að fullu afnuminn. Orðrétt segir um skattalækkanir í frumvarpinu: "Skattalækkanirnar eru liður í þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að gera efnahagsumhverfi heimila og fyrirtækja hér á landi eins gott og helst betra en þekkist í okkar helstu viðskiptalöndum þannig að menn þurfi ekki að leita til annarra landa til að bæta lífskjörin." Lánsfjárafgangur er áætlaður um 4 milljarða króna og mun ekki styrkjast eins mikið og tekjuafkoman, sérstaklega vegna þess að stórir flokkar spariskírteina verða á gjalddaga á næsta ári, sem veldur auknum vaxtagreiðslum umfram gjaldfærða vexti. Athyglisvert er að renna yfir frumvarpið, helstu tölur þess og tengda þætti á hinum ítarlega og vel uppsetta fjárlagavef, sem ég hvet alla til að skoða. Við fyrstu sýn er um gott frumvarp að ræða og góður tekjuafgangur fyrirsjáanlegur. Gagnrýna má hinsvegar ýmsa þætti. Fyrst skal þar telja að ekki er gert ráð fyrir sölu Símans þar. Ef marka má orð forystumanna stjórnarsamstarfsins mun söluferli fara í gang í vetur. Ég ítreka það að sala Símans verður að hefjast á þessum þingvetri. Ekki má tefja það mál. Skattalækkanir byrja loks að koma til framkvæmda. Þó er farið varlega af stað. Gagnrýna má harkalega hversu stutt skref eru stigin í upphafi. Eins og ég hef oft bent á er mikilvægt að hefja skattalækkanir af krafti, upphaf þeirra má finna þarna. Mikilvægt er að kominn er upp rammi að ferli málsins, en ég hefði þó viljað fara af stað með mun meiri krafti en þarna kemur fram.
<< Heim