Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

27 mars 2003

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
Um helgina, dagana 27. - 30. mars nk, verður haldinn í Laugardalshöll, 35. landsfundur Sjálfstæðisflokksins og ber hann yfirskriftina Áfram Ísland. Framundan eru skemmtilegir málefnafundir, kjördæmafundir, landsfundarhófið og allt þetta hefðbundna. Það er ljóst af dagskrá fundarins að nóg verður um að vera. Að sjálfsögðu held ég á landsfund og fer ég suður í dag með hádegisvélinni. Framundan er skemmtilegur landsfundur og verður gaman að hitta pólitíska samherja af öllu landinu í Höllinni. Á meðan ég verð fyrir sunnan verður þessi vefur ekki uppfærður. Mun fjalla ítarlega um landsfundinn hér eftir helgina.