Heitast í umræðunni
Á þriðja degi flokksþings Demókrataflokksins í Boston í Massachusetts, snerist allt um að kynna stefnu flokksins í utanríkis- og varnarmálum og minna á hvernig ríkisstjórn landsins hefði haldið á málum varðandi Írak og eftirmála hryðjuverkanna, 11. september 2001. Gagnrýndu ýmsir lykilræðumenn kvöldsins ríkisstjórnina fyrir að halda illa á stöðu mála og sökuðu hana um að ná ekki tökum á málum. Eins og við var að búast var reynt eftir fremsta megni að hylja veikleika demókrata í þessum málum, t.d. flikk-flakk á skoðunum John Kerry forsetaframbjóðanda, allan feril málsins, og stuðning hans við stríðið í upphafi. Jafnframt var auðvitað ekkert minnst á að hann greiddi atkvæði í öldungadeildinni gegn því að styrkja herinn með framlögum. Í gær ávarpaði John Edwards varaforsetaefni flokksins, flokksþingið og kynnti sig og stefnumál sín og Kerry. Hét hann því að í sameiningu myndu þeir brúa bil á milli ríkra og fátækra. Sagði hann að hann liti á líf sitt sem ímynd bandaríska draumsins, hann hefði verið fyrstur af fjölskyldu sinni til að leggja stund á háskólanám og síðar hefði hann komist til metorða. Að hans mati væri aðalmarkmið sitt að allir fengju að njóta sömu tækifæra og hinir ríku hlytu. Var ræðunni sjónvarpað um allt landið og á öllum stöðvum og um að ræða mikilvægt tækifæri fyrir hann til að kynna sig. Hann var ákaft hylltur að lokinni ræðunni ásamt eiginkonu sinni Elizabeth, og börnum þeirra þrem. Í kvöld er svo komið að stóru stundinni fyrir John Kerry, sem mun í tæplega klukkustundarlangri ræðu þiggja formlega útnefningu flokksins sem forsetaefni hans. Er um að ræða mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils hans, hann veit að hann verður að heilla landsmenn sem flokksmenn og allt verður lagt undir að fegra gildi frambjóðandans og hann sem mest í ræðunni.
Vandræðalegasta kosningamyndin í kosningaslagnum í Bandaríkjunum
Nú þegar ljóst er endanlega að álver við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjun, verða að veruleika til heilla fyrir okkur í Norðausturkjördæmi, er mikilvægt að hugsa um fleiri álverskosti á næstu árum. Enginn vafi leikur á því að næsta álver verður reist á Norðurlandi, gert hefur verið ráð fyrir því til fjölda ára og enginn hefur reynt að bera á móti því að svo sé, gert er ráð fyrir slíku t.d. í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir nokkrum árum. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir að það álver yrði reist í Eyjafirði, eins og fyrrnefnd byggðaáætlun gerir augljóslega ráð fyrir að verði. Nú ber svo við í fréttum útvarps í gær að Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík, segir að það styrki byggðastefnu við Eyjafjörð að setja álver í nágrenni Húsavíkur. Hann sagði í því viðtali að allt mælti með álveri á þeim slóðum. Ég er algjörlega ósammála bæjarstjóranum. Í mínum huga kemur ekki til greina að álver á Norðurlandi verði annarsstaðar en þar sem gert hefur ráð fyrir því að það verði, við Dysnes í Eyjafirði. Draumurinn um álver í Eyjafirði er gamall. Frægt varð kapplaup milli suðurnesjamanna, Reyðfirðinga og Eyfirðinga um álver 1990, þegar ákveðið var að reisa álver á Keilisnesi, við vonbrigði jafnt okkar hér sem Reyðfirðinga. En nú er lag og tími til kominn að huga að stóriðjuframkvæmdum í Eyjafirði. Allt tal um álver í Þingeyjarsýslu kemur ekki til greina að mínu mati.
