Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um stöðu mála í borgarstjórn Reykjavíkur, nú þegar blasir við að Þórólfur Árnason borgarstjóri, riðar til falls pólitískt og berst af krafti fyrir starfi sínu í ljósi þess að ekki er lengur full eining um störf hans innan R-listans. Er ljóst í ljósi atburðarásarinnar í vikunni að úrslitastund málsins er framundan og uppgjör í sjónmáli vegna stöðu borgarstjórans. Ennfremur fjalla ég um skoðanakönnun um fylgi flokkanna í bæjarmálunum á Akureyri og fer yfir niðurstöður hennar og hvað könnunin segir til um stöðu meirihlutans og flokksins hér í bænum. Fylgi flokka í könnuninni var með þessum hætti: Sjálfstæðisflokkur hefur 32%, Framsóknarflokkur nýtur stuðnings 26,4%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur 16,8%, Samfylkingin er með 13,7% og Listi fólksins 11,2%. Eru þessar niðurstöður mjög athyglisverðar. Skv. þessu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 4 fulltrúa kjörna, Framsóknarflokkur hefur 3, vinstri grænir 2 og Listi fólksins og Samfylking eru með 1. Eina breytingin frá sveitarstjórnarkosningunum 2002 er að Listi fólksins missir annan af bæjarfulltrúum sínum til vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem mynda meirihluta bæjarstjórnar, myndu samkvæmt þessu halda fulltrúafjölda sínum, 7 talsins, og meirihlutinn virðist öruggur í sessi. Í heild er þessi könnun góð fyrir meirihlutann og ljóst að hann stendur sem heild mjög vel. Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum 2002, 35,8% atkvæða. Könnunin sýnir því örlítið minna fylgi en þá. Þessi könnun eflir okkur sjálfstæðismenn í bænum til að hefja sem fyrst undirbúning fyrir næstu kosningar. Þessi könnun veitir öllum sjálfstæðismönnum hér í bænum mikil sóknarfæri og sýnir okkur hvert eigi að stefna í næstu bæjarstjórnarkosningum og á hvaða hóp bæjarbúa er mikilvægast að leita til í því markmiði að kynna verk flokksins og stefna á sem markhóp fyrir næstu kosningar í starfi okkar. Ég mun vinna af krafti til að verja stöðu flokksins hér í næstu kosningum og stefni á að taka virkan þátt í þeirri kosningabaráttu.
Dagurinn í dag
1550 Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum í Hjaltadal, og synir hans, Björn og Ari, voru hálshöggnir í Skálholti. Í kjölfarið var lúterstrú lögtekin á Hólum og kaþólsk trú var afnumin að fullu
1956 Dwight D. Eisenhower endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - hann hlaut 58% atkvæða, sem var mesti sigur frambjóðanda í forsetakjöri í Bandaríkjunum frá kosningasigri Abraham Lincoln árið 1860. Adlai Stevenson ríkisstjóri í Illinois, var keppinautur Eisenhowers um forsetaembættið, líkt og 1952
1972 Richard Nixon endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - hann vann yfirburðasigur á George McGovern. Nixon vann mesta sigur sem náðst hafði í sögu forsetakjörs í Bandaríkjunum fram að því, hann hlaut 61% atkvæða og 521 kjörmann af 538. McGovern tókst aðeins að vinna í tveim fylkjum
1984 Ronald Reagan endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - hann sigraði Walter Mondale með yfirgnæfandi hætti. Reagan hlaut rúm 59% greiddra atkvæða og hlaut 525 kjörmenn af alls 538
2000 Hillary Rodham Clinton verður fyrsta forsetafrú í sögu Bandaríkjanna sem kosin er í opinbert embætti, hún náði þá kjöri sem öldungardeildarþingmaður New York-fylkis - Hillary var bæði þingmaður og forsetafrú í 17 daga, eða allt þar til eiginmaður hennar, Bill Clinton, lét af embætti
Snjallyrði dagsins
The rumor is that Hillary Clinton is running for president in 2008. And here's why people think that: Today she was in Ohio duck hunting. She even bought a camouflage pantsuit.
