Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

14 júlí 2005

Saga af fallandi gengi innan hræðslubandalags
R-listafólk glatt í sundi (hvar er Alfreð?)

Eins og sjá má hér að ofan var eitt sinn glatt á hjalla innan R-listans. Fyrir seinustu kosningar skelltu frambjóðendur listans sér saman í sund (allt er hægt að gera fyrir ljósmyndara og PR-sérfræðinga) og brostu sínu bjartasta sólskinsbrosi framan í ljósmyndarana. Þó vantaði þar Alfreð Þorsteinsson, en einhverra hluta vegna var þessi lífsreyndi frambjóðandi og forystumaður Orkuveitunnar að mestu falinn í kosningabaráttunni 2002. En hvað með það, nú virðist eitthvað farið að kárna gamanið á þessum bænum. Þessa dagana eiga sér stað miklar og flóknar samningaviðræður um framtíð R-listans. Þar er tekist á um skiptingu valda, það virðist vera það eina sem er í raun fjallað um. Það þarf að skipta bitlingunum og valdastöðunum svo allir séu sáttir. Lengi hefur verið aðall R-listans að allir hafa verið jafnir og getað unað sáttir með að skipta völdunum eins jafnt og hægt er og svo hefur verið dassað með óháðu Samfylkingarfólki á básana svo allir geti unað sáttir við stöðuna.

Svo einfalt er það nú ekki eftir að óháði borgarstjóri Samfylkingarinnar hrökklaðist frá. Nú vill enginn óháða stjórnmálamenn því það hentar ekki og Framsókn berst í bökkum við að reyna að halda áhrifum sínum. Neikvæð ásjóna Alfreðs í Orkuveitunni virðist vera að ríða Framsókn í borginni að fullu. Það sást á mánudag að margt á að reyna til að halda R-listanum saman. Þá umpólaðist Samfylkingin til að halda samstarfinu saman. Það þótti ekki nógu gáfulegt og PR-heillavænlegt að "dömpa" Framsóknarflokknum og kasta samstarfinu fyrir róða í skugga nýlegrar skoðanakönnunar sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn með meirihluta í borginni. Kippt var í spotta af æðstu stöðum og umræðurnar í viðræðunefndinni svokölluðu settar til hliðar í undirnefnd og málið tekið úr kastljósi fjölmiðla. Ekki þótti ráðlegt að kafsigla R-listanum í skugga þessarar könnunar. Margar fréttir hafa borist af því seinustu daga hver atburðarásin hafi verið. Ljóst er þó að innan Samfylkingarinnar kom kallið sem bjargaði R-listanum.

Framsókn var að ganga úr skaftinu vegna hugmynda Samfylkingarinnar um ójafnara vægi innan R-listans en verið hafði. Rætt hafði verið um 4 borgarfulltrúa Samfylkingar og 2 hjá Framsókn og VG, og jafnvel vildi Samfylkingin meira en það. Framsókn var því við það að ganga út og ekki þótti rétt að slitin kæmu í kjölfar könnunar sem sýndi fallandi gengi R-listans og ekki síður raunhæfa möguleika á hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Reyndar er það nú svo að R-listinn er alveg orðinn strandaður í pólitískri forystu sinni, bæði innbyrðis og á vettvangi borgarmálanna. R-listinn hefur svikið kosningaloforð sín og gengið gegn öllu því sem hann lofaði að gera og stefna að með áhrifum sínum í kosningabaráttunni 1994 þegar ólíkir flokkar sameinuðust á bakvið einn frambjóðanda gegn einum flokki. Nú sameinar það eitt ólíkt fólk, ólíkar stefnur og áherslur að vera á móti Sjálfstæðisflokknum.

Það eitt er sameiningarafl R-listans og heldur liðinu saman þó það treysti vart orðið hvort öðru. En hversu lengi heldur einn flokkur ósáttu fólki og óánægjuöflum saman? Ætli komi ekki brátt að því að sjóði uppúr þessum veikbyggða potti eymdar andstöðuafla Sjálfstæðisflokksins? Ég held það, en það sést af atburðum vikunnar innan R-listans og óskiljanlega vitlausri yfirlýsingu viðræðunefndar R-listans í vikunni (sem sagði ekki neitt) að þetta er bara hræðslubandalag - einfalt mál. Nú er það svo að ég vona að R-listinn haldi áfram saman og fari fram í næstu kosningum og svari fyrir verk sín. Það er nauðsynlegt að vinstrimennirnir svari fyrir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar (í þeirra nafni) innan Orkuveitunnar, það er nauðsynlegt að svarað verði fyrir það sem viðgengist hefur á valdaskeiði meirihlutans undanfarinn áratug. Það er síðast en ekki síst rökréttast að flokkarnir fari allir saman og svari fyrir heildarsýn sína í þrennum kosningum sem hefur ekki ræst og hefur aðeins orðið hryggðarmynd.

