Heitast í umræðunni
Í ágústmánuði hittust forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi að Sveinbjarnargerði hér í Eyjafirði, og ræddu þar ýmis mál. Í tilefni þess ritaði ég ítarlegan pistil um fundinn og niðurstöður hans. Athygli vakti að ein meginniðurstaða hans var tilkynning ráðherranna þess efnis að áfengisgjöld skyldu ekki verða lækkuð frekar á Norðurlöndunum og unnið skyldi að því innan Evrópusambandsins að gjöld á áfengi skyldu hækkuð og gjöld sett á léttvín, samhliða því. Það var kostulegt að sjá þá forræðishyggju sem kom fram í ákvörðunum ráðherranna á þessum fundi, það var óneitanlega skondið að helsta umræðuefni forystumanna í stjórnmálum á samráðsfundi af þessu tagi skyldi vera áfengismál og það hvernig eigi að vinna kerfisbundið að því að samræma stefnu landanna í áfengismálum og sporna með þeim ákvörðunum gegn lækkun skatta og gjalda á áfengi á Norðurlöndunum. Eins og sagði í pistlinum í sumar hefur alla tíð verið skoðun mín að fullorðið fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfum sér og stjórnvöld eigi því ekki að stjórna neyslu fólks með skattlagningu. Með því að ætla að stjórna neyslu á afurð með skattlagningu erum við að hafa óeðlileg afskipti af fólki, sem á auðvitað að hafa vit fyrir sér sjálft í þessum efnum.
Athyglisvert var að sjá í vikunni ríkisstjórn landsins lauma í gegnum Alþingi, frumvarpi um hækkun gjalda á sterkt áfengi og tóbak. Var það gert með stuðningi stjórnarandstöðunnar sem veitti leyfi fyrir því að taka málið á dagskrá á einum dagparti og keyra í gegn. Mun ástæðan fyrir þessum þeysiakstri í gegnum þingferlið hafa verið til að koma í veg fyrir að almenningur myndi streyma í búðir og hamstra áfengi eða tóbak. Er ég algjörlega andvígur þessari ákvörðun og undrast flýtinn á málinu mjög. Það er mun frekar að mínu mati þörf á að lækka opinbera álagningu á áfengi en hækka hana. Þegar erlenda gesti ber að garði hingað til lands er það sem þeim bregður mest við verðlag hér á landi alltof hátt verð á áfengum drykkjum, t.d. er bjórinn mjög gott dæmi. Varla þarf að minna á að aðilar ferðaþjónustunnar hafa minnt á til fjölda ára að frekar sé þörf á að lækka álagninguna en auka hana. Vissulega er gleðiefni að gjöld á léttvínum og bjór verða ekki hækkuð, en með því er hálf sagan sögð. Það er fjarstæðukennt að ákveða hækkun af þessu tagi í kjölfar tilkynningar um skattalækkanir, enda hefði verið ráð að spara frekar í ríkisrekstrinum en hækka neysluskatta af þessu tagi. Nógu háir voru áfengisskattarnir fyrir að mínu mati. Norrænar þjóðir hafa frekar verið að lækka álögur á áfengi og því er þessi ákvörðun eins og þruma úr heiðskíru lofti. Lýsi ég því hneykslan minni og undrun með þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, enda eru neyslustýringarskattar á borð við þetta partur af algjörlega óþarfri forsjárhyggju gagnvart neytendum.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri í Reykjavík, hóf störf í Ráðhúsinu í dag. Steinunn tók formlega við embætti í morgun er Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri, afhenti henni lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. Steinunn Valdís er sextándi borgarstjórinn í sögu Reykjavíkurborgar. Hún er þriðja konan sem tekur við embættinu. Áður hafa Auður Auðuns og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setið á þessum stóli. Steinunn Valdís er jafnframt þriðji borgarstjórinn í 10 ára valdatíð R-listans í borginni og hefur setið sem borgarfulltrúi R-listans allan þann tíma, var fyrst fulltrúi Kvennalista á listanum en síðar Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís víkur samhliða þessu úr lykilnefndum hjá borginni, t.d. sem formaður skipulagsnefndar borgarinnar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Við val á borgarstjóra fyrir þrem vikum var ákveðið að velja ólíklegasta aðilann í embættið, þá manneskju sem hefur þó fylgt R-lista valdabræðingnum frá upphafi og getur aðeins ein verið samnefnari einhvers þess sem eftir er af trúnaði manna og flokka á milli í þessu samstarfi sem gengur nú aðeins út á völd. R-listinn er í reynd orðinn samnefnari fyrir fólk sem vill ráða en getur það ekki nema haldast saman. Ég færi Steinunni Valdísi bestu óskir um gott gengi. Henni veitir ekki af góðum kveðjum og óskum allra stjórnmálaáhugamanna, nú þegar hún tekst á hendur það gríðarlega stóra verkefni að reyna að halda utan um þrjá ólíka flokka sem eiga ekkert sameiginlegt nema ásókn í völd og vegtyllur á vettvangi borgarmálanna. Það þarf kjark og þor í farteskinu til að halda í vegferð í þeim tilgangi að vinna fyrir slíkt afl sem forystumaður. Vonandi er að Steinunn verði opnari fyrir staðreyndum um borgarmálin en forverar hennar tveir, sem hafa reynt eftir fremsta megni að hylja augu sín með gleraugum með svörtu gleri til að þurfa ekki að horfa fram á veginn nema með þeim brag að afneita staðreyndum og tölum. Ef Steinunn ætlar að vera sönn í verki og höndla starf sitt af festu þarf hún að henda svartlituðu gleraugunum og viðurkenna vandann og horfast í augu við hann. Ef ekki er ekki von á góðu á vegferð þeirrar einu manneskju sem R-listinn gat sameinast um sem leiðtoga sinn í 18 mánuði, fram að næstu kosningum.
