Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

08 desember 2004

AlþingiHeitast í umræðunni
Deilt var harkalega á þingi í gær um málefni innrásarinnar í Írak í mars 2003 og stuðningsyfirlýsingu Íslands við það. Er það í annað skiptið á rúmri viku sem það mál verður umræðuefni í þingsal. Sem fyrr var það stjórnarandstaðan sem hefur staðið hérlendis um stríðsreksturinn í Írak og sérstaklega um þátt Íslands í honum. Andstæðingum stríðsins gremst að Ísland sé á lista hinna svonefndru staðföstu þjóða og gagnrýna hvernig um málið var fjallað á Alþingi á sínum tíma. Stuðningsmenn innrásarinnar telja aftur á móti að ekkert hafi verið athugavert við meðferð málsins, rétt hafi verið að ráðast inn í landið og ekki sé hægt að taka landið af listanum. Í margra huga er óljóst hvað fólst í að vera á listanum margumrædda og hver eðlileg málsmeðferð hefði átt að vera. Deilt er um túlkun á eðli stuðningsins við innrásina.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, var gestur Kastljóss Sjónvarpsins á mánudagskvöld og þar lýsti hann nánar í hverju stuðningur Íslendinga hefði falist. "Við vorum beðnir af þrennt af Bandaríkjamönnum og Bretum: Að styðja ásamt okkar bandamönnum að Saddam yrði komið frá á grundvelli ályktunar Öryggisráðsins 1441, að þeir fengju afnot af Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi og að við værum reiðubúnir til að lýsa stuðningi við uppbyggingu í Írak ef til þessarar innrásar kæmi" sagði hann í þættinum. Orð Halldórs ríma við það sem stendur á vefsíðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins þannig að skilningur ríkisstjórnanna á skuldbindingum Íslendinga er sá sami, fyrst og fremst móralskur stuðningur auk afnota af Keflavíkurflugvelli. Þar segir að auki að Bandaríkin óttist um öryggi Íslands vegna yfirvofandi hryðjuverka og þau trúi því "að stuðningur þessa litla lands skipti máli." Til viðbótar þeim stuðningi sem Halldór nefndi í Kastljósinu er kveðið á um að bandarískum herflugvélum sé heimilt að fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið. Í stuttu máli er þetta það sem felst í stuðningnum við innrásina. Á þingi í gær réðst stjórnarandstaðan sem fyrr að ríkisstjórninni vegna málsins. Formaður vinstri grænna var stóryrtur og sagði að ákvörðunin væri eitt klúður og hafði uppi hvöss orð. Það vekur athygli að eina málið sem stjórnarandstaðan hefur náð samstöðu um á þingvetrinum það sem af er, er þetta mál. Segir það meira en mörg orð.

Viktor Yushchenko og Viktor YanukovichÚkraínska þingið samþykkti í morgun lög sem gera það kleift að halda nýjar kosningar í landinu, en hæstiréttur landsins ógilti fyrri kosningar á föstudag. Verður kosið aftur á milli forsetaefnanna þann 26. desember nk. Mun því seinni umferð kosninganna einfaldlega verða endurtekin. Úkraínska þingið samþykkti lög og stjórnarskrárbreytingar sem heimila kosningarnar eins og fyrr segir, á fundi í dag. 402 af 450 þingmönnum samþykktu frumvarp sem koma á í veg fyrir að kosningasvindl verði með sama hætti og þegar kosið var í nóvember. Mikið hefur að undanförnu verið deilt um undarlegt útlit stjórnarandstöðuframbjóðandans, en hann var um tíma nær óþekkjanlegur frá því seinnipart sumars og byrjun vetrar. Voru erlendir læknar fengnir til að kanna heilsu hans og stöðu mála.