Pólitískt bíó - Born on the Fourth of July
Sérlega áhrifamikil og sterk kvikmynd sem fjallar um ævi hermannsins Ron Kovic sem fór fullur af föðurlandsást og hetjudýrkun í Víetnamsstríðið á sjöunda áratug 20. aldarinnar, en kom þaðan lamaður fyrir neðan mitti, bundinn við hjólastól. Brátt tóku hugmyndir hans um tilgang stríðsins að breytast, honum fannst hann hafa verið blekktur til þess að taka upp rangan málstað og fórna lífshamingju sinni fyrir þann vonda málstað. Hann fer að berjast með mótmælendum stríðsins til að knýja fram stefnubreytingu stjórnvalda í málefnum tengdum Víetnam. Í bakgrunni eru þjóðfélagsbreytingar hippatímans, þegar stjórnkerfið varð undir og ungmenni náðu fram stefnubreytingum með samstöðu sinni. Eftirminnileg og kraftmikil ádeila, sterkt uppgjör Ron Kovic við Víetnamtímabilið og kannski ekki síst virðingarvottur við það fólk sem slapp lifandi úr stríðinu. Oliver Stone hlaut óskarsverðlaunin fyrir magnaða og sennilega mun frekar djarfa leikstjórn sína, enda óvæginn og hispurslaus sem fyrr í túlkun sinni á Víetnamsstríðinu, enda var hann þar og horfði upp á nána vini sína deyja hvern af öðrum. Tom Cruise hefur að mínu mati aldrei leikið betur en í þessari mynd, en hann fer algjörlega á kostum í hlutverki Ron Kovic, hermanninum sem berst gegn hinu eilífa óréttlæti stríðsmennskunnar. Ef þú vilt horfa á mynd með ekta pólitískan boðskap og sem hefur hjarta og sál ráðlegg ég þér að horfa á Born on the Fourth of July.
Áhugavert á Netinu
Lög felld úr gildi og umræða getur hafist - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Umfjöllun um greinasafn Friðriks Daníelssonar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
John Kerry þiggur útnefningu demókrata í kvöld - mikilvægasta ræða hans
John Edwards flytur hjartnæma ræðu og þjappar demókrötum saman
Ræða John Edwards á flokksþinginu í Boston - umfjöllun um frambjóðandann
Repúblikanar hafa opnað vef til að svara fullyrðingum demókrata í Boston
Repúblikanar rekja í ítarlegri auglýsingu flikk-flakk Kerrys í Íraksmálinu
Óborganlegar myndir af Kerry teknar í ferð hans í NASA á mánudag
Kerry tekinn í gegn í nýrri bók fyrrum herfélaga hans í Víetnamsstríðinu
Engar stórfelldar breytingar verða gerðar á sjávarútvegsstefnu ESB úr þessu
Umfjöllun Dan Rather um flokksþing Demókrataflokksins í Boston
Frelsið er yndislegt - Nýdönsk / Fjöllin hafa vakað - Kalli Bjarni og Hreimur
Hálf öld liðin frá því fyrsta bók Hringadróttinssögu kom út í Bretlandi
Umdeild mynd Michaels Moore frumsýnd í heimabæ Bush forseta, í Texas
Catherine Zeta-Jones lýsir morðhótunum sem hún fékk í nokkrum bréfum
Dagurinn í dag
1890 Einn þekktasti málari sögunnar, Vincent Van Gogh svipti sig lífi, var 37 ára gamall
1934 Fyrsta ríkisstjórn Hermanns Jónassonar tekur við völdum - sat við völd í sjö ár
1954 Fyrsta bindið af þrem í The Lord of the Rings, The Fellowship of the Ring, eftir J.R.R. Tolkien kemur út - sögurnar voru kvikmyndaðar í byrjun 21. aldarinnar og hlutu mikið lof kvikmyndaunnenda og hlaut seinasta myndin í flokknum, 11 óskarsverðlaun árið 2004
1968 Páll VI páfi, tilkynnir um að kaþólska kirkjan fordæmi notkun getnaðarvarna og herðir á afstöðunni gegn fóstureyðingum. Yfirlýsing páfa markaði þáttaskil, var talað af meiri hörku en áður. Eftirmaður hans, Jóhannes Páll páfi II, tók algjörlega undir afstöðu forvera síns
1981 Karl ríkisarfi Bretlands, kvænist lafði Díönu Spencer, í St. Paul's dómkirkjunni í London - hjónaband þeirra virtist í upphafi ætla að styrkja konungdæmið í Bretlandi og verða hamingjuríkt, eignuðust þau tvo syni, William, 1982, og Harry, 1984. Brestir komu þó fljótt í hjónabandið og þau skildu að borði og sæng í desember 1992, 11 árum eftir giftinguna. Lögskilnaður þeirra varð að veruleika í ágúst 1996 og hélt Díana titli sínum sem hin konunglega hátign. Díana prinsessa, lést í vofeiflegu bílslysi í París þann 31. ágúst 1997
Snjallyrði dagsins
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Kærleikurinn (Kor.1.1-13)
Á þriðja degi flokksþings Demókrataflokksins í Boston í Massachusetts, snerist allt um að kynna stefnu flokksins í utanríkis- og varnarmálum og minna á hvernig ríkisstjórn landsins hefði haldið á málum varðandi Írak og eftirmála hryðjuverkanna, 11. september 2001. Gagnrýndu ýmsir lykilræðumenn kvöldsins ríkisstjórnina fyrir að halda illa á stöðu mála og sökuðu hana um að ná ekki tökum á málum. Eins og við var að búast var reynt eftir fremsta megni að hylja veikleika demókrata í þessum málum, t.d. flikk-flakk á skoðunum John Kerry forsetaframbjóðanda, allan feril málsins, og stuðning hans við stríðið í upphafi. Jafnframt var auðvitað ekkert minnst á að hann greiddi atkvæði í öldungadeildinni gegn því að styrkja herinn með framlögum. Í gær ávarpaði John Edwards varaforsetaefni flokksins, flokksþingið og kynnti sig og stefnumál sín og Kerry. Hét hann því að í sameiningu myndu þeir brúa bil á milli ríkra og fátækra. Sagði hann að hann liti á líf sitt sem ímynd bandaríska draumsins, hann hefði verið fyrstur af fjölskyldu sinni til að leggja stund á háskólanám og síðar hefði hann komist til metorða. Að hans mati væri aðalmarkmið sitt að allir fengju að njóta sömu tækifæra og hinir ríku hlytu. Var ræðunni sjónvarpað um allt landið og á öllum stöðvum og um að ræða mikilvægt tækifæri fyrir hann til að kynna sig. Hann var ákaft hylltur að lokinni ræðunni ásamt eiginkonu sinni Elizabeth, og börnum þeirra þrem. Í kvöld er svo komið að stóru stundinni fyrir John Kerry, sem mun í tæplega klukkustundarlangri ræðu þiggja formlega útnefningu flokksins sem forsetaefni hans. Er um að ræða mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils hans, hann veit að hann verður að heilla landsmenn sem flokksmenn og allt verður lagt undir að fegra gildi frambjóðandans og hann sem mest í ræðunni.
Vandræðalegasta kosningamyndin í kosningaslagnum í Bandaríkjunum
Nú þegar ljóst er endanlega að álver við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjun, verða að veruleika til heilla fyrir okkur í Norðausturkjördæmi, er mikilvægt að hugsa um fleiri álverskosti á næstu árum. Enginn vafi leikur á því að næsta álver verður reist á Norðurlandi, gert hefur verið ráð fyrir því til fjölda ára og enginn hefur reynt að bera á móti því að svo sé, gert er ráð fyrir slíku t.d. í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir nokkrum árum. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir að það álver yrði reist í Eyjafirði, eins og fyrrnefnd byggðaáætlun gerir augljóslega ráð fyrir að verði. Nú ber svo við í fréttum útvarps í gær að Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík, segir að það styrki byggðastefnu við Eyjafjörð að setja álver í nágrenni Húsavíkur. Hann sagði í því viðtali að allt mælti með álveri á þeim slóðum. Ég er algjörlega ósammála bæjarstjóranum. Í mínum huga kemur ekki til greina að álver á Norðurlandi verði annarsstaðar en þar sem gert hefur ráð fyrir því að það verði, við Dysnes í Eyjafirði. Draumurinn um álver í Eyjafirði er gamall. Frægt varð kapplaup milli suðurnesjamanna, Reyðfirðinga og Eyfirðinga um álver 1990, þegar ákveðið var að reisa álver á Keilisnesi, við vonbrigði jafnt okkar hér sem Reyðfirðinga. En nú er lag og tími til kominn að huga að stóriðjuframkvæmdum í Eyjafirði. Allt tal um álver í Þingeyjarsýslu kemur ekki til greina að mínu mati.
Pólitískt bíó - Born on the Fourth of July
Sérlega áhrifamikil og sterk kvikmynd sem fjallar um ævi hermannsins Ron Kovic sem fór fullur af föðurlandsást og hetjudýrkun í Víetnamsstríðið á sjöunda áratug 20. aldarinnar, en kom þaðan lamaður fyrir neðan mitti, bundinn við hjólastól. Brátt tóku hugmyndir hans um tilgang stríðsins að breytast, honum fannst hann hafa verið blekktur til þess að taka upp rangan málstað og fórna lífshamingju sinni fyrir þann vonda málstað. Hann fer að berjast með mótmælendum stríðsins til að knýja fram stefnubreytingu stjórnvalda í málefnum tengdum Víetnam. Í bakgrunni eru þjóðfélagsbreytingar hippatímans, þegar stjórnkerfið varð undir og ungmenni náðu fram stefnubreytingum með samstöðu sinni. Eftirminnileg og kraftmikil ádeila, sterkt uppgjör Ron Kovic við Víetnamtímabilið og kannski ekki síst virðingarvottur við það fólk sem slapp lifandi úr stríðinu. Oliver Stone hlaut óskarsverðlaunin fyrir magnaða og sennilega mun frekar djarfa leikstjórn sína, enda óvæginn og hispurslaus sem fyrr í túlkun sinni á Víetnamsstríðinu, enda var hann þar og horfði upp á nána vini sína deyja hvern af öðrum. Tom Cruise hefur að mínu mati aldrei leikið betur en í þessari mynd, en hann fer algjörlega á kostum í hlutverki Ron Kovic, hermanninum sem berst gegn hinu eilífa óréttlæti stríðsmennskunnar. Ef þú vilt horfa á mynd með ekta pólitískan boðskap og sem hefur hjarta og sál ráðlegg ég þér að horfa á Born on the Fourth of July.
Áhugavert á Netinu
Lög felld úr gildi og umræða getur hafist - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Umfjöllun um greinasafn Friðriks Daníelssonar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
John Kerry þiggur útnefningu demókrata í kvöld - mikilvægasta ræða hans
John Edwards flytur hjartnæma ræðu og þjappar demókrötum saman
Ræða John Edwards á flokksþinginu í Boston - umfjöllun um frambjóðandann
Repúblikanar hafa opnað vef til að svara fullyrðingum demókrata í Boston
Repúblikanar rekja í ítarlegri auglýsingu flikk-flakk Kerrys í Íraksmálinu
Óborganlegar myndir af Kerry teknar í ferð hans í NASA á mánudag
Kerry tekinn í gegn í nýrri bók fyrrum herfélaga hans í Víetnamsstríðinu
Engar stórfelldar breytingar verða gerðar á sjávarútvegsstefnu ESB úr þessu
Umfjöllun Dan Rather um flokksþing Demókrataflokksins í Boston
Frelsið er yndislegt - Nýdönsk / Fjöllin hafa vakað - Kalli Bjarni og Hreimur
Hálf öld liðin frá því fyrsta bók Hringadróttinssögu kom út í Bretlandi
Umdeild mynd Michaels Moore frumsýnd í heimabæ Bush forseta, í Texas
Catherine Zeta-Jones lýsir morðhótunum sem hún fékk í nokkrum bréfum
Dagurinn í dag
1890 Einn þekktasti málari sögunnar, Vincent Van Gogh svipti sig lífi, var 37 ára gamall
1934 Fyrsta ríkisstjórn Hermanns Jónassonar tekur við völdum - sat við völd í sjö ár
1954 Fyrsta bindið af þrem í The Lord of the Rings, The Fellowship of the Ring, eftir J.R.R. Tolkien kemur út - sögurnar voru kvikmyndaðar í byrjun 21. aldarinnar og hlutu mikið lof kvikmyndaunnenda og hlaut seinasta myndin í flokknum, 11 óskarsverðlaun árið 2004
1968 Páll VI páfi, tilkynnir um að kaþólska kirkjan fordæmi notkun getnaðarvarna og herðir á afstöðunni gegn fóstureyðingum. Yfirlýsing páfa markaði þáttaskil, var talað af meiri hörku en áður. Eftirmaður hans, Jóhannes Páll páfi II, tók algjörlega undir afstöðu forvera síns
1981 Karl ríkisarfi Bretlands, kvænist lafði Díönu Spencer, í St. Paul's dómkirkjunni í London - hjónaband þeirra virtist í upphafi ætla að styrkja konungdæmið í Bretlandi og verða hamingjuríkt, eignuðust þau tvo syni, William, 1982, og Harry, 1984. Brestir komu þó fljótt í hjónabandið og þau skildu að borði og sæng í desember 1992, 11 árum eftir giftinguna. Lögskilnaður þeirra varð að veruleika í ágúst 1996 og hélt Díana titli sínum sem hin konunglega hátign. Díana prinsessa, lést í vofeiflegu bílslysi í París þann 31. ágúst 1997
Snjallyrði dagsins
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Kærleikurinn (Kor.1.1-13)
<< Heim