Heitast í umræðunni
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um fjármál stjórnmálaflokkanna og hafa nokkrir þeirra hvatt aðra til að setja heildarlög eða reglur um þau. Hæst í þessum málum hin seinni ár hefur galað Samfylkingin og hafa þeir í tveim seinustu þingkosningum talað um að opinbera eigi öll fjárframlög til stjórnmálaflokka sem fara yfir 500.000 krónur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti bent á að heiðarlegast væri að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Samfylkingin er ekki mjög trúverðug og þrátt fyrir loforð í kosningunum 1999 og 2003 um að opinbera sjálfviljug öll fjárframlög og bókhald sitt hefur það ekki verið gert. Samfylkingin mun hafa sett sér þá reglu fyrir síðustu alþingiskosningar, að ekki skyldi gefið upp hver léti fé af hendi rakna til flokksins, nema þau fari yfir hálfa milljón króna. Í dag var það afhjúpað að flokkurinn hafi aðeins óskað eftir framlögum undir 500.000 krónum til fyrirtækja, sem þýðir auðvitað að þau eru undir mörkunum. Í Kastljósþætti í gærkvöld var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður flokksins, gestur. Þar spurði þáttarstjórnandi um þetta mál. Varaformaðurinn varð heldur föl í framan er farið var að tala um málið. Hún reyndi að draga tilvist þessa bréfs (beiðni af hálfu flokksins til fyrirtækjanna) í efa, en hún þagnaði snögglega er spyrill sagðist hafa séð bréfið og gæti staðfest innihald þess. Það lítur út fyrir að tal Samfylkingarinnar um opið bókhald sé sýndarmennska hin mesta. Flokkurinn vill setja reglur sem færir þeim svo möguleikann á að þeir þurfi ekki að gefa upp hverjir styrktaraðilar flokksins eru. En umsjónarmaður Kastljóss fær prik fyrir að feisa varaformanninn.
Á þriðjudag sendi umboðsmaður Alþingis frá sér álit vegna skipan hæstaréttardómara í ágúst 2003 er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson til setu í réttinum. Þar kemur fram að mati umboðsmanns að málsmeðferð dómsmálaráðherra við undirbúning að skipun í embættið hafi ekki fullnægt kröfum laga um dómstóla þess efnis að umsögn Hæstaréttar lægi fyrir um þá lögfræðilegu þekkingu sem ráðherra hafði ákveðið að leggja sérstaka áherslu á við val milli umsækjenda. Þessi úrskurður vekur athygli í ljósi þess að ráðherra tekur afstöðu til umsækjenda og velur úr þeirra hópi að fengnu áliti sitjandi hæstaréttardómara, honum ber þó hinsvegar engin skylda til að fara eftir því vali. Á það ber að líta að allir umsækjendur voru metnir hæfir til setu í réttinum og ráðherra tók afstöðu eftir eigin mati á umsækjendum. Hann valdi dómara með tilliti til þess hvaða eiginleikum dómari ætti að hafa til að geta styrkt réttinn. Færði ráðherra ítarleg og gild rök fyrir vali sínu. Álit umboðsmanns hnekkir ekki þeirri ákvörðun um skipan dómara sem fram fór, né heldur ástæður ráðherra fyrir vali þess sem var skipaður, né því mati ráðherra hver var hæfastur í stöðuna. Komið er fram með ábendingar varðandi túlkun á lögum, sem eðlilegt er. Lengi má ræða almennt um lög um réttinn. Það er því auðvitað fjarstæða að ráðherra víki vegna þessa máls, eins og tveir varaformenn sem göluðu á þingi í gær til að óska eftir fjölmiðlaathygli, óskuðu eftir.
