Vinstriflokkarnir standa nær á pari
Nú kl. 22:00 var birt ný skoðanakönnun Gallups á fylgi flokkanna. Hún sýnir að bilið minnkar enn á milli vinstriflokkanna í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingarinnar og VG. Segja má að bráðlega fari þessir tveir flokkar að standa á pari - eitthvað sem hefði þótt órafjarri í síðustu þingkosningum. Þetta eru altént mjög athyglisverð tíðindi sem þarna sjást og t.d. hefur Sjálfstæðisflokkurinn 20% meira fylgi en Samfylkingin í könnunum Gallups annan mánuðinn í röð.
Það er spurning hvað fer í gegnum hugarflug þeirra sem börðust fyrir því að Ingibjörg Sólrún yrði leiðtogi Samfylkingarinnar þegar að þeir sjá þessa Gallup-könnun. Það hlýtur að jafnast á við martröð fyrir þá að vakna upp við svona fylgistap undir forystu Ingibjargar Sólrúnar og að vera næstum því á pari við kommana í VG.
Það fer kannski eitthvað að hitna á æðstu valdastöðum í þessum flokki sem fyrrum hafði það markmið að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn - en mælist nú með fjórðungsfylgi í könnunum.
<< Heim