Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

25 janúar 2005

Sameinuðu þjóðirnarHeitast í umræðunni
Í gær tjáði ég á þessum vettvangi skoðanir mínar varðandi umsókn og kosningabaráttu Íslands sem framundan er til að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, eftir fjögur ár, árið 2009. Þótti mér rétt að fara yfir skoðanir mínar á málinu og afstöðu til þess eftir að Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, tjáði sig um málið. Andstaða mín og okkar í Sambandi ungra sjálfstæðismanna hefur verið áberandi og ekki farið leynt innan flokksins. Er rétt að fólk tjái skoðanir sínar á málinu nú og leitist við að hafa áhrif á framgang þess áður en lengra er haldið. Ljóst er að kosningabarátta um sætið mun verða okkur dýr. Deila menn um kostnaðartölur þar um, en flestir hafa verið sammála um að sá kostnaður muni fara vel yfir 500 milljónir króna og hefur Einar nefnt töluna um og yfir milljarð þegar allt er talið saman, ef staðið verður við allt ferlið og eytt þeim pening og tíma sem þarf í málið, án þess að nokkuð sé vitað um mögulegar lyktir þess að lokum. Vantar algjörlega að spilin séu lögð á borðið og tíundaðar séu beint ástæður þess að Ísland fer út í kostnaðarsama baráttu af þessu tagi. Eins og ég hef oft bent á í skrifum um þessi mál er meirihluti þeirra mála sem tekinn er fyrir af Öryggisráðinu málefni sem Íslendingar hafa hingað til lítið sem ekkert beitt sér í. Þetta mál allt er því mjög óskiljanlegt og læðist að manni sá grunur að eini tilgangurinn á bakvið þetta allt séu nettir greifataktar og menn ætli bara að geta sest að borðinu í New York með þeim stóru til að plotta eilítið í nokkur ár en eyða í það stórpening.

Eins og fram kom í athyglisverðum þingumræðum um málið í gær eru sífellt minni líkur á því að við munum hreppa sæti í Öryggisráðinu. Erum við að berjast við þjóðir sem virðast hafa meiri möguleika og standa óneitanlega mun sterkar að vígi þegar allt er talið upp. Það var óneitanlega stórfurðulegt að sjá Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, tjá sig um málið í þingumræðum í gær. Sagði hann þar að hann gæti ekki betur séð en að rík samstaða væri um framboð Íslendinga til setu í Öryggisráðinu. Er ekki hægt að segja annað en þau orð forsætisráðherrans séu nokkrir draumórar. Stjórnarmeirihlutinn styður ekki heill þetta mál og ef mæla á stuðninginn eftir þingmeirihlutanum tel ég að hann sé ekki lengur til staðar. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru fleiri en Einar þessarar skoðunar og í flokknum eru skiptar skoðanir eins og ég hef áður rakið. Sagði Halldór ennfremur í gær að Einar Oddur geri of mikið úr kostnaðinum. Hann tjáði sig þó ekkert um málið, sem gefur til kynna að hann vilji ekki meta kostnaðinn heldur. Eins og fram hefur komið í varfærnislegum yfirlýsingum Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, hefur ekkert breyst að ráði. Hinsvegar fór ekkert á milli mála að hann talaði í véfréttastíl um málið og gaf því óneitanlega undir fótinn að það væri umdeilanlegt hvort halda skyldi ferli þess áfram. Davíð er í leyfi eins og er og mun því líklega ekkert ráðast beint um málið fyrr en við heimkomu hans í næsta mánuði. Athygli vakti óneitanlega að enginn sjálfstæðismaður tjáði sig um málið á þingi í gær. Ég tel mikilvægt að utanríkisráðherra tjái sig af krafti um málið á næstu vikum og það verði einfaldlega slegið út af borðinu og hugað að öðrum og brýnni málum. Nóg annað er mikilvægt til umfjöllunar og þeim peningum sem blasir við að eyða verði í þetta bruðl, sem umsóknin og kosningabarátta tengd henni er, er betur varið í annað. Sjálfstæðisflokkurinn og formaður flokksins eiga að hafa forystu um það að hætta við þetta framboð.