Ljóst er að þinglok verða í þessum mánuði þegar mikilvæg þingmál hafa hlotið samþykki löggjafarsamkundunnar. Í seinustu kosningum lofuðu stjórnarflokkarnir skattalækkunum og annar þeirra tilgreindi tímamörk til að vinna eftir. Eftir því sem ég hef heyrt í vetur átti að bíða þess að samningar yrðu í höfn og helstu útlínur lægju fyrir að því leyti áður en loforðið yrði efnt. Mikilvægt er að tillögur stjórnarflokkanna í skattamálum og skattalækkanir verði lögfestar nú á vorþinginu. Ekki er eftir neinu að bíða með að ganga frá þessum málum og óskiljanlegt ef bíða á með að ganga frá hinni endanlegu afgreiðslu málsins. Það er algjörlega óviðunandi að framsóknarmenn ætli að tefja það að loforð um skattalækkanir verði efnt fyrir vorið til að hirða heiðurinn af því eftir forsætisráðherraskiptin, og ekki ásættanlegt! Mikilvægt er að afgreiða þessi mál endanlega fyrir vorið. Hvað okkur ungt hægrifólk varðar er ljóst að tímabært er að skattalækkanir komi til framkvæmda eins og lofað var og það sem fyrst. Nú reynir á hvort ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og þingmenn hans hafa bein í nefinu til að þrýsta á um að loforð verði efnd. Ég vil endilega hvetja fjármálaráðherra til að sýna okkur hvers hann er megnugur. Oft var þörf, en nú er svo sannarlega nauðsyn!
Svona er frelsið í dag
Það er greinilegt að fleiri en ég vilja fá að sjá sem fyrst efndir kosningaloforða stjórnarflokkanna í skattamálum. Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Erlingur Þór um mikilvægi þess að orð verði efnd. Orðrétt segir hann: "Í aðdraganda síðustu kosninga var, líkt og ávallt, kjósendum lofað öllu fögru, Samfylkingin auknum útgjöldum ríkisins á ýmsum sviðum og Vinstri-grænir því að ýmislegt í rekstri ríkisvaldsins yrði ókeypis, o.s.frv.. Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í þessu og tók að lofa og lofa, “við munum og við ætlum” voru algengustu orðin þá, en það loforð sem að greip margan var fagurt loforð um stórfelldar skattalækkarnir. Ég var einn af þeim. Mér þótti löngu tímabært að skattar myndu lækka hér á landi og mér þótti trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins það mikill að ég taldi það öruggt að ef þeir kæmust aftur til valda myndu þeir ekki valda mér vonbrigðum. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hve sárt það er að standa frammi fyrir fólki sem að ég fullyrti að kjósa ætti Sjálfstæðisflokkinn þar sem það væri eini flokkurinn sem að mark væri hægt að taka á í þessari djúpu laug af loforðum og reyna að útskýra hvers vegna sumir þeirra, það er skattarnir, hækkuðu eftir kosningar?" Mjög góð skrif og vert að taka undir hvert orð sem þar kemur fram.
Mjög gott kvöld
Eftir kvöldfréttirnar var litið á Kastljósið þar sem Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður, ræddu nokkur helstu hitamál stjórnmálanna hérlendis. Einar tók Ingibjörgu alveg í gegn í rökræðunum, þetta var greinilega ekki hennar dagur. Svansí sallaði hana svo endanlega niður þegar farið var að ræða um tvískinnung Samfylkingarinnar vegna fjárframlaga og bréfs flokksins til fyrirtækja. Gott mál. Eftir þáttinn fórum við á Bautann og fengum okkur að borða með Villa frænda og kærustunni hans, henni Helgu. Áttum magnað spjall og fengum okkur góðan mat. Eftir það var haldið á forsýningu á kvikmyndinni Van Helsing. Aldeilis stórfengleg mynd, sem heillaði okkur öll uppúr skónum. Hvet alla til að líta á hana í bíó á næstunni. Eftir myndina var litið á Kaffi Karólínu og fengið sér smáhressingu. Því hið allra besta kvöld.
Dagurinn í dag
1912 Stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi - mikið eignatjón varð í skjálftanum
1954 Alfredo Stroessner rænir völdum í Paraguay - einræðisstjórn hans var felld 1989
1966 Ian Brady og ástkona hans Myra Hindley, sakfelld fyrir hin frægu Moors morð
1986 Hornsteinn lagður að húsi Seðlabankans af forseta Íslands - tekið í notkun í apríl 1987
1994 Elísabet Englandsdrottning og Mitterrand Frakklandsforseti vígja Ermarsundsgöngin
Snjallyrði dagsins
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili.
