Heitast í umræðunni
Heilsu Yasser Arafat forseta Palestínu, hefur hrakað mjög undanfarna daga, en vika er í dag liðin frá því að hann var fluttur frá Ramallah til Parísar á sjúkrahús til aðhlynningar. Fyrst eftir komu hans til Parísar var sá orðrómur á kreiki að heilsa hans hefði batnað og hann væri á öruggum batavegi. Sú mynd af stöðu mála virðist hafa verið tálsýn ein, enda blasir nú við að Arafat er haldinn ólæknanlegum blóðsjúkdómi og er fallinn í dauðadá á hersjúkrahúsinu í Clamart. Ísraelskir fjölmiðlar tilkynntu seinnipartinn í gær að Arafat væri í raun látinn og hefði verið úrskurðaður heiladauður á sjúkrahúsinu eftir að hafa sífellt hrakað allan daginn. Yfirlýsingin var dregin til baka af yfirlækni sjúkrahússins. Þó er ljóst að Arafat er nú læknisfræðilega séð látinn, nú snemma að morgni föstudags er sagt að honum sé haldið á lífi með öndunarvélum, skv. því sem Christiane Amanpour segir í fréttaskýringum sínum á vef CNN. Leila Shahid talsmaður leiðtogans, hefur vísað því algjörlega á bug að Arafat sé heiladauður og segir ástandið ekki vonlaust. Fáir leggja þó trúnað á það mat. Virðist nú það eitt standa í vegi þess að Arafat verði úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu að ákvörðun liggi fyrir um hvar hann verði jarðsettur. Fjölskylda Arafats og nánustu samstarfsmenn hans leggja mikla áherslu á að fyrst svona sé komið málum, verði efnd hinsta ósk Arafats um að hann verði grafinn í Jerúsalem þar sem hann sagði alla tíð að hann væri fæddur. Ríkisstjórn Ísraels hefur þráfaldlega hafnað öllum viræðum eða skoðanaskiptum um slíka tillögu. Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels, hefur þó samþykkt að þegar Arafat deyji verði leyft að jarða hann á Gaza-svæðinu, þá í grafreit Khan Younis flóttamannabúðanna. Þar hvíla faðir forsetans og fleiri forystumenn Palestínumanna. Skv. almennum sið múslíma skal jarðarför fara fram innan sólarhrings frá formlegu andláti og því geta læknar ekki úrskurðað leiðtogann látinn fyrr en ljóst verður hvar hann verður grafinn. Meðan þetta ástand stendur verður honum haldið á lífi. Arafat er 75 ára gamall, hann hefur verið pólitískur leiðtogi Palestínumanna í rúmlega 40 ár. Hann varð einn af forystumönnum Fatah árið 1964 og hefur setið sem leiðtogi PLO frá 1969 og leitt baráttu landsins fyrir sjálfstæði sínu. Hann var kjörinn forseti landsins fyrir áratug og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin þáv. forsætisráðherra Ísraels, og Shimon Peres þáv. utanríkisráðherra Ísraels, vegna hins sögulega Oslóar-friðarsamnings 1993, sem batt tímabundið enda á átök ríkjanna. Í dag eru 9 ár liðin frá því að Rabin lést á sjúkrahúsi í Tel Aviv. Valdabaráttan er greinilega hafin af fullum krafti á bakvið tjöldin í Palestínu, nú þegar örlög Arafats virðast ráðin.
