Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um valdabaráttuna sem birst hefur glögglega í fjölmiðlum seinustu daga samhliða borgarstjóraskiptum og innri átökum við val á eftirmanni Þórólfs Árnasonar eftir að hann varð að segja af sér vegna olíumálsins. Fer ég yfir nokkur atriði þess hvernig þetta hefur birst almenningi með augljóslegum hætti. Lög voru sett af Alþingi á verkfall grunnskólakennara í gær og hefst skólahald aftur eftir helgina, fjalla ég um þá niðurstöðu og það sem við blasir eftir hið langa verkfall kennara. Eins og við er að búast vekur þessi ákvörðun litla hrifningu hjá kennaraforystunni. Skiljanlegt er vissulega að margir kennarar séu sárir og reiðir yfir því að höggvið sé á þann harða hnút, sem óneitanlega var kominn á deiluna, með þessum hætti. Það er engin launung á því að kennarar hafa eftir tveggja mánaða launabaráttu sína orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum og barist af krafti fyrir bættum kjörum sínum.
Eins og komið var sögu voru þó Gerðardómslögin algjörlega óhjákvæmileg. Undarlegt er að kennarar í heild sinni beini gremjunni að ríkisstjórn og Alþingi. Nær væri fyrir þá að líta í eigin barm og á forystu sína. Enginn vafi er á því í mínum huga að alla tíð var borin von að ná samkomulagi í deilunni. Forysta kennara var algjörlega óhæf til samninga. Það var frekar sjónarmið allan tímann að keyra deiluna í verkfall og fara svo að ræða málin. Það er mat mitt að forysta kennara hafi aldrei verið hæf til að halda á málinu og verið algjörlega ómögulegt fyrir nokkurn mann að ná samkomulagi með góðu við þá. Það hafði blasað við í fleiri vikur að borin von var að eiga von á samkomulagi milli deiluaðila við óbreyttar aðstæður. Höggva varð á hnútinn. Það var gert og við blasir að deiluaðilar fái nú tækifæri til að landa málinu fyrir 20. nóvember. Vonandi verður það tækifæri notað. En fyrir mestu er að börnin geti nú haldið á ný til skóla og notið þeirrar menntunar sem þeim ber samkvæmt lögum. Nýlega lögðu tveir varaþingmenn fram þingsályktunartillögu um að skipta um þjóðsöng, ég tjái andstöðu mína við þá hugmynd í pistlinum. Að lokum fjalla ég um nýjustu ályktanir stjórnar Varðar: um stóriðju á Norðurlandi, áfengismál og sjómannaafsláttinn.
Björn Bjarnason sextugur
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, er sextugur í dag. Í tæpan áratug hefur Björn verið með eigin heimasíðu og þar tjáð skoðanir sínar og skrifað um pólitík og fleira, birt þar dagbók og ennfremur allar ræður og greinar sínar. Var Björn brautryðjandi í vefskrifum stjórnmálamanna á netinu og er fyrirmynd margra í netvinnslu og í því að skrifa á vefnum. Á vef hans er hægt að fylgjast með verkum og skrifum Björns allan feril hans sem ráðherra, þingmanns og borgarfulltrúa. Í kjölfar hans hafa margir stjórnmálamenn ákveðið að feta í fótspor Björns og nota sér þennan miðil til að vera í góðum tengslum við umbjóðendur sína. Það hefur alla tíð verið hvetjandi að fylgjast með störfum hans í gegnum vefinn og lesa skrif hans. Hef ég alla tíð borið mikla virðingu fyrir framlagi Björns til netmála, enda tala þau sínu máli og sýna styrka stöðu hans sem nútímastjórnmálamanns. Eins og hann hefur oft bent á er mikið verkefni að halda úti vef með reglulegum skrifum og krefst aga og því að verkefninu sé sinnt af alúð. Þessu hef ég kynnst eftir að ég opnaði þennan vef. Vil ég nota tækifærið og óska Birni og eiginkonu hans, Rut Ingólfsdóttur, innilega til hamingju með daginn og óska þeim alls góðs á komandi árum.
Viðtal Gísla Marteins við Davíð Oddsson
Davíð Oddsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur Gísla Marteins Baldurssonar í spjallþætti hans, Laugardagskvöldi, í gærkvöldi í Ríkissjónvarpinu. Ræddi Davíð þar um veikindi sín seinustu mánuði, í senn bæði af hreinskilni og fullri einlægni. Var mjög athyglisvert að heyra hann tjá sig um lífsreynsluna að leggjast á sjúkrahús og þurfa að undirgangast læknismeðferð vegna veikinda. Kryddaði Davíð frásögnina af þessum atburði í lífi sínu með húmor, eins og hans er von og vísa. Það að Davíð geti gert húmor úr þessari lífsreynslu lýsir gríðarlega miklum styrk hans sem persónu. Það þarf óneitanlega kjark að tjá sig, hvað þá opinberlega, um eigin veikindi, með þeim hætti sem Davíð gerði í þessum þætti. Að mínu mati var þetta besti þáttur Gísla Marteins, frá því hann byrjaði með Laugardagskvöld fyrir tveim árum. Var því ánægjulegt að horfa á þáttinn og heyra frásögn Davíðs. Meðal annarra gesta í þættinum var söngkonan Ragnheiður Gröndal. Söng hún tvö lög af sinni alkunnu snilld. Segja má með sanni að Ragnheiður hafi skotist upp á stjörnuhimininn og sé ein af björtustu vonunum í íslenska tónlistarheiminum í dag.
