Yasser Arafat látinn
Yasser Arafat forseti Palestínu, er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést á Clamart-hersjúkrahúsinu í París í nótt eftir mikil veikindi. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var fluttur til Frakklands 29. október sl. og hafði heilsu hans hrakað ört seinustu dagana. Flogið verður með lík Arafats til Kaíró í Egyptalandi seinnipartinn í dag þar sem verður formleg jarðarför leiðtogans og viðhafnarkveðjuathöfn. Að því loknu verður lík Arafats flutt til Ramallah. Hann verður jarðsettur á morgun við höfuðstöðvar sínar á Vesturbakkanum. Palestínumenn hafa lýst yfir 40 daga þjóðarsorg. Arafat lætur eftir sig eiginkonu, Suha, og níu ára dóttur, Zöwhu Ammar. Skarð Arafats í palestínskum stjórnmálum er bæði stórt og mjög vandfyllt. Hann hafði haft bæði tögl og hagldir í palestínsku heimastjórninni og í stjórnmálaheimi landsins í vel yfir fjóra áratugi. Enginn afgerandi og óumdeildur eftirmaður og leiðtogi er í sjónmáli og hætt er við að mikil valdabarátta skelli á, nú þegar kjósa þarf nýjan forseta í heimastjórninni. Mahmoud Abbas fyrrum forsætisráðherra Palestínu, hefur tekið við hlutverki Arafats sem leiðtogi PLO og Rawhi Fattouh hefur tekið við forsetaembætti palestínsku heimastjórnarinnar til bráðabirgða. Bendir flest til þess að Abbas eða Ahmed Qurei núverandi forsætisráðherra, taki við hlutverki Arafats sem leiðtogi landsins í fyllingu tímans.
Segja má með sanni að saga Yasser Arafat sé órjúfanlega samofin sögu palestínsku þjóðarinnar og frelsisbaráttu landsins seinustu áratugina. Hann hefur leitt baráttu landsins fyrir frelsi og sjálfstæði í rúma fjóra áratugi. Hann var nefndur við fæðingu í ágúst 1929, Mohammed Jasser Abdul-Raouf Qudwa al-Husseini. Var sonur vefnaðarkaupmanns, af palestínskum og egypskum ættum, en móðir hans var frá Jerúsalem. Snemma varð Arafat baráttumaður fyrir frelsi heimalands síns. Hann var aðeins 16 ára gamall er hann byrjaði að smygla vopnum fyrir palestínska skæruliða sem áttu í höggi við vopnaða gyðinga og Breta í seinna stríðinu og fram að stofnun Ísraelsríkis 1948. Þá sneri Arafat aftur til Kaíró, stofnaði samtök palestínskra námsmanna, og lauk prófi í verkfræði. Frá Kaíró hélt Arafat til Kúveit og 1964 hélt hann til Jórdaníu til að stýra árásum al-Fatah, nýstofnaðra samtakanna sinna, á Ísrael. Sama ár voru Frelsissamtök Palestínu, PLO, stofnuð. Þau eru samtök ýmissa lykilhópa Palestínumanna. Eftir niðurlægjandi auðmýkjandi ósigur araba fyrir Ísraelum í sex daga stríðinu 1967 varð al-Fatah leiðandi forystuhreyfing Palestínumanna, og 1969 varð Arafat leiðtogi PLO og gegndi því embætti til dauðadags. Hussein Jórdaníukonungi þótti sér ógnað, honum hraus hugur við veldi Frelsissamtakanna, og hermenn hans hröktu þau burt eftir blóðbað. Frá Jórdaníu lá leið Arafats til Líbanon en 1982 var honum ekki lengur vært þar eftir mannskæða innrás Ísraela. Eftir það dvaldi hann í Túnis í nokkur ár.
Á árinu 1988 urðu mikil þáttaskil í stefnu og forystu Yasser Arafat sem eins helsta leiðtoga Palestínumanna. Þá lýsti hann því yfir að öll ríki ættu tilverurétt í Austurlöndum nær, t.d. Ísrael. Um var að mikla tímamótayfirlýsingu sem greiddi veginn fyrir friðarviðræðum. Bakslag kom í hugmyndir um friðarviðræður árið 1991, þegar Arafat lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við Saddam Hussein leiðtoga Íraks, í Persaflóastríðinu. Friðarferli hófst þó formlega, 30. október 1991 stóð Bandaríkjastjórn fyrir því að viðræður hófust formlega milli deiluaðila í Madrid á Spáni. Um var að ræða sögulega ráðstefnu þar sem margir erkifjendur í stjórnmálasögu svæðisins hittust í fyrsta skipti og ræddu saman málefnin frá víðu sjónarhorni og fóru yfir stöðuna. Leiddu þær til friðarviðræðnanna í Osló þar sem Ísrael og Palestína sömdu frið 1993.