Þórólfur Árnason borgarstjóri, berst nú fyrir pólitískri framtíð sinni og starfinu. Ekki verður annað sagt en að sú barátta sé frekar vonlaus en hann berst á hæl og hnakka. Hann var í gærkvöldi gestur dægurmálaspjallþáttanna Kastljós og Ísland í dag og svaraði þar fyrir aðkomu sína að ólöglegu samráði olíufélaganna sem birtist landsmönnum með afgerandi hætti í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Borgarstjórinn mætti fyrst í þriggja gráðu yfirheyrslu á Stöð 2 þar sem Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson voru vel undirbúin og beindu mjög harkalegum spurningum að honum og voru óvægin í umfjöllun sinni. Mikla athygli vakti þegar borgarstjórinn, augljóslega undir miklu álagi, réðst að Jóhönnu og vændi hana um að ganga erinda föður síns, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa. Er athyglisvert að þetta komi frá einum af nánustu samverkamönnum forseta Íslands, sem fordæmdi suma fyrir að blanda börnum sínum í umræðuna um mál sín. Var þetta útspil borgarstjórans frekar aumingjalegt. Hann lék sama leikinn í Kastljósi og sagðist hafa tekið þátt í samráðinu en ekki haft dug og þor til að ganga út og víkja af þessari braut. Þessar afsakanir borgarstjórans eru frekar lítt sannfærandi og breyta engu í pólitískri stöðu hans, enda eru vinstri grænir í borginni staðráðnir í því að borgarstjórinn verði að fara frá. Hann nýtur ekki lengur meirihlutastuðnings í borgarstjórn. Örlög hans eru því ráðin. Á fundi R-listans á miðvikudagskvöld lá fyrir tillaga um að segja Þórólfi upp störfum og skipa Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Þórólfur neitaði þar að segja af sér sjálfviljugur og fékk þann frest sem við blasir til að tjá sig um málin. Enginn vafi leikur þó á að borgarstjóraferli hans lýkur eftir helgina. Leit að eftirmanni stendur á fullum krafti, ekki er víst hvort samstaða verði um Dag. Ljóst er þó að vinstri grænir vilja klára málið á þriðjudagskvöld á fundi sínum. Liggi ekki niðurstaða þá fyrir muni samstarfinu slitið og leitað eftir samstarfi við sjálfstæðismenn. R-listinn logar því stafna á milli: borgarstjórinn er pólitískt búinn að vera en vill ekki fara sjálfviljugur frá, fólk treystir honum ekki lengur að fullu og farið að leita að eftirmanni. Á meðan er borgin eins og forystulaust rekald. Allt er í kaldakoli í forystumálum hennar, eins og blasir nú við. Hversu lengi veitir pólitísk forysta R-listans, Þórólfi Árnasyni, gálgafrest?
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hann var endurkjörinn til setu á forsetastóli næsta kjörtímabilið. Fór hann þar yfir ýmis mál sem mikilvægt er að ræða. Jafnframt stjórnaði hann í gær sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í þrjá mánuði, en hann hefur seinustu vikur verið á ferð og flugi um landið vegna kosningabaráttunnar. Nú þegar hún er að baki getur hann loks einbeitt sér að störfum sínum í Washington DC. Umræða er þegar hafin um væntanlega ráðherra í nýrri stjórn forsetans eftir embættistökuna þann 20. janúar nk. Blasir við að John Ashcroft dómsmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, muni víkja úr ríkisstjórn og forsetinn takist nú á hendur það verkefni að velja eftirmenn þeirra á næstu dögum og vikum. Eftir blaðamannafundinn héldu forsetahjónin ásamt dætrum sínum, varaforsetahjónunum og foreldrum forsetans í langt helgarleyfi í Camp David, sumarbústað forsetaembættisins, í Maryland, til að ræða þessi mál og jafnframt slappa af eftir erfiða kosningabaráttu seinustu mánaða. Forsetahjónin vilja hvíla sig eftir erli baráttunnar og einkum vill forsetinn taka ákvörðun um málin í Camp David og hafa þar nánustu ráðgjafa með sér til að fara yfir stöðuna. Er líklegt að fyrir liggi fljótlega hverjir verði lykilráðherrar í stjórn forsetans á næsta kjörtímabili. Fyrir liggur að Condoleezza Rice taki við stóru ráðuneyti og mörg fleiri nöfn eru í umræðunni. Fyrir liggur einnig að áhrif forsetans verða mikil hvað varðar hæstarétt. Bendir allt til þess að hann muni skipa a.m.k. 2 dómara við réttinn á komandi kjörtímabili og ennfremur forseta við réttinn en fyrirsjáanlegt er að William Rehnquist forseti réttarins, láti af störfum innan skamms, enda kominn á níræðisaldur og hefur nýlega greinst með krabbamein. Hann hefur setið í réttinum frá 1972 og verið forseti hans frá 1986. Aðeins einn dómaranna, Clarence Thomas, er t.d. undir 65 ára aldri. Er almennt talið líklegt að hann verði forseti réttarins, fyrstur blökkumanna. Það er því margt spennandi framundan í bandarískri pólitík, þó kosningabaráttan sé að baki.
