Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

12 nóvember 2004

StjórnarráðiðHeitast í umræðunni
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að lagt yrði fram frumvarp á Alþingi um lausn á kennaradeilunni en verkfall hefur nú staðið, með stuttu hléi í byrjun mánaðarins, í tvo mánuði. Þing var kallað saman í morgun og þar mælti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, formlega fyrir lagafrumvarpinu og fylgdi því úr hlaði. Samkvæmt frumvarpinu er verkfall kennara og aðrar aðgerðir óheimilar frá gildistöku laganna. Leysi deiluaðilar ekki málið fyrir 15. desember með kjarasamningi mun gerðardómur verða skipaður af Hæstarétti til að fjalla um kjaramál grunnskólakennara. Fram kom í ræðu forsætisráðherra að þetta sé hið eina mögulega í stöðunni, verkfall gangi ekki lengur við þau skilyrði að menn ræðist ekki við og enginn viðræðuflötur sé til staðar í málinu.

Meirihluti þingmanna samþykkti afbrigði svo taka megi málið á dagskrá strax og er stefnt að því að lögin verði að lögum á morgun og kennsla geti því hafist að nýju á mánudag. Eins og við er að búast vekur þetta litla hrifningu kennaraforystunnar sem mótmælir mjög harkalega í fjölmiðlum í dag þessari ákvörðun. Eins og ég hef persónulega áður sagt hér á vefnum leysir lagasetning á verkfallið engin vandamál. Um er að ræða algjört neyðarúrræði í stöðunni. Skólastarf er orðið lamað vegna verkfalls og ekkert því framundan í stöðunni. Alltaf er leiðinlegt að þurfa að klippa á málin með svona harkalegum hætti. Ég hef aldrei verið hlynntur því að leysa kjaraviðræður með lagasetningu og talið það aðeins vænlegt þegar allt er komið í óefni eða að allt stefni í þá átt. Það ástand er hiklaust komið upp í þessum málum. Hvað okkur varðar sem komum nálægt sveitarfélögunum er þetta engin óskaniðurstaða. Best hefði verið ef hægt hefði verið að semja, en því miður var staðan komin í þá átt að engin von var á farsælu samkomulagi og málamiðlun um kaup og kjör kennara.

Davíð Oddsson utanríkisráðherraDavíð Oddsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti í gær á þingi sína fyrstu skýrslu um utanríkismál. Fór Davíð þar í ítarlegu máli yfir stöðu utanríkismála og það sem hæst ber í umræðunni varðandi málaflokkinn. Stór hluti fjallaði um stöðu mála í Afganistan og Írak. Kom fram í máli Davíðs að verið væri að kanna með hvaða hætti Ísland gæti tekið þátt í þjálfun íraskra öryggisveita á vegum NATO í Írak. Sagði hann ennfremur að þegar stjórn flugvallarins í Kabul, höfuðborg Afganistan, færist frá Íslendingum í hendur annars aðildarríkis NATO á næsta ári komi til greina að Ísland leggi í staðinn af mörkum liðsmenn til annarra friðargæsluverkefna í Afganistan. Davíð gat þess í ræðu sinni að Íslendingar hefðu lagt af mörkum til mannúðar- og endurreisnarstarfs í Írak. Sérfræðingar á vegum Íslensku friðargæslunnar hefðu unnið mikið starf við að eyða jarðsprengjum og öðrum sprengjum í suðurhluta Íraks. Davíð ítrekaði þá skoðun sína að íslensk stjórnvöld hefðu tekið rétta ákvörðun, þegar kom að mórölskum stuðningi við innrásina í Írak í mars 2003.

Hún hafi verið gerð til að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem Íraksstjórn hafði algjörlega virt að vettugi. Davíð sagði, að enginn geti með sanngirni haldið öðru fram en að íraska þjóðin sé betur sett nú en á valdatíma Saddam Hussein og öllum hlyti því að vera ljós þýðing þess að það takist að koma á lýðræði og stöðugleika í Írak. Hinn kosturinn væri ennfremur að berjast þyrfti gegn því að óstöðugleiki og öngþveiti nái yfirhöndinni í landinu með hrikalegum afleiðingum fyrir írösku þjóðina, Mið-Austurlönd og ekki síst fyrir baráttuna gegn hryðjuverkaöflunum. Sagði Davíð að átökin í Írak snúist um hvort komið verði á lýðræðislegri stjórnskipan þar. Að mati Davíð hafi meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim einblínt á erfiðleikana og viðkomandi virðist telja deilur um aðdraganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka. Urðu miklar umræður um ræðu Davíðs og farið ítarlega yfir utanríkismál sem var mjög áhugavert að fylgjast með fyrir þá sem áhuga hafa á málaflokknum.

