Heitast í umræðunni - pistill Björns
8 mánuðir eru nú liðnir frá því að Saddam Hussein hrökklaðist frá völdum í Írak, í kjölfar innrásar herja Bandamanna í landið. Veldi hans og Baath-flokksins féll eins og dómínó á nokkrum vikum. Hermenn hans vildu ekki fórna sér fyrir deyjandi einræðisstjórn og stjórn Saddams féll 9. apríl 2003. Við það urðu mikil þáttaskil, 24 ára alræðisstjórn eins manns lauk með táknrænum hætti. Enn táknrænni er þó eflaust dagurinn í dag, 14. desember, þegar tilkynnt var að forsetinn fyrrverandi hefði verið handsamaður eftir 8 mánuði á flótta á milli staða eins og rotta. Fregnir af handtöku Saddams Husseins binda enda á óvissuna sem ríkti um afdrif hans. Seinnipart sumars voru synir hans, Uday og Qusay vegnir í árás að þeim. Forsetinn fyrrverandi var því eina ógnin í veginum fyrir því að tímabili hans lyki endanlega. Almenningi í Írak ætti nú að vera endanlega ljóst að tími Saddams er liðinn og kemur ekki aftur. Það voru í senn bæði miklar og ánægjulegar fréttir að heyra af handtöku Saddams. Heimsbyggðin hafði lengi beðið eftir þessum táknrænu endalokum í málinu. Nú verður forsetinn fyrrverandi færður fyrir dóm og réttað yfir honum vegna verka stjórnar hans, þau 24 ár sem hann var forseti Íraks. Framundan eru nýir tímar í Írak. Mikilvægt er að haldið verði í vegferð til frjáls Íraks og horft fram á veginn. Mikilvægt er að þessum kafla sé lokið. Annar kafli getur þarmeð hafist, án þess að Saddam Hussein sé persóna í þeim kafla.
Í pistli sínum fjallar Björn Bjarnason um eftirlaunafrumvarpið sem hefur verið mál vikunnar í umræðunni hérlendis. Orðrétt segir hann: "Þegar ég heyrði fyrst um frumvarp þetta rætt nú í vikunni, var það kynnt á þann veg, að um samkomulagsmál væri að ræða milli formanna stjórnmálaflokkanna og forsenda þess, að frumvarpið yrði lagt fram, væri stuðningur við það í öllum þingflokkum, eins og venja er, þegar lögð eru fram mál af þessum toga. Jafnframt var mér skýrt frá því, að lengi hefði verið um það rætt af hálfu forráðamanna stjórnarandstöðunnar, að stöðu þeirra ætti að viðurkenna með launabundinni umbun." Ennfremur segir hann: "Hófst nú dapurlegur kafli í stuttri stjórnmálasögu Samfylkingarinnar. Þingmenn annarra flokka kynntust upplausnaranda innan flokksins óbeint í þinghúsinu að kvöldi fimmtudagsins 11. desember, þegar samfylkingarþingmenn voru kallaðir á teppið hjá verkalýðsforingjum auk þess sem Ingibjörg Sólrún lét að sér kveða í þinghúsinu í samtölum við einstaka þingmenn. Ég var ekki í þinghúsinu þetta kvöld en fékk af því fréttir, að með ólíkindum hefði verið að sjá fátið á samfylkingarliðinu og enn hafi þar birst klofningurinn á milli þeirra í þingflokknum," og að lokum "Traust er forsenda þess, að samstarf takist milli manna í stjórnmálum eins og á öðrum vettvangi. Í þessu máli sannaðist enn, að stjórnarandstöðunni er ekki unnt að treysta. Samfylkingin er rótlaust rekald og þar að auki klofinn milli tveggja fylkinga – hún er ekki samstarfshæf, féll á fyrsta prófinu að kosningum loknum og má enn þakka fyrir, að hún komst ekki í ríkisstjórn með svo fúna innviði."
