Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

02 desember 2004

Kristján JóhannssonHeitast í umræðunni
Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með umræðu seinustu daga um styrktartónleika fyrir krabbameinssjúk börn sem haldnir voru nýlega í Hallgrímskirkju. Kristján Jóhannsson, einn af merkustu söngvurum þjóðarinnar á seinustu áratugum, söng þar ásamt fjölda þekktra söngvara, t.d. Diddú, Jóhanni Friðgeir Valdimarssyni og Birgittu Haukdal. Ausið hefur verið úr brunnum skíts og lágmennsku yfir Kristján og aðra söngvara vegna þess að þau tóku sér laun upp í kostnað við söng sinn, t.d. vegna æfinga og tengdra þátta. Lágmenningarritið DV hefur að undanförnu ausið úr mykjudreifara sínum yfir Kristján og reynt að sverta hans framlag til tónleikanna. Það er ótrúlegt að sjá að það sé ekkert annað hægt að fjalla um lofsverða framkomu Kristjáns til styrktar góðu og göfugu málefni en tína til smámolana og þá neikvæðustu að mati þessa blaðs. Ekkert er um neitt fjallað nema það. Jákvæðir hlutir á borð við það að einn helsti sviðssöngvari Íslendinga í tónlistarsögunni komi hér og syngi til styrktar málefninu falla í skuggann. Þetta er frekar þunnur þrettándi og ekki annað hægt en að skrifa hér vegna málsins, svo mjög ofbýður mér skítmennskan og aumingjaskapurinn sem lekur af sorpritinu DV þessa dagana.

Kristján Jóhannsson hefur jafnan uppskorið fátt annað en öfund og illmælgi lágmennskuliðs þjóðarinnar, þegar hann kemur hingað til að syngja fyrir Íslendinga, samlanda sína. Endurspeglast þetta best að ég tel núna, en þetta hefur oft gerst áður. Sást vel t.d. þegar Kristján tók þátt í óperusýningu fyrir áratug í Reykjavík og krafðist svipaðra launa fyrir söng sinn þar og úti í löndum. Allt varð vitlaust og Kristján hætti þátttöku í verkefninu vegna deilna svipaðra aðila og blása nú upp moldviðri vegna þessa máls. Staða Kristjáns blasir við öllum, enginn íslenskur óperusöngvari hefur náð eins langt og hann. Hann er einn af virtustu óperusöngvurum heims og hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum alheimsins. Mér finnst það skammarlegt að þegar Kristján Jóhannsson kemur hingað og syngur til styrktar göfugu og góðu málefni að þá sé það eina sem fólk virðist geta talað um sé að hann taki pening fyrir útlögðum kostnaði við komu sína og tengda þætti. Það hefur jafnan verið þannig með Kristján að hann hefur unnið vel og komið sjálfum sér vel áfram á þeim þrem áratugum sem liðnir eru síðan hann seldi allt sitt hér á Akureyri og hélt út til náms og því sem tekið hefur við síðan. Menn hafa nagast út í hann vegna velgengni hans og að honum hafi vegnað vel. Jafnan er húsfyllir hér þegar Kristján syngur, hann hefur aðdráttarafl, enda einn virtasti íslenski söngvari seinustu áratuga. Það er reyndar með ólíkindum að Kristján Jóhannsson sé ekki orðinn heiðursborgari Akureyrar og hafi hlotið heiðursess hjá bænum. En eflaust kemur að því síðar. En þessi umræða er afskaplega leiðinleg og skal mig ekki undra þó Kristján performi vart hér meira, nema þá kannski hér fyrir norðan.

The New York TimesSvokölluð 'Þjóðarhreyfing' sem komið var á fót í fjölmiðlamálinu í sumar hefur hlotið nýtt verkefni og hefur komist í fjölmiðla að nýju. Hyggst hin sjálfskipaða hreyfing standa fyrir söfnun á fé meðal Íslendinga til að kaupa auglýsingu í The New York Times og biðjast með henni afsökunar fyrir hönd allra Íslendinga á stuðningi Íslands við innrásina í Írak í mars 2003, fyrir tæpum tveim árum semsagt. Samkvæmt drögum að auglýsingunni sem sjá má á vef hreyfingarinnar stendur orðrétt þetta: "Við, Íslendingar, mótmælum eindregið yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um stuðning við innrás Bandaríkjanna og ,„viljugra? bandamanna þeirra í Írak í mars 2003.? Það er ekki verið að ráðast greinilega á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er bara auglýst í nafni allra Íslendinga, eins og þeir leggja sig nú allir, tæplega 300.000 talsins. Spyrja má sig einfaldrar spurningar í kjölfarið: hvaðan fá forsvarsmenn hinnar sjálfskipuðu 'Þjóðarhreyfingar' (sem virðist ekki halda neina félagaskrá en virðist í grunninn samanstanda af fjórum til fimm einstaklingum) valdið sem þeir setja í eigin hendur til að tala fyrir hönd allra Íslendinga á alþjóðavettvangi? Hvernig getur hún auglýst í nafni allra Íslendinga í riti á borð við The New York Times eða þá á hvaða öðrum vettvangi sem valinn er? Hvaða lýðræðislega umboð hafa þessir einstaklingar eiginlega til þess að tala fyrir hönd allrar þjóðarinnar sem slíkrar? Ekki nokkurt einasta.

