Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

29 maí 2006

Umfjöllun um úrslit kosninganna

Úrslitin á Akureyri

Í ítarlegum pistli á vef SUS fjalla ég um úrslit sveitarstjórnarkosninganna 2006 um allt land með ítarlegum hætti. Víða var mikil spenna á kosninganótt með stöðu mála og á nokkrum stöðum þurfti að vaka lengi eftir að línur skýrðust á meðan að á öðrum stöðum urðu línur strax nokkuð ljósar eða afgerandi með fyrstu tölum. Merkileg úrslit komu upp á fjölda staða og víða féllu meirihlutar og tekur nú við vinna við að mynda nýja meirihluta áður en að nýjar sveitarstjórnir taka formlega við þann 11. júní nk. er umboð fráfarandi sveitarstjórna rennur formlega út. Bendi ég lesendum á þennan pistil minn.