13. september 1993 var Óslóarsamningurinn svonefndi undirritaður í Washington af Arafat og Yitzhak Rabin þáv. forsætisráðherra Ísraels. Ári síðar sneri Arafat aftur til Gaza og var ákaft fagnað, í lok þess árs fékk Arafat friðarverðlaun Nóbels ásamt Rabin og Shimon Peres þáv. utanríkisráðherra Ísraels. 20. janúar 1996 kusu Palestínumenn heimastjórn, Arafat var kjörinn forseti heimastjórnarinnar með 83% atkvæða og gegndi embættinu til dauðadags. Morðið á Rabin í nóvember 1995 leiddi til hnignunar friðarferlisins. Harðlínumenn á borð við Benjamin Netanyahu og Ariel Sharon komust til valda í Ísrael og ný uppreisn Palestínumanna, Intífada, braust út. Friðarferli Arafats og Rabins beið skipbrot. Árið 2001 umkringdi ísraelskt herlið höfuðstöðvar Arafats í Ramallah, sem er vestan Jórdanár, og þar var hann stofufangi þar til hann var fluttur helsjúkur á hersjúkrahús í París í lok seinasta mánaðar. Arafat lifði ekki að sjá draum sinn rætast að fullu, það var óneitanlega táknræn stund þegar hann kvaddi þjóð sína hinsta sinni með tár á hvarmi í dyrum þyrlu jórdanskra stjórnvalda sem flutti hann seinustu ferðina, fárveikan á sjúkrahús til að leita sér læknishjálpar. Hann kvaddi þegna sína þá með sama hætti og hann hafði stjórnað henni, með kraftmiklum hætti. Tímamót höfðu átt sér stað.
Heitast í umræðunni
Tilkynnt var á blaðamannafundi í Ráðhúsinu á sjöunda tímanum í gærkvöldi að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi R-listans, tæki við embætti borgarstjóra í Reykjavík, þann 1. desember nk. Hún þekkir vel til borgarmálanna, enda setið sem borgarfulltrúi R-listans allt frá stofnun 1994 og verið í mörgum af helstu nefndum borgarinnar allan þann tíma. Við blasir að Steinunn Valdís verður fyrir valinu vegna þess að hún var sú eina af hinum 8 borgarfulltrúum R-lista sem samstaða náðist um til að klára þá 18 mánuði sem eftir eru til borgarstjórnarkosninga í lok maí 2006.
Hún er umfram allt hin týpíska málamiðlun í þeirri stöðu sem upp var komin. Leiðtogar flokkanna í samstarfinu gátu ekki komið sér um einn þeirra í starfið og óháði borgarfulltrúinn var talinn of hallur undir einn flokkinn. Pólítískur dauðdagi fráfarandi borgarstjóra hefur verið R-listanum átakanlegur og erfiður og tekur nú við fyrir fulltrúa valdabandalagsins að vinna sig úr því ferli með þeim hætti sem þau telja best. Tekin er því sú ákvörðun að halda aftur á fyrri slóðir, pólitískur fulltrúi tekur við forystunni. Valin er til starfans eina manneskjan í hópnum sem samstaða næst um.
Valdaátök milli forystumannanna og krónprinsins óháða komu í veg fyrir að sterkustu pólitísku fulltrúarnir hlytu forystusessinn. Því kemur ólíklegasti aðilinn til sögunnar, sú manneskja sem hefur þó fylgt R-lista valdabræðingnum frá upphafi og getur aðeins ein verið samnefnari einhvers þess sem eftir er af trúnaði manna og flokka á milli í þessu samstarfi sem gengur nú aðeins út á völd: það að halda völdum og geta deilt þeim á milli sín meðan meirihlutinn er til staðar.
Ég færi Steinunni Valdísi bestu óskir um gott gengi. Henni veitir ekki af góðum kveðjum og óskum allra stjórnmálaáhugamanna, nú þegar hún tekst á hendur það gríðarlega stóra verkefni að reyna að halda utan um þrjá ólíka flokka sem eiga ekkert sameiginlegt nema ásókn í völd og vegtyllur á vettvangi borgarmálanna. Það þarf kjark og þor í farteskinu til að halda í vegferð í þeim tilgangi að vinna fyrir slíkt afl sem forystumaður.
