Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

17 maí 2006

Sjálfstæðismenn horfa á boltann í Nýja bíó

Kristján Þór

Við sjálfstæðismenn hér á Akureyri buðum öllum knattspyrnuáhugamönnum seinnipartinn í dag í Nýja bíó til að fylgjast með beinni útsendingu frá úrslitaleik meistaradeildarinnar í fótbolta þar sem áttust við Arsenal og Barcelona í hressilegum leik í París. Útsendingin hófst klukkan 18:00 á Sky Sports og voru þá þegar margir mættir og miklar og skemmtilegar umræður í salnum um fótbolta meðan biðin stóð eftir leiknum. Hann hófst kl. 18:45 af miklum krafti. Strax á átjándu mínútu var Lehmann markverði Arsenal vikið af velli á 18. mínútu. Sol Campbell kom Arsenal yfir á 37. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Thierry Henry og Arsenal hafði yfir í hálfleiknum.

Börsungar voru undir lengstan hluta seinni hálfleiks en tókst að taka völdin í leiknum undir lokin. Á 76. mínútu jafnaði Samuel Eto'o metin fyrir Barcelona og Juliano Belletti skoraði annað mark Barcelona á 81. mínútu. Eftir það var sem allur vindur færi úr Arsenal og niðurstaðan varð í leikslok sigur Börsunga 2-1. Barcelona er því Evrópumeistari í fótbolta árið 2006. Var mikil gleði í Nýja bíó með úrslitin en við sem studdum Börsunga vorum eilítið fleiri í salnum. Mætingin var góð og virkilega létt og notaleg stemmning yfir leiknum. Sönn fótboltagleði var enda í boði - auðvitað var svo öllum boðið upp á popp og kók.

Var virkilega gott kvöld og ég þakka öllum fótboltaáhugamönnum sem mættu fyrir góða kvöldstund við að horfa á góðan fótboltaleik og fínar pælingar um boltann. :)