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um handtöku Saddams Husseins, sem náðist í dag eftir 8 mánaða leit að honum í kjölfar þess að honum og ógnarstjórn hans var steypt af stóli. Framundan er uppbygging í Írak án þess að skuggi hins fallna einræðisherra sé yfir landinu, verður hann dreginn fyrir dóm til að svara til saka fyrir verk sín. Ennfremur fjalla ég um umdeilt eftirlaunafrumvarp á þingi sem hart hefur verið tekist á um innan þings og jafnframt í samfélaginu og tek fyrir atburðarás málsins. Að lokum fjalla ég meira um eitt mála seinasta pistils, línuívilnun og viðbrögð sjómanna og útvegsmanna við frumvarpi um það og ennfremur áskorun þriggja bæjarstjóra til þingmanna Norðausturkjördæmis, þess efnis að styðja ekki frumvarpið. Tek ég heilshugar undir þá áskorun í pistlinum og vona að þingmenn kjördæmisins styðji ekki þetta frumvarp.
Dægurmálaspjallið
Fjörug dægurmálaumræða var í Silfri Egils hjá Agli Helgasyni í gær. Var rætt að mestu um eftirlaunafrumvarpið og farið yfir málið frá ýmsum hliðum. Gestir Egils í fyrsta hlutanum voru Svanfríður Jónasdóttir fyrrv. alþingismaður, Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Hlynur Hallsson varaþingmaður, sem þessa dagana situr á þingi. Var mesta rimman milli Svanfríðar og Björns, en mikið gekk á og meðan mest var um að vera töluðu öll fjögur í einu. Skoðanir voru eins og gefur að skilja skiptar á milli þeirra og engin samstaða í áherslum þeirra og sýn á þetta mikla hitamál. Í næsta hluta kom Jón Magnússon lögmaður, inn í spjallið og að lokum þeir Andrés Magnússon blaðamaður, og Sigurjón Magnús Egilsson fréttastjóri Fréttablaðsins. Semsagt mikill átakaþáttur og skipst hressilega á skoðunum, eins og við var að búast.
Vefur dagsins
Leit um daginn á vef sænska hægriflokksins, Moderata. Þar eru fréttir af starfi flokksins, ennfremur farið yfir stefnu hans og sögu. Nýlega tók nýr leiðtogi Fredrik Reinfeldt, við forystu í flokknum. Bendi því í dag á vef sænskra hægrimanna.
Snjallyrði dagsins
Það eru ekki allt vinir sem í eyrun hlæja.
Máltæki
8 mánuðir eru nú liðnir frá því að Saddam Hussein hrökklaðist frá völdum í Írak, í kjölfar innrásar herja Bandamanna í landið. Veldi hans og Baath-flokksins féll eins og dómínó á nokkrum vikum. Hermenn hans vildu ekki fórna sér fyrir deyjandi einræðisstjórn og stjórn Saddams féll 9. apríl 2003. Við það urðu mikil þáttaskil, 24 ára alræðisstjórn eins manns lauk með táknrænum hætti. Enn táknrænni er þó eflaust dagurinn í dag, 14. desember, þegar tilkynnt var að forsetinn fyrrverandi hefði verið handsamaður eftir 8 mánuði á flótta á milli staða eins og rotta. Fregnir af handtöku Saddams Husseins binda enda á óvissuna sem ríkti um afdrif hans. Seinnipart sumars voru synir hans, Uday og Qusay vegnir í árás að þeim. Forsetinn fyrrverandi var því eina ógnin í veginum fyrir því að tímabili hans lyki endanlega. Almenningi í Írak ætti nú að vera endanlega ljóst að tími Saddams er liðinn og kemur ekki aftur. Það voru í senn bæði miklar og ánægjulegar fréttir að heyra af handtöku Saddams. Heimsbyggðin hafði lengi beðið eftir þessum táknrænu endalokum í málinu. Nú verður forsetinn fyrrverandi færður fyrir dóm og réttað yfir honum vegna verka stjórnar hans, þau 24 ár sem hann var forseti Íraks. Framundan eru nýir tímar í Írak. Mikilvægt er að haldið verði í vegferð til frjáls Íraks og horft fram á veginn. Mikilvægt er að þessum kafla sé lokið. Annar kafli getur þarmeð hafist, án þess að Saddam Hussein sé persóna í þeim kafla.
