Heitast í umræðunni
Nýjar myndir af ofbeldi bandarískra hermanna gegn stríðsföngum í fangelsum í Írak, voru birtar í gær. Myndirnar eru mjög áþekkar þeim sem hafa birst, t.d. í fréttaskýringarþættinum 60 Minutes II. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, mun fyrst hafa vitað af pyntingum á stríðsföngum í seinustu viku er þátturinn var sýndur og skammaði hann Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, fyrir það hvernig hann hafi tekið á málinu. Rumsfeld hefur viðurkennt að hann hafi vitað ýmislegt sem hann hafi ekki upplýst forsetann um og var hann ávíttur vegna vinnubragða sinna af forsetanum. Ráðherrann mun koma fyrir hermálanefnd öldungadeildarinnar í dag þar sem hann verður yfirheyrður opinberlega í rúmlega tvær klukkustundir. Enginn vafi leikur á því að ráðherrann verði látinn axla alla ábyrgð á því og taka á þeim misbresti sem orðið hefur. Ýmsir forystumenn demókrata hafa krafist afsagnar hans, t.d. John Kerry forsetaframbjóðandi flokksins, sem sagði í fréttaviðtali í gær að Rumsfeld hefði átt að hætta fyrir löngu og að pyntingahneykslið bætti ekki úr skák. Þá hafa háttsettir demókratar sagt að Rumsfeld hafi reynt að koma í veg fyrir að fréttir af misnotkuninni lækju út og ætti að segja af sér vegna þess. Hvort hann muni víkja er þó alls óvíst, en mun sennilegast velta á framgöngu hans frammi fyrir þingnefndinni. Forsetinn baðst í gær afsökunar á meðferðinni á föngunum. Var það löngu tímabært og mjög brýnt nú að tekið verði á málinu og þeir sóttir til saka sem að þessu stóðu.
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fundaði í gærkvöld og fjallaði þar um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: "Stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar ekki vera rétt viðbrögð við þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum fjölmiðlamarkaði. SUS harmar þó ómálefnalega gagnrýni og gífuryrði stjórnarandstöðunnar vegna málsins. Á undanförnum árum hefur veruleg samþjöppun á eignarhaldi íslenskra fjölmiðla átt sér stað og er nú meirihluti íslenskra ljósvakamiðla rekinn af sama aðila, sem auk þess er með mjög mikla markaðshlutdeild í smásöluverslun. Þessi staða er um margt óheppileg. Ungir sjálfstæðismenn telja þó ekki rétt að setja lög sem takmarka rétt einstaklinga og lögaðila til þess að eiga og reka fjölmiðla. Þess í stað verði lögmál frjáls markaðar látin ríkja á fjölmiðlamarkaði. Þá telur SUS að líkur séu til þess að með tækniframförum á komandi árum muni kostnaður við að reka ljósvakamiðla lækka og auðvelda aðgengi nýrra aðila á markaðinn. Þá hvetur Samband ungra sjálfstæðismanna til þess að ríkið dragi sig úr rekstri fjölmiðla með það fyrir augum að efla samkeppni og bæta starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Í krafti afnotagjalda RÚV, hallareksturs og ásóknar í auglýsingatekjur eru rekstrarskilyrði einkarekinna fjölmiða á Íslandi skert verulega." Skoðanir mínar á þessu máli persónulega hafa vel komið fram, ég tel rétt að setja reglur á fjölmiðlamarkaði. Þó er mikilvægt að breytingar verði gerðar á þessu frumvarpi, svo er mikilvægt að ganga nær RÚV.
Fram kom í gær að A-hluti borgarsjóðs Reykjavíkur hafi verið rekinn með 1,21 milljarðs króna halla á síðasta ári en í fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið gert ráð fyrir 119 milljóna króna halla á rekstrinum. Er alveg með ólíkindum orðið að fylgjast með hvernig R-listinn stjórnar fjármálum borgarbúa. Þessi útkoma segir allt sem segja þarf um stöðu mála. Merkilegt er að borgarstjóri (sem hefur ekki verið kjörinn af borgarbúum til trúnaðarstarfa af hálfu borgarinnar) er sýndur í könnun með fylgi 84% landsmanna til að leiða borgarmálaframboð að tveim árum liðnum á sama tíma og allt stefnir í kaldakol. Er viðeigandi að benda á orð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar leiðtoga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær. Í ítarlegri ræðu sinni sagði hann orðrétt: "Það er öllum ljóst að R-listinn hefur lítil tök á fjármálum borgarinnar. Engar raunhæfar aðgerðir eru í gangi til að draga úr þeirri eyðsluþenslu sem hvarvetna blasir við, á sama tíma sem allar lykiltölur í reikningum borgarinnar sýna, svo ekki verður um villst, áframhaldandi verulega skuldasöfnun. Það eina raunverulega marktæka sem svokallaðar 3ja ára áætlanir sýna með réttu er skuldasöfnun á skuldasöfnun ofan."