Þessu hefur Þórólfur Árnason fráfarandi borgarstjóri, fengið að kynnast allt frá því hann kom til sögunnar sem embættismaður og framkvæmdastjóri án umboðs. Vonandi er að Steinunn verði opnari fyrir staðreyndum um borgarmálin en forverar hennar tveir, sem hafa reynt eftir fremsta megni að hylja augu sín með gleraugum með svörtu gleri til að þurfa ekki að horfa fram á veginn nema með þeim brag að afneita staðreyndum og tölum.
Ef Steinunn Valdís ætlar að vera sönn í verki og höndla starf sitt af festu þarf hún að henda svartlituðu gleraugunum og viðurkenna vandann og horfast í augu við hann.
Þórólfur segir af sér - Steinunn Valdís verður borgarstjóri
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Alberto Gonzales tæki við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna af John Ashcroft. Mun Ashcroft láta af störfum um leið og þingið hefur samþykkt val forsetans á Gonzales sem eftirmanni sínum. Gonzales er 49 ára gamall og hefur verið einn af helstu lögfræðilegum ráðgjöfum Bush í forsetatíð hans seinustu fjögur árin. Áður var hann dómari við hæstarétt Texas fylkis og einn af helstu lagaspekingum í málum fylkisins. Hann er sonur fátækra innflytjenda og ef þingið samþykkir val forsetans verður Gonzales fyrsti spænskumælandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hefð er fyrir því að æðstu embættismenn Bandaríkjanna séu yfirheyrðir fyrir þingnefnd áður en þeir eru skipaðir í embætti og verður öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykkja bæði ráðherraefni, dómaraefni við Hæstarétt og þá sem tilnefndir eru sem forseti réttarins, áður en þeir geta tekið formlega við starfi. Slíkt vinnuferli getur tekið allt frá nokkrum dögum til nokkurra vikna ef ekki er samstaða um þá sem tilnefndir eru. Eins og ég sagði frá í gær eru framundan miklar ráðherrahrókeringar í stjórn Bush forseta. Líklegt er að á næstu dögum verði tilkynnt um hvort að Colin Powell utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, láti af störfum og hverjir verði eftirmenn þeirra. Flest bendir til þess að þeir muni víkja við upphaf nýs kjörtímabils forsetans ásamt fleiri lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar. Talið er að skipan ráðherra í öll helstu embætti ríkisstjórnarinnar og forystu landsins á næsta kjörtímabili muni liggja fyrir að mestu fyrir lok mánaðarins.
Dagurinn í dag
1907 Grímseyingar héldu fyrsta sinni upp á "þjóðhátíðardag" sinn - er fæðingardagur prófessors Willard Fiske, sem gaf t.d. fé til skólabyggingar þar. Minnismerki um hann vígt þennan dag 1998
1991 Áformum um að reisa álver á Keilisnesi var frestað um óákveðinn tíma - álverið reis aldrei
1992 Breska þjóðkirkjan leyfir konum að taka prestsvígslu - mikill áfangasigur fyrir breskar konur
1994 Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra vegna hneykslismála. Hann var heilbrigðisráðherra 1993-1994 og hafði verið félagsmálaráðherra í nokkra mánuði er hann sagði af sér - var lengi bæjarstjóri í Hafnarfirði og talinn einn af krónprinsum íslenskra jafnaðarmanna
2004 Yasser Arafat forseti Palestínu, lést á hersjúkrahúsi í París, 75 ára að aldri. Hann hafði þá verið pólitískur leiðtogi Palestínumanna í rúmlega fjóra áratugi. Hann varð einn af forystumönnum PLO árið 1964 og leiðtogi þess árið 1969 og leiddi baráttu Palestínu fyrir sjálfstæði. Hann var kjörinn forseti landsins árið 1996 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin og Shimon Peres
Snjallyrði dagsins
Here's a brief update on Yasser Arafat, doctors say he has died but palestinian authority say he is expected to make a full recovery.
