Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

30 maí 2004

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um ársafmæli sunnudagspistlanna og heimasíðu minnar, en 1. júní nk. er ár liðið frá því vefurinn opnaði á léninu stebbifr.com. Ennfremur fjalla ég um ýmis álitamál tengd fjölmiðlalögunum, en bráðlega mun ráðast hvort forseti muni staðfesta þau, minni ég á það hvernig forsetaembættið hefur þróast í 60 ára sögu lýðveldisins og mikilvægi þess að forseti gangi ekki gegn meirihluta þingmanna. Að lokum fjalla ég um eldhúsdagsumræðurnar og framkomu stjórnarandstöðunnar á þingi að undanförnu, en þinghaldi lauk á föstudag. Biturð og gremja einkenndi allan málflutning stjórnarandstöðuþingmanna seinustu vikur þinghaldsins og birtist það best í beinni sjónvarpsútsendingu frá eldhúsdagsumræðunum. Er það svosem ekki óeðlilegt þegar litið er til þeirrar staðreyndar að þarna koma saman fulltrúar þeirra látnu vinstriflokka sem hafa verið að mestu leyti valdalausir í landsmálunum undanfarinn áratug. Litlar horfur eru á því að breyting verði á stöðu þeirra, nema höggva að formönnum stjórnarflokkanna og sérstaklega að Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Hefur fjölmiðlum verið markvisst beitt pólitískt gegn persónu Davíðs og vinstriflokkarnir fylgja þeirri umfjöllun eftir í þingsölum, eina frumkvæði þingmanna að umræðum virðast koma úr slúðurfréttum DV. Gremja vinstrimanna með aumt hlutskipti sitt í eyðimerkurgöngu undanfarinna ára birtist best í því að einu valdastólarnir sem þeir geta fengið með góðu til að sitja í utan þingsætanna eru stólar ráðherra ríkisstjórnarinnar í mötuneyti þingsins.

Dagurinn í dag
1431 Jóhanna af Örk brennd á báli, var þá 19 ára gömul - var gerð að dýrlingi 16. maí 1920
1768 Eggert Ólafsson lögmaður og skáld, drukknaði á Breiðafirði, 42 ára að aldri
1851 Jón Sigurðsson var kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins Íslenska bókmenntafélags - gegndi Jón embættinu til dauðadags í desember 1879
1984 Sett voru stjórnskipunarlög sem kváðu á um fjölgun alþingismanna úr 60 í 63
2001 Roland Dumas fyrrum utanríkisráðherra Frakklands og einn helsti samstarfsmaður Mitterrands fyrrum forseta Frakklands, dæmdur til fangavistar vegna spillingar

Snjallyrði dagsins
A pessimist sees the difficulty in every opportunity; an optimist sees the opportunity in every difficulty.
Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands (1874-1965)