Halldór Kiljan Laxness skáld
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um fjármál stjórnmálaflokkanna og hafa nokkrir þeirra hvatt aðra til að setja heildarlög eða reglur um þau. Hæst í þessum málum hin seinni ár hefur galað Samfylkingin og hafa þeir í tveim seinustu þingkosningum talað um að opinbera eigi öll fjárframlög til stjórnmálaflokka sem fara yfir 500.000 krónur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti bent á að heiðarlegast væri að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Samfylkingin er ekki mjög trúverðug og þrátt fyrir loforð í kosningunum 1999 og 2003 um að opinbera sjálfviljug öll fjárframlög og bókhald sitt hefur það ekki verið gert. Samfylkingin mun hafa sett sér þá reglu fyrir síðustu alþingiskosningar, að ekki skyldi gefið upp hver léti fé af hendi rakna til flokksins, nema þau fari yfir hálfa milljón króna. Í dag var það afhjúpað að flokkurinn hafi aðeins óskað eftir framlögum undir 500.000 krónum til fyrirtækja, sem þýðir auðvitað að þau eru undir mörkunum. Í Kastljósþætti í gærkvöld var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður flokksins, gestur. Þar spurði þáttarstjórnandi um þetta mál. Varaformaðurinn varð heldur föl í framan er farið var að tala um málið. Hún reyndi að draga tilvist þessa bréfs (beiðni af hálfu flokksins til fyrirtækjanna) í efa, en hún þagnaði snögglega er spyrill sagðist hafa séð bréfið og gæti staðfest innihald þess. Það lítur út fyrir að tal Samfylkingarinnar um opið bókhald sé sýndarmennska hin mesta. Flokkurinn vill setja reglur sem færir þeim svo möguleikann á að þeir þurfi ekki að gefa upp hverjir styrktaraðilar flokksins eru. En umsjónarmaður Kastljóss fær prik fyrir að feisa varaformanninn.
Á þriðjudag sendi umboðsmaður Alþingis frá sér álit vegna skipan hæstaréttardómara í ágúst 2003 er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson til setu í réttinum. Þar kemur fram að mati umboðsmanns að málsmeðferð dómsmálaráðherra við undirbúning að skipun í embættið hafi ekki fullnægt kröfum laga um dómstóla þess efnis að umsögn Hæstaréttar lægi fyrir um þá lögfræðilegu þekkingu sem ráðherra hafði ákveðið að leggja sérstaka áherslu á við val milli umsækjenda. Þessi úrskurður vekur athygli í ljósi þess að ráðherra tekur afstöðu til umsækjenda og velur úr þeirra hópi að fengnu áliti sitjandi hæstaréttardómara, honum ber þó hinsvegar engin skylda til að fara eftir því vali. Á það ber að líta að allir umsækjendur voru metnir hæfir til setu í réttinum og ráðherra tók afstöðu eftir eigin mati á umsækjendum. Hann valdi dómara með tilliti til þess hvaða eiginleikum dómari ætti að hafa til að geta styrkt réttinn. Færði ráðherra ítarleg og gild rök fyrir vali sínu. Álit umboðsmanns hnekkir ekki þeirri ákvörðun um skipan dómara sem fram fór, né heldur ástæður ráðherra fyrir vali þess sem var skipaður, né því mati ráðherra hver var hæfastur í stöðuna. Komið er fram með ábendingar varðandi túlkun á lögum, sem eðlilegt er. Lengi má ræða almennt um lög um réttinn. Það er því auðvitað fjarstæða að ráðherra víki vegna þessa máls, eins og tveir varaformenn sem göluðu á þingi í gær til að óska eftir fjölmiðlaathygli, óskuðu eftir.
