Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

04 maí 2006

Velheppnaður pizzufundur ungliða í Kaupangi

XD ÁFRAM!

Í hádeginu í dag var haldinn á kosningaskrifstofunni okkar vel heppnaður pizzufundur fyrir ungliða. Þar mættu vel á annað hundrað ungliðar úr MA og þáðu pizzu og gos. Vorum við ungliðar í stjórn á fullu við að þjóna nemendunum í MA og halda utan um þetta allt saman. Var ég á fullu í gosdeildinni. Spjallaði ég við marga ungliða og fórum við yfir málið. Við Steingrímur Páll, ungliði frá Vopnafirði í MA, settumst svo niður eftir mesta hasarinn í pizzudeildinni og ræddum fram og til baka um stjórnmál. Var það mjög gott spjall og gaman að kynnast öflugum ungum manni með mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Flutti Kristján Þór ræðu við þetta tilefni og kynnti áherslur flokksins fyrir þessar kosningar. Það var góð stemmning semsagt hjá okkur í dag í Kaupangi. Vil þakka öllum sem komu fyrir skemmtilega stund saman.

23 dagar til kosninga og kosningabaráttan er algjörlega komin á fullt og kosningavinna frá morgni til kvölds. Mjög gaman. :)