Framsókn á pólitískum krossgötum
Sumarið hefur verið tímabil sviptinga innan Framsóknarflokksins. Flokksþing framsóknarmanna hefst á föstudag og þar mun Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, kveðja íslensk stjórnmál eftir rúmlega þriggja áratuga feril sinn í pólitíkinni með yfirlitsræðu sinni. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, munu takast á um formennsku flokksins og má búast við spennandi kosningu um það hvort þeirra muni taka við af Halldóri og leiða flokkinn á kosningavetri.
Ég fjalla um Framsóknarflokkinn og stöðu mála þar við forystuskipti og spennandi leiðtogakjör í ítarlegum pistli mínum á vef SUS í dag. Þar fer ég yfir væntanlegar kosningar um öll helstu lykilembætti flokksins, en þetta er í fyrsta skipti í sögu flokksins sem alvöru kosningabarátta er um öll embættin þrjú í einu og í fyrsta skipti frá árinu 1944, er Hermann Jónasson felldi Jónas frá Hriflu af formannsstóli, sem tekist er á af alvöru um sjálft formannsembættið í flokknum.
<< Heim