Heitast í umræðunni
Öruggt má telja að örlög Þórólfs Árnasonar borgarstjóra, ráðist í síðasta lagi í kvöld á félagsfundi vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður félags VG í borginni, hefur lýst yfir því að borgarstjóri verði að segja af sér og virðist sú skoðun vera útbreidd meðal flokksmanna í borginni. Deilt er þessa dagana um pólitískt framhald eftir að borgarstjórinn hefur látið af embætti. Sú hugmynd hefur verið nefnd að þrír borgarstjórar taki við af Þórólfi, fulltrúar allra flokkanna. Ekki er um að ræða nýja tillögu, enda var hún rædd í kaosinu sem myndaðist innan sama meirihluta fyrir 23 mánuðum þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir missti allt niðrum sig og varð að hætta sem borgarstjóri. Er fyrirmynd að þessu kerfi skv. fréttum sótt til Norðurlandanna, og byggt á þeim rökum að þegar fleiri en einn flokkur stjórni sveitarfélagi sé slíkt ekki óeðlilegt. Tillagan gengi því út á það að einn borgarstjóri fari með yfirstjórn borgarinnar, annar stýri velferðarmálunum og sá þriðji hafi yfirstjórn með skipulags- og framkvæmdamálunum. Þetta er eflaust ekki svo galin hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, enda er ekki annað hægt að sjá en að flokkabræðingurinn sem stjórni geti ekki orðið sameinast um neitt nema reyna að halda sameinuð í völdin. Borgarstjórinn riðar til falls og glatar sífellt trausti fleira fólks og engin samstaða er um framtíðarsýnina þegar hann fer frá. Ráðleysið og ósamlyndið sem einkennir forystu borgarstjórnarmeirihlutans er algjört. Engin stjórn virðist vera þar lengur á sínum innri málum, hvað þá er lengur heildarsýn yfir málefnin tengd borginni. Allur tími fólksins fer í að afgreiða framtíðina. Hlægilegt verður ef eina samstaðan um framtíðina fæst með því að hafa þrjá borgarstjóra. Þessi hugmynd er auðvitað bæði í senn hlægileg og súrrealísk. Það yrði enn til að kóróna ósamlyndið ef eina samstaðan yrði um flokksleiðtogana þrjá sem leiðtoga. Það myndi sannast að það yrði það eina sem fólk gæti sameinast um. Vægt til orða tekið er þetta gósentíð fyrir sjálfstæðismenn í borginni og óskastaða að fylgjast með þessu ósamlyndi og innbyrðis forystuleysi í sjálfum leiðtogamálunum, hver stjórni stærsta sveitarfélagi landsins. Valdakreppan innan meirihlutans er algjör. Allt er þetta mál mjög hlægilegt pólitískt. Olíuforstjórarnir og forystumenn R-listans í Reykjavík virðast vera þeir einu sem fela sig í olíumálinu. Er ekki annað hægt að segja en að þetta sé þó slæmt fyrir hinn almenna Reykvíking, sem þarf að gjalda fyrir stjórnleysi valdabræðingsins sem stjórnar borginni.
92,3% grunnskólakennara höfnuðu í kosningu, miðlunartillögu þeirri sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilu kennara og Launanefndar sveitarfélaganna. 4984 kennarar höfðu kjörrétt, 4617 greiddu atkvæði eða 92,67%. 276 samþykktu tillöguna en 4293 höfnuðu henni. Niðurstaðan er því alveg skýr og enginn vafi á afstöðu kennara til málsins. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti hinsvegar tillöguna. Verkfall grunnskólakennara hófst því að nýju í dag. Afar fátt glæsilegt er í stöðunni. Ekki verður séð að samningar muni nást að óbreyttu fyrir árslok. Mörk sveitarfélaganna til að semja hafa verið kynnt og þeim hefur verið hafnað. Kennarar hafa í kosningu hafnað svipuðu því og boðlegt er í stöðunni nú um stundir. Það er því frekar svart yfir stöðunni og vandséð hvernig eigi að leiða hana til lykta. Þar sem ég þekki vel til stöðu sveitarfélaga og málefna þeirra sé ég ekki margt og mikið í stöðunni framundan. Ég tel útilokað að ríkisstjórnin setji lög á þessa deilu. Sveitarfélögin og viðsemjendur þeirra verða að taka sinn tíma til að semja. Þetta er þeirra mál og það verður bara að sjá út hvað kemur út úr frekari viðræðum. Það er ljóst að kennarar telja rétt að halda nemendum í gíslingu og við það verður að sitja í stöðunni. Taka verður bara þann tíma sem þarf til að ná lendingu í þessu máli. Lagasetning er engin lausn í stöðunni.