Þessi 'Þjóðarhreyfing' sakar stjórnvöld um að hafa á ólýðræðislegan hátt lagt nafn Íslendinga við innrásina í Írak. Í upphafi yfirlýsingarinnar segir svo: "Tveir ráðherrar lögðu nafn Íslendinga - okkar allra - við aðgerðir innrásarhersins í Írak - þrátt fyrir eindregna andstöðu þjóðarinnar.? Það er ekkert annað en það já, en hvað gerir hreyfingin svo í kjölfarið? Nú hún ætlar að gera nákvæmlega það sama og þeir saka stjórnvöld um, þ.e. að leggja nöfn allra Íslendinga - okkar allra - við eitthvað sem ljóst er að allir Íslendingar styðja ekki. Reyndar liggur ekkert áþreifanlegt fyrir um það hversu margir Íslendingar styðja þessa auglýsingasöfnun í New York Times. Það sem annars verra er að þá hefur hin sjálfskipaða 'Þjóðarhreyfing' nákvæmlega ekkert lýðræðislegt umboð til þessa, hvað þá meira. Það má með sanni segja að stjórnvöld voru kjörin í lýðræðislegum kosningum, reyndar á eftir fyrrnefndri stuðningsyfirlýsingu, til að veita þjóðinni forystu. En hver hefur kosið Hans Kristján Árnason, Valgerði Bjarnadóttur, Ólaf Hannibalsson, Valgarð Egilsson og aðra forystumenn 'Þjóðarhreyfingarinnar' til að leggja nafn allrar þjóðarinnar við þessa auglýsingu? Þeim er fullfrjálst að nota sitt nafn eða hreyfingarinnar sem slíkrar til að auglýsa í erlendu stórriti. En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna, t.d. fyrir mitt leyti. Og hversvegna er auglýsingin af öllum stöðum birt í The New York Times? Er ekki verið að sannfæra vitlausan hóp? Er ekki réttast þá að auglýsa í íröksku blaði? Þetta er allt eitt rugl, get ekki betur séð.

Húmorinn
Tom Ridge told friends he is resigning so he can go into the public sector to make more money. Finally a Republican acting like a Republican. That is an honest man. None of this crap about spending more time with my family. Forget red and orange, I want to see some green.

NAACP president Kweisi Mfume announced that he is stepping down as head of the NAACP. President Bush issued a statement about it today saying that this shows what a great country this is, when a black man can rise to the head of the NAACP.

A writer in the New York Times, a noted historian, was talking about Bill Clinton's legacy and said that Bill Clinton was at his best when his back was to the wall. Well Monica could have told them that.

You can really tell when the Republicans have taken over. You know who the new head of the NAACP is? Trent Lott.

President Bush was going to go to Canada back in '68, but then his dad got him into the National Guard.
Jay Leno

Áhugavert efni
Svansí byrjuð í Íslandi í dag á Stöð 2
Bush forseti segir að kosningum í Írak verði ekki frestað
Oliver Stone ætlar að gera mynd um Margaret Thatcher
Pétur Blöndal og Mörður Árnason ræða heitustu þjóðmálin

Ástandið í Úkraínu - pistill Einars Björgvins Sigurbergssonar
Undarleg umræða á þingi um Íraksmálið - pistill Vef-Þjóðviljans
Pælingar um fullveldisdaginn - pistill Höskuldar Marselíussonar
Áfengishamstur hindrað - pistill Arnars Þórs Stefánssonar
Algjörlega óborganleg dagbókarbrot forsætisráðherrans

Dagurinn í dag
1914 Sigurður Eggerz ráðherra, sendi Stjórnarráðinu 2000 orða skeyti og sagði frá því fundi ríkisráðs í Kaupmannahöfn, rætt var um stjórnarskrár- og fánamálið. Lengsta skeyti er hafði verið sent hingað
1988 Benazir Bhutto verður forsætisráðherra Pakistans - Bhutto varð fyrsta konan til að taka við forsætisráðherraembætti í íslömsku ríki. Hún sat í embætti til 1990 en tók aftur við 1993 og sat í 3 ár
1993 Kólumbíski eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar drepinn - var einn helsti eiturlyfjabarón sögunnar
1995 Nick Leeson fyrrum verðbréfamiðlari hjá Barings banka í Singapore, hlýtur dóm vegna aðildar sinnar í gjaldþroti bankans, en hann setti bankann á hausinn 1995 með áhættufjárfestingum sínum
2000 Björk Guðmundsdóttir hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin í París sem besta leikkonan fyrir leik sinn í Dancer in the Dark. Ingvar E. Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Englum alheimsins

Snjallyrði dagsins
A banker is a fellow who lends you his umbrella when the sun is shining, but wants it back the minute it begins to rain.
Mark Twain rithöfundur (1835-1910)