Flest bendir til sigurs George W. Bush í forsetakosningunum
Flest bendir til þess að George Walker Bush hafi verið endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum í gær. Nú klukkan níu að morgni er staðan þannig að Bush hefur hlotið 274 kjörmenn með væntanlegum sigri í Ohio og hafi því sigrað í kosningunum. Bush hefur hlotið 51% atkvæða á landsvísu en Kerry er með 48%. Repúblikanar héldu meirihluta sínum, bæði í fulltrúa- og öldungadeild þingsins. Tom Daschle leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, missti þingsæti sitt naumlega í hörðum kosningaslag á móti John Thune í S-Dakóta. Eru demókratar því leiðtogalausir í deildinni.
Demókratar eru ekki reiðubúnir að viðurkenna að John Kerry forsetaefni þeirra, hafi beðið ósigur í Ohio. Ávarpaði John Edwards varaforsetaefni Kerrys, mannfjöldann í Boston klukkan hálfátta að íslenskum tíma, og tilkynnti að hann og Kerry myndu ekki viðurkenna ósigur fyrr en endanleg úrslit koma frá Ohio. Hvíta húsið svaraði til baka með þeim hætti að forsetinn hefði sigrað í fylkinu, enginn vafi léki á því. Gæti svo farið sem margir spáðu að lagaflækjur taki við og langvinn og hatrömm barátta um völdin, ef vandræði verður með staðfestingu talna þar. Er það þó alls óvíst. Sá möguleiki er einnig til staðar sem ég hafði spáð í pælingum mínum að Kerry vinni afganginn utan Ohio og hljóti 269 kjörmenn eins og forsetinn. Komi til þess skellur á stjórnarfarskreppa í landinu. Fer málið þá fyrir þingdeildirnar, en þar hafa repúblikanar meirihluta og Bush og Cheney hlytu kjör í embætti forseta og varaforseta. En eins og öllum er ljóst mun slíkt ferli verða þungt í vöfum og langvinnt.
Vann forsetinn sigur í Flórída sem lætin urðu um fyrir fjórum árum. Hefur Bush unnið kosningasigur utan Ohio og Flórída í Nevada, Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, Colorado, Flórída, Georgía, Idaho, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Montana, Nebraska, N-Karólínu, Norður-Dakóta, Ohio, Oklahoma, S-Karólínu, S-Dakota, Tennessee, Texas, Utah, Virginíu, Vestur-Virginíu og Wyoming. Kerry vann í Kaliforníu, Connecticut, Delaware, Illinois, Maine, Maryland, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, New York, Oregon, Pennsylvaníu, Rhode Island, Vermont, Minnesota, Michigan, Washington, og í Washington DC.
Staðan er því brothætt og ekki endanlega ljóst hvor frambjóðandinn hrósar endanlega sigri, þó staða Bush sé öllu vænlegri nú og stefni flest í að hann verði áfram forseti. En allt stefnir í að Ohio 2004 verði að Flórída 2000, eins ömurlegt og það hljómar. Ég hef vakað í alla nótt yfir úrslitunum og mun skrifa hér inn þegar og ef tilefni gefst til.
Flest bendir til þess að George Walker Bush hafi verið endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum í gær. Nú klukkan níu að morgni er staðan þannig að Bush hefur hlotið 274 kjörmenn með væntanlegum sigri í Ohio og hafi því sigrað í kosningunum. Bush hefur hlotið 51% atkvæða á landsvísu en Kerry er með 48%. Repúblikanar héldu meirihluta sínum, bæði í fulltrúa- og öldungadeild þingsins. Tom Daschle leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, missti þingsæti sitt naumlega í hörðum kosningaslag á móti John Thune í S-Dakóta. Eru demókratar því leiðtogalausir í deildinni.
Demókratar eru ekki reiðubúnir að viðurkenna að John Kerry forsetaefni þeirra, hafi beðið ósigur í Ohio. Ávarpaði John Edwards varaforsetaefni Kerrys, mannfjöldann í Boston klukkan hálfátta að íslenskum tíma, og tilkynnti að hann og Kerry myndu ekki viðurkenna ósigur fyrr en endanleg úrslit koma frá Ohio. Hvíta húsið svaraði til baka með þeim hætti að forsetinn hefði sigrað í fylkinu, enginn vafi léki á því. Gæti svo farið sem margir spáðu að lagaflækjur taki við og langvinn og hatrömm barátta um völdin, ef vandræði verður með staðfestingu talna þar. Er það þó alls óvíst. Sá möguleiki er einnig til staðar sem ég hafði spáð í pælingum mínum að Kerry vinni afganginn utan Ohio og hljóti 269 kjörmenn eins og forsetinn. Komi til þess skellur á stjórnarfarskreppa í landinu. Fer málið þá fyrir þingdeildirnar, en þar hafa repúblikanar meirihluta og Bush og Cheney hlytu kjör í embætti forseta og varaforseta. En eins og öllum er ljóst mun slíkt ferli verða þungt í vöfum og langvinnt.
Vann forsetinn sigur í Flórída sem lætin urðu um fyrir fjórum árum. Hefur Bush unnið kosningasigur utan Ohio og Flórída í Nevada, Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, Colorado, Flórída, Georgía, Idaho, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Montana, Nebraska, N-Karólínu, Norður-Dakóta, Ohio, Oklahoma, S-Karólínu, S-Dakota, Tennessee, Texas, Utah, Virginíu, Vestur-Virginíu og Wyoming. Kerry vann í Kaliforníu, Connecticut, Delaware, Illinois, Maine, Maryland, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, New York, Oregon, Pennsylvaníu, Rhode Island, Vermont, Minnesota, Michigan, Washington, og í Washington DC.
Staðan er því brothætt og ekki endanlega ljóst hvor frambjóðandinn hrósar endanlega sigri, þó staða Bush sé öllu vænlegri nú og stefni flest í að hann verði áfram forseti. En allt stefnir í að Ohio 2004 verði að Flórída 2000, eins ömurlegt og það hljómar. Ég hef vakað í alla nótt yfir úrslitunum og mun skrifa hér inn þegar og ef tilefni gefst til.
<< Heim