Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

03 september 2006

Sunnudagspistill - 3. september 2006

Stefán Friðrik

Þrjú mál eru í brennidepli í sunnudagspistlinum:

- Steingrímur J. Sigfússon talaði til vinstri á flokksráðsfundi VG um helgina og í þá átt að vinstriöflin ættu að taka höndum saman í kosningabandalagi fyrir kosningarnar að vori til höfuðs stjórnarflokkunum sem hafa verið við völd í þrjú kjörtímabil. Ekki virðist boðið hafa heillað aðra leiðtoga vinstrisins sem eru að reyna varfærnislega að færast undan því. En með því tókst Steingrími að ná forskoti á t.d. Samfylkinguna fyrir kosningarnar.

- Það hallar sífellt á Tony Blair og virðist andstaðan við hann innan flokks hans aukast með degi hverjum. Það haustar að á pólitískum ferli hans og búast má við að valdabaráttan þar fari brátt að verða flokknum þung.

- Formaður og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar eru nú á kostulegu ferðalagi á milli fjölmiðlanna. Farið er yfir þetta ferðalag flokksforystunnar og hversu lítið er um hana talað opinberlega.