15 ár frá falli Berlínarmúrsins
15 ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins. Má fullyrða að fall múrsins hafi verið eitt skýrasta tákn þess að kalda stríðið væri á enda og kommúnisminn í Evrópu væri að geispa golunni. Með falli múrsins birtust fyrstu skýru merki endaloka kommúnistastjórna um mið Evrópu. Nokkrum dögum eftir fall múrsins féll A-þýska kommúnistastjórnin og hinar fylgdu síðar ein af annarri. Endalok kommúnistastjórnanna urðu misjafnlega friðsamlegar í þessum löndum. Í A-Þýskalandi féll stjórnin með mjúkum hætti, en t.d. í Rúmeníu kom til valdaskipta með harkalegum hætti og aftöku á forsetahjónum landsins t.d. Múrinn var reistur árið 1961 til að koma í veg fyrir fólksflótta frá A-Þýskalandi til V-Berlínar og varð hann á þeim 28 árum sem hann stóð ein af allra helstu táknmyndum kalda stríðsins. Á þessum 28 árum og í kalda stríðinu voru rúmlega 1.000 A-Þjóðverjar drepnir á flótta til vesturs. 9. nóvember verður í sögubókunum ávallt dagur sem markar bæði sigur frelsis og lýðræðis í heiminum. Endalok Berlínarmúrsins markaði alheimsþáttaskil, fáum hefði órað fyrir að fall hans yrði með jafnrólegum hætti og raun bar vitni. Fólkið vann sigur gegn einræðisherrum og einræði með eftirminnilegum hætti þennan dag. Ég gleymi aldrei þessum degi og þáttaskilunum. Ég var 12 ára þegar þessi þáttaskil urðu. Svipmyndirnar af almenningi hamrandi með sleggjum og hömrum á múrnum gleymast aldrei. Eftirminnilegust er þó myndin af vinnuvélunum fella bita úr múrnum og þegar fólkið gekk yfir. Frelsið hafði náð til hinna þjáðu kommúnistaríkja. Þetta voru að mínu mati hin stærstu þáttaskil endaloka kommúnismans. Einræðið var drepið þetta októberkvöld í Berlín. Slíkt augnablik gleymist að sjálfsögðu aldrei.
Dagurinn í dag
1148 Ari fróði Þorgilsson sagnaritari, lést, 81 árs - hann ritaði Íslendingabók, merkt sagnfræðirit
1932 Gúttóslagurinn - átök urðu í Reykjavík þegar bæjarstjórnin hélt fund í Góðtemplarahúsinu og fjallaði um lækkun launa í atvinnubótavinnu. Útkoman varð eftirminnilegasta vinnudeila hérlendis
1960 John Fitzgerald Kennedy kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann vann nauman sigur á Richard Nixon varaforseta, einungis munaði 0,2% á þeim en munurinn í kjörmannasamkundunni varð meira afgerandi. Kennedy varð yngsti forseti landsins, aðeins 43 ára, og fyrsti kaþólikkinn sem settist á forsetastól - Kennedy var forseti í rúmlega 1000 daga, hann var myrtur í Texas í nóvember 1963
1988 George H. W. Bush kjörinn forseti Bandaríkjanna - hann vann yfirburðasigur á Michael Dukakis ríkisstjóra í Massachusetts. Bush hafði verið varaforseti Ronald Reagan í 8 ár. Bush varð fyrsti varaforseti landsins frá 1836 til að vinna forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hann leiddi Bandamenn í gegnum Persaflóastríðið árið 1991. Bush forseti, tapaði í forsetakosningunum árið 1992, fyrir Bill Clinton. Sonur Bush forseta, George Walker Bush yngri, var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2000
1989 Berlínarmúrinn fellur - stjórnvöld í A-Þýskalandi leyfa íbúum landsins að ferðast yfir til V-Þýskalands í fyrsta skipti í þau 28 ár sem múrinn hafði staðið. Þessi ákvörðun táknaði endalok múrsins og almenningur fór með sleggjur og hamra og byrjuðu að brjóta múrinn niður. Síðar var komið með stórvirkar vinnuvélar og múrinn, sem haldið hafði íbúum A-Þýskalands í gíslingu og örbirgð í fjölda ára, var loksins felldur. Atburðarásin leiddi til þess að A- og V-Þýskaland voru sameinuð 1990
Snjallyrði dagsins
There's already speculation that Hillary Clinton will be the nominee for the Democrats in 2008. Well, you have to admire the dedication of the Democratic party. They just lost an election, and they're already hard at work planning to lose the next one.
Al Gore is very sorry he didn't run. He was watching Kerry Wednesday night, and he said: That could have been my concession speech!
