Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

07 febrúar 2006

Stefán Friðrik

Fjórir dagar eru nú í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Utankjörfundarkosning hefur staðið seinustu daga og lýkur á fimmtudag. Þeir sem vilja kjósa eiga að fara í Kaupang við Mýrarveg milli kl. 13:00 og 18:00 og í Valhöll við Háaleitisbraut á milli kl. 9:00 og 17:00. Ég vil á lokasprettinum þakka fyrir góðar og hlýjar kveðjur frá þeim fjölmörgu flokksmönnum sem ég hef rætt við seinustu daga. Ég met mikils góð orð öflugra stuðningsmanna - fólks sem ætlar að styðja mig í þessu prófkjöri og ennfremur met ég mikils stuðning ættingja minna - sá stuðningur er mér ómetanlegur. Allt þetta met ég mikils núna á lokasprettinum. Fyrst og fremst vona ég að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri verði sigurvegari prófkjörsins á laugardag - útkoman verði sterkur og góður framboðslisti sjálfstæðismanna í kosningunum í maí.


Í dag tilkynnti Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi, um framboð sitt í bæjarstjórnarkosningunum í maí. Stefnir hann að því að leiða áfram L-listann, Lista fólksins, í þeim kosningum. Oddur Helgi telst vissulega nokkur kraftaverkamaður í pólitík. Honum átti að bola burt fyrir kosningarnar 1998 úr bæjarfulltrúahópi Framsóknarflokksins, þar sem hann hafði tekið sæti sem aðalmaður árið 1997. Hann lét ekki bjóða sér varamannssæti á ný og fór í sérframboð og komst inn, þvert á margar spár. Fyrir síðustu kosningar bætti hann verulega við sig fylgi og fór inn við annan mann á lista, Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur. Oddur Helgi og Marsibil Fjóla hafa verið lítt áberandi á kjörtímabilinu og ekki mikið við að taka afstöðu til mikilvægra mála. Er oft erfitt að sjá hvar þau standa í málum og því verið minna áberandi, en önnur minnihlutaöfl - alltsvo Samfylkingin áður en hún hvarf í bæjarstjórn um jólin þegar að bæjarfulltrúi þeirra fór í annan flokk.

Oddur kynnti framboðið í dag á blaðamannafundi í fyrirtæki sínu, Blikkrás, og greinilega til í slaginn sem framundan er. Ef marka má yfirlýsingu Odds Helga og Lista fólksins í dag um framboð stefnir L-listinn á að bæta við sig manni í bæjarstjórn. Þau eru því að leggja mörkin við að ná inn þriðja bæjarfulltrúanum. Þess sáust merki í grein í Vikudegi í síðasta mánuði að Oddur Helgi væri kominn í gírinn er hann réðst að bæjarstjóranum með áberandi hætti. En já Oddur virðist vera kominn af stað á fullu. Ætlar L-listafólk að kynna framboðslista sinn fyrir komandi kosningar þann 18. mars - rúmum tveim mánuðum fyrir kosningar. Ef marka má orð Odds Helga í dag kom aldrei til greina í hans huga að fara aftur yfir í Framsóknarflokkinn, þrátt fyrir væntanleg leiðtogaskipti þar. Verður fróðlegt að sjá hvort að Oddur heldur fylginu sínu.


Það er orðið langt síðan að ég hef farið í bíó. Ætla mér að líta þangað í kvöld og sjá Munich - nýjustu kvikmynd Steven Spielberg. Lýsir hún því ástandi sem varð á Ólympíuleikunum í München árið 1972 sem leiddi til harmleiks. Myndin hefur fengið góða dóma og ég hlakka til að sjá hana.

stebbifr@simnet.is