Calls are pouring in from leaders around the world to Mrs. Arafat. French President Jacques Chirac said he hopes for the best. British Prime Minister Tony Blair sent his regards. And VP Dick Cheney called to ask if Arafat had filled out a heart donor card.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
Yasser Arafat forseti Palestínu, er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést á Clamart-hersjúkrahúsinu í París í nótt eftir mikil veikindi. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var fluttur til Frakklands 29. október sl. og hafði heilsu hans hrakað ört seinustu dagana. Flogið verður með lík Arafats til Kaíró í Egyptalandi seinnipartinn í dag þar sem verður formleg jarðarför leiðtogans og viðhafnarkveðjuathöfn. Að því loknu verður lík Arafats flutt til Ramallah. Hann verður jarðsettur á morgun við höfuðstöðvar sínar á Vesturbakkanum. Palestínumenn hafa lýst yfir 40 daga þjóðarsorg. Arafat lætur eftir sig eiginkonu, Suha, og níu ára dóttur, Zöwhu Ammar. Skarð Arafats í palestínskum stjórnmálum er bæði stórt og mjög vandfyllt. Hann hafði haft bæði tögl og hagldir í palestínsku heimastjórninni og í stjórnmálaheimi landsins í vel yfir fjóra áratugi. Enginn afgerandi og óumdeildur eftirmaður og leiðtogi er í sjónmáli og hætt er við að mikil valdabarátta skelli á, nú þegar kjósa þarf nýjan forseta í heimastjórninni. Mahmoud Abbas fyrrum forsætisráðherra Palestínu, hefur tekið við hlutverki Arafats sem leiðtogi PLO og Rawhi Fattouh hefur tekið við forsetaembætti palestínsku heimastjórnarinnar til bráðabirgða. Bendir flest til þess að Abbas eða Ahmed Qurei núverandi forsætisráðherra, taki við hlutverki Arafats sem leiðtogi landsins í fyllingu tímans.
Segja má með sanni að saga Yasser Arafat sé órjúfanlega samofin sögu palestínsku þjóðarinnar og frelsisbaráttu landsins seinustu áratugina. Hann hefur leitt baráttu landsins fyrir frelsi og sjálfstæði í rúma fjóra áratugi. Hann var nefndur við fæðingu í ágúst 1929, Mohammed Jasser Abdul-Raouf Qudwa al-Husseini. Var sonur vefnaðarkaupmanns, af palestínskum og egypskum ættum, en móðir hans var frá Jerúsalem. Snemma varð Arafat baráttumaður fyrir frelsi heimalands síns. Hann var aðeins 16 ára gamall er hann byrjaði að smygla vopnum fyrir palestínska skæruliða sem áttu í höggi við vopnaða gyðinga og Breta í seinna stríðinu og fram að stofnun Ísraelsríkis 1948. Þá sneri Arafat aftur til Kaíró, stofnaði samtök palestínskra námsmanna, og lauk prófi í verkfræði. Frá Kaíró hélt Arafat til Kúveit og 1964 hélt hann til Jórdaníu til að stýra árásum al-Fatah, nýstofnaðra samtakanna sinna, á Ísrael. Sama ár voru Frelsissamtök Palestínu, PLO, stofnuð. Þau eru samtök ýmissa lykilhópa Palestínumanna. Eftir niðurlægjandi auðmýkjandi ósigur araba fyrir Ísraelum í sex daga stríðinu 1967 varð al-Fatah leiðandi forystuhreyfing Palestínumanna, og 1969 varð Arafat leiðtogi PLO og gegndi því embætti til dauðadags. Hussein Jórdaníukonungi þótti sér ógnað, honum hraus hugur við veldi Frelsissamtakanna, og hermenn hans hröktu þau burt eftir blóðbað. Frá Jórdaníu lá leið Arafats til Líbanon en 1982 var honum ekki lengur vært þar eftir mannskæða innrás Ísraela. Eftir það dvaldi hann í Túnis í nokkur ár.
Á árinu 1988 urðu mikil þáttaskil í stefnu og forystu Yasser Arafat sem eins helsta leiðtoga Palestínumanna. Þá lýsti hann því yfir að öll ríki ættu tilverurétt í Austurlöndum nær, t.d. Ísrael. Um var að mikla tímamótayfirlýsingu sem greiddi veginn fyrir friðarviðræðum. Bakslag kom í hugmyndir um friðarviðræður árið 1991, þegar Arafat lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við Saddam Hussein leiðtoga Íraks, í Persaflóastríðinu. Friðarferli hófst þó formlega, 30. október 1991 stóð Bandaríkjastjórn fyrir því að viðræður hófust formlega milli deiluaðila í Madrid á Spáni. Um var að ræða sögulega ráðstefnu þar sem margir erkifjendur í stjórnmálasögu svæðisins hittust í fyrsta skipti og ræddu saman málefnin frá víðu sjónarhorni og fóru yfir stöðuna. Leiddu þær til friðarviðræðnanna í Osló þar sem Ísrael og Palestína sömdu frið 1993.