Bill Maher grínisti
Öruggt má telja að örlög Þórólfs Árnasonar borgarstjóra, ráðist í síðasta lagi í kvöld á félagsfundi vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður félags VG í borginni, hefur lýst yfir því að borgarstjóri verði að segja af sér og virðist sú skoðun vera útbreidd meðal flokksmanna í borginni. Deilt er þessa dagana um pólitískt framhald eftir að borgarstjórinn hefur látið af embætti. Sú hugmynd hefur verið nefnd að þrír borgarstjórar taki við af Þórólfi, fulltrúar allra flokkanna. Ekki er um að ræða nýja tillögu, enda var hún rædd í kaosinu sem myndaðist innan sama meirihluta fyrir 23 mánuðum þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir missti allt niðrum sig og varð að hætta sem borgarstjóri. Er fyrirmynd að þessu kerfi skv. fréttum sótt til Norðurlandanna, og byggt á þeim rökum að þegar fleiri en einn flokkur stjórni sveitarfélagi sé slíkt ekki óeðlilegt. Tillagan gengi því út á það að einn borgarstjóri fari með yfirstjórn borgarinnar, annar stýri velferðarmálunum og sá þriðji hafi yfirstjórn með skipulags- og framkvæmdamálunum. Þetta er eflaust ekki svo galin hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, enda er ekki annað hægt að sjá en að flokkabræðingurinn sem stjórni geti ekki orðið sameinast um neitt nema reyna að halda sameinuð í völdin. Borgarstjórinn riðar til falls og glatar sífellt trausti fleira fólks og engin samstaða er um framtíðarsýnina þegar hann fer frá. Ráðleysið og ósamlyndið sem einkennir forystu borgarstjórnarmeirihlutans er algjört. Engin stjórn virðist vera þar lengur á sínum innri málum, hvað þá er lengur heildarsýn yfir málefnin tengd borginni. Allur tími fólksins fer í að afgreiða framtíðina. Hlægilegt verður ef eina samstaðan um framtíðina fæst með því að hafa þrjá borgarstjóra. Þessi hugmynd er auðvitað bæði í senn hlægileg og súrrealísk. Það yrði enn til að kóróna ósamlyndið ef eina samstaðan yrði um flokksleiðtogana þrjá sem leiðtoga. Það myndi sannast að það yrði það eina sem fólk gæti sameinast um. Vægt til orða tekið er þetta gósentíð fyrir sjálfstæðismenn í borginni og óskastaða að fylgjast með þessu ósamlyndi og innbyrðis forystuleysi í sjálfum leiðtogamálunum, hver stjórni stærsta sveitarfélagi landsins. Valdakreppan innan meirihlutans er algjör. Allt er þetta mál mjög hlægilegt pólitískt. Olíuforstjórarnir og forystumenn R-listans í Reykjavík virðast vera þeir einu sem fela sig í olíumálinu. Er ekki annað hægt að segja en að þetta sé þó slæmt fyrir hinn almenna Reykvíking, sem þarf að gjalda fyrir stjórnleysi valdabræðingsins sem stjórnar borginni.
92,3% grunnskólakennara höfnuðu í kosningu, miðlunartillögu þeirri sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilu kennara og Launanefndar sveitarfélaganna. 4984 kennarar höfðu kjörrétt, 4617 greiddu atkvæði eða 92,67%. 276 samþykktu tillöguna en 4293 höfnuðu henni. Niðurstaðan er því alveg skýr og enginn vafi á afstöðu kennara til málsins. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti hinsvegar tillöguna. Verkfall grunnskólakennara hófst því að nýju í dag. Afar fátt glæsilegt er í stöðunni. Ekki verður séð að samningar muni nást að óbreyttu fyrir árslok. Mörk sveitarfélaganna til að semja hafa verið kynnt og þeim hefur verið hafnað. Kennarar hafa í kosningu hafnað svipuðu því og boðlegt er í stöðunni nú um stundir. Það er því frekar svart yfir stöðunni og vandséð hvernig eigi að leiða hana til lykta. Þar sem ég þekki vel til stöðu sveitarfélaga og málefna þeirra sé ég ekki margt og mikið í stöðunni framundan. Ég tel útilokað að ríkisstjórnin setji lög á þessa deilu. Sveitarfélögin og viðsemjendur þeirra verða að taka sinn tíma til að semja. Þetta er þeirra mál og það verður bara að sjá út hvað kemur út úr frekari viðræðum. Það er ljóst að kennarar telja rétt að halda nemendum í gíslingu og við það verður að sitja í stöðunni. Taka verður bara þann tíma sem þarf til að ná lendingu í þessu máli. Lagasetning er engin lausn í stöðunni.