1. desember
Þann 1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki. Sambandslögin voru samþykkt það ár, með þeim kom loks hin endanlega viðurkenning á því að landið væri fullvalda. Ísland var áfram í konungssambandi við Danmörku en ríkisstjórn tók við völdum. Jón Magnússon varð fyrsti forsætisráðherra Íslands. Frá 1. febrúar 1904 til 1. desember 1918 hafði aðeins einn ráðherra farið með málefni landsins. Íslendingar tóku því í auknum málum við forystu í málefnum sínum en forysta í utanríkismálum var enn á höndum annarra. Konungssambandinu var sagt upp árið 1944 og Ísland varð þá sjálfstætt ríki. Þó aðeins hafi verið um að ræða áfangasigur í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði Íslands er sá áfangi sem náðist 1. desember mjög eftirminnilegur og hafði mikla þýðingu fyrir landið. Staða okkar varð allt önnur og meira afgerandi. Ísland tók í mun meiri mæli við forystu í sínum málum. Að mínu mati voru atburðir 1. desember 1918 merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. 1. desember hefur stóran sess í sögu landsins og verðskuldar að hann sé í minnum fólks. Í þessum pistli á vef mínum fjalla ég um fullveldisdaginn og tengd efni á þessum mikla hátíðisdegi í sögu þjóðarinnar.
Áhugavert efni
Tom Ridge hættir þátttöku í stjórnmálum
Kristján Jóhannsson tjáir sig um fréttamennsku DV
Þjóðargersemi í hættu - pistill Stefáns Einars Stefánssonar
Umfjöllun um símastrák Samfylkingarinnar - pistill Vef-Þjóðviljans
Ályktun stjórnar Heimdallar um hækkun áfengis- og tóbaksgjalda
Tími til kominn að gera betur - pistill Kristrúnar Lindar Birgisdóttur
SUS sýnir þætti í framhaldsþáttaröðinni Já ráðherra, í næstu viku
Dagurinn í dag
1918 Ísland varð fullvalda ríki - athöfn var við Stjórnarráðshúsið í tilefni af því. Hún var stutt og látlaus vegna spænsku veikinnar, sem þá geisaði í borginni. Við athöfnina var ríkisfáninn dreginn að hún í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni landsins. Fullveldisdagurinn var almennur hátíðisdagur til 1944
1973 David Ben-Gurion fyrrum forsætisráðherra Ísraels, lést, 87 ára að aldri. Ben-Gurion varð fyrsti forsætisráðherra landsins, við stofnun Ísraelsríkis 1948, og gegndi embættinu allt til ársins 1963
1983 Rás 2, önnur útvarpsrás Ríkisútvarpsins, hóf útsendingar. Fyrsta daginn var dagskrá í sex tíma. Þá voru leiknar auglýsingar fluttar í fyrsta skipti í íslensku útvarpi. Rás 2 náði fljótt miklum vinsældum
1986 Bylgjan hóf útsendingar allan sólarhringinn, fyrst íslenskra útvarpsstöðva. Hún hóf útsendingar í ágústmánuði 1986 og var fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hérlendis. Náði fljótt miklum vinsældum
1994 Þjóðarbókhlaðan, hús Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns, var tekin í notkun. Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands, vígði bókhlöðuna formlega. Hún var reist í minningu 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar 1974. Byggingin rúmar 900.000 bindi og sæti eru þar fyrir 700 nemendur
Snjallyrði dagsins
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.
Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) (1881-1946) (Hver á sér fegra föðurland)
Í ágústmánuði hittust forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi að Sveinbjarnargerði hér í Eyjafirði, og ræddu þar ýmis mál. Í tilefni þess ritaði ég ítarlegan pistil um fundinn og niðurstöður hans. Athygli vakti að ein meginniðurstaða hans var tilkynning ráðherranna þess efnis að áfengisgjöld skyldu ekki verða lækkuð frekar á Norðurlöndunum og unnið skyldi að því innan Evrópusambandsins að gjöld á áfengi skyldu hækkuð og gjöld sett á léttvín, samhliða því. Það var kostulegt að sjá þá forræðishyggju sem kom fram í ákvörðunum ráðherranna á þessum fundi, það var óneitanlega skondið að helsta umræðuefni forystumanna í stjórnmálum á samráðsfundi af þessu tagi skyldi vera áfengismál og það hvernig eigi að vinna kerfisbundið að því að samræma stefnu landanna í áfengismálum og sporna með þeim ákvörðunum gegn lækkun skatta og gjalda á áfengi á Norðurlöndunum. Eins og sagði í pistlinum í sumar hefur alla tíð verið skoðun mín að fullorðið fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfum sér og stjórnvöld eigi því ekki að stjórna neyslu fólks með skattlagningu. Með því að ætla að stjórna neyslu á afurð með skattlagningu erum við að hafa óeðlileg afskipti af fólki, sem á auðvitað að hafa vit fyrir sér sjálft í þessum efnum.
Athyglisvert var að sjá í vikunni ríkisstjórn landsins lauma í gegnum Alþingi, frumvarpi um hækkun gjalda á sterkt áfengi og tóbak. Var það gert með stuðningi stjórnarandstöðunnar sem veitti leyfi fyrir því að taka málið á dagskrá á einum dagparti og keyra í gegn. Mun ástæðan fyrir þessum þeysiakstri í gegnum þingferlið hafa verið til að koma í veg fyrir að almenningur myndi streyma í búðir og hamstra áfengi eða tóbak. Er ég algjörlega andvígur þessari ákvörðun og undrast flýtinn á málinu mjög. Það er mun frekar að mínu mati þörf á að lækka opinbera álagningu á áfengi en hækka hana. Þegar erlenda gesti ber að garði hingað til lands er það sem þeim bregður mest við verðlag hér á landi alltof hátt verð á áfengum drykkjum, t.d. er bjórinn mjög gott dæmi. Varla þarf að minna á að aðilar ferðaþjónustunnar hafa minnt á til fjölda ára að frekar sé þörf á að lækka álagninguna en auka hana. Vissulega er gleðiefni að gjöld á léttvínum og bjór verða ekki hækkuð, en með því er hálf sagan sögð. Það er fjarstæðukennt að ákveða hækkun af þessu tagi í kjölfar tilkynningar um skattalækkanir, enda hefði verið ráð að spara frekar í ríkisrekstrinum en hækka neysluskatta af þessu tagi. Nógu háir voru áfengisskattarnir fyrir að mínu mati. Norrænar þjóðir hafa frekar verið að lækka álögur á áfengi og því er þessi ákvörðun eins og þruma úr heiðskíru lofti. Lýsi ég því hneykslan minni og undrun með þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, enda eru neyslustýringarskattar á borð við þetta partur af algjörlega óþarfri forsjárhyggju gagnvart neytendum.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri í Reykjavík, hóf störf í Ráðhúsinu í dag. Steinunn tók formlega við embætti í morgun er Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri, afhenti henni lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. Steinunn Valdís er sextándi borgarstjórinn í sögu Reykjavíkurborgar. Hún er þriðja konan sem tekur við embættinu. Áður hafa Auður Auðuns og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setið á þessum stóli. Steinunn Valdís er jafnframt þriðji borgarstjórinn í 10 ára valdatíð R-listans í borginni og hefur setið sem borgarfulltrúi R-listans allan þann tíma, var fyrst fulltrúi Kvennalista á listanum en síðar Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís víkur samhliða þessu úr lykilnefndum hjá borginni, t.d. sem formaður skipulagsnefndar borgarinnar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Við val á borgarstjóra fyrir þrem vikum var ákveðið að velja ólíklegasta aðilann í embættið, þá manneskju sem hefur þó fylgt R-lista valdabræðingnum frá upphafi og getur aðeins ein verið samnefnari einhvers þess sem eftir er af trúnaði manna og flokka á milli í þessu samstarfi sem gengur nú aðeins út á völd. R-listinn er í reynd orðinn samnefnari fyrir fólk sem vill ráða en getur það ekki nema haldast saman. Ég færi Steinunni Valdísi bestu óskir um gott gengi. Henni veitir ekki af góðum kveðjum og óskum allra stjórnmálaáhugamanna, nú þegar hún tekst á hendur það gríðarlega stóra verkefni að reyna að halda utan um þrjá ólíka flokka sem eiga ekkert sameiginlegt nema ásókn í völd og vegtyllur á vettvangi borgarmálanna. Það þarf kjark og þor í farteskinu til að halda í vegferð í þeim tilgangi að vinna fyrir slíkt afl sem forystumaður. Vonandi er að Steinunn verði opnari fyrir staðreyndum um borgarmálin en forverar hennar tveir, sem hafa reynt eftir fremsta megni að hylja augu sín með gleraugum með svörtu gleri til að þurfa ekki að horfa fram á veginn nema með þeim brag að afneita staðreyndum og tölum. Ef Steinunn ætlar að vera sönn í verki og höndla starf sitt af festu þarf hún að henda svartlituðu gleraugunum og viðurkenna vandann og horfast í augu við hann. Ef ekki er ekki von á góðu á vegferð þeirrar einu manneskju sem R-listinn gat sameinast um sem leiðtoga sinn í 18 mánuði, fram að næstu kosningum.
1. desember
Þann 1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki. Sambandslögin voru samþykkt það ár, með þeim kom loks hin endanlega viðurkenning á því að landið væri fullvalda. Ísland var áfram í konungssambandi við Danmörku en ríkisstjórn tók við völdum. Jón Magnússon varð fyrsti forsætisráðherra Íslands. Frá 1. febrúar 1904 til 1. desember 1918 hafði aðeins einn ráðherra farið með málefni landsins. Íslendingar tóku því í auknum málum við forystu í málefnum sínum en forysta í utanríkismálum var enn á höndum annarra. Konungssambandinu var sagt upp árið 1944 og Ísland varð þá sjálfstætt ríki. Þó aðeins hafi verið um að ræða áfangasigur í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði Íslands er sá áfangi sem náðist 1. desember mjög eftirminnilegur og hafði mikla þýðingu fyrir landið. Staða okkar varð allt önnur og meira afgerandi. Ísland tók í mun meiri mæli við forystu í sínum málum. Að mínu mati voru atburðir 1. desember 1918 merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. 1. desember hefur stóran sess í sögu landsins og verðskuldar að hann sé í minnum fólks. Í þessum pistli á vef mínum fjalla ég um fullveldisdaginn og tengd efni á þessum mikla hátíðisdegi í sögu þjóðarinnar.
Áhugavert efni
Tom Ridge hættir þátttöku í stjórnmálum
Kristján Jóhannsson tjáir sig um fréttamennsku DV
Þjóðargersemi í hættu - pistill Stefáns Einars Stefánssonar
Umfjöllun um símastrák Samfylkingarinnar - pistill Vef-Þjóðviljans
Ályktun stjórnar Heimdallar um hækkun áfengis- og tóbaksgjalda
Tími til kominn að gera betur - pistill Kristrúnar Lindar Birgisdóttur
SUS sýnir þætti í framhaldsþáttaröðinni Já ráðherra, í næstu viku
Dagurinn í dag
1918 Ísland varð fullvalda ríki - athöfn var við Stjórnarráðshúsið í tilefni af því. Hún var stutt og látlaus vegna spænsku veikinnar, sem þá geisaði í borginni. Við athöfnina var ríkisfáninn dreginn að hún í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni landsins. Fullveldisdagurinn var almennur hátíðisdagur til 1944
1973 David Ben-Gurion fyrrum forsætisráðherra Ísraels, lést, 87 ára að aldri. Ben-Gurion varð fyrsti forsætisráðherra landsins, við stofnun Ísraelsríkis 1948, og gegndi embættinu allt til ársins 1963
1983 Rás 2, önnur útvarpsrás Ríkisútvarpsins, hóf útsendingar. Fyrsta daginn var dagskrá í sex tíma. Þá voru leiknar auglýsingar fluttar í fyrsta skipti í íslensku útvarpi. Rás 2 náði fljótt miklum vinsældum
1986 Bylgjan hóf útsendingar allan sólarhringinn, fyrst íslenskra útvarpsstöðva. Hún hóf útsendingar í ágústmánuði 1986 og var fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hérlendis. Náði fljótt miklum vinsældum
1994 Þjóðarbókhlaðan, hús Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns, var tekin í notkun. Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands, vígði bókhlöðuna formlega. Hún var reist í minningu 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar 1974. Byggingin rúmar 900.000 bindi og sæti eru þar fyrir 700 nemendur
Snjallyrði dagsins
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.
Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) (1881-1946) (Hver á sér fegra föðurland)
<< Heim