Með því að splitta upp flokkunum geta þeir farið fram án þess að svara fyrir fortíðina og eymdarbrag R-listans (hræðslubandalagsins) undanfarinn áratug. Ef það er eitthvað sem er mikilvægara en annað er það að þessi öfl fari fram saman og svari fyrir verk sín. Það gengur greinilega brösuglega að tryggja það og sést vel á öllum vinnubrögðunum að óbragð er í munni við samningagerðina. Enginn þorir þó að stökkva fyrir borð í annan bát og heldur vistinni áfram, þrátt fyrir allt sem gerst hefur. Vinnubrögð seinustu daga innan R-listans og yfirlýsingin óskiljanlega eru augljós merki þess að hér er um hræðslubandalag að ræða gegn einum flokki. Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar og djarfar hugmyndir í skipulagsmálum, hefur heimsótt vinnustaði og markað sér skýra og afgerandi stefnu hefur ríkt ósætti og stefnuleysi í forystusveit og stefnumörkun R-listans. Þetta blasir við.

Skipulagsmálin kristalla vandræðaganginn umfram allt. Við bætist svo fréttir seinustu daga um uppsagnir starfsmanna á gæsluvöllum borgarinnar og þeirrar mannvonsku sem þar kemur fram. Er þar komin félagshyggjan sem R-listinn var byggður utan um? Er nema von að spurt sé. En þessi skoðanakönnun um daginn þjappar kannski R-listaflokkunum saman og fær þá til að standa saman um að verja verk sín í kosningabaráttu. Það er þó ljóst að borgarbúar eru að verða þreyttir á R-listanum, hræðslu- og hagsmunabandalagi í borgarmálum. Skal það engan undra!.

Saga gærdagsins
1954 Mexíkóski listmálarinn Frida Kahlo deyr, 47 ára að aldri. Sagt var frá litríkri ævi hennar og listferli í kvikmyndinni Frida árið 2002. Salma Hayek fór á kostum við túlkun á listakonunni Fridu.
1960 John Fitzgerald Kennedy öldungadeildarþingmaður, formlega útnefndur forsetaframbjóðandi demókrataflokksins, á flokksþingi þess í New York - Kennedy vann sigur í forsetakosningunum síðar sama ár og varð yngsti forseti landsins í sögu þess. Kennedy forseti féll fyrir morðingjahendi í Dallas
í Texas, 22. nóvember 1963. Hann var þá 46 ára að aldri og hafði setið rúma 1000 daga í embætti.
1984 Walter Mondale forsetaefni demókrata, útnefnir Geraldine Ferraro sem varaforsetaefni sitt - Ferraro var fyrsta konan (er enn sú eina) er var í framboði í forystu í forsetakjöri í Bandaríkjunum.
1985 Live Aid-tónleikarnir voru haldnir í London, til styrktar hungruðum í Afríku. Tveim áratugum síðar, 2. júlí 2005, voru Live 8-tónleikarnir haldnir í átta helstu iðnríkjum heims, til að hvetja þau til að efla þróunaraðstoð í Afríku, í aðdraganda fundar iðnveldanna í Gleneagles í Skotlandi í júlí 2005.
2000 Víetnam og Bandaríkin undirrita viðskiptasamning - markaði tímamót í samskiptum landanna.

Snjallyrðið
I’ve lived a life that’s full.
I’ve traveled each and every highway;
And more, much more than this,
I did it my way.

Regrets, I’ve had a few;
But then again, too few to mention.
I did what I had to do
And saw it through without exemption.

Yes, there were times, I’m sure you knew
When I bit off more than I could chew.
But through it all, when there was doubt,
I ate it up and spit it out.
I faced it all and I stood tall;
And did it my way.

I’ve loved, I’ve laughed and cried.
I’ve had my fill; my share of losing.
And now, as tears subside,
I find it all so amusing.

To think I did all that;
And may I say - not in a shy way,
No, oh no not me,
I did it my way.

For what is a man, what has he got?
If not himself, then he has naught.
To say the things he truly feels;
And not the words of one who kneels.
The record shows I took the blows
And did it my way!
Frank Sinatra söngvari og leikari (1915-1998) (My Way)