15 ár frá falli Berlínarmúrsins
15 ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins. Má fullyrða að fall múrsins hafi verið eitt skýrasta tákn þess að kalda stríðið væri á enda og kommúnisminn í Evrópu væri að geispa golunni. Með falli múrsins birtust fyrstu skýru merki endaloka kommúnistastjórna um mið Evrópu. Nokkrum dögum eftir fall múrsins féll A-þýska kommúnistastjórnin og hinar fylgdu síðar ein af annarri. Endalok kommúnistastjórnanna urðu misjafnlega friðsamlegar í þessum löndum. Í A-Þýskalandi féll stjórnin með mjúkum hætti, en t.d. í Rúmeníu kom til valdaskipta með harkalegum hætti og aftöku á forsetahjónum landsins t.d. Múrinn var reistur árið 1961 til að koma í veg fyrir fólksflótta frá A-Þýskalandi til V-Berlínar og varð hann á þeim 28 árum sem hann stóð ein af allra helstu táknmyndum kalda stríðsins. Á þessum 28 árum og í kalda stríðinu voru rúmlega 1.000 A-Þjóðverjar drepnir á flótta til vesturs. 9. nóvember verður í sögubókunum ávallt dagur sem markar bæði sigur frelsis og lýðræðis í heiminum. Endalok Berlínarmúrsins markaði alheimsþáttaskil, fáum hefði órað fyrir að fall hans yrði með jafnrólegum hætti og raun bar vitni. Fólkið vann sigur gegn einræðisherrum og einræði með eftirminnilegum hætti þennan dag. Ég gleymi aldrei þessum degi og þáttaskilunum. Ég var 12 ára þegar þessi þáttaskil urðu. Svipmyndirnar af almenningi hamrandi með sleggjum og hömrum á múrnum gleymast aldrei. Eftirminnilegust er þó myndin af vinnuvélunum fella bita úr múrnum og þegar fólkið gekk yfir. Frelsið hafði náð til hinna þjáðu kommúnistaríkja. Þetta voru að mínu mati hin stærstu þáttaskil endaloka kommúnismans. Einræðið var drepið þetta októberkvöld í Berlín. Slíkt augnablik gleymist að sjálfsögðu aldrei.
Dagurinn í dag
1148 Ari fróði Þorgilsson sagnaritari, lést, 81 árs - hann ritaði Íslendingabók, merkt sagnfræðirit
1932 Gúttóslagurinn - átök urðu í Reykjavík þegar bæjarstjórnin hélt fund í Góðtemplarahúsinu og fjallaði um lækkun launa í atvinnubótavinnu. Útkoman varð eftirminnilegasta vinnudeila hérlendis
1960 John Fitzgerald Kennedy kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann vann nauman sigur á Richard Nixon varaforseta, einungis munaði 0,2% á þeim en munurinn í kjörmannasamkundunni varð meira afgerandi. Kennedy varð yngsti forseti landsins, aðeins 43 ára, og fyrsti kaþólikkinn sem settist á forsetastól - Kennedy var forseti í rúmlega 1000 daga, hann var myrtur í Texas í nóvember 1963
1988 George H. W. Bush kjörinn forseti Bandaríkjanna - hann vann yfirburðasigur á Michael Dukakis ríkisstjóra í Massachusetts. Bush hafði verið varaforseti Ronald Reagan í 8 ár. Bush varð fyrsti varaforseti landsins frá 1836 til að vinna forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hann leiddi Bandamenn í gegnum Persaflóastríðið árið 1991. Bush forseti, tapaði í forsetakosningunum árið 1992, fyrir Bill Clinton. Sonur Bush forseta, George Walker Bush yngri, var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2000
1989 Berlínarmúrinn fellur - stjórnvöld í A-Þýskalandi leyfa íbúum landsins að ferðast yfir til V-Þýskalands í fyrsta skipti í þau 28 ár sem múrinn hafði staðið. Þessi ákvörðun táknaði endalok múrsins og almenningur fór með sleggjur og hamra og byrjuðu að brjóta múrinn niður. Síðar var komið með stórvirkar vinnuvélar og múrinn, sem haldið hafði íbúum A-Þýskalands í gíslingu og örbirgð í fjölda ára, var loksins felldur. Atburðarásin leiddi til þess að A- og V-Þýskaland voru sameinuð 1990
Snjallyrði dagsins
There's already speculation that Hillary Clinton will be the nominee for the Democrats in 2008. Well, you have to admire the dedication of the Democratic party. They just lost an election, and they're already hard at work planning to lose the next one.
Al Gore is very sorry he didn't run. He was watching Kerry Wednesday night, and he said: That could have been my concession speech!
Bill Maher grínisti
<< Heim