Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

03 mars 2006

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri samþykktur - 85 dagar til kosninga

Sjálfstæðisflokkurinn

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri kom saman til fundar í Kaupangi við Mýrarveg hér á Akureyri í gærkvöldi. Þar var samþykktur framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí nk. Að mínu mati hefur kjörnefnd tekist vel til að manna listann og skilað af sér góðri vinnu. Við hjá Verði getum verið sátt við lausn mála og ég tel að kjörnefnd hafi tekið gott tillit til okkar sem á Varðaraldri erum. Ég talaði af krafti um það að hlutur ungliða yrði að verða góður og ég er sáttur við útkomuna. Á listanum eru fjórir einstaklingar sem eru ungliðar í flokksstarfinu og hafa verið virk í flokksstarfinu. María, Hanna Dögg og Bergur Þorri sitja öll í stjórn Varðar og Vigdís Ósk á sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar. Þarna er fólk með mikla reynslu í sveitarstjórnarmálum, öflugir nýliðar á listanum sem bæði hafa starfað af krafti fyrir flokkinn og svo aðrir sem koma alveg ný inn til verka. Þetta er blanda góðs fólks og þarna er að mínu mati sterk liðsheild - góð liðsheild til verka í þessari kosningabaráttu og á næstu árum.

1. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
2. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi
3. Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri
4. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari
5. Þórarinn B. Jónsson bæjarfulltrúi
6. María Egilsdóttir hjúkrunarfr./ljósmóðir
7. Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri
8. María H. Marinósdóttir háskólanemi
9. Baldur Dýrfjörð starfsmannastjóri
10. Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir hárgreiðslumeistari
11. Bjarni Jónasson efnafræðingur
12. Guðmundur Jóhannsson þjónustustjóri
13. Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi
14. Sigbjörn Gunnarsson fyrrv. sveitarstjóri
15. Hanna Dögg Maronsdóttir sölustjóri og markaðsfulltrúi
16. Unnsteinn E. Jónsson verksmiðjustjóri
17. Vigdís Ósk Sveinsdóttir háskólanemi
18. Kristinn Fr. Árnason bústjóri
19. Bergur Þorri Benjamínsson háskólanemi
20. Ragnheiður Jakobsdóttir rekstrarfræðingur
21. Margrét Kristinsdóttir húsmæðrakennari
22. Óli D. Friðbjörnsson fyrrverandi verslunarmaður

Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað í vikunni að ráða mig til starfa að kosningabaráttu flokksins hér í bænum. Mun ég vinna með þessu góða fólki á næstu mánuðum og hlakkar mér til þess sem framundan er. Mun ég taka til starfa í Kaupangi formlega við það verk föstudaginn 10. mars nk. þegar að ég hef losnað úr öðrum verkefnum og get einhent mér í starfið á fullu. 10. mars er góð dagsetning í mínum huga - enda afmælisdagur föður míns, Stefáns Jónasar Guðmundssonar. Góður dagur til að byrja að vinna góð verk að mínu mati. Það er margt framundan og öflug vinna sem blasir við - ekkert nema mikil vinna. Ég hef alla tíð verið tilbúinn til verka í innra starfi flokksins og líst því vel á komandi verkefni. Það eru góðir og spennandi tímar framundan.

Ég hef mikið talað um tækifærin og verkefnin sem framundan væru seinustu dagana hér á vefnum. Ég tel að ég hafi valið mér rétt verkefni - starf í kosningabaráttu og það að hlúa að innra starfinu er eitthvað sem er heillandi í mínum augum. Ég tel að ég hafi valið farsælan og góðan vettvang fyrir mína krafta í þessari kosningabaráttu. Þótti mér það mjög freistandi þegar að Björn Magnússon formaður fulltrúaráðsins, bauð mér þetta verkefni og þá miklu og spennandi vinnu sem í því felst. Það að vera á kafi í kosningabaráttu er nefnilega freistandi og öflugt verkefni. Ég legg í það verkefni einbeittur og hress. Pólitík hefur verið mitt líf og yndi mjög lengi og ég hef áhuga á þessum verkefnum. Því líst mér vel á það sem framundan er.

Í dag eru 85 dagar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er formlega hafin - við höfum valið það fólk sem situr á framboðslista flokksins. Við höfum einnig hafið kosningabaráttuna og ég mun taka til starfa við það verkefni að tala máli flokksins og vinna að því að innra starf okkar verði bæði kraftmikið og fjörugt þessa 85 daga sem framundan eru. Við ætlum að hafa gaman af þessu - vinna vel saman og gera þetta bæði að skemmtilegri og öflugri kosningabaráttu.

Ég er til í slaginn - við erum til í slaginn. Þetta verður lífleg og góð barátta - háð með góðu fólki og við vinnum fyrir flokkinn okkar af þeim krafti og metnaði sem fylgir kosningabaráttu. Framundan eru 85 dagar af líflegri og góðri vinnu vonandi og mér hlakkar til verkefnisins með þessum 22 sem skipa listann og öllum öðrum sem vilja vinna með okkur. Öll skiptum við máli og ég hvet alla sem vilja vinna með okkur að ganga til liðs við okkur og verða hluti af liðsheildinni okkar.

Fram til sigurs þann 27. maí nk!


Saga dagsins
1943 Leikkonan Greer Garson hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Mrs. Miniver - hún hélt lengstu þakkarræðu í Óskarssögunni, 7 mínútna langa, er hún tók formlega við verðlaununum.
1965 Kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Los Angeles - myndin sló öll aðsóknarmet og hlaut 5 óskarsverðlaun, t.d. sem besta kvikmynd ársins. Einn af vinsælustu söngleikjum aldarinnar.
1991 Lögreglumenn í Los Angeles réðust á blökkumanninn Rodney King - leiddi til allmikilla óeirða.
1997 Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tók við tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs í Osló-borg.
2003 Davíð Oddsson sagði í viðtali hjá RÚV að sér hefðu verið boðnar mútur af Baugi - ummælin lét Davíð falla í morgunþættinum Morgunvaktinni á Rás 1. Davíð var með þessu að svara fyrir harkalegar árásir Baugs, Fréttablaðsins og Samfylkingarinnar að honum í kosningabaráttunni til þings árið 2003.

Snjallyrðið
If you always do what interests you, at least one person is pleased.
Katharine Hepburn leikkona (1907-2003)