David Letterman spjallþáttastjórnandi
Að þessu sinni fjalla ég um stöðu mála í borgarstjórn Reykjavíkur, nú þegar blasir við að Þórólfur Árnason borgarstjóri, riðar til falls pólitískt og berst af krafti fyrir starfi sínu í ljósi þess að ekki er lengur full eining um störf hans innan R-listans. Er ljóst í ljósi atburðarásarinnar í vikunni að úrslitastund málsins er framundan og uppgjör í sjónmáli vegna stöðu borgarstjórans. Ennfremur fjalla ég um skoðanakönnun um fylgi flokkanna í bæjarmálunum á Akureyri og fer yfir niðurstöður hennar og hvað könnunin segir til um stöðu meirihlutans og flokksins hér í bænum. Fylgi flokka í könnuninni var með þessum hætti: Sjálfstæðisflokkur hefur 32%, Framsóknarflokkur nýtur stuðnings 26,4%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur 16,8%, Samfylkingin er með 13,7% og Listi fólksins 11,2%. Eru þessar niðurstöður mjög athyglisverðar. Skv. þessu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 4 fulltrúa kjörna, Framsóknarflokkur hefur 3, vinstri grænir 2 og Listi fólksins og Samfylking eru með 1. Eina breytingin frá sveitarstjórnarkosningunum 2002 er að Listi fólksins missir annan af bæjarfulltrúum sínum til vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem mynda meirihluta bæjarstjórnar, myndu samkvæmt þessu halda fulltrúafjölda sínum, 7 talsins, og meirihlutinn virðist öruggur í sessi. Í heild er þessi könnun góð fyrir meirihlutann og ljóst að hann stendur sem heild mjög vel. Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum 2002, 35,8% atkvæða. Könnunin sýnir því örlítið minna fylgi en þá. Þessi könnun eflir okkur sjálfstæðismenn í bænum til að hefja sem fyrst undirbúning fyrir næstu kosningar. Þessi könnun veitir öllum sjálfstæðismönnum hér í bænum mikil sóknarfæri og sýnir okkur hvert eigi að stefna í næstu bæjarstjórnarkosningum og á hvaða hóp bæjarbúa er mikilvægast að leita til í því markmiði að kynna verk flokksins og stefna á sem markhóp fyrir næstu kosningar í starfi okkar. Ég mun vinna af krafti til að verja stöðu flokksins hér í næstu kosningum og stefni á að taka virkan þátt í þeirri kosningabaráttu.
Dagurinn í dag
1550 Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum í Hjaltadal, og synir hans, Björn og Ari, voru hálshöggnir í Skálholti. Í kjölfarið var lúterstrú lögtekin á Hólum og kaþólsk trú var afnumin að fullu
1956 Dwight D. Eisenhower endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - hann hlaut 58% atkvæða, sem var mesti sigur frambjóðanda í forsetakjöri í Bandaríkjunum frá kosningasigri Abraham Lincoln árið 1860. Adlai Stevenson ríkisstjóri í Illinois, var keppinautur Eisenhowers um forsetaembættið, líkt og 1952
1972 Richard Nixon endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - hann vann yfirburðasigur á George McGovern. Nixon vann mesta sigur sem náðst hafði í sögu forsetakjörs í Bandaríkjunum fram að því, hann hlaut 61% atkvæða og 521 kjörmann af 538. McGovern tókst aðeins að vinna í tveim fylkjum
1984 Ronald Reagan endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - hann sigraði Walter Mondale með yfirgnæfandi hætti. Reagan hlaut rúm 59% greiddra atkvæða og hlaut 525 kjörmenn af alls 538
2000 Hillary Rodham Clinton verður fyrsta forsetafrú í sögu Bandaríkjanna sem kosin er í opinbert embætti, hún náði þá kjöri sem öldungardeildarþingmaður New York-fylkis - Hillary var bæði þingmaður og forsetafrú í 17 daga, eða allt þar til eiginmaður hennar, Bill Clinton, lét af embætti
Snjallyrði dagsins
The rumor is that Hillary Clinton is running for president in 2008. And here's why people think that: Today she was in Ohio duck hunting. She even bought a camouflage pantsuit.
David Letterman spjallþáttastjórnandi
<< Heim