Yasser Arafat (1929-2004)
Þáttaskil með láti Arafats
Yasser Arafat forseti Palestínu, jarðaður í Ramallah
Palestínumenn kveðja Yasser Arafat á Vesturbakkanum

EyjafjörðurÁlyktanir stjórnar Varðar
Stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, kom saman til fundar í gær undir minni stjórn. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, minnir á mikilvægi þess að stóriðja rísi á Norðurlandi á komandi árum. Mjög mikilvægt er að Norðlendingar standi saman sem ein heild í því að kynna kosti Norðurlands sem ákjósanlegrar staðsetningar fyrir stóriðju. Að mati Varðar kemur vart annað til greina en að stóriðjan muni rísa á Eyjafjarðarsvæðinu. Með væntanlegum jarðgöngum um Vaðlaheiði og til Siglufjarðar verður Norðurland eitt atvinnusvæði og mun Eyjafjörður verða miðpunktur þess. Á þeim forsendum er réttast að stóriðja rísi við miðjuna, við Dysnes í Eyjafirði, eins og lengi hefur verið gert ráð fyrir í umræðunni. Slíkt myndi að mati Varðar styrkja Norðurland sem heild og efla Eyjafjörð sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið.

BjórVörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, vill árétta mikilvægi þess að einkaleyfissala ríkisins á áfengi verði afnumin. Að mati stjórnar félagsins er það tímaskekkja á tímum frjálsa viðskipta að ríkisvaldið skuli standa í vegi fyrir einkaaðilum með þessum hætti. Vörður telur mikilvægt að þingmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sameinist sem fyrst um lagafrumvarp þess efnis að selja léttvín og bjór í verslunum. Slíkt er að okkar mati mikilvægt skref til afnáms einokunarsölu ÁTVR á áfengi. Félagið telur einnig rétt að ríkisvaldið afnemi auglýsingabann á áfengi, enda er stórundarlegt á okkar tímum að ekki megi hérlendis auglýsa fullkomlega löglega vöru sem er framleidd á Íslandi. Að okkar mati er ennfremur rétt að lækka áfengiskaupaaldur í 18 ár, bindum við vonir við að frumvarp um lækkun áfengiskaupaaldurs verði samþykkt á þessum þingvetri, enda hefur myndast samstaða meðal þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum um þetta mikilvæga skref.

TogariVörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, mótmælir frestun afnáms sjómannaafsláttar. Félagið lýsir yfir furðu sinni á því að fjármálaráðherra skuli hafa gefið loforð fyrir því að ekki skuli leggja niður sjómannaafslátt á næstu fjórum árum, á gildistíma nýs kjarasamnings sjómanna. Félagið er alfarið á móti því að einni stétt sé hampað umfram aðrar með skattaívilnun af þessu tagi.

Jafnréttisráðstefna á Akureyri
Halldór Blöndal forseti Alþingis, í Japan

Dagurinn í dag
1967 Síðustu tíu íbúarnir fluttu úr Flatey á Skjálfanda - örfáum árum áður bjuggu þar 100 manns
1974 Þórbergur Þórðarson rithöfundur, lést, 85 ára að aldri - hann var talinn einn mesti stílsnillingur í íslenskum bókmenntum. Meðal helsta verka hans voru Bréf til Láru, Ofvitinn og Íslenskur aðall
1982 Pólska kommúnistastjórnin sleppir Lech Walesa leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu, úr varðhaldi. Walesa varð helsti leiðtogi baráttunnar gegn kommúnistastjórninni, allt þar til hún féll með öðrum í A-Evrópu við lok kalda stríðsins. Walesa var kjörinn forseti Póllands 1990 og sat til 1995
1982 Yuri Andropov kjörinn formaður sovéska kommúnistaflokksins og nýr leiðtogi Sovétríkjanna
2001 Hersveitir Talíbana flýja Kabúl, höfuðborg Afganistan - Bandamenn ná yfirráðum í borginni

Snjallyrði dagsins
Unforgettable, that's what you are
Unforgettable though near or far
Like a song of love that clings to me
How the thought of you does things to me
Never before has someone been more

Unforgettable in every way
And forever more
That's how you'll stay,
That's why, darling, it's incredible
That someone so unforgettable
Thinks that I am unforgettable too
Irving Gordon (Unforgettable)