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Snorri um frelsið. Orðrétt segir hann: "Valdsmenn ættu því ef nærri lætur að geta beitt valdi sínu bæði til góðs eða ills. Oft yfirsést þó að það er annað að stjórna fólki en dauðum hlutum. Fólk bregst við breytingum. Á einum stað í The Theory of Moral Sentiments ræðir Smith um hvernig menn sem jafnvel eru góðum gáfum gæddir minnka lífsgæði annarra með hinum bestu fyrirætlunum. Oftar en ekki hrinda þessir uppljómuðu menn hugmyndum sínum um hvernig þjóðfélagið eigi að vera í framkvæmd án tillits til hagsmuna eða fyrirætlana annarra. Þeir setja sig ekki í spor annarra. Ennfremur líta hinir uppljómuðu menn þá framhjá þeirri staðreynd að mannlegu samfélagi má ekki stjórna eins og taflmönnum. Taflmenn má færa til og stilla upp að vild. Hreyfing taflmannanna stjórnast af hendi sem færir þá. Á taflborði samfélagsins er sérhver leikmaður háður eigin lögmálum um hreyfingar. Hann hreyfist ekki fyrir tilstuðlan vilja valdhafanna heldur vegna síns eigin vilja. Stjórnmálamennirnir ættu því að hafa sem minnst völd en einstaklingarnir sem mest um það að segja hvernig þeir haga sínu lífi. Að auki bendi ég á ítarlega umfjöllun um tvískinnung Samfylkingarinnar og fjármál borgarinnar sem eru vægast sagt í kaldakoli. Ennfremur bendi ég öllum á Ríkisdagblaðið sem kom út í vikunni. Las blaðið í gær er ég fór suður, mjög vandað og gott rit. Allir að lesa það! Bendi hér aftur á tengil um efni blaðsins sem ég vísaði á fyrr í vikunni. Þó ég sé búsettur á Akureyri eða einhverjir aðrir lesendur einnig utan Reykjavíkur er enginn vandi að lesa um efni ritsins á þessum tengli, beri menn sig eftir því.
Mjög góð skrif
Haukur Þór fjallar vel á bloggvef sínum um skrautlegt lið fólks sem hátt gaular á ýmsum vefum þessa dagana. Orðrétt segir: "Það er reyndar þannig að það er svo auðvelt að sitja með bjórinn fyrir framan sjónvarpið og besservissera um það hvernig eigi að vinna heimsmeistaramótið í knattspyrnu en spila ekki leikina sjálfur. Það er á allra færi að gagnrýna aðra og tauta í hálsmálið en að standa í alvöru baráttunni, taka ábyrgð, stjórna og framkvæma - þar ber himin og haf á milli. Þá er grátbrosleg gagnrýnin sem sumt fólk heldur uppi um þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir unga Sjálfstæðismenn. Biturðin í greinaskrifum sumra ónefndra einstaklinga er svo svakaleg að maður finnur til með viðkomandi. Sumir þessara eru í flokknum en hafa tapað í kosningum oftar en góðu hófi gegnir og aðrir eru hreint ekki í flokknum - og baráttan er háð á bloggsíðum, eins áhrifaríkt og það kann að vera! Skilaboð Stóradóms til umræddra einstaklinga er að miklu betra er að standa fyrir máli sínu og koma því á framfæri á viðeigandi vettvangi heldur en að kvarta og kveina og gera í raun aldrei neitt í málunum."