Úrslit forsetakosninganna 2004 - pistill SFS
Úrslit forsetakosninganna 2004 í máli og myndum
Dagurinn í dag
1848 Þjóðólfur, stjórnmála- og fréttablað, kom út fyrsta sinni - það kom út allt til ársloka árið 1911
1952 Dwight D. Eisenhower kjörinn forseti Bandaríkjanna - náði stórsigri gegn Adlai Stevenson
1992 Alþingi Íslendinga felldi tillögu um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Daginn áður voru Salome Þorkelsdóttur forseta þingsins, afhentar undirskriftir 34.378 kjósenda sem kröfðust þjóðaratkvæðis - forseti Íslands staðfesti samninginn
1994 Ronald Reagan fyrrum forseti Bandaríkjanna, tilkynnir opinberlega að hann hafi greinst með Alzheimer sjúkdóminn. Var þetta seinasta yfirlýsing hans og hann kom ekki oftar fram opinberlega. Reagan forseti, lést 5. júní 2004 og var kvaddur hinstu kveðju við viðhafnarútför í Washington DC.
1996 Skeiðarárhlaup hófst - var mesta hlaupið á 20. öld. Há flóðbylgja fór yfir Skeiðarársand með miklum jakaburði. Brúin yfir Gígjukvísl hvarf í vatnsflauminn og litlu munaði að Skeiðarárbrú færi öll
Snjallyrði dagsins
Do you hear that knocking...President Bush's re-election is at the door.
Dan Rather fréttastjóri CBS (sagt á kosningavöku CBS þegar Bush hafði hlotið 249 kjörmenn)
Heilsu Yasser Arafat forseta Palestínu, hefur hrakað mjög undanfarna daga, en vika er í dag liðin frá því að hann var fluttur frá Ramallah til Parísar á sjúkrahús til aðhlynningar. Fyrst eftir komu hans til Parísar var sá orðrómur á kreiki að heilsa hans hefði batnað og hann væri á öruggum batavegi. Sú mynd af stöðu mála virðist hafa verið tálsýn ein, enda blasir nú við að Arafat er haldinn ólæknanlegum blóðsjúkdómi og er fallinn í dauðadá á hersjúkrahúsinu í Clamart. Ísraelskir fjölmiðlar tilkynntu seinnipartinn í gær að Arafat væri í raun látinn og hefði verið úrskurðaður heiladauður á sjúkrahúsinu eftir að hafa sífellt hrakað allan daginn. Yfirlýsingin var dregin til baka af yfirlækni sjúkrahússins. Þó er ljóst að Arafat er nú læknisfræðilega séð látinn, nú snemma að morgni föstudags er sagt að honum sé haldið á lífi með öndunarvélum, skv. því sem Christiane Amanpour segir í fréttaskýringum sínum á vef CNN. Leila Shahid talsmaður leiðtogans, hefur vísað því algjörlega á bug að Arafat sé heiladauður og segir ástandið ekki vonlaust. Fáir leggja þó trúnað á það mat. Virðist nú það eitt standa í vegi þess að Arafat verði úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu að ákvörðun liggi fyrir um hvar hann verði jarðsettur. Fjölskylda Arafats og nánustu samstarfsmenn hans leggja mikla áherslu á að fyrst svona sé komið málum, verði efnd hinsta ósk Arafats um að hann verði grafinn í Jerúsalem þar sem hann sagði alla tíð að hann væri fæddur. Ríkisstjórn Ísraels hefur þráfaldlega hafnað öllum viræðum eða skoðanaskiptum um slíka tillögu. Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels, hefur þó samþykkt að þegar Arafat deyji verði leyft að jarða hann á Gaza-svæðinu, þá í grafreit Khan Younis flóttamannabúðanna. Þar hvíla faðir forsetans og fleiri forystumenn Palestínumanna. Skv. almennum sið múslíma skal jarðarför fara fram innan sólarhrings frá formlegu andláti og því geta læknar ekki úrskurðað leiðtogann látinn fyrr en ljóst verður hvar hann verður grafinn. Meðan þetta ástand stendur verður honum haldið á lífi. Arafat er 75 ára gamall, hann hefur verið pólitískur leiðtogi Palestínumanna í rúmlega 40 ár. Hann varð einn af forystumönnum Fatah árið 1964 og hefur setið sem leiðtogi PLO frá 1969 og leitt baráttu landsins fyrir sjálfstæði sínu. Hann var kjörinn forseti landsins fyrir áratug og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin þáv. forsætisráðherra Ísraels, og Shimon Peres þáv. utanríkisráðherra Ísraels, vegna hins sögulega Oslóar-friðarsamnings 1993, sem batt tímabundið enda á átök ríkjanna. Í dag eru 9 ár liðin frá því að Rabin lést á sjúkrahúsi í Tel Aviv. Valdabaráttan er greinilega hafin af fullum krafti á bakvið tjöldin í Palestínu, nú þegar örlög Arafats virðast ráðin.
Þórólfur Árnason borgarstjóri, berst nú fyrir pólitískri framtíð sinni og starfinu. Ekki verður annað sagt en að sú barátta sé frekar vonlaus en hann berst á hæl og hnakka. Hann var í gærkvöldi gestur dægurmálaspjallþáttanna Kastljós og Ísland í dag og svaraði þar fyrir aðkomu sína að ólöglegu samráði olíufélaganna sem birtist landsmönnum með afgerandi hætti í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Borgarstjórinn mætti fyrst í þriggja gráðu yfirheyrslu á Stöð 2 þar sem Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson voru vel undirbúin og beindu mjög harkalegum spurningum að honum og voru óvægin í umfjöllun sinni. Mikla athygli vakti þegar borgarstjórinn, augljóslega undir miklu álagi, réðst að Jóhönnu og vændi hana um að ganga erinda föður síns, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa. Er athyglisvert að þetta komi frá einum af nánustu samverkamönnum forseta Íslands, sem fordæmdi suma fyrir að blanda börnum sínum í umræðuna um mál sín. Var þetta útspil borgarstjórans frekar aumingjalegt. Hann lék sama leikinn í Kastljósi og sagðist hafa tekið þátt í samráðinu en ekki haft dug og þor til að ganga út og víkja af þessari braut. Þessar afsakanir borgarstjórans eru frekar lítt sannfærandi og breyta engu í pólitískri stöðu hans, enda eru vinstri grænir í borginni staðráðnir í því að borgarstjórinn verði að fara frá. Hann nýtur ekki lengur meirihlutastuðnings í borgarstjórn. Örlög hans eru því ráðin. Á fundi R-listans á miðvikudagskvöld lá fyrir tillaga um að segja Þórólfi upp störfum og skipa Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Þórólfur neitaði þar að segja af sér sjálfviljugur og fékk þann frest sem við blasir til að tjá sig um málin. Enginn vafi leikur þó á að borgarstjóraferli hans lýkur eftir helgina. Leit að eftirmanni stendur á fullum krafti, ekki er víst hvort samstaða verði um Dag. Ljóst er þó að vinstri grænir vilja klára málið á þriðjudagskvöld á fundi sínum. Liggi ekki niðurstaða þá fyrir muni samstarfinu slitið og leitað eftir samstarfi við sjálfstæðismenn. R-listinn logar því stafna á milli: borgarstjórinn er pólitískt búinn að vera en vill ekki fara sjálfviljugur frá, fólk treystir honum ekki lengur að fullu og farið að leita að eftirmanni. Á meðan er borgin eins og forystulaust rekald. Allt er í kaldakoli í forystumálum hennar, eins og blasir nú við. Hversu lengi veitir pólitísk forysta R-listans, Þórólfi Árnasyni, gálgafrest?
