Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

06 desember 2004

Donald RumsfeldHeitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í yfirlýsingu sem gefin var út á föstudagskvöld að Donald Rumsfeld myndi sitja áfram í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eftir embættistöku forsetans þann 20. janúar nk. Koma þessar fregnir ekki mjög á óvart en þó hafði ekki verið heldur talið útilokað að forsetinn myndi skipta um varnarmálaráðherra á þessum tímapunkti. Rumsfeld er orðinn 72 ára gamall og er elsti maðurinn sem hefur setið á ráðherrastólnum, en jafnframt sá yngsti en hann var varnarmálaráðherra í forsetatíð Gerald Ford 1975-1977. Þótti framtíð hans ótrygg, einkum vegna hneykslismála seinustu mánuða, en flestum er enn í fersku minni þegar myndir af bandarískum hermönnum að misþyrma írökskum föngum í Abu Ghraib-fangabúðunum voru birtar í sumar. Munaði litlu í sumar að Rumsfeld missti ráðherrastólinn, enda leiddi birting myndanna til þess að fylgi forsetans minnkaði. Með því að taka Rumsfeld úr kastljósi fjölmiðlanna tókst forsetanum að einangra skaða málsins og í kjölfarið að ná endurkjöri á forsetastól í kosningunum í nóvember.

Greinilegt er að hlutskipti Rumsfeld verður óbreytt, hið fyrsta að minnsta kosti. Verður þó að teljast eiginlega útilokað að Rumsfeld muni sitja á ráðherrastóli allt til 20. janúar 2009, er forsetinn lætur af embætti að loknu öðru kjörtímabili sínu. Þá verður Rumsfeld orðinn 77 ára gamall. Hlutverk Rumsfelds mun verða að stjórna áfram starfinu í Írak og væntanlegum aðgerðum vegna stríðsins gegn hryðjuverkum. Ljóst er að utanríkisstefna Bush breytist lítið en jafnvel að hún verði enn ákveðnari, nú þegar ljóst er að dr. Condoleezza Rice verður utanríkisráðherra í stað Colin Powell. Miklar mannabreytingar munu verða á stjórn forsetans. Nú hafa 8 ráðherrar af 15 beðist lausnar og búið er að skipa í sex ráðherrastöður. Til dæmis verður Bernard Kerik ráðherra heimavarnarmála í stað Tom Ridge og Mike Johanns ríkisstjóri í Nebraska, verður landbúnaðarráðherra í stað Ann Veneman. Þó liggur orðið fyrir að mestu leyti meginlínurnar í ráðherravalinu og því hvernig megináherslurnar verða að hálfu forsetans á næsta kjörtímabili. Kjörmannasamkundan kemur saman eftir rúma viku og þar verður forsetinn formlega endurkjörinn til embættisins. Úrslit kosninganna hafa nú verið formlega staðfest í öllum helstu fylkjum landsins. Í dag voru þau t.d. formlega staðfest í Ohio. Þar réðust úrslit kosninganna endanlega. Sigur Bush varð naumari þar en lokaspár höfðu bent til 3. nóvember sl. en mjög traustur engu að síður. Hann vann með tæplega 130.000 atkvæða mun, sem þýðir að ekki verður sjálfvirkt um endurtalningu að ræða, eins og var í Flórída, enda munaði þar innan við 600 atkvæðum. Sigur forsetans er staðreynd og hlægilegt að fylgjast með grátbroslegum tilraunum óvildarmanna hans að reyna að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann vann með afgerandi mun.

KB bankiKB banki hefur nú tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim muni fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, opnaði bakvinnsludeildina formlega með því að klippa á borða í húsnæði bankans hér á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði samkomuna og lýsti yfir ánægju sinni með þetta framtak bankans. KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Með þessu er starfsemi bankans hér í bænum efld til muna og umsvif bankans verða mun meiri. Er mikið ánægjuefni að bankinn eflir starfsemina hér og styrkir með því bara bæinn sem heild og atvinnulíf hér. Er slíkt mjög mikilvægt og ber að fagna þessu öfluga framtaki bankans.

Húmorinn
President Bush announced that the new head of Homeland security is Bernard Kerik, the former New York City police commissioner. You can actually tell he's a New Yorker because now the color coded warning system will go from green, to yellow to orange to forget about it
Conan O'Brien

President Bush has now nominated Bernard Kerik to be the next Secretary of Homeland Security. Kerik is a former prison warden. See Bush wanted him around to make sure no one else in the cabinet tries to escape.

The president sent out 2 million Christmas cards whereas President Clinton only sent out a half a million. But to be fair President Clinton did send out five million valentine cards.

As you know Homeland Security chief Tom Ridge has resigned. He has not said what he wants to do yet but is sure it will have something to do with colors. He is talking to crayola right now.
Jay Leno

Last night over at NBC our good friend Tom Brokaw stepped down. Out of habit President Bush accepted his resignation.

Earlier tonight they had the national lighting of the Christmas tree. They threw the switch and the tree came to life. And apparently it worked so well they are going to try the same thing with Dick Cheney.
David Letterman

Áhugavert efni
Ekki í mínu nafni - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 5. des. 2004
Um meinta gjafmildi ríkisins - pistill Hjörleifs Pálssonar
Að löggjafinn hagi sér syndsamlega - pistill Sindra Guðjónssonar
Umfjöllun um svik á kosningaloforðum R-listans - pistill Vef-Þjóðviljans

Bush forseti, telur að hryðjuverkaöfl séu komin á hreyfingu
Breski ráðherrann David Blunkett berst fyrir pólitísku lífi sínu
Stjórn SUS mótmælir aukningu á útgjöldum til listamannalauna
Dr. Angela Merkel segir að fjölmenningarsamfélagið gangi ekki upp
Loksins farið að viðurkenna að reglugerðafargan ESB sé vandamál

Dagurinn í dag
1593 Yfirdómur, æðsti dómstóll á Alþingi var stofnaður - Yfirdómurinn starfaði í rúmar tvær aldir
1916 Dr. Kristján Eldjárn forseti Íslands, fæddist að bænum Tjörn í Svarfaðardal. Kristján varð þjóðminjavörður árið 1947 og sat á þeim stóli þar til hann var kjörinn forseti Íslands 1968. Hann sat á forsetastóli til ársins 1980. Kristján lést á sjúkrahúsi í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum 14. sept. 1982
1949 Þriðja ráðuneyti undir forystu Ólafs Thors tók við völdum - stjórnin sat í tæplega hálft ár
1965 Íþróttahöllin í Laugardal, Laugardalshöll, formlega tekin í notkun - markaði mikil þáttaskil
1985 Hafskip hf. var tekið til gjaldþrotaskipta - var eitt stærsta gjaldþrot í sögu landsins. Yfirmenn fyrirtækisins voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og málaferli vegna gjaldþrotsins tók rúm fimm ár

Snjallyrði dagsins
The price of greatness is responsibility.
Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands (1874-1965)