Bush endurkjörinn - demókratar í sárum
Úrslit liggja nú formlega fyrir í bandarísku forsetakosningunum. Öll fylki landsins hafa sent frá sér staðfest úrslit atkvæða sem greidd voru á kjördag og endanlegar niðurstöður varðandi kjörmenn fylkjanna. Undir lokin voru aðeins Iowa og Nýja Mexíkó með óstaðfest heildarúrslit hvað varðar hvert kjörmenn þeirra færu. Niðurstöðurnar höfðu engin úrslitaáhrif á heildarúrslit kosninganna, enda hafði George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tryggt sér forsetaembættið með sigrinum í Ohio. Forsetinn vann sigur í báðum fylkjunum og hefur hann því hlotið 286 kjörmenn, en John Kerry hlaut 252 kjörmenn. Kjörmannasamkundan mun koma saman í Washington þann 13. desember nk. og kjósa þar formlega forsetann áfram til setu í forsetaembættinu. Þegar talin hafa verið öll atkvæði á kjörfundi á þriðjudag hefur forsetinn hlotið 59.459.765 atkvæði eða 51%. Kerry hefur hinsvegar hlotið 55.949.407 atkvæði eða 48%. Er ekki hægt að segja annað en að sigur Bush sé glæsilegur, mun meira afgerandi en seinustu skoðanakannanir fyrir kjördag höfðu gefið til kynna. Hann er sá forseti í sögu Bandaríkjanna sem hefur hlotið flest atkvæði í forsetakosningum og 16 ár eru liðin síðan það gerðist síðast að forseti hlyti meira en helming greidda atkvæða. Jafnframt hefur það ekki gerst í rúm 70 ár að flokkur sitjandi forseta auki meirihluta sinn í báðum þingdeildum samhliða forsetakjöri. Sigur forsetans er því sögulegur, enda eru andstæðingar hans enn að sleikja sárin og sitja eftir með sárt ennið eftir þá útreið sem þeir fengu á þriðjudag. Mesta áfall demókrata fyrir utan að Kerry tókst ekki að fella forsetann af valdastóli var það að missa Tom Daschle leiðtoga flokksins í öldungadeildinni, af þingi. Fyrir liggur nú að eftirmaður hans á þeim stóli verði Harry Reid, sem var kjörinn á þriðjudag fjórða sinni sem öldungadeildarþingmaður fyrir Nevada-fylki. Nancy Pelosi verður áfram leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hafa þau bæði leitað eftir samstarfi við forsetann í málefnum komandi ára. Við blasir að demókratar þurfa að byggja sig upp frá grunni, forystulega sem hugsjónalega séð í starfi sínu fyrir þingkosningar 2006 og svo forsetakjör 2008, til að eiga einhvern hinn minnsta möguleika á að ná einhverjum áhrifum í bandarískum stjórnmálum. Verður spennandi að fylgjast með bandarískri pólitík næstu fjögurra ára, á seinna kjörtímabili Bush forseta, og hvernig honum muni höndlast stjórn landsins eftir að hafa hlotið svo afgerandi umboð til áframhaldandi verka, sem úrslitin á þriðjudag voru fyrir hann.
Dr. Shirin Ebadi heiðruð á ráðstefnu á Akureyri
Íranski mannréttindafrömuðurinn og nóbelsverðlaunahafinn dr. Shirin Ebadi tók í morgun við heiðursdoktorsnafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri í upphafi ráðstefnu deildarinnar um mannréttindamál. Hún hófst klukkan 10 með því að Þorsteinn Gunnarsson rektor, flutti ávarp og setti ráðstefnuna formlega. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, flutti stutt ávarp að því loknu. Karlakór Akureyrar Geysir söng nokkur lög við upphaf ráðstefnunnar af sinni alkunnu snilld. Kl. 10:30 afhenti Mikael M. Karlsson forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans, dr. Shirin Ebadi handhafa friðarverðlauna Nóbels, heiðursdoktorsnafnbót fyrir hönd deildarinnar og skólans. Mannréttindalögfræðingurinn Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir mannréttindum í heimalandi sínu, Íran. Shirin er fædd í Íran 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Tehran og var í hópi brautryðjanda úr röðum kvenna í dómarastétt. Hún var forseti borgardóms í Teheran 1975-1979 en eftir byltinguna í byrjun ársins 1979 var hún neydd til að segja af sér. Hún er löngu þekkt sem lögmaður og verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran. Shirin Ebadi er talsmaður fyrir hófsöm sjónarmið í trúmálum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt samleið með mannréttindum og lýðræði. Hún er sérstakur talsmaður mannréttinda flóttafólks, kvenna og barna. Flutti hún gott ávarp við upphaf ráðstefnunnar og fór yfir mannréttindi kvenna og gildi þeirra í nútímasamfélagi í M-Austurlöndum. Var erindi hennar mjög fróðlegt og gott. Að því loknu hófst almenn dagskrá ráðstefnunnar. Guðmundur Alfreðsson forstöðumaður Mannréttindastofnunar Raouls Wallenberg í Lundi, talaði um fræðslu mannréttindamála, Margrét Heinreksdóttir lektor í lögfræði og þróunarfræðum við Háskólann á Akureyri, flutti erindi um mannréttindi kvenna í Kósóvó. Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, flutti erindi um viðskipti og mannréttindi. Að loknu matarhléi flutti Rachael Lorna Johnstone lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri, athyglisvert erindi um áhrif femínista á Sameinuðu þjóðirnar. Björg Thorarensen lagaprófessor, flutti erindi um mannréttindi og aðgerðir SÞ gegn hryðjuverkum. Garrett Barden prófessor emeritus frá Írska ríkisháskólanum í Cork um mannréttindi kynþátta. Þórdís Ingadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu um alþjóðlega glæpadómsstóla. Í lok ráðstefnunnar flutti Þór Vilhjálmsson fyrrum forseti Hæstaréttar og varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu, lokaorð. Ráðstefnan var mjög gagnleg og var gaman að sitja hana og fræðast um þessi mál.