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hann var endurkjörinn til setu á forsetastóli næsta kjörtímabilið. Fór hann þar yfir ýmis mál sem mikilvægt er að ræða. Jafnframt stjórnaði hann í gær sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í þrjá mánuði, en hann hefur seinustu vikur verið á ferð og flugi um landið vegna kosningabaráttunnar. Nú þegar hún er að baki getur hann loks einbeitt sér að störfum sínum í Washington DC. Umræða er þegar hafin um væntanlega ráðherra í nýrri stjórn forsetans eftir embættistökuna þann 20. janúar nk. Blasir við að John Ashcroft dómsmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, muni víkja úr ríkisstjórn og forsetinn takist nú á hendur það verkefni að velja eftirmenn þeirra á næstu dögum og vikum. Eftir blaðamannafundinn héldu forsetahjónin ásamt dætrum sínum, varaforsetahjónunum og foreldrum forsetans í langt helgarleyfi í Camp David, sumarbústað forsetaembættisins, í Maryland, til að ræða þessi mál og jafnframt slappa af eftir erfiða kosningabaráttu seinustu mánaða. Forsetahjónin vilja hvíla sig eftir erli baráttunnar og einkum vill forsetinn taka ákvörðun um málin í Camp David og hafa þar nánustu ráðgjafa með sér til að fara yfir stöðuna. Er líklegt að fyrir liggi fljótlega hverjir verði lykilráðherrar í stjórn forsetans á næsta kjörtímabili. Fyrir liggur að Condoleezza Rice taki við stóru ráðuneyti og mörg fleiri nöfn eru í umræðunni. Fyrir liggur einnig að áhrif forsetans verða mikil hvað varðar hæstarétt. Bendir allt til þess að hann muni skipa a.m.k. 2 dómara við réttinn á komandi kjörtímabili og ennfremur forseta við réttinn en fyrirsjáanlegt er að William Rehnquist forseti réttarins, láti af störfum innan skamms, enda kominn á níræðisaldur og hefur nýlega greinst með krabbamein. Hann hefur setið í réttinum frá 1972 og verið forseti hans frá 1986. Aðeins einn dómaranna, Clarence Thomas, er t.d. undir 65 ára aldri. Er almennt talið líklegt að hann verði forseti réttarins, fyrstur blökkumanna. Það er því margt spennandi framundan í bandarískri pólitík, þó kosningabaráttan sé að baki.
Úrslit forsetakosninganna 2004 - pistill SFS
Úrslit forsetakosninganna 2004 í máli og myndum
Dagurinn í dag
1848 Þjóðólfur, stjórnmála- og fréttablað, kom út fyrsta sinni - það kom út allt til ársloka árið 1911
1952 Dwight D. Eisenhower kjörinn forseti Bandaríkjanna - náði stórsigri gegn Adlai Stevenson
1992 Alþingi Íslendinga felldi tillögu um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Daginn áður voru Salome Þorkelsdóttur forseta þingsins, afhentar undirskriftir 34.378 kjósenda sem kröfðust þjóðaratkvæðis - forseti Íslands staðfesti samninginn
1994 Ronald Reagan fyrrum forseti Bandaríkjanna, tilkynnir opinberlega að hann hafi greinst með Alzheimer sjúkdóminn. Var þetta seinasta yfirlýsing hans og hann kom ekki oftar fram opinberlega. Reagan forseti, lést 5. júní 2004 og var kvaddur hinstu kveðju við viðhafnarútför í Washington DC.
1996 Skeiðarárhlaup hófst - var mesta hlaupið á 20. öld. Há flóðbylgja fór yfir Skeiðarársand með miklum jakaburði. Brúin yfir Gígjukvísl hvarf í vatnsflauminn og litlu munaði að Skeiðarárbrú færi öll
Snjallyrði dagsins
Do you hear that knocking...President Bush's re-election is at the door.
Dan Rather fréttastjóri CBS (sagt á kosningavöku CBS þegar Bush hafði hlotið 249 kjörmenn)
<< Heim