Guðmundur Árni og Ingibjörg SólrúnFramkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað endanlega í gær að flýta landsfundi flokksins til vorsins í stað þess að hann verði í nóvember eins og áður hafði verið ráðgert. Verður landsfundurinn haldinn í Reykjavík helgina 20. - 22. maí nk. Er honum flýtt til að uppgjöri milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar verði lokið sem fyrst. Fyrirsjáanlegt að átök milli þeirra verði harkaleg og óvægin. Hefur forsmekkurinn að því blasað við seinustu daga. Hafa margir hugsað sem svo óneitanlega að fyrst fjórir mánuðir séu til kjördags verði nóg í fréttum næstu vikurnar og barist fyrir opnum tjöldum um atkvæði flokksmanna og beitt áhrifum sínum til styrktar frambjóðendum. Greinilegt er að mjög umdeilt varð innan flokksins innkoma verkalýðshreyfingarinnar að því og lykilmanna þar. Einnig vakti athygli að Guðmundur Árni Stefánsson leiðtogi flokksins í Suðvesturkjördæmi, sagði í fjölmiðlum réttast að ekki yrði af formannskjöri og að Ingibjörg Sólrún bakkaði út til eflingar flokknum og einingunni innan hans.

Túlkast þessi orð óneitanlega sem stuðningsyfirlýsing Guðmundar Árna við Össur. Enginn vafi leikur á að andað hafi köldu milli Guðmundar og Ingibjargar og hann vilji styðja Össur og með því reyna að gera út af við pólitískan feril Ingibjargar sem vart verður lengi í forystu stjórnmálanna ef hún tapi kosningunni. Margir nefna þó þann möguleika að hann fari sjálfur fram til formennsku og splundri því upp fylginu. Blasir við að Össur og Ingibjörg hafi ekki áhuga á varaformennsku flokksins, tapi þau kosningunni um formannsembættið. Það er því endanlega ljóst að slagur þeirra um völd og áhrif innan flokksins snýst um allt eða ekkert, pólitískt líf eða dauða þeirra. Það þeirra sem tapar muni láta sviðið hinu að mestu eftir eða jafnvel víkja af vettvangi stjórnmála og verða lítt sýnilegur í forystu flokksins. Það er því ljóst að flokkurinn muni fá nýjan varaformann í kjölfar þessa og breytingar verði á forystunni því að einhverju leyti. Samfylkingin á Akureyri vill landsbyggðarvaraformann, leiða margir að því líkum að þau vilji Kristján Möller í það embætti, en vafi leikur þó á um styrk hans. Tapaði hann kosningu um ritara flokksins á seinasta landsfundi. Það verða þeir 14.000 manns sem eru skráð í flokkinn sem munu greiða atkvæði í formannskjörinu í póstkosningu. Úrslit munu verða tilkynnt í upphafi flokksþingsins. Varaformaður verður svo kjörinn á seinasta degi þingsins. Lögum flokksins var breytt á síðasta landsfundi í nóvember 2003 og því er það ekki lengur svo að formaður og varaformaður séu kjörin fyrir upphaf þingsins í póstkosningu. Verður mjög fróðlegt að fylgjast með pólitíska andrúmsloftinu innan stjórnarandstöðunnar næstu vikurnar, bæði innan þings og utan, enda líklegt að harðvítug barátta um formannsembætti stærsta stjórnarandstöðuflokksins setji stóran svip á alla stjórnmálaumræðu þess tíma og yfirskyggja flest annað á meðan.

Húmorinn
CBS says that after Dan Rather steps down as CBS News anchor, they may replace him with three anchors -- one to read the news and two to check the facts.

Did you see the Clintons sitting smiling at the inauguration? Bill was sitting there wishing it was 1996 and Hillary was sitting there wishing it was 2008.

There were a total of ten balls last night and President Bush went to all ten. He even went to the Texas Air National Guard ball but no one recalls seeing him there.

If you watched it is was a very emotional moment. Laura Bush she had tears in her eyes. Barbara Bush -- his mother -- had tears in her eyes. John Kerry had tears in his eyes.