Ljóst er að þinglok verða í þessum mánuði þegar mikilvæg þingmál hafa hlotið samþykki löggjafarsamkundunnar. Í seinustu kosningum lofuðu stjórnarflokkarnir skattalækkunum og annar þeirra tilgreindi tímamörk til að vinna eftir. Eftir því sem ég hef heyrt í vetur átti að bíða þess að samningar yrðu í höfn og helstu útlínur lægju fyrir að því leyti áður en loforðið yrði efnt. Mikilvægt er að tillögur stjórnarflokkanna í skattamálum og skattalækkanir verði lögfestar nú á vorþinginu. Ekki er eftir neinu að bíða með að ganga frá þessum málum og óskiljanlegt ef bíða á með að ganga frá hinni endanlegu afgreiðslu málsins. Það er algjörlega óviðunandi að framsóknarmenn ætli að tefja það að loforð um skattalækkanir verði efnt fyrir vorið til að hirða heiðurinn af því eftir forsætisráðherraskiptin, og ekki ásættanlegt! Mikilvægt er að afgreiða þessi mál endanlega fyrir vorið. Hvað okkur ungt hægrifólk varðar er ljóst að tímabært er að skattalækkanir komi til framkvæmda eins og lofað var og það sem fyrst. Nú reynir á hvort ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og þingmenn hans hafa bein í nefinu til að þrýsta á um að loforð verði efnd. Ég vil endilega hvetja fjármálaráðherra til að sýna okkur hvers hann er megnugur. Oft var þörf, en nú er svo sannarlega nauðsyn!
Svona er frelsið í dag
Það er greinilegt að fleiri en ég vilja fá að sjá sem fyrst efndir kosningaloforða stjórnarflokkanna í skattamálum. Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Erlingur Þór um mikilvægi þess að orð verði efnd. Orðrétt segir hann: "Í aðdraganda síðustu kosninga var, líkt og ávallt, kjósendum lofað öllu fögru, Samfylkingin auknum útgjöldum ríkisins á ýmsum sviðum og Vinstri-grænir því að ýmislegt í rekstri ríkisvaldsins yrði ókeypis, o.s.frv.. Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í þessu og tók að lofa og lofa, “við munum og við ætlum” voru algengustu orðin þá, en það loforð sem að greip margan var fagurt loforð um stórfelldar skattalækkarnir. Ég var einn af þeim. Mér þótti löngu tímabært að skattar myndu lækka hér á landi og mér þótti trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins það mikill að ég taldi það öruggt að ef þeir kæmust aftur til valda myndu þeir ekki valda mér vonbrigðum. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hve sárt það er að standa frammi fyrir fólki sem að ég fullyrti að kjósa ætti Sjálfstæðisflokkinn þar sem það væri eini flokkurinn sem að mark væri hægt að taka á í þessari djúpu laug af loforðum og reyna að útskýra hvers vegna sumir þeirra, það er skattarnir, hækkuðu eftir kosningar?" Mjög góð skrif og vert að taka undir hvert orð sem þar kemur fram.
Mjög gott kvöld
Eftir kvöldfréttirnar var litið á Kastljósið þar sem Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður, ræddu nokkur helstu hitamál stjórnmálanna hérlendis. Einar tók Ingibjörgu alveg í gegn í rökræðunum, þetta var greinilega ekki hennar dagur. Svansí sallaði hana svo endanlega niður þegar farið var að ræða um tvískinnung Samfylkingarinnar vegna fjárframlaga og bréfs flokksins til fyrirtækja. Gott mál. Eftir þáttinn fórum við á Bautann og fengum okkur að borða með Villa frænda og kærustunni hans, henni Helgu. Áttum magnað spjall og fengum okkur góðan mat. Eftir það var haldið á forsýningu á kvikmyndinni Van Helsing. Aldeilis stórfengleg mynd, sem heillaði okkur öll uppúr skónum. Hvet alla til að líta á hana í bíó á næstunni. Eftir myndina var litið á Kaffi Karólínu og fengið sér smáhressingu. Því hið allra besta kvöld.
Dagurinn í dag
1912 Stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi - mikið eignatjón varð í skjálftanum
1954 Alfredo Stroessner rænir völdum í Paraguay - einræðisstjórn hans var felld 1989
1966 Ian Brady og ástkona hans Myra Hindley, sakfelld fyrir hin frægu Moors morð
1986 Hornsteinn lagður að húsi Seðlabankans af forseta Íslands - tekið í notkun í apríl 1987
1994 Elísabet Englandsdrottning og Mitterrand Frakklandsforseti vígja Ermarsundsgöngin
Snjallyrði dagsins
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili.
Halldór Kiljan Laxness skáld
<< Heim