Heitast í umræðunni
Umdeilt frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á lax- og silungslögum sem heimila innflutning á lifandi laxfiskum var samþykkt á Alþingi í gær. 30 alþingismenn greiddu atkvæði með því en 25 voru á móti. Meirihluti landbúnaðarnefndar gerði alls 9 breytingartillögur við frumvarpið og voru 2 þeirra samþykktar við atkvæðagreiðslu. Deilt var hart á þingi um frumvarpið og efni þess allt til síðustu stundar. Einkum var rætt um bráðabirgðalögin sem sett voru í sumar og töldu stjórnarandstæðingar það vera vafasamt verk. Vildu þingmenn Samfylkingarinnar fá álit forseta Alþingis á aðdraganda þess máls.
Utanríkisráðuneytið eyddi 5,5 miljarði króna í fyrra. Um er að ræða gríðarlega útgjaldaaukningu á skömmum tíma, 170%
miðað við árið 1996 vísitala neysluverðs hækkaði um 26% á sama tíma. Námu útgjöld ráðuneytisins 2 milljörðum króna. Í ríkisreikningi kemur fram að útgjöldin jukust jafnt og þétt á þessu árabili þótt reikningsskilum væri breytt. Stafar útgjalda aukningin að einhverju leyti af því að sendiherrum og sendiráðum Íslands, hefur verið fjölgað. Stofnkostnaður við sendiráð Íslands í Japan var t.d. 700 miljónir króna, árlegur rekstarkostnaður þessa eina sendiráðs er 100 miljónir króna. Þrátt fyrir þetta hafa viðskipti við Japan minnkað. Er að vinna að grein um þetta mál, þetta er sjokkerandi.
Kostnaður ríkisins vegna starfsloka tveggja forstjóra Byggðastofnunar á árunum 2001 og 2002 nam tæpum 70 miljónum króna. Samkvæmt samningi sem forveri forstjórans hjá Byggðastofnun gerði fær hann 90% af fullum launum í lífeyri fyrir 15 ára starf. Þetta bruðl er með ólíkindum. Á þessu verður að taka. Stóralvarlegt mál! Byggðastofnun á að leggja niður og stokka allt upp þessu tengt.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu athyglisverð grein eftir Kristinn Má. Er þetta grein í greinaflokki hans um vinstrivillur á landsfundum. Þegar hafa birst nokkrir pistlar um þetta og nú er komið að menningarmálunum. Nú bendir hann á þau tilvik í menningarmálaályktun flokksins þar sem forsjárhyggjan tók völdin og sjónarhorni frjálshyggjunnar varpað fyrir róða. Eins og sjá má á vef Heimdallar er mikið líf í starfinu þar. Nýlega var þingmannaspjall með Sigurði Kára og var þar mikið fjölmenni. Framundan í þessari viku er þingmannaspjall með Birgi Ármannssyni, vísindaferð með borgarstjórnarflokknum og gleðskapur á laugardagskvöld á Hverfisbarnum. Líf og fjör!
Undarleg skrif
Í gær vakti athygli mína grein Svövu Bjarkar Hákonardóttur um eftirmála aðalfundar Heimdallar. Þar ræðst hún að stjórn SUS vegna ályktunar um Heimdallarmál. Tel ég mikilvægt að tjá mig um þessi fáránlegu skrif Svövu sem lykta af sama meiði og annað blaður sem frá Deiglufólki kemur vegna þessa. Ég sat stjórnarfundinn þar sem þetta var samþykkt og fann engan klíkuanda þar. Almenn samstaða var um þessa ályktun, þar sem verið var að mótmæla afskiptum fulltrúaráðs flokksins í borginni á málefnum SUS-félags og þarmeð farið á okkar verksvið. Auðvitað var því mótmælt og hefði verið ef eitthvað annað félag ungliða hefði staðið í sömu sporum. Mér finnst leitt að lesa svona skrif, enda lykta þau af illmennsku og lágkúru og það er leitt að fólk nenni að standa í slíku. Svona nokkuð skemmtir aðeins skrattanum.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi voru nýir ritstjórar DV, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, gestir Jóhönnu og Þórhalls. Þar ræddu þeir um framtíð blaðsins undir þeirra stjórn. Athygli mína vakti að Illugi vildi helst ekkert segja en Mikael var öllu djarfari. Hugsaði með mér að þarna væru komnir fréttamannsstjórnandinn varkári og skandalamaðurinn sem ætti svo að stjórna Séð og heyrt hlið blaðsins. Líst ekki á þetta form að blaði sem þetta á að vera, einskonar Séð og heyrt á hverjum degi. Í Kastljósinu var Steingrímur J. gestur Svansíar og Sigmars. Umræðuefnið var landsfundur VG og stefna flokksins að því loknu. Kjaftaði þarna hver tuska á formanninum sem sagði sig vera formann eina vinstriflokksins hérlendis hvorki meira né minna.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á vef Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þar eru fréttir úr starfi ungliða og upplýsingar um SUS og fleira athyglisvert er þar að finna.
Snjallyrði dagsins
Það er ekki hægt að segja að bók sé siðleg eða ósiðleg. Bækur eru vel eða illa skrifaðar. Það er allt og sumt.
