Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

02 apríl 2006

Sunnudagspistill - 2. apríl 2006

Stefán Friðrik

Þrjú mál eru í brennidepli í sunnudagspistlinum:

- Það styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar. Eftir um 60 daga ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir landsins. Spennan eykst og við búið að mesta púðrið í slagnum verði þá 40 daga sem verða í slagnum eftir páskahátíðina. Framboðslistar liggja víðsvegar fyrir þó að enn sé rúmur mánuður í að framboðsfrestur renni út. Fjalla ég um stöðu mála sérstaklega í Reykjavík, þar sem viðbúið er að mesta spennan verði í vor enda ljóst að R-listinn heyrir sögunni til og að ekki sé neitt flokkabandalag fyrir kosningar í boði. Eins og staðan er nú stefnir í sigur Sjálfstæðisflokksins og afhroð samstarfsflokka Samfylkingarinnar innan R-listans sáluga

- Vinsældir George W. Bush fara sífellt minnkandi og raddir um uppstokkun í innsta kjarna hans hafa verið háværar. Í vikunni sagði Andrew Card starfsmannastjóri Hvíta hússins, af sér eftir að hafa gegnt embættinu í rúmlega fimm ár. Það er greinilegt að repúblikanar eiga undir högg að sækja í Bandaríkjunum núna og allt reynt til að auka fylgi flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fjalla ég um Andrew Card og feril hans við hlið George W. Bush en hann hefur verið persónulegur vinur hans í tvo áratugi.

- Í dag er ár liðið frá andláti Jóhannesar Páls II páfa. Fjalla ég um ævi hans og páfaferil í tilefni þess.