13. september 1993 var Óslóarsamningurinn svonefndi undirritaður í Washington af Arafat og Yitzhak Rabin þáv. forsætisráðherra Ísraels. Ári síðar sneri Arafat aftur til Gaza og var ákaft fagnað, í lok þess árs fékk Arafat friðarverðlaun Nóbels ásamt Rabin og Shimon Peres þáv. utanríkisráðherra Ísraels. 20. janúar 1996 kusu Palestínumenn heimastjórn, Arafat var kjörinn forseti heimastjórnarinnar með 83% atkvæða og gegndi embættinu til dauðadags. Morðið á Rabin í nóvember 1995 leiddi til hnignunar friðarferlisins. Harðlínumenn á borð við Benjamin Netanyahu og Ariel Sharon komust til valda í Ísrael og ný uppreisn Palestínumanna, Intífada, braust út. Friðarferli Arafats og Rabins beið skipbrot. Árið 2001 umkringdi ísraelskt herlið höfuðstöðvar Arafats í Ramallah, sem er vestan Jórdanár, og þar var hann stofufangi þar til hann var fluttur helsjúkur á hersjúkrahús í París í lok seinasta mánaðar. Arafat lifði ekki að sjá draum sinn rætast að fullu, það var óneitanlega táknræn stund þegar hann kvaddi þjóð sína hinsta sinni með tár á hvarmi í dyrum þyrlu jórdanskra stjórnvalda sem flutti hann seinustu ferðina, fárveikan á sjúkrahús til að leita sér læknishjálpar. Hann kvaddi þegna sína þá með sama hætti og hann hafði stjórnað henni, með kraftmiklum hætti. Tímamót höfðu átt sér stað.
Heitast í umræðunni
Tilkynnt var á blaðamannafundi í Ráðhúsinu á sjöunda tímanum í gærkvöldi að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi R-listans, tæki við embætti borgarstjóra í Reykjavík, þann 1. desember nk. Hún þekkir vel til borgarmálanna, enda setið sem borgarfulltrúi R-listans allt frá stofnun 1994 og verið í mörgum af helstu nefndum borgarinnar allan þann tíma. Við blasir að Steinunn Valdís verður fyrir valinu vegna þess að hún var sú eina af hinum 8 borgarfulltrúum R-lista sem samstaða náðist um til að klára þá 18 mánuði sem eftir eru til borgarstjórnarkosninga í lok maí 2006.
Hún er umfram allt hin týpíska málamiðlun í þeirri stöðu sem upp var komin. Leiðtogar flokkanna í samstarfinu gátu ekki komið sér um einn þeirra í starfið og óháði borgarfulltrúinn var talinn of hallur undir einn flokkinn. Pólítískur dauðdagi fráfarandi borgarstjóra hefur verið R-listanum átakanlegur og erfiður og tekur nú við fyrir fulltrúa valdabandalagsins að vinna sig úr því ferli með þeim hætti sem þau telja best. Tekin er því sú ákvörðun að halda aftur á fyrri slóðir, pólitískur fulltrúi tekur við forystunni. Valin er til starfans eina manneskjan í hópnum sem samstaða næst um.
Valdaátök milli forystumannanna og krónprinsins óháða komu í veg fyrir að sterkustu pólitísku fulltrúarnir hlytu forystusessinn. Því kemur ólíklegasti aðilinn til sögunnar, sú manneskja sem hefur þó fylgt R-lista valdabræðingnum frá upphafi og getur aðeins ein verið samnefnari einhvers þess sem eftir er af trúnaði manna og flokka á milli í þessu samstarfi sem gengur nú aðeins út á völd: það að halda völdum og geta deilt þeim á milli sín meðan meirihlutinn er til staðar.
Ég færi Steinunni Valdísi bestu óskir um gott gengi. Henni veitir ekki af góðum kveðjum og óskum allra stjórnmálaáhugamanna, nú þegar hún tekst á hendur það gríðarlega stóra verkefni að reyna að halda utan um þrjá ólíka flokka sem eiga ekkert sameiginlegt nema ásókn í völd og vegtyllur á vettvangi borgarmálanna. Það þarf kjark og þor í farteskinu til að halda í vegferð í þeim tilgangi að vinna fyrir slíkt afl sem forystumaður.
