Sjálfstæðisvefurinn - vettvangur hægrimanna
Fyrir rúmlega hálfum mánuði opnaði nýr vefur á Netinu. Sjálfstæðisvefurinn er umræðuvettvangur hægrimanna og ætlað að vera miðstöð skoðanaskipta fyrir sjálfstæðismenn þar sem þeir tjá sig um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Síðan skiptist í tvo hluta. Annarsvegar pistlaskrif þar sem hægrimenn tjá skoðanir sínar og umræða um það sem hæst ber. Ritstjóri vefsins og forsvarsmaður hans er Árni Gunnarsson, en hann er nemi við Háskólann í Reykjavík og félagi í ungliðahreyfingunni í Garðabæ. Þetta framtak hans er mjög ánægjulegt og hann á mikið hrós skilið fyrir. Það vantaði tilfinnanlega slíkan vef og nú er hann kominn til sögunnar. Þar sem ég hef verið duglegur við að skrifa um stjórnmál, eins og allir sjá sem eitthvað hafa fylgst með vefsíðunum mínum vil ég leggja mitt af mörkum til þessa vefs og tel tilvalið að þar birtist allir pistlar mínir sem birtast á vefsíðum tengdum flokknum. Hvet ég alla félaga mína til að gera slíkt hið sama. Það er mikilvægt að þarna verði nóg af pistlum og fjörugar umræður. Það er mikilvægt að vefur Árna vaxi og blómstri nú þegar styttist til mikilvægra kosninga, þar sem kosið verður um hvort stöðugleiki ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum fái að dafna eða hvort óábyrgir vinstrimenn fái að vaða uppi og fórna þeim árangri sem náðst hefur seinustu 12 árin. Í þessum slag verður Sjálfstæðisvefurinn mikilvægur og nauðsynlegt að hann verði öflugur og sjálfstæðismenn skiptist á skoðunum og tjái skoðanir sínar í pistlum.
Fyrir rúmlega hálfum mánuði opnaði nýr vefur á Netinu. Sjálfstæðisvefurinn er umræðuvettvangur hægrimanna og ætlað að vera miðstöð skoðanaskipta fyrir sjálfstæðismenn þar sem þeir tjá sig um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Síðan skiptist í tvo hluta. Annarsvegar pistlaskrif þar sem hægrimenn tjá skoðanir sínar og umræða um það sem hæst ber. Ritstjóri vefsins og forsvarsmaður hans er Árni Gunnarsson, en hann er nemi við Háskólann í Reykjavík og félagi í ungliðahreyfingunni í Garðabæ. Þetta framtak hans er mjög ánægjulegt og hann á mikið hrós skilið fyrir. Það vantaði tilfinnanlega slíkan vef og nú er hann kominn til sögunnar. Þar sem ég hef verið duglegur við að skrifa um stjórnmál, eins og allir sjá sem eitthvað hafa fylgst með vefsíðunum mínum vil ég leggja mitt af mörkum til þessa vefs og tel tilvalið að þar birtist allir pistlar mínir sem birtast á vefsíðum tengdum flokknum. Hvet ég alla félaga mína til að gera slíkt hið sama. Það er mikilvægt að þarna verði nóg af pistlum og fjörugar umræður. Það er mikilvægt að vefur Árna vaxi og blómstri nú þegar styttist til mikilvægra kosninga, þar sem kosið verður um hvort stöðugleiki ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum fái að dafna eða hvort óábyrgir vinstrimenn fái að vaða uppi og fórna þeim árangri sem náðst hefur seinustu 12 árin. Í þessum slag verður Sjálfstæðisvefurinn mikilvægur og nauðsynlegt að hann verði öflugur og sjálfstæðismenn skiptist á skoðunum og tjái skoðanir sínar í pistlum.
<< Heim