
Flokksþing Repúblikanaflokksins hefst í Madison Square Garden í New York í kvöld og stendur það í fjóra daga. Gríðarlegar öryggisráðstafanir, meiri en áður hafa sést, verða gerðar vegna flokksþingsins, en um er að ræða fyrstu stóru flokkssamkomuna í New York, frá hryðjuverkunum í borginni fyrir þrem árum, 11. september 2001. Mikil öryggisgæsla er við þingstaðinn. Götum við þingstaðinn hefur verið lokað og lögreglumenn íklæddir óeirðagalla með leitarhunda og sprengjuleitartæki gæta þeirra. Leitað er á öllum þingfulltrúum við komuna á þingstað en á bannlista eru t.d. hnífar, byssur, flugeldar og sprengiefni. Um er ennfremur að ræða fyrsta flokksþing repúblikana í borginni, en demókratar hafa fimm sinnum hist þar og haldið flokksþing sitt. Hefur New York lengi þótt eitt traustasta vígi demókrata, og því kemur staðsetningin á óvart út frá pólitískum forsendum. Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælum gegn Íraksstríðinu og stefnu Bush forseta, í borginni í gær og búist er við fleiri mótmælum þegar líður á vikuna. Rúmlega 60 ræðumenn munu taka til máls á flokksþinginu, t.d. þingmenn og forystumenn flokksins í stórborgum, eiginkonur og börn frambjóðenda flokksins nú og að lokum George W. Bush forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi flokksins og Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna, en þeir verða formlega útnefndir í lok þingsins á fimmtudag. Meðal þeirra sem taka til máls í dag, á fyrsta degi þingsins, eru Rudolph Giuliani fyrrum borgarstjóri New York, Michael Bloomberg núverandi borgarstjóri, og John McCain öldungadeildarþingmaður og mótframbjóðandi forsetans um útnefningu repúblikana í forsetakosningunum árið 2000. Stuðningsmenn Bush segja fundarstaðinn táknrænan þar sem hryðjuverkin í New York hafi komið af stað stríði Bush gegn hryðjuverkum. Demókratar segja að forsetinn ætli sér að notfæra harmleikinn í kosningabaráttunni. Skv. nýrri skoðanakönnun sem birt var í morgun hefur fylgi forsetans aukist undanfarna daga og mælist hann nú með marktækt forskot á keppinaut sinn, John Kerry.


Gunnar G. Schram lagaprófessor og fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, er látinn, 73 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 20. febrúar 1931, en foreldrar hans voru Gunnar Schram og Jónína Jónsdóttir Schram. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Hann stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Max Planck-stofnunina í Heidelberg í Þýskalandi og háskólanum þar 1957-1958 og við háskólann í Cambridge í Englandi, Sidney Sussex College 1958-60. Hann lauk doktorsprófi í þjóðarrétti við skólann árið 1961. Gunnar var blaðamaður á Morgunblaðinu á háskólaárunum og 1956-1957. Hann var ritstjóri Vísis 1961-1966. Gunnar réðst til starfa í utanríkisráðuneytinu 1966 þar sem hann var deildarstjóri ásamt því að vera ráðunautur í þjóðarétti. Gunnar var lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1970, en árið 1974 var hann skipaður prófessor við skólann. Því starfi gegndi hann til ársloka 2001. Hann var ráðunautur stjórnarskrárnefndar 1975-1983. Gunnar átti sæti í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 1953-1957 og var á þeim tíma bæði varaformaður og ritari sambandsins. Gunnar var til fjölda ára virkur í starfi flokksins. Hann var kjörinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi í alþingiskosningunum 1983 og sat á þingi til ársins 1987. Hann var varaþingmaður flokksins í kjördæminu, kjörtímabilið 1987-1991. Gunnar kvæntist Elísu Steinunni Jónsdóttur og eignuðust þau fjögur börn, en fyrir átti Gunnar eina dóttur. Með Gunnari er fallinn í valinn einn af fremstu lagasérfræðingum þjóðarinnar á 20. öld.
Áhugavert á Netinu
Gróska háskóla spor í rétta átt - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Batnandi staða og örvænting varaþingmanns - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Samkeppni og viðkvæmni sáttasemjarans - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Harkaleg kosningabarátta í Bandaríkjunum - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Sjö sóttu um stöðu dómara við Hæstarétt Íslands - Pétur hættir 1. október
Tekjuskattur lækkaður um 1% - veikluleg byrjun á efndum loforðanna
Cherie Booth Blair kom til landsins og flutti erindi og opnaði listsýningu
Rússnesku farþegaflugvélunum var grandað af téténskum múslímum
Flokksþing Repúblikanaflokksins hefst í Madison Square Garden í NY í dag
Dætur forsetaframbjóðandanna bandarísku fá kraftmikil viðbrögð á MTV
George W. Bush forseti, mælist með meira fylgi nú í Flórída en John Kerry
Líflegt starf ungra sjálfstæðismanna á Bifröst - ályktun SUS um borgarmál
R-listinn loks reiðubúinn að selja borgarfyrirtæki í samkeppnisrekstri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir siglir gámaskipi í nýjum siglingahermi
Mjög umdeild skipan Ragnhildar Arnljótsdóttur sem ráðuneytisstjóra
Dularfullur samsöngur Bjarkar Guðmundsdóttur og Kelis á laginu Oceania
Darkness valdir besta hljómsveitin á Kerrang tónlistarverðlaunahátíðinni
Scarlett Johansson valin nýtt andlit Calvin Klein snyrtivörufyrirtækisins
Dagurinn í dag
1720 Jón Vídalín biskup, lést á leið norður Kaldadal - staðurinn hefur síðan heitið Biskupsbrekka
1779 Hið íslenska lærdómsfélag var stofnað í Kaupmannahöfn - var loks lagt niður árið 1796
1935 Íslenska ríkið eignaðist Geysi í Haukadal - svæðið hafði þá verið í eigu útlendinga í tíu ár
1967 Borgarskálabruninn - vöruskemmur Eimskips við Borgartún brunnu, en í skemmunum voru þúsundir tonna af vörum. Um var að ræða mesta eignartjón í eldsvoða hérlendis, fram að þeim tíma
1967 Thurgood Marshall verður hæstaréttardómari í Bandaríkjunum - fyrstur þeldökkra manna
Snjallyrði dagsins
If only God would give me some clear sign! Like making a large deposit in my name in a Swiss bank.
Woody Allen leikari og leikstjóri
<< Heim