Þessu hefur Þórólfur Árnason fráfarandi borgarstjóri, fengið að kynnast allt frá því hann kom til sögunnar sem embættismaður og framkvæmdastjóri án umboðs. Vonandi er að Steinunn verði opnari fyrir staðreyndum um borgarmálin en forverar hennar tveir, sem hafa reynt eftir fremsta megni að hylja augu sín með gleraugum með svörtu gleri til að þurfa ekki að horfa fram á veginn nema með þeim brag að afneita staðreyndum og tölum.
Ef Steinunn Valdís ætlar að vera sönn í verki og höndla starf sitt af festu þarf hún að henda svartlituðu gleraugunum og viðurkenna vandann og horfast í augu við hann.
Þórólfur segir af sér - Steinunn Valdís verður borgarstjóri
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Alberto Gonzales tæki við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna af John Ashcroft. Mun Ashcroft láta af störfum um leið og þingið hefur samþykkt val forsetans á Gonzales sem eftirmanni sínum. Gonzales er 49 ára gamall og hefur verið einn af helstu lögfræðilegum ráðgjöfum Bush í forsetatíð hans seinustu fjögur árin. Áður var hann dómari við hæstarétt Texas fylkis og einn af helstu lagaspekingum í málum fylkisins. Hann er sonur fátækra innflytjenda og ef þingið samþykkir val forsetans verður Gonzales fyrsti spænskumælandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hefð er fyrir því að æðstu embættismenn Bandaríkjanna séu yfirheyrðir fyrir þingnefnd áður en þeir eru skipaðir í embætti og verður öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykkja bæði ráðherraefni, dómaraefni við Hæstarétt og þá sem tilnefndir eru sem forseti réttarins, áður en þeir geta tekið formlega við starfi. Slíkt vinnuferli getur tekið allt frá nokkrum dögum til nokkurra vikna ef ekki er samstaða um þá sem tilnefndir eru. Eins og ég sagði frá í gær eru framundan miklar ráðherrahrókeringar í stjórn Bush forseta. Líklegt er að á næstu dögum verði tilkynnt um hvort að Colin Powell utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, láti af störfum og hverjir verði eftirmenn þeirra. Flest bendir til þess að þeir muni víkja við upphaf nýs kjörtímabils forsetans ásamt fleiri lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar. Talið er að skipan ráðherra í öll helstu embætti ríkisstjórnarinnar og forystu landsins á næsta kjörtímabili muni liggja fyrir að mestu fyrir lok mánaðarins.
Dagurinn í dag
1907 Grímseyingar héldu fyrsta sinni upp á "þjóðhátíðardag" sinn - er fæðingardagur prófessors Willard Fiske, sem gaf t.d. fé til skólabyggingar þar. Minnismerki um hann vígt þennan dag 1998
1991 Áformum um að reisa álver á Keilisnesi var frestað um óákveðinn tíma - álverið reis aldrei
1992 Breska þjóðkirkjan leyfir konum að taka prestsvígslu - mikill áfangasigur fyrir breskar konur
1994 Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra vegna hneykslismála. Hann var heilbrigðisráðherra 1993-1994 og hafði verið félagsmálaráðherra í nokkra mánuði er hann sagði af sér - var lengi bæjarstjóri í Hafnarfirði og talinn einn af krónprinsum íslenskra jafnaðarmanna
2004 Yasser Arafat forseti Palestínu, lést á hersjúkrahúsi í París, 75 ára að aldri. Hann hafði þá verið pólitískur leiðtogi Palestínumanna í rúmlega fjóra áratugi. Hann varð einn af forystumönnum PLO árið 1964 og leiðtogi þess árið 1969 og leiddi baráttu Palestínu fyrir sjálfstæði. Hann var kjörinn forseti landsins árið 1996 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin og Shimon Peres
Snjallyrði dagsins
Here's a brief update on Yasser Arafat, doctors say he has died but palestinian authority say he is expected to make a full recovery.
Calls are pouring in from leaders around the world to Mrs. Arafat. French President Jacques Chirac said he hopes for the best. British Prime Minister Tony Blair sent his regards. And VP Dick Cheney called to ask if Arafat had filled out a heart donor card.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
<< Heim