Dagurinn í dag
1917 Lögræðislög voru staðfest - samkvæmt þeim urðu menn sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Fjárræði var lækkað í 20 ár, 1967, og í 18 ár, 1979. Sjálfræðisaldur var svo hækkaður í 18 ár, 1998
1963 Eldgos hófst á hafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum. Þar sem áður var 130 metra dýpi kom upp eyja sem var nefnd Surtsey. Gosið stóð með hléum í þrjú og hálft ár, fram í júní 1967, og mun vera með lengri gosum frá upphafi Íslandsbyggðar. Surtsey var stærst 2,7 ferkílómetrar en hefur minnkað í tímanna rás, hún var hæst 174 metrar. Eldgosið í sjónum árið 1963 er alveg einstakt
1963 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum - hún sat við völd í tæp sjö ár og var hluti af viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem sat á árunum 1959-1971. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lést á Þingvöllum, 10. júlí 1970. Bjarni fæddist þann 30. apríl 1908. Á löngum ferli var Bjarni, borgarstjóri í Reykjavík, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og varð loks forsætisráðherra, Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins í 9 ár, allt frá 1961 til dauðadags 1970. Var líka ritstjóri Morgunblaðsins
1983 Tómas Guðmundsson skáld, lést, 82 ára að aldri - hann var einna fyrstur skálda til að yrkja um Reykjavíkurlíf og mannlífsbraginn í borginni við sundin. Hann vakti mikla athygli með ljóðabók sinni Fögru veröld, sem kom út 1933. Tómas vakti mikla athygli með liprum og ljúfum skáldstíl sínum
1985 Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára fóstra úr Garðabæ, kjörin Ungfrú Heimur (Miss World) í London
Snjallyrði dagsins
Yasser Arafat is now dead. Damn, just when the peace process was going so well.
Arafat's wife was seen grieving today in the West Bank. She was also in the Citibank, the Mellon Bank, the Wells Fargo Bank.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
Að þessu sinni fjalla ég um valdabaráttuna sem birst hefur glögglega í fjölmiðlum seinustu daga samhliða borgarstjóraskiptum og innri átökum við val á eftirmanni Þórólfs Árnasonar eftir að hann varð að segja af sér vegna olíumálsins. Fer ég yfir nokkur atriði þess hvernig þetta hefur birst almenningi með augljóslegum hætti. Lög voru sett af Alþingi á verkfall grunnskólakennara í gær og hefst skólahald aftur eftir helgina, fjalla ég um þá niðurstöðu og það sem við blasir eftir hið langa verkfall kennara. Eins og við er að búast vekur þessi ákvörðun litla hrifningu hjá kennaraforystunni. Skiljanlegt er vissulega að margir kennarar séu sárir og reiðir yfir því að höggvið sé á þann harða hnút, sem óneitanlega var kominn á deiluna, með þessum hætti. Það er engin launung á því að kennarar hafa eftir tveggja mánaða launabaráttu sína orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum og barist af krafti fyrir bættum kjörum sínum.
Eins og komið var sögu voru þó Gerðardómslögin algjörlega óhjákvæmileg. Undarlegt er að kennarar í heild sinni beini gremjunni að ríkisstjórn og Alþingi. Nær væri fyrir þá að líta í eigin barm og á forystu sína. Enginn vafi er á því í mínum huga að alla tíð var borin von að ná samkomulagi í deilunni. Forysta kennara var algjörlega óhæf til samninga. Það var frekar sjónarmið allan tímann að keyra deiluna í verkfall og fara svo að ræða málin. Það er mat mitt að forysta kennara hafi aldrei verið hæf til að halda á málinu og verið algjörlega ómögulegt fyrir nokkurn mann að ná samkomulagi með góðu við þá. Það hafði blasað við í fleiri vikur að borin von var að eiga von á samkomulagi milli deiluaðila við óbreyttar aðstæður. Höggva varð á hnútinn. Það var gert og við blasir að deiluaðilar fái nú tækifæri til að landa málinu fyrir 20. nóvember. Vonandi verður það tækifæri notað. En fyrir mestu er að börnin geti nú haldið á ný til skóla og notið þeirrar menntunar sem þeim ber samkvæmt lögum. Nýlega lögðu tveir varaþingmenn fram þingsályktunartillögu um að skipta um þjóðsöng, ég tjái andstöðu mína við þá hugmynd í pistlinum. Að lokum fjalla ég um nýjustu ályktanir stjórnar Varðar: um stóriðju á Norðurlandi, áfengismál og sjómannaafsláttinn.