Dagurinn í dag
1900 William McKinley endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - var myrtur 6. sept. 1901 í New York
1968 Richard Nixon kjörinn forseti Bandaríkjanna - náði naumum sigri gegn Hubert Humphrey
1983 Þorsteinn Pálsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í stað Geirs Hallgrímssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þorsteinn var formaður flokksins í rúm sjö ár, tapaði fyrir Davíð Oddssyni í formannskjöri 1991. Var fjármálaráðherra 1985-1987, forsætisráðherra 1987-1988 og sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra 1991-1999. Þorsteinn varð sendiherra í lok ferils síns árið 1999
1996 Bill Clinton endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - sigraði Bob Dole með mjög afgerandi hætti
1999 Ástralir ákveða í kosningu að hafna sjálfstæði og vera áfram í konungssambandi við Bretland
Snjallyrði dagsins
Bush is sweeping through the South like a big wheel through a cotton field.
Dan Rather fréttastjóri CBS (sagt í kosningavöku CBS)
Úrslit liggja nú formlega fyrir í bandarísku forsetakosningunum. Öll fylki landsins hafa sent frá sér staðfest úrslit atkvæða sem greidd voru á kjördag og endanlegar niðurstöður varðandi kjörmenn fylkjanna. Undir lokin voru aðeins Iowa og Nýja Mexíkó með óstaðfest heildarúrslit hvað varðar hvert kjörmenn þeirra færu. Niðurstöðurnar höfðu engin úrslitaáhrif á heildarúrslit kosninganna, enda hafði George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tryggt sér forsetaembættið með sigrinum í Ohio. Forsetinn vann sigur í báðum fylkjunum og hefur hann því hlotið 286 kjörmenn, en John Kerry hlaut 252 kjörmenn. Kjörmannasamkundan mun koma saman í Washington þann 13. desember nk. og kjósa þar formlega forsetann áfram til setu í forsetaembættinu. Þegar talin hafa verið öll atkvæði á kjörfundi á þriðjudag hefur forsetinn hlotið 59.459.765 atkvæði eða 51%. Kerry hefur hinsvegar hlotið 55.949.407 atkvæði eða 48%. Er ekki hægt að segja annað en að sigur Bush sé glæsilegur, mun meira afgerandi en seinustu skoðanakannanir fyrir kjördag höfðu gefið til kynna. Hann er sá forseti í sögu Bandaríkjanna sem hefur hlotið flest atkvæði í forsetakosningum og 16 ár eru liðin síðan það gerðist síðast að forseti hlyti meira en helming greidda atkvæða. Jafnframt hefur það ekki gerst í rúm 70 ár að flokkur sitjandi forseta auki meirihluta sinn í báðum þingdeildum samhliða forsetakjöri. Sigur forsetans er því sögulegur, enda eru andstæðingar hans enn að sleikja sárin og sitja eftir með sárt ennið eftir þá útreið sem þeir fengu á þriðjudag. Mesta áfall demókrata fyrir utan að Kerry tókst ekki að fella forsetann af valdastóli var það að missa Tom Daschle leiðtoga flokksins í öldungadeildinni, af þingi. Fyrir liggur nú að eftirmaður hans á þeim stóli verði Harry Reid, sem var kjörinn á þriðjudag fjórða sinni sem öldungadeildarþingmaður fyrir Nevada-fylki. Nancy Pelosi verður áfram leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hafa þau bæði leitað eftir samstarfi við forsetann í málefnum komandi ára. Við blasir að demókratar þurfa að byggja sig upp frá grunni, forystulega sem hugsjónalega séð í starfi sínu fyrir þingkosningar 2006 og svo forsetakjör 2008, til að eiga einhvern hinn minnsta möguleika á að ná einhverjum áhrifum í bandarískum stjórnmálum. Verður spennandi að fylgjast með bandarískri pólitík næstu fjögurra ára, á seinna kjörtímabili Bush forseta, og hvernig honum muni höndlast stjórn landsins eftir að hafa hlotið svo afgerandi umboð til áframhaldandi verka, sem úrslitin á þriðjudag voru fyrir hann.