Í pistli sínum fjallar Björn Bjarnason um eftirlaunafrumvarpið sem hefur verið mál vikunnar í umræðunni hérlendis. Orðrétt segir hann: "Þegar ég heyrði fyrst um frumvarp þetta rætt nú í vikunni, var það kynnt á þann veg, að um samkomulagsmál væri að ræða milli formanna stjórnmálaflokkanna og forsenda þess, að frumvarpið yrði lagt fram, væri stuðningur við það í öllum þingflokkum, eins og venja er, þegar lögð eru fram mál af þessum toga. Jafnframt var mér skýrt frá því, að lengi hefði verið um það rætt af hálfu forráðamanna stjórnarandstöðunnar, að stöðu þeirra ætti að viðurkenna með launabundinni umbun." Ennfremur segir hann: "Hófst nú dapurlegur kafli í stuttri stjórnmálasögu Samfylkingarinnar. Þingmenn annarra flokka kynntust upplausnaranda innan flokksins óbeint í þinghúsinu að kvöldi fimmtudagsins 11. desember, þegar samfylkingarþingmenn voru kallaðir á teppið hjá verkalýðsforingjum auk þess sem Ingibjörg Sólrún lét að sér kveða í þinghúsinu í samtölum við einstaka þingmenn. Ég var ekki í þinghúsinu þetta kvöld en fékk af því fréttir, að með ólíkindum hefði verið að sjá fátið á samfylkingarliðinu og enn hafi þar birst klofningurinn á milli þeirra í þingflokknum," og að lokum "Traust er forsenda þess, að samstarf takist milli manna í stjórnmálum eins og á öðrum vettvangi. Í þessu máli sannaðist enn, að stjórnarandstöðunni er ekki unnt að treysta. Samfylkingin er rótlaust rekald og þar að auki klofinn milli tveggja fylkinga – hún er ekki samstarfshæf, féll á fyrsta prófinu að kosningum loknum og má enn þakka fyrir, að hún komst ekki í ríkisstjórn með svo fúna innviði."
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um handtöku Saddams Husseins, sem náðist í dag eftir 8 mánaða leit að honum í kjölfar þess að honum og ógnarstjórn hans var steypt af stóli. Framundan er uppbygging í Írak án þess að skuggi hins fallna einræðisherra sé yfir landinu, verður hann dreginn fyrir dóm til að svara til saka fyrir verk sín. Ennfremur fjalla ég um umdeilt eftirlaunafrumvarp á þingi sem hart hefur verið tekist á um innan þings og jafnframt í samfélaginu og tek fyrir atburðarás málsins. Að lokum fjalla ég meira um eitt mála seinasta pistils, línuívilnun og viðbrögð sjómanna og útvegsmanna við frumvarpi um það og ennfremur áskorun þriggja bæjarstjóra til þingmanna Norðausturkjördæmis, þess efnis að styðja ekki frumvarpið. Tek ég heilshugar undir þá áskorun í pistlinum og vona að þingmenn kjördæmisins styðji ekki þetta frumvarp.
Dægurmálaspjallið
Fjörug dægurmálaumræða var í Silfri Egils hjá Agli Helgasyni í gær. Var rætt að mestu um eftirlaunafrumvarpið og farið yfir málið frá ýmsum hliðum. Gestir Egils í fyrsta hlutanum voru Svanfríður Jónasdóttir fyrrv. alþingismaður, Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Hlynur Hallsson varaþingmaður, sem þessa dagana situr á þingi. Var mesta rimman milli Svanfríðar og Björns, en mikið gekk á og meðan mest var um að vera töluðu öll fjögur í einu. Skoðanir voru eins og gefur að skilja skiptar á milli þeirra og engin samstaða í áherslum þeirra og sýn á þetta mikla hitamál. Í næsta hluta kom Jón Magnússon lögmaður, inn í spjallið og að lokum þeir Andrés Magnússon blaðamaður, og Sigurjón Magnús Egilsson fréttastjóri Fréttablaðsins. Semsagt mikill átakaþáttur og skipst hressilega á skoðunum, eins og við var að búast.
Vefur dagsins
Leit um daginn á vef sænska hægriflokksins, Moderata. Þar eru fréttir af starfi flokksins, ennfremur farið yfir stefnu hans og sögu. Nýlega tók nýr leiðtogi Fredrik Reinfeldt, við forystu í flokknum. Bendi því í dag á vef sænskra hægrimanna.
Snjallyrði dagsins
Það eru ekki allt vinir sem í eyrun hlæja.
Máltæki
<< Heim