Ræða og útvarpsviðtal
Félagar og vinir hafa mikið spurt mig að því hvort ræða mín á aðalfundi Varðar, þar sem ég lét af formennsku félagsins, þann 27. júní sl. sé hvergi til á netinu. Hún birtist á Íslendingi, vef flokksins hér í bænum, daginn eftir aðalfundinn og því rétt að benda þeim sem vilja lesa á tengil á ræðuna þar. Í ræðunni fer ég yfir fjölda atriða: t.d. starf félagsins á starfsárinu, prófkjör flokksins í febrúar, útkomu flokksins í kosningunum í maí og mörg fleiri atriði mætti nefna sem að þið getið lesið nánar um.
Ræða á aðalfundi
Í gær höfðu þeir félagar Kristófer Helgason og Þorgeir Ástvaldsson samband við mig fyrir þátt sinn Reykjavík síðdegis, en þeir voru með útsendingu á Café Amour í miðbæ Akureyrar í gær en Bylgjan er með húllumhæ á Akureyri næstu dagana og útiskemmtun um helgina allavega. Vildu þeir fá mig í viðtal um ýmis mál, sérstaklega fræga ályktun stjórnar Varðar árið 1999 um málefni innflytjenda og mikilvægi þess að kenna þeim íslensku, í ljósi umræðu um framboð innflytjenda. Sú ályktun leiddi til afsagnar þáverandi stjórnar Varðar. Það sem hún kynnti þá hefur síðan orðið algild stefna sem flestir tala fyrir.
Þar sem ég er ekki í bænum og verð ekki næstu daga varð úr að um símaspjall yrði að ræða og því styttra spjall en ella, enda var ég á ferð. Hef ég oft rætt í útvarpsviðtölum við þá félaga og haft gaman af. Þeir eru með langbesta síðdegisþáttinn í útvarpi og hlusta ég oft á þá. Fórum við í stuttu símaspjalli yfir þessi mál. Höfðum við gaman af þessu spjalli og létt og góð stemmning þar yfir. Þegar að Kristófer hringdi í mig og vildi ræða við mig í gær hafði ég á orði að það væri gott að skoðun stjórnar Varðar árið 1999, sem varð umdeild þá, sé svo almenn skoðun nú.
Reykjavík síðdegis í gær - set hér tengil á þáttinn í gær. Viðtalið við mig er þegar að 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af þættinum.
<< Heim