UT 2003 á Akureyri
Í dag, kl. 13:00 hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri, UT2003, ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi og mun hún einnig standa á morgun. 600 þátttakendur eru skráðir á ráðstefnuna. Þetta er í fimmta sinn sem UT ráðstefna er haldin og segja aðstandendur ráðstefnunnar að þátttökufjöldi sé umfram væntingar. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, flutti við setningu ráðstefnunnar ítarlegt og fræðandi ávarp. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að miðla af reynslu undanfarinna ára með skírskotun til framtíðarinnar. Menntun stendur nú á þeim tímamótun að gera þarf markvissar framtíðaráætlanir um víðtæka notkun upplýsingatækni í námi. Í fyrra sóttu um 1.300 manns UT ráðstefnuna en það var metþátttaka. Þar sem ráðstefnan er að þessu sinni haldin á landsbyggðinni í fyrsta sinn var búist við um 500 þátttakendum en um 5-900 manns hafa jafnan sótt UT ráðstefnunar. Þátttakan er því mjög góð miðað við að ráðstefnan er haldin á landsbyggðinni. Það er menntamálaráðuneytið sem hefur staðið fyrir UT ráðstefnunum en tilgangur þeirra er að vera vettvangur fyrir skólastjórnendur, kennara og aðra áhugasama til að finna nýjar lausnir, leysa vandamál og miðla nýjungum í upplýsingatækni í skólastarfi. Á ráðstefnunni verða ítarlegir fyrirlestrar, málstofur og sýnistofur. Á sýningarsvæði ráðstefnunnar eru kynntar nýjungar innan upplýsingatækni í skólastarfi og er það opið á meðan á ráðstefnunni stendur. Ég kíkti á ráðstefnuna í dag og var mjög fróðlegt að kynna sér umræðurnar og allt sem stendur til boða. Sérstaklega er ánægjulegt að ráðstefnan sé haldin í skólabænum Akureyri.
Í dag, kl. 13:00 hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri, UT2003, ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi og mun hún einnig standa á morgun. 600 þátttakendur eru skráðir á ráðstefnuna. Þetta er í fimmta sinn sem UT ráðstefna er haldin og segja aðstandendur ráðstefnunnar að þátttökufjöldi sé umfram væntingar. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, flutti við setningu ráðstefnunnar ítarlegt og fræðandi ávarp. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að miðla af reynslu undanfarinna ára með skírskotun til framtíðarinnar. Menntun stendur nú á þeim tímamótun að gera þarf markvissar framtíðaráætlanir um víðtæka notkun upplýsingatækni í námi. Í fyrra sóttu um 1.300 manns UT ráðstefnuna en það var metþátttaka. Þar sem ráðstefnan er að þessu sinni haldin á landsbyggðinni í fyrsta sinn var búist við um 500 þátttakendum en um 5-900 manns hafa jafnan sótt UT ráðstefnunar. Þátttakan er því mjög góð miðað við að ráðstefnan er haldin á landsbyggðinni. Það er menntamálaráðuneytið sem hefur staðið fyrir UT ráðstefnunum en tilgangur þeirra er að vera vettvangur fyrir skólastjórnendur, kennara og aðra áhugasama til að finna nýjar lausnir, leysa vandamál og miðla nýjungum í upplýsingatækni í skólastarfi. Á ráðstefnunni verða ítarlegir fyrirlestrar, málstofur og sýnistofur. Á sýningarsvæði ráðstefnunnar eru kynntar nýjungar innan upplýsingatækni í skólastarfi og er það opið á meðan á ráðstefnunni stendur. Ég kíkti á ráðstefnuna í dag og var mjög fróðlegt að kynna sér umræðurnar og allt sem stendur til boða. Sérstaklega er ánægjulegt að ráðstefnan sé haldin í skólabænum Akureyri.
<< Heim