Mat þeirra er að eitrað hafi verið fyrir frambjóðandanum. Læknar hans segja í viðtali við breska dagblaðið Times að enginn vafi leiki á að honum hafi verið byrlað eitur. Hefur orðrómur verið mikill um þetta og hefur nú verið staðfest að, reynt hafi verið að ráða honum bana. Spennan á milli Vesturlanda, Rússlands og stjórnvalda í Úkraínu fer vaxandi. Ekkert verður af fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Úkraínu, en hann átti að fara fram á morgun. Greinilegt er að átökin vegna kosninganna hafi leitt til versnandi samskipta Vesturlanda við Úkraínustjórn sem er mjög hliðholl Rússum. Má í raun segja að frestun fundarins séu skýr skilaboð frá NATO-ríkjunum þess efnis að ekki sé litið á núverandi ríkisstjórn sem lögmæta stjórn landsins.

Húmorinn
The president and Laura Bush sent a record two million Christmas cards. One for each resigning member of his cabinet.

Tommy Thompson, the Secretary of Human Health and Human services has resigned. And when he resigned he said, 'I can't understand why terrorists have not attacked our food supply because it's so easy to do.' And today Osama Bin Laden said, 'Tommy thanks for the tip.'
Jay Leno

Last week, CBS anchor Dan Rather announced he'll be retiring soon, and he seems to be getting a head start on his inevitable journey into insanity. He told the Hollywood Reporter that the ghost of legendary newsman Edward R. Murrow haunts the third floor, that he has spoken to the ghost, and that the ghost is watching over them except for when that fake National Guard document showed up. Either that or it's Lesley Stahl in a sheet trying to scare him into retirement. He also keeps calling Demi Moore with messages from Patrick Swayze. Now that I know he's seeing ghosts I want him to stick around forever! 'In Fallujah today: hold on, I'm getting a message from Casper.'
Jimmy Kimmel

Elsewhere overseas, the invasion of and continued presence in Iraq still evokes passionate response. Witness this demonstration Tuesday, an angry mob shouting anti-U.S. slogans and toppling a statue of President Bush in a public square in the rouge nation of -- Canada. ... The angriest thing to come out of Canada in the last 20 years was Bare Naked Ladies.
Jon Stewart

Áhugavert efni
Land án frelsis - pistill Huldu Þórisdóttir á Tíkinni
Að sannfæra sjálfan sig - pistill Snorra Stefánssonar
Umfjöllun um fjárhagsáætlun R-listans - pistill Vef-Þjóðviljans
Umfjöllun um skattalækkanir og tengd málefni - pistill Vef-Þjóðviljans

Dagurinn í dag
1971 Samkomulag var formlega undirritað milli Íslands og Kína um stjórnmálasamband ríkjanna
1978 Golda Meir fv. forsætisráðherra Ísraels, deyr, áttræð að aldri - var forsætisráðherra 1969-1974
1980 Söngvarinn John Lennon myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Lennon var fertugur er hann var myrtur. Hann var einn stofnenda hljómsveitarinnar The Beatles árið 1962 og varð heimsþekktur með henni og var eitt virtasta tónskáld tónlistarsögu 20. aldarinnar. Öfundsjúkur aðdáandi Lennons, Mark David Chapman, myrti söngvarann - Almenningur varð undrandi á morðinu og syrgði Lennon
1987 Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna, undirrita samkomulag um eyðingu kjarnavopna. Samkomulagið markaði mikil þáttaskil og var mjög sögulegt
1991 Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu undirrita samkomulag sem gerði ráð fyrir því að Sovétríkin yrðu lögð niður og löndin yrðu sjálfstæð - Sovétríkin voru lögð niður frá 1. janúar 1992

Snjallyrði dagsins
Þú komst svo léttstíg hingað heim
um hallargöng
og tókst mitt hjarta höndum tveim
með hlátri og söng.

En varla heilsað hafðir fyrr
en hvarfstu mér
og skildir opnar allar dyr
á eftir þér.
Bragi Sigurjónsson alþingismaður og ráðherra (1910-1995) (Ævintýri)