Dagurinn í dag
1197 Lönguhlíðarbrenna - bæjarbruni að Skriðu í Hörgárdal. Þar létust sex manns
1940 Ríkisráð Íslands heldur sinn fyrsta fund - lagasetningar staðfestar hérlendis fyrsta sinni
1945 Þjóðverjar undirrita formlega algjöra uppgjöf - seinni heimsstyrjöldinni lokið þarmeð
1978 Jarðgöngin á Oddsskarði vígð formlega - mikil samgöngubót fyrir Austfirðinga
1995 Jacques Chirac kjörinn forseti Frakklands - tók við embætti af François Mitterrand
Snjallyrði dagsins
Öfgamaður er sá, sem getur ekki skipt um skoðun og vill ekki skipta um umræðuefni
Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands
Nýjar myndir af ofbeldi bandarískra hermanna gegn stríðsföngum í fangelsum í Írak, voru birtar í gær. Myndirnar eru mjög áþekkar þeim sem hafa birst, t.d. í fréttaskýringarþættinum 60 Minutes II. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, mun fyrst hafa vitað af pyntingum á stríðsföngum í seinustu viku er þátturinn var sýndur og skammaði hann Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, fyrir það hvernig hann hafi tekið á málinu. Rumsfeld hefur viðurkennt að hann hafi vitað ýmislegt sem hann hafi ekki upplýst forsetann um og var hann ávíttur vegna vinnubragða sinna af forsetanum. Ráðherrann mun koma fyrir hermálanefnd öldungadeildarinnar í dag þar sem hann verður yfirheyrður opinberlega í rúmlega tvær klukkustundir. Enginn vafi leikur á því að ráðherrann verði látinn axla alla ábyrgð á því og taka á þeim misbresti sem orðið hefur. Ýmsir forystumenn demókrata hafa krafist afsagnar hans, t.d. John Kerry forsetaframbjóðandi flokksins, sem sagði í fréttaviðtali í gær að Rumsfeld hefði átt að hætta fyrir löngu og að pyntingahneykslið bætti ekki úr skák. Þá hafa háttsettir demókratar sagt að Rumsfeld hafi reynt að koma í veg fyrir að fréttir af misnotkuninni lækju út og ætti að segja af sér vegna þess. Hvort hann muni víkja er þó alls óvíst, en mun sennilegast velta á framgöngu hans frammi fyrir þingnefndinni. Forsetinn baðst í gær afsökunar á meðferðinni á föngunum. Var það löngu tímabært og mjög brýnt nú að tekið verði á málinu og þeir sóttir til saka sem að þessu stóðu.
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fundaði í gærkvöld og fjallaði þar um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: "Stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar ekki vera rétt viðbrögð við þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum fjölmiðlamarkaði. SUS harmar þó ómálefnalega gagnrýni og gífuryrði stjórnarandstöðunnar vegna málsins. Á undanförnum árum hefur veruleg samþjöppun á eignarhaldi íslenskra fjölmiðla átt sér stað og er nú meirihluti íslenskra ljósvakamiðla rekinn af sama aðila, sem auk þess er með mjög mikla markaðshlutdeild í smásöluverslun. Þessi staða er um margt óheppileg. Ungir sjálfstæðismenn telja þó ekki rétt að setja lög sem takmarka rétt einstaklinga og lögaðila til þess að eiga og reka fjölmiðla. Þess í stað verði lögmál frjáls markaðar látin ríkja á fjölmiðlamarkaði. Þá telur SUS að líkur séu til þess að með tækniframförum á komandi árum muni kostnaður við að reka ljósvakamiðla lækka og auðvelda aðgengi nýrra aðila á markaðinn. Þá hvetur Samband ungra sjálfstæðismanna til þess að ríkið dragi sig úr rekstri fjölmiðla með það fyrir augum að efla samkeppni og bæta starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Í krafti afnotagjalda RÚV, hallareksturs og ásóknar í auglýsingatekjur eru rekstrarskilyrði einkarekinna fjölmiða á Íslandi skert verulega." Skoðanir mínar á þessu máli persónulega hafa vel komið fram, ég tel rétt að setja reglur á fjölmiðlamarkaði. Þó er mikilvægt að breytingar verði gerðar á þessu frumvarpi, svo er mikilvægt að ganga nær RÚV.
Fram kom í gær að A-hluti borgarsjóðs Reykjavíkur hafi verið rekinn með 1,21 milljarðs króna halla á síðasta ári en í fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið gert ráð fyrir 119 milljóna króna halla á rekstrinum. Er alveg með ólíkindum orðið að fylgjast með hvernig R-listinn stjórnar fjármálum borgarbúa. Þessi útkoma segir allt sem segja þarf um stöðu mála. Merkilegt er að borgarstjóri (sem hefur ekki verið kjörinn af borgarbúum til trúnaðarstarfa af hálfu borgarinnar) er sýndur í könnun með fylgi 84% landsmanna til að leiða borgarmálaframboð að tveim árum liðnum á sama tíma og allt stefnir í kaldakol. Er viðeigandi að benda á orð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar leiðtoga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær. Í ítarlegri ræðu sinni sagði hann orðrétt: "Það er öllum ljóst að R-listinn hefur lítil tök á fjármálum borgarinnar. Engar raunhæfar aðgerðir eru í gangi til að draga úr þeirri eyðsluþenslu sem hvarvetna blasir við, á sama tíma sem allar lykiltölur í reikningum borgarinnar sýna, svo ekki verður um villst, áframhaldandi verulega skuldasöfnun. Það eina raunverulega marktæka sem svokallaðar 3ja ára áætlanir sýna með réttu er skuldasöfnun á skuldasöfnun ofan."
