Tónleikar til minningar um afa
Þann 7. maí sl. voru 110 ár liðin frá fæðingu afa míns, Friðriks Árnasonar á Eskifirði. Það er óhætt að segja að afi hafi átt merka ævi og gert margt um dagana. Er erfitt að lýsa því öllu í stuttu máli. Bendi ég á vandaða minningargrein frænda míns, Árna Helgasonar í Stykkishólmi, um afa sem birtist í Morgunblaðinu þann 1. ágúst 1990, daginn sem hann var jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju. Afmælis hans er minnst um helgina með tónleikum í Eskifjarðarkirkju. Fyrir þeim stendur frændi minn, Friðrik Kristinsson stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Því miður get ég ekki farið austur að tónleikunum vegna anna í kosningabaráttu hér norðan heiða. En ég vona að þessir tónleikar verði flottir og góðir - veit að Friðrik hefur lagt mikla vinnu í undirbúning. Vona að ættingjar mínir austan heiða og aðrir tónleikagestir hafi gaman af þessum tónleikum.
<< Heim