Did you see Rehnquist when he arrived? He was hunched over, wearing a black beret and a big oversized robe. In fact, Bill Clinton saw him from the back and said, 'Monica?'
Jay Leno

You know what? The inauguration was a huge success. President Bush raised 40 million dollars.

Security was tight in Washington, D.C at the inauguration. The Bush twins were stopped by margarita sniffing dogs.

You folks see the inauguration ceremony last night? George W. Bush sworn in as president? I'll tell you it is starting to look really bad for John Kerry. But it was nice to see a president put a hand on the Bible instead of an intern.

Today was President Bush's inauguration. What a great symbol for our republic, the inauguration. Everyone had a good time. Senator Ted Kennedy was in a good mood, he had a few too many cocktails and was writing his name in the snow.

All kinds of dignitaries from around the world were at the event or called President Bush. Prince Harry of England could not make it. He's busy at his mountain top bunker in Bavaria.
David Letterman

Listi yfir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2005

Áhugavert efni
Spennandi kapphlaup um Óskarinn
Um valdhafana - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Glæpir í Guantanamo - pistill Sindra Guðjónssonar
Besservisserar í Brussel - pistill Þorsteins Magnússonar
Þegar Trölli stal jólunum - pistill Jóns Hákons Halldórssonar

Saga dagsins
1943 Kvikmyndin Á hverfanda hveli (Gone with the Wind) frumsýnd í Gamla bíói - sýnd tvisvar á dag í nær heilan mánuð, sem þá þótti mikið. Ein vinsælasta kvikmynd sögunnar og hlaut 8 óskarsverðlaun
1947 Mafíuleiðtoginn Al Capone lést, 48 ára að aldri - var einn frægasti glæpahöfðingi Bandaríkjanna á bannárunum og drottnaði yfir sprúttsölunni í New York. Capone var handtekinn vegna skattsvika 1931 og sat í hinu alræmda Alcatraz-fangelsi. Sleppt úr fangelsi 1939 og var lítt áberandi eftir það
1952 Sveinn Björnsson forseti Íslands, lést á Landsspítalanum, sjötugur að aldri. Þegar lýðveldi var stofnað á Þingvöllum, 17. júní 1944, var Sveinn kjörinn fyrsti forseti Íslands á Alþingi og var tvívegis sjálfkjörinn, 1945 og 1949. Sveinn var eini ríkisstjóri Íslands 1941-1944 og sendiherra 1926-1941
1980 Kvikmyndin Land og synir var frumsýnd bæði í Reykjavík og á Dalvík. Ágúst Guðmundsson gerði hana eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar - markaði upphaf íslenska kvikmyndavorsins
1990 Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í fyrsta skipti - Stefán Hörður Grímsson skáld, hlaut þau fyrstur fyrir ljóðabók sína, Yfir heiðan morgun. Fyrsta ljóðabók Stefáns Harðar, Glugginn snýr í norður, kom út 1946. 5 árum síðar sendi hann frá sér ljóðabókina Svartálfadans. 19 ár liðu fram að næstu ljóðabók hans, Hliðin á sléttunni, árið 1970. 11 árum síðar, 1981, kom bókin Farvegir út. Árið 1987 sendi Stefán síðan frá sér ljóðabókina Tengsl og var hún t.d. tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989. Yfir heiðan morgun varð seinasta ljóðabók hans. Stefán Hörður lést árið 2002

Snjallyrðið
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveitablíðu.

Brosir laut og leiti,
ljómar fjall og hjalli.
Lækur vætu veitir,
vökvast bakka halli.
Geislar sumarsólar
silungsána gylla
þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla.
Hannes Hafstein skáld og ráðherra (1861-1922) (Hraun í Öxnadal)


Næstu daga verð ég á Austurlandi. Mun ég nota tækifærið þar og fara á fund í fundaröð flokksins á Neskaupstað á morgun og sinna ýmsu öðru, t.d. heimsækja ættingja og vini fyrir austan. Vefurinn verður næst uppfærður er ég kem heim seinna í vikunni. Þeir sem þurfa að ná sambandi við mig á meðan ég verð fyrir austan geta hringt í símanúmer mitt, 847-8492.

með kveðju, SFS