Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

24 desember 2005

Jólakveðja
Ég óska lesendum gleðilegrar jólahátíðar!


Hátíð fer að höndum ein,
hana vér allir prýðum,
lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Gerast mun nú brautin bein,
bjart í geiminum víðum,
ljómandi kerti á lágri grein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) (Hátíð fer að höndum ein)