Björn Bjarnason sextugur
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, er sextugur í dag. Í tæpan áratug hefur Björn verið með eigin heimasíðu og þar tjáð skoðanir sínar og skrifað um pólitík og fleira, birt þar dagbók og ennfremur allar ræður og greinar sínar. Var Björn brautryðjandi í vefskrifum stjórnmálamanna á netinu og er fyrirmynd margra í netvinnslu og í því að skrifa á vefnum. Á vef hans er hægt að fylgjast með verkum og skrifum Björns allan feril hans sem ráðherra, þingmanns og borgarfulltrúa. Í kjölfar hans hafa margir stjórnmálamenn ákveðið að feta í fótspor Björns og nota sér þennan miðil til að vera í góðum tengslum við umbjóðendur sína. Það hefur alla tíð verið hvetjandi að fylgjast með störfum hans í gegnum vefinn og lesa skrif hans. Hef ég alla tíð borið mikla virðingu fyrir framlagi Björns til netmála, enda tala þau sínu máli og sýna styrka stöðu hans sem nútímastjórnmálamanns. Eins og hann hefur oft bent á er mikið verkefni að halda úti vef með reglulegum skrifum og krefst aga og því að verkefninu sé sinnt af alúð. Þessu hef ég kynnst eftir að ég opnaði þennan vef. Vil ég nota tækifærið og óska Birni og eiginkonu hans, Rut Ingólfsdóttur, innilega til hamingju með daginn og óska þeim alls góðs á komandi árum.
Viðtal Gísla Marteins við Davíð Oddsson
Davíð Oddsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur Gísla Marteins Baldurssonar í spjallþætti hans, Laugardagskvöldi, í gærkvöldi í Ríkissjónvarpinu. Ræddi Davíð þar um veikindi sín seinustu mánuði, í senn bæði af hreinskilni og fullri einlægni. Var mjög athyglisvert að heyra hann tjá sig um lífsreynsluna að leggjast á sjúkrahús og þurfa að undirgangast læknismeðferð vegna veikinda. Kryddaði Davíð frásögnina af þessum atburði í lífi sínu með húmor, eins og hans er von og vísa. Það að Davíð geti gert húmor úr þessari lífsreynslu lýsir gríðarlega miklum styrk hans sem persónu. Það þarf óneitanlega kjark að tjá sig, hvað þá opinberlega, um eigin veikindi, með þeim hætti sem Davíð gerði í þessum þætti. Að mínu mati var þetta besti þáttur Gísla Marteins, frá því hann byrjaði með Laugardagskvöld fyrir tveim árum. Var því ánægjulegt að horfa á þáttinn og heyra frásögn Davíðs. Meðal annarra gesta í þættinum var söngkonan Ragnheiður Gröndal. Söng hún tvö lög af sinni alkunnu snilld. Segja má með sanni að Ragnheiður hafi skotist upp á stjörnuhimininn og sé ein af björtustu vonunum í íslenska tónlistarheiminum í dag.
Dagurinn í dag
1917 Lögræðislög voru staðfest - samkvæmt þeim urðu menn sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Fjárræði var lækkað í 20 ár, 1967, og í 18 ár, 1979. Sjálfræðisaldur var svo hækkaður í 18 ár, 1998
1963 Eldgos hófst á hafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum. Þar sem áður var 130 metra dýpi kom upp eyja sem var nefnd Surtsey. Gosið stóð með hléum í þrjú og hálft ár, fram í júní 1967, og mun vera með lengri gosum frá upphafi Íslandsbyggðar. Surtsey var stærst 2,7 ferkílómetrar en hefur minnkað í tímanna rás, hún var hæst 174 metrar. Eldgosið í sjónum árið 1963 er alveg einstakt
1963 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum - hún sat við völd í tæp sjö ár og var hluti af viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem sat á árunum 1959-1971. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lést á Þingvöllum, 10. júlí 1970. Bjarni fæddist þann 30. apríl 1908. Á löngum ferli var Bjarni, borgarstjóri í Reykjavík, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og varð loks forsætisráðherra, Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins í 9 ár, allt frá 1961 til dauðadags 1970. Var líka ritstjóri Morgunblaðsins
1983 Tómas Guðmundsson skáld, lést, 82 ára að aldri - hann var einna fyrstur skálda til að yrkja um Reykjavíkurlíf og mannlífsbraginn í borginni við sundin. Hann vakti mikla athygli með ljóðabók sinni Fögru veröld, sem kom út 1933. Tómas vakti mikla athygli með liprum og ljúfum skáldstíl sínum
1985 Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára fóstra úr Garðabæ, kjörin Ungfrú Heimur (Miss World) í London
Snjallyrði dagsins
Yasser Arafat is now dead. Damn, just when the peace process was going so well.
Arafat's wife was seen grieving today in the West Bank. She was also in the Citibank, the Mellon Bank, the Wells Fargo Bank.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
<< Heim