Dr. Shirin Ebadi heiðruð á ráðstefnu á Akureyri
Íranski mannréttindafrömuðurinn og nóbelsverðlaunahafinn dr. Shirin Ebadi tók í morgun við heiðursdoktorsnafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri í upphafi ráðstefnu deildarinnar um mannréttindamál. Hún hófst klukkan 10 með því að Þorsteinn Gunnarsson rektor, flutti ávarp og setti ráðstefnuna formlega. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, flutti stutt ávarp að því loknu. Karlakór Akureyrar Geysir söng nokkur lög við upphaf ráðstefnunnar af sinni alkunnu snilld. Kl. 10:30 afhenti Mikael M. Karlsson forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans, dr. Shirin Ebadi handhafa friðarverðlauna Nóbels, heiðursdoktorsnafnbót fyrir hönd deildarinnar og skólans. Mannréttindalögfræðingurinn Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir mannréttindum í heimalandi sínu, Íran. Shirin er fædd í Íran 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Tehran og var í hópi brautryðjanda úr röðum kvenna í dómarastétt. Hún var forseti borgardóms í Teheran 1975-1979 en eftir byltinguna í byrjun ársins 1979 var hún neydd til að segja af sér. Hún er löngu þekkt sem lögmaður og verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran. Shirin Ebadi er talsmaður fyrir hófsöm sjónarmið í trúmálum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt samleið með mannréttindum og lýðræði. Hún er sérstakur talsmaður mannréttinda flóttafólks, kvenna og barna. Flutti hún gott ávarp við upphaf ráðstefnunnar og fór yfir mannréttindi kvenna og gildi þeirra í nútímasamfélagi í M-Austurlöndum. Var erindi hennar mjög fróðlegt og gott. Að því loknu hófst almenn dagskrá ráðstefnunnar. Guðmundur Alfreðsson forstöðumaður Mannréttindastofnunar Raouls Wallenberg í Lundi, talaði um fræðslu mannréttindamála, Margrét Heinreksdóttir lektor í lögfræði og þróunarfræðum við Háskólann á Akureyri, flutti erindi um mannréttindi kvenna í Kósóvó. Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, flutti erindi um viðskipti og mannréttindi. Að loknu matarhléi flutti Rachael Lorna Johnstone lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri, athyglisvert erindi um áhrif femínista á Sameinuðu þjóðirnar. Björg Thorarensen lagaprófessor, flutti erindi um mannréttindi og aðgerðir SÞ gegn hryðjuverkum. Garrett Barden prófessor emeritus frá Írska ríkisháskólanum í Cork um mannréttindi kynþátta. Þórdís Ingadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu um alþjóðlega glæpadómsstóla. Í lok ráðstefnunnar flutti Þór Vilhjálmsson fyrrum forseti Hæstaréttar og varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu, lokaorð. Ráðstefnan var mjög gagnleg og var gaman að sitja hana og fræðast um þessi mál.
Dagurinn í dag
1900 William McKinley endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - var myrtur 6. sept. 1901 í New York
1968 Richard Nixon kjörinn forseti Bandaríkjanna - náði naumum sigri gegn Hubert Humphrey
1983 Þorsteinn Pálsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í stað Geirs Hallgrímssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þorsteinn var formaður flokksins í rúm sjö ár, tapaði fyrir Davíð Oddssyni í formannskjöri 1991. Var fjármálaráðherra 1985-1987, forsætisráðherra 1987-1988 og sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra 1991-1999. Þorsteinn varð sendiherra í lok ferils síns árið 1999
1996 Bill Clinton endurkjörinn forseti Bandaríkjanna - sigraði Bob Dole með mjög afgerandi hætti
1999 Ástralir ákveða í kosningu að hafna sjálfstæði og vera áfram í konungssambandi við Bretland
Snjallyrði dagsins
Bush is sweeping through the South like a big wheel through a cotton field.
Dan Rather fréttastjóri CBS (sagt í kosningavöku CBS)
<< Heim