Oscar Wilde rithöfundur
Umdeilt frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á lax- og silungslögum sem heimila innflutning á lifandi laxfiskum var samþykkt á Alþingi í gær. 30 alþingismenn greiddu atkvæði með því en 25 voru á móti. Meirihluti landbúnaðarnefndar gerði alls 9 breytingartillögur við frumvarpið og voru 2 þeirra samþykktar við atkvæðagreiðslu. Deilt var hart á þingi um frumvarpið og efni þess allt til síðustu stundar. Einkum var rætt um bráðabirgðalögin sem sett voru í sumar og töldu stjórnarandstæðingar það vera vafasamt verk. Vildu þingmenn Samfylkingarinnar fá álit forseta Alþingis á aðdraganda þess máls.
Utanríkisráðuneytið eyddi 5,5 miljarði króna í fyrra. Um er að ræða gríðarlega útgjaldaaukningu á skömmum tíma, 170%
miðað við árið 1996 vísitala neysluverðs hækkaði um 26% á sama tíma. Námu útgjöld ráðuneytisins 2 milljörðum króna. Í ríkisreikningi kemur fram að útgjöldin jukust jafnt og þétt á þessu árabili þótt reikningsskilum væri breytt. Stafar útgjalda aukningin að einhverju leyti af því að sendiherrum og sendiráðum Íslands, hefur verið fjölgað. Stofnkostnaður við sendiráð Íslands í Japan var t.d. 700 miljónir króna, árlegur rekstarkostnaður þessa eina sendiráðs er 100 miljónir króna. Þrátt fyrir þetta hafa viðskipti við Japan minnkað. Er að vinna að grein um þetta mál, þetta er sjokkerandi.
Kostnaður ríkisins vegna starfsloka tveggja forstjóra Byggðastofnunar á árunum 2001 og 2002 nam tæpum 70 miljónum króna. Samkvæmt samningi sem forveri forstjórans hjá Byggðastofnun gerði fær hann 90% af fullum launum í lífeyri fyrir 15 ára starf. Þetta bruðl er með ólíkindum. Á þessu verður að taka. Stóralvarlegt mál! Byggðastofnun á að leggja niður og stokka allt upp þessu tengt.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu athyglisverð grein eftir Kristinn Má. Er þetta grein í greinaflokki hans um vinstrivillur á landsfundum. Þegar hafa birst nokkrir pistlar um þetta og nú er komið að menningarmálunum. Nú bendir hann á þau tilvik í menningarmálaályktun flokksins þar sem forsjárhyggjan tók völdin og sjónarhorni frjálshyggjunnar varpað fyrir róða. Eins og sjá má á vef Heimdallar er mikið líf í starfinu þar. Nýlega var þingmannaspjall með Sigurði Kára og var þar mikið fjölmenni. Framundan í þessari viku er þingmannaspjall með Birgi Ármannssyni, vísindaferð með borgarstjórnarflokknum og gleðskapur á laugardagskvöld á Hverfisbarnum. Líf og fjör!
Undarleg skrif
Í gær vakti athygli mína grein Svövu Bjarkar Hákonardóttur um eftirmála aðalfundar Heimdallar. Þar ræðst hún að stjórn SUS vegna ályktunar um Heimdallarmál. Tel ég mikilvægt að tjá mig um þessi fáránlegu skrif Svövu sem lykta af sama meiði og annað blaður sem frá Deiglufólki kemur vegna þessa. Ég sat stjórnarfundinn þar sem þetta var samþykkt og fann engan klíkuanda þar. Almenn samstaða var um þessa ályktun, þar sem verið var að mótmæla afskiptum fulltrúaráðs flokksins í borginni á málefnum SUS-félags og þarmeð farið á okkar verksvið. Auðvitað var því mótmælt og hefði verið ef eitthvað annað félag ungliða hefði staðið í sömu sporum. Mér finnst leitt að lesa svona skrif, enda lykta þau af illmennsku og lágkúru og það er leitt að fólk nenni að standa í slíku. Svona nokkuð skemmtir aðeins skrattanum.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi voru nýir ritstjórar DV, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, gestir Jóhönnu og Þórhalls. Þar ræddu þeir um framtíð blaðsins undir þeirra stjórn. Athygli mína vakti að Illugi vildi helst ekkert segja en Mikael var öllu djarfari. Hugsaði með mér að þarna væru komnir fréttamannsstjórnandinn varkári og skandalamaðurinn sem ætti svo að stjórna Séð og heyrt hlið blaðsins. Líst ekki á þetta form að blaði sem þetta á að vera, einskonar Séð og heyrt á hverjum degi. Í Kastljósinu var Steingrímur J. gestur Svansíar og Sigmars. Umræðuefnið var landsfundur VG og stefna flokksins að því loknu. Kjaftaði þarna hver tuska á formanninum sem sagði sig vera formann eina vinstriflokksins hérlendis hvorki meira né minna.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á vef Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þar eru fréttir úr starfi ungliða og upplýsingar um SUS og fleira athyglisvert er þar að finna.
Snjallyrði dagsins
Það er ekki hægt að segja að bók sé siðleg eða ósiðleg. Bækur eru vel eða illa skrifaðar. Það er allt og sumt.
Oscar Wilde rithöfundur
<< Heim