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Snorri um frelsið. Orðrétt segir hann: "Valdsmenn ættu því ef nærri lætur að geta beitt valdi sínu bæði til góðs eða ills. Oft yfirsést þó að það er annað að stjórna fólki en dauðum hlutum. Fólk bregst við breytingum. Á einum stað í The Theory of Moral Sentiments ræðir Smith um hvernig menn sem jafnvel eru góðum gáfum gæddir minnka lífsgæði annarra með hinum bestu fyrirætlunum. Oftar en ekki hrinda þessir uppljómuðu menn hugmyndum sínum um hvernig þjóðfélagið eigi að vera í framkvæmd án tillits til hagsmuna eða fyrirætlana annarra. Þeir setja sig ekki í spor annarra. Ennfremur líta hinir uppljómuðu menn þá framhjá þeirri staðreynd að mannlegu samfélagi má ekki stjórna eins og taflmönnum. Taflmenn má færa til og stilla upp að vild. Hreyfing taflmannanna stjórnast af hendi sem færir þá. Á taflborði samfélagsins er sérhver leikmaður háður eigin lögmálum um hreyfingar. Hann hreyfist ekki fyrir tilstuðlan vilja valdhafanna heldur vegna síns eigin vilja. Stjórnmálamennirnir ættu því að hafa sem minnst völd en einstaklingarnir sem mest um það að segja hvernig þeir haga sínu lífi. Að auki bendi ég á ítarlega umfjöllun um tvískinnung Samfylkingarinnar og fjármál borgarinnar sem eru vægast sagt í kaldakoli. Ennfremur bendi ég öllum á Ríkisdagblaðið sem kom út í vikunni. Las blaðið í gær er ég fór suður, mjög vandað og gott rit. Allir að lesa það! Bendi hér aftur á tengil um efni blaðsins sem ég vísaði á fyrr í vikunni. Þó ég sé búsettur á Akureyri eða einhverjir aðrir lesendur einnig utan Reykjavíkur er enginn vandi að lesa um efni ritsins á þessum tengli, beri menn sig eftir því.
Mjög góð skrif
Haukur Þór fjallar vel á bloggvef sínum um skrautlegt lið fólks sem hátt gaular á ýmsum vefum þessa dagana. Orðrétt segir: "Það er reyndar þannig að það er svo auðvelt að sitja með bjórinn fyrir framan sjónvarpið og besservissera um það hvernig eigi að vinna heimsmeistaramótið í knattspyrnu en spila ekki leikina sjálfur. Það er á allra færi að gagnrýna aðra og tauta í hálsmálið en að standa í alvöru baráttunni, taka ábyrgð, stjórna og framkvæma - þar ber himin og haf á milli. Þá er grátbrosleg gagnrýnin sem sumt fólk heldur uppi um þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir unga Sjálfstæðismenn. Biturðin í greinaskrifum sumra ónefndra einstaklinga er svo svakaleg að maður finnur til með viðkomandi. Sumir þessara eru í flokknum en hafa tapað í kosningum oftar en góðu hófi gegnir og aðrir eru hreint ekki í flokknum - og baráttan er háð á bloggsíðum, eins áhrifaríkt og það kann að vera! Skilaboð Stóradóms til umræddra einstaklinga er að miklu betra er að standa fyrir máli sínu og koma því á framfæri á viðeigandi vettvangi heldur en að kvarta og kveina og gera í raun aldrei neitt í málunum."
Dagurinn í dag
1197 Lönguhlíðarbrenna - bæjarbruni að Skriðu í Hörgárdal. Þar létust sex manns
1940 Ríkisráð Íslands heldur sinn fyrsta fund - lagasetningar staðfestar hérlendis fyrsta sinni
1945 Þjóðverjar undirrita formlega algjöra uppgjöf - seinni heimsstyrjöldinni lokið þarmeð
1978 Jarðgöngin á Oddsskarði vígð formlega - mikil samgöngubót fyrir Austfirðinga
1995 Jacques Chirac kjörinn forseti Frakklands - tók við embætti af François Mitterrand
Snjallyrði dagsins
Öfgamaður er sá, sem getur ekki skipt um skoðun og vill ekki skipta um umræðuefni
Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands
<< Heim