Heitast í umræðunni
Konunglegt brúðkaup var á Spáni í gær þegar Felipe krónprins Spánar, gekk að eiga spænsku sjónvarpskonuna Leticiu Ortiz í dómkirkju Madridar. Það var Rouco kardínáli, erkibiskup Madridar, sem gaf þau saman. Felipe er 36 ára gamall, yngstur barna Juan Carlos Spánarkonungs og Sofíu Spánardrottningar. Systur hans eru eldri, en hann er eini sonur konungshjónanna og erfir ríkið, enda aðeins gert ráð fyrir karlkyns þjóðhöfðingja. Um er að ræða fyrsta konunglega brúðkaupið í Madrid í rúma öld, en konungshjónin giftust í Aþenu árið 1962, enda er drottningin grísk prinsessa, og systur prinsins giftust í Sevilla og Barcelona. Letizia prinsessa, er 31 árs gömul. Hún var þekkt fréttakona hjá spænska ríkissjónvarpinu þar til í haust er þau Felipe opinberuðu öllum að óvörum, trúlofun sína. Leticia er fráskilin og verður fyrsta fráskilda drottning seinni tíma, er Felipe tekur við völdum. Spænska þjóðkirkjan sættir sig við makavalið, enda giftist prinsessan áður borgaralega og tekur kirkjan slík hjónabönd ekki gild. Prinsessan var því heppin þar. Um er að ræða sögulegt brúðkaup, og þrátt fyrir rigningu í Madrid var athöfnin stórfengleg að öllu leyti.
Horst Köhler fyrrum yfirmaður Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund), var í dag kjörinn forseti Þýskalands. Hann sigraði í kosningu á þýska þinginu háskólaprófessorinn Gesine Schwan, sem hefði orðið fyrsti kvenkyns forseti Þýskalands ef hún hefði náð kjöri. Köhler hlaut 604 atkvæði og var studdur til embættisins af kristilegum demókrötum og frjálslyndum demókrötum en Schwan hlaut 589 atkvæði og var studd af ríkisstjórnarflokkunum. Úrslitin eru því nokkuð áfall fyrir ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja undir forsæti Gerhard Schröder sem setið hefur við völd frá 1998, en hefur frá kosningunum 2002 veikst sífellt. Úrslitin eru að sama skapi mikið ánægjuefni fyrir hægriblokkina og forystumenn hennar, þau Edmund Stoiber og Angelu Merkel. Þó þýska forsetaembættið sé einungis táknræn tignarstaða, getur forsetinn haft áhrif á gang mála og er talið að Köhler muni í embætti þrýsta á efnahagsumbætur í landinu og ekki beint auðvelda vinstristjórninni lífið. Köhler tekur við embætti 1. júlí nk. af jafnaðarmanninum Johannes Rