Heitast í umræðunni
Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna, og John Edwards öldungadeildarþingmaður, tókust harkalega á í kappræðum sínum í Case Western-háskólanum í Cleveland í Ohio, í nótt. Var farið vítt yfir sviðið og rædd öll helstu umfjöllunarefni í kosningabaráttunni að þessu sinni: t.d. utanríkismál, heilbrigðismál, efnahagsmál og innanríkismál, svo fátt eitt sé nefnt. Kappræðurnar stóðu í 90 mínútur og spyrill var fréttakonan Gwen Ifill sem stjórnar fréttaskýringaþættinum NewsHour á PBS með Jim Lehrer sem var spyrill í fyrstu kappræðum forsetaefnanna í síðustu viku. Edwards og Cheney sátu saman við borð þar sem fréttakonan sat og svöruðu spurningum hennar og tókust á um málin þess á milli. Frambjóðendurnir skutu harkalega á hvorn annan þegar málefni Íraks voru rædd. Edwards sakaði Bush-stjórnina um alvarleg dómgreindarmistök þegar kom að innrásinni í Afganistan og Írak og sagði að stjórnin hefði setið hjá og ekkert aðhafst í atvinnumálum. Cheney svaraði honum með þjósti að hann væri greinilega ekki með allar staðreyndirnar á hreinu. Edwards sagði við Cheney að hann væri greinilega ekki heiðarlegur við hinn almenna kjósanda með svörum sínum. Edwards var allt frá upphafsmínútum kappræðnanna í árásargírnum rétt eins og Kerry í fyrstu kappræðunum. Það er greinilegt að frambjóðendur demókrata telja sig verða að sækja af krafti til að ná frumkvæði í slagnum og beita öllu til að slengja fram. Athygli vöktu ummæli Edwards þegar vikið var að fyrirtækinu Halliburton, sem Cheney tengdist eitt sinn. Cheney svaraði ásökunum hans með þeim hætti að hann ætti að vita betur en ljúga að þjóðinni. Báðir frambjóðendur voru kraftmiklir og verður vart sagt að annar þeirra hafi unnið stóran sigur í umræðunni, en þetta er eina skiptið í kosningaslagnum sem þeir munu ræða málin. 27 dagar eru til kosninga, slagurinn harðnar sífellt og verður beittari með hverjum deginum. Framundan er spennandi og kraftmikil kosningabarátta sem verður hiklaust ein sú harkalegasta í sögu landsins.
Upptaka af kappræðum Dick Cheney og John Edwards
Hápunktar í kappræðum Dick Cheney og John Edwards
Kappræður Dick Cheney og John Edwards - endurrit af umræðunum
Forsvarsmenn samtaka sjómanna mættu á bryggjuna á Akureyri í hádeginu í dag þegar Sólbakur EA-7, kom til hafnar úr fyrstu veiðiferð sinni eftir að umdeildir ráðningarsamningar voru gerðir við áhöfn skipsins. Eru forystumenn sjómanna greinilega staðráðnir í því að koma í veg fyrir löndun úr skipinu og lögðu bílum sínum á bryggjuna við skipshlið. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki skipt sér af málinu, þó forsvarsmenn Brims hafi skipað henni að skerast í leikinn og fjarlægja forystumenn sjómannahreyfingarinnar. Meðal þeirra sem voru við Akureyrarhöfn í dag og tóku þátt í aðgerðunum voru Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands, og Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Er skipið gert út af hálfu útgerðarfélagsins Sólbaks, sem er að fullu í eigu Brims. Félagið er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa á skipinu standa utan stéttarfélaga sjómanna. Eins og flestum er kunnugt er hér deilt um ráðningarsamninga sem gerð var áhöfnina á dögunum. Að mínu mati eru aðgerðir sjómannaforystunnar frekar sorglegar og langt í frá þeirra málstað til sóma. Ef þeir telja samningana ranga eða ekki standast lög, ættu þeir að leita réttar síns fyrir dómstólum og sækja þar að útgerðarmönnunum sem um ræðir. Að mínu mati er talsverð ábyrgð fólgin í því að stöðva með slíkum aðgerðum 120 manna vinnustað sem útgerð Brims hér í bænum er. Ef ekki verður gert bráðlega að þeim afla sem um ræðir mun hann skemmast og vinnustaðurinn stöðvast vegna hráefnisskorts. Því tel ég rétt að lýsa yfir andstöðu minni við aðgerðir sjómannaforystunnar og hvet viðkomandi aðila til að sækja rétt sinn ef þeir telja á honum brotið með öðrum hætti.
Umræða um háhýsi við Baldurshaga
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var samþykkt tillaga umhverfisráðs um breytingu á aðalskipulagi svæðisins umhverfis Baldurshaga við Brekkugötu, sem unnin var af Árna Ólafssyni arkitekt, sem gerir ráð fyrir að breyta óbyggðu svæði og almennu útivistarsvæði í íbúðarsvæði. Samkvæmt þessari samþykkt fer tillagan nú á borð Skipulagsstofnunar til athugunar og verður síðan auglýst sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Um er að ræða mikið hitamál í bæjarmálum hér á Akureyri. Hart er tekist á um hvort byggja eigi á þessari lóð 12 hæða háhýsi þar sem nú stendur lítið, gamalt íbúðarhús með nafninu Baldurshagi. Eins og fram hefur komið á þessum vef, er ég hef tjáð mig um málið, hef ég ekki viljað útiloka neitt í málinu, viljað heyra allar hliðar þess og fara yfir það frá mörgum hliðum. Það er að mínu mati ábyrgðarhluti að útiloka þætti málsins án þess að kynna sér þá og fara vel yfir. Þótti mér athyglisvert að fylgjast með fundi bæjarstjórnar og heyra þar skoðanaskipti kjörinna fulltrúa bæjarins um málið og þeirra skoðanir á málinu. Hef ég aldrei talið rétt að útiloka það að byggja á þessari lóð. Þykir mér rétt að árétta mínar skoðanir á þessu við þetta tækifæri sem nú verður. Að mínu mati þurfa að koma fram ítarlegri tillögur að húsi á þessum stað, tel ég rétt að tjá þá skoðun að leitað verði eftir því að það hús sem rísi á þessum stað verði mögulega með öðrum hætti en framkomnar tillögur. Það breytir því þó ekki að ég tel rétt að byggja á þessari lóð, en það má vinna með öðrum hætti en liggur fyrir. Það er mikilvægt að meirihluti bæjarstjórnar leiti leiða til að fá fram aðrar hugmyndir að byggingu á staðnum sem betur gæti fallið inn í heildarmynd hverfisins en framkomnar tillögur gera ráð fyrir. Málið verður unnið betur á næstu vikum og verður þá mögulegt að taka endanlega afstöðu til alls málsins í kjölfar tillagna sem koma fram úr þessu ferli málsins.
Dagurinn í dag
1973 Yom Kippur stríðið hefst - átök Araba og Ísraela hófust á heilagasta degi gyðinga, Yom Kippur
1981 Anwar Sadat forseti Egyptalands, myrtur á hersýningu í Kairó, af aðilum í hersveit hins íslamska Jihad í Egyptalandi, sem voru andsnúnir friðarsamningum ríkisstjórnar hans við Ísrael. Sadat var 62 ára að aldri er hann var myrtur og hafði setið sem forseti landsins í 11 ár, frá árinu 1970. Eftirmaður hans á forsetastóli var Hosni Mubarak varaforseti. Mubarak hefur setið á valdastóli alla tíð síðan
1993 Flogið var í fyrsta sinn í gegnum gatið á Dyrhólaey - Arngrímur Jóhannsson flaug vélinni
2000 Slobodan Milosevic segir af sér forsetaembætti í Júgóslavíu í kjölfar uppreisnar almennings
2003 Leikarinn Arnold Schwarzenegger kjörinn ríkisstjóri Kaliforníu - fellir Gray Davis í kosningu
Snjallyrði dagsins
Ég vil þangað, sem ég heyri
minn eigin andardrátt,
og allt er undrum vafið
og ævintýrablátt
og ég get innsta eðli mitt
eitt til vegar spurt.
Ég vil fara, fara eitthvað
langt, langt í burt.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) (Ég vil fara)
Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna, og John Edwards öldungadeildarþingmaður, tókust harkalega á í kappræðum sínum í Case Western-háskólanum í Cleveland í Ohio, í nótt. Var farið vítt yfir sviðið og rædd öll helstu umfjöllunarefni í kosningabaráttunni að þessu sinni: t.d. utanríkismál, heilbrigðismál, efnahagsmál og innanríkismál, svo fátt eitt sé nefnt. Kappræðurnar stóðu í 90 mínútur og spyrill var fréttakonan Gwen Ifill sem stjórnar fréttaskýringaþættinum NewsHour á PBS með Jim Lehrer sem var spyrill í fyrstu kappræðum forsetaefnanna í síðustu viku. Edwards og Cheney sátu saman við borð þar sem fréttakonan sat og svöruðu spurningum hennar og tókust á um málin þess á milli. Frambjóðendurnir skutu harkalega á hvorn annan þegar málefni Íraks voru rædd. Edwards sakaði Bush-stjórnina um alvarleg dómgreindarmistök þegar kom að innrásinni í Afganistan og Írak og sagði að stjórnin hefði setið hjá og ekkert aðhafst í atvinnumálum. Cheney svaraði honum með þjósti að hann væri greinilega ekki með allar staðreyndirnar á hreinu. Edwards sagði við Cheney að hann væri greinilega ekki heiðarlegur við hinn almenna kjósanda með svörum sínum. Edwards var allt frá upphafsmínútum kappræðnanna í árásargírnum rétt eins og Kerry í fyrstu kappræðunum. Það er greinilegt að frambjóðendur demókrata telja sig verða að sækja af krafti til að ná frumkvæði í slagnum og beita öllu til að slengja fram. Athygli vöktu ummæli Edwards þegar vikið var að fyrirtækinu Halliburton, sem Cheney tengdist eitt sinn. Cheney svaraði ásökunum hans með þeim hætti að hann ætti að vita betur en ljúga að þjóðinni. Báðir frambjóðendur voru kraftmiklir og verður vart sagt að annar þeirra hafi unnið stóran sigur í umræðunni, en þetta er eina skiptið í kosningaslagnum sem þeir munu ræða málin. 27 dagar eru til kosninga, slagurinn harðnar sífellt og verður beittari með hverjum deginum. Framundan er spennandi og kraftmikil kosningabarátta sem verður hiklaust ein sú harkalegasta í sögu landsins.
Upptaka af kappræðum Dick Cheney og John Edwards
Hápunktar í kappræðum Dick Cheney og John Edwards
Kappræður Dick Cheney og John Edwards - endurrit af umræðunum
Forsvarsmenn samtaka sjómanna mættu á bryggjuna á Akureyri í hádeginu í dag þegar Sólbakur EA-7, kom til hafnar úr fyrstu veiðiferð sinni eftir að umdeildir ráðningarsamningar voru gerðir við áhöfn skipsins. Eru forystumenn sjómanna greinilega staðráðnir í því að koma í veg fyrir löndun úr skipinu og lögðu bílum sínum á bryggjuna við skipshlið. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki skipt sér af málinu, þó forsvarsmenn Brims hafi skipað henni að skerast í leikinn og fjarlægja forystumenn sjómannahreyfingarinnar. Meðal þeirra sem voru við Akureyrarhöfn í dag og tóku þátt í aðgerðunum voru Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands, og Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Er skipið gert út af hálfu útgerðarfélagsins Sólbaks, sem er að fullu í eigu Brims. Félagið er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa á skipinu standa utan stéttarfélaga sjómanna. Eins og flestum er kunnugt er hér deilt um ráðningarsamninga sem gerð var áhöfnina á dögunum. Að mínu mati eru aðgerðir sjómannaforystunnar frekar sorglegar og langt í frá þeirra málstað til sóma. Ef þeir telja samningana ranga eða ekki standast lög, ættu þeir að leita réttar síns fyrir dómstólum og sækja þar að útgerðarmönnunum sem um ræðir. Að mínu mati er talsverð ábyrgð fólgin í því að stöðva með slíkum aðgerðum 120 manna vinnustað sem útgerð Brims hér í bænum er. Ef ekki verður gert bráðlega að þeim afla sem um ræðir mun hann skemmast og vinnustaðurinn stöðvast vegna hráefnisskorts. Því tel ég rétt að lýsa yfir andstöðu minni við aðgerðir sjómannaforystunnar og hvet viðkomandi aðila til að sækja rétt sinn ef þeir telja á honum brotið með öðrum hætti.
Umræða um háhýsi við Baldurshaga
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var samþykkt tillaga umhverfisráðs um breytingu á aðalskipulagi svæðisins umhverfis Baldurshaga við Brekkugötu, sem unnin var af Árna Ólafssyni arkitekt, sem gerir ráð fyrir að breyta óbyggðu svæði og almennu útivistarsvæði í íbúðarsvæði. Samkvæmt þessari samþykkt fer tillagan nú á borð Skipulagsstofnunar til athugunar og verður síðan auglýst sbr. 17. og 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Um er að ræða mikið hitamál í bæjarmálum hér á Akureyri. Hart er tekist á um hvort byggja eigi á þessari lóð 12 hæða háhýsi þar sem nú stendur lítið, gamalt íbúðarhús með nafninu Baldurshagi. Eins og fram hefur komið á þessum vef, er ég hef tjáð mig um málið, hef ég ekki viljað útiloka neitt í málinu, viljað heyra allar hliðar þess og fara yfir það frá mörgum hliðum. Það er að mínu mati ábyrgðarhluti að útiloka þætti málsins án þess að kynna sér þá og fara vel yfir. Þótti mér athyglisvert að fylgjast með fundi bæjarstjórnar og heyra þar skoðanaskipti kjörinna fulltrúa bæjarins um málið og þeirra skoðanir á málinu. Hef ég aldrei talið rétt að útiloka það að byggja á þessari lóð. Þykir mér rétt að árétta mínar skoðanir á þessu við þetta tækifæri sem nú verður. Að mínu mati þurfa að koma fram ítarlegri tillögur að húsi á þessum stað, tel ég rétt að tjá þá skoðun að leitað verði eftir því að það hús sem rísi á þessum stað verði mögulega með öðrum hætti en framkomnar tillögur. Það breytir því þó ekki að ég tel rétt að byggja á þessari lóð, en það má vinna með öðrum hætti en liggur fyrir. Það er mikilvægt að meirihluti bæjarstjórnar leiti leiða til að fá fram aðrar hugmyndir að byggingu á staðnum sem betur gæti fallið inn í heildarmynd hverfisins en framkomnar tillögur gera ráð fyrir. Málið verður unnið betur á næstu vikum og verður þá mögulegt að taka endanlega afstöðu til alls málsins í kjölfar tillagna sem koma fram úr þessu ferli málsins.
Dagurinn í dag
1973 Yom Kippur stríðið hefst - átök Araba og Ísraela hófust á heilagasta degi gyðinga, Yom Kippur
1981 Anwar Sadat forseti Egyptalands, myrtur á hersýningu í Kairó, af aðilum í hersveit hins íslamska Jihad í Egyptalandi, sem voru andsnúnir friðarsamningum ríkisstjórnar hans við Ísrael. Sadat var 62 ára að aldri er hann var myrtur og hafði setið sem forseti landsins í 11 ár, frá árinu 1970. Eftirmaður hans á forsetastóli var Hosni Mubarak varaforseti. Mubarak hefur setið á valdastóli alla tíð síðan
1993 Flogið var í fyrsta sinn í gegnum gatið á Dyrhólaey - Arngrímur Jóhannsson flaug vélinni
2000 Slobodan Milosevic segir af sér forsetaembætti í Júgóslavíu í kjölfar uppreisnar almennings
2003 Leikarinn Arnold Schwarzenegger kjörinn ríkisstjóri Kaliforníu - fellir Gray Davis í kosningu
Snjallyrði dagsins
Ég vil þangað, sem ég heyri
minn eigin andardrátt,
og allt er undrum vafið
og ævintýrablátt
og ég get innsta eðli mitt
eitt til vegar spurt.
Ég vil fara, fara eitthvað
langt, langt í burt.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) (Ég vil fara)
<< Heim