Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

08 desember 2005

John Lennon
1940-1980


John Lennon (1940-1980)

Í dag eru 25 ár liðin frá því að söngvarinn John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Lennon var þá fertugur að aldri - fæddist 9. október 1940. Heimsbyggðin var slegin við sviplegt lát Lennons - flestir sem upplifðu þennan atburð muna hvar þeir voru staddir er þeir heyrðu andlátsfregnina. Lennon var sá maður sem setti að mínu mati eftirminnilegast mark á tónlistarsögu 20. aldarinnar. Hann og hljómsveit hans, The Beatles, slógu í gegn og unnu sér frægð fyrir ógleymanlega tónlist í upphafi sjöunda áratugarins. Framlag Bítlanna og Lennon varð til þess að breyta gangi sögu tónlistarinnar - ekkert varð samt eftir að þeir komu til sögunnar í tónlistinni. Bítlarnir liðu undir lok árið 1970. Seinustu ár ævi sinnar gaf Lennon út tónlist einn síns liðs á sólóferli eða með eiginkonu sinni, Yoko Ono.

Hef ég lengi verið mikill unnandi tónlistar hans, sérstaklega áranna með Bítlunum og seinni hluta sólóferilsins. Lennon lifði ekki að komast á elliár - hann varð ekki 64 ára eins og sagði í frægu Bítlalagi. Hann var myrtur eins og fyrr sagði, af geðsjúkum aðdáanda á þessum degi fyrir aldarfjórðungi. Minningu hans er haldið hátt á lofti um allan heim - þó langt sé orðið um liðið frá dauða hans. Í gærkvöldi hlustaði ég enn einu sinni á síðasta meistaraverk hans, Double Fantasy. Þegar hlustað er á þá plötu verður manni ósjálfrátt hugsað til þessa merka tónlistarmanns og hversu margt hann hefði getað áorkað ef hann hefði lifað lengur. Eitt er þó ljóst - ævistarf hans verður lengi í minnum haft.

John Lennon (1940-1980)

Meistari Lennon afrekaði á löngum ferli að semja ógleymanleg lög og orti marga svipmikla texta. Það er því best að ég sé fáorður um snilli hans, en birti þess í stað fallega texta hans. Sá fallegasti og táknrænasti er hiklaust Imagine, af hinni samnefndu plötu - sem var sú allra besta á sólóferli Lennons. Lagið við ljóðið er látlaust - en algjörlega ógleymanlegt! Textinn er snilldarverk.

Imagine there's no heaven,
It's easy if you try,
No hell below us,
Above us only sky,
Imagine all the people
living for today...

Imagine there's no countries,
It isn't hard to do,
Nothing to kill or die for,
No religion too,
Imagine all the people
living life in peace...

Imagine no possesions,
I wonder if you can,
No need for greed or hunger,
A brotherhood of man,
Imagine all the people
Sharing all the world...

You may say I'm a dreamer,
but Im not the only one,
I hope some day you'll join us,
And the world will live as one.


John Lennon (1940-1980)

Árið 2004 tóku tölvugrafíklistamenn upp á því að reyna að bregða upp mynd af því hvernig meistari Lennon myndi líta út ef hann væri á lífi. Á því ári hefði hann orðið 64 ára. Eins og fyrr segir var eitt flottasta lag Bítlanna: When I'm 64. Hér að ofan má sjá þessa táknrænu mynd af Lennon.

Annað ógleymanlegt lag Lennons á sólóferlinum er jólalagið Happy Xmas (War Is Over) frá árinu 1972. Órjúfanlegur partur jólanna að mínu mati - stórfenglegt lag. Með táknrænustu og hugljúfustu verkum Lennons.

So this is Christmas
And what have you done
Another year over
And a new one just begun
And so this is Christmas
I hope you have fun
The near and the dear ones
The old and the young

A very merry Christmas
And a happy New Year
Let's hope it's a good one
Without any fear

And so this is Christmas
For weak and for strong
For rich and the poor ones
The world is so wrong
And so Happy Christmas
For black and for white
For yellow and red ones
Let's stop all the fight

A very merry Christmas
And a happy New Year
Let's hope it's a good one
Without any fear

War is over if you want it
War is over now.


The Beatles

Annar texti Lennons sem snertir taug í hjartanu á mér er textinn að einu fallegasta bítlalaginu In My Life - fallegra verður það varla að mínu mati.

There are places I'll remember
all my life though some have changed
some forever not for better
some have gone and some remain.
All these places have their moments
with lovers and friends I still can recall,
some are dead and some are living
In my life I've loved them all.

But of all these friends and lovers
There is no one compares with you
And these memories lose their meaning
When I think of love as something new
Though I know I'll never lose affection
For people and things that went before
I know I'll often stop and think about them
In my life I love you more

Though I know I'll never lose affection
For people and things that went before
I know I'll often stop and think about them
In my life I love you more


John Lennon (1940-1980)

John Lennon verður ávallt minnst. Dauði hans fyrir 25 árum hryggði heimsbyggðina - en verk hans stóðu eftir. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að lífi hans lauk með kuldalegum hætti minnumst við þessa merka tónlistarmanns sem setti órjúfanlegan svip á tónlistarsöguna. Hann er horfinn - en tónverk hans og framlag til tónlistar munu aldrei hverfa. Þau eru sígild.

Saga dagsins
1971 Samkomulag var formlega undirritað milli Íslands og Kína um stjórnmálasamband ríkjanna.
1978 Golda Meir fv. forsætisráðherra Ísraels, deyr, áttræð að aldri - var forsætisráðherra 1969-1974.
1980 Söngvarinn John Lennon myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Lennon var fertugur er hann var myrtur. Hann var einn stofnenda hljómsveitarinnar The Beatles árið 1962 og varð heimsþekktur með henni og var eitt virtasta tónskáld tónlistarsögu 20. aldarinnar. Öfundsjúkur aðdáandi Lennons, Mark David Chapman, myrti söngvarann - Almenningur varð undrandi á morðinu og syrgði Lennon.
1987 Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna, undirrita samkomulag um eyðingu kjarnavopna. Samkomulagið markaði mikil þáttaskil og var mjög sögulegt.
1991 Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu undirrita samkomulag sem gerði ráð fyrir því að Sovétríkin yrðu lögð niður og löndin yrðu sjálfstæð - Sovétríkin voru lögð niður frá 1. janúar 1992.

Snjallyrðið
Love is a promise, love is a souvenir, once given never forgotten, never let it disappear.
John Lennon tónlistarmaður (1940-1980)