Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

18 maí 2006

Eurovision-partý hjá ungliðunum

Gleði í Eurovision-partýi

Það eru aðeins níu dagar til kosninga og mikið fjör í kosningabaráttunni hér á Akureyri. Við erum allan daginn á fullu á kosningaskrifstofunni og mikið af fólki sem lítur í kaffispjall og heimsókn yfir daginn. Það er alveg virkilega gaman að vera á fullu í þessu starfi og eiga samleið með öllum þessa fjölda fólks sem vinnur af krafti í þágu Sjálfstæðisflokksins. Í kvöld settumst við svo saman niður ungliðarnir og horfðum saman á Eurovision á breiðtjaldi á kosningaskrifstofunni. Það var rífandi stemmning í kosningamiðstöðinni í Kaupangi yfir útsendingunni - í það minnsta þar til úrslit voru tilkynnt! Við horfðum á af áhuga og fengum okkur pizzu og létta drykki.

Á myndinni erum við Raggi, Gunnar og Baldur að fylgjast með útsendingunni og er ég greinilega að segja frá einhverju skemmtilegu meðan að ég gæði mér á pizzusneið. Þetta var skemmtilegt kvöld. Niðurstaðan er þó sú að Silvía Nótt er úr leik og á heimleið - verður ekki með á úrslitakvöldinu á laugardag. Eitthvað þyngdist brúnin á sumum þegar úrslitin lágu fyrir og ljóst að Ísland væri úr leik. Gleðin varð þess þá meiri með það að hinir finnsku þungarokksfélagar okkar í Lordi komust áfram af glans. Sátum við yfir útsendingunni allt til enda og áttum góða stund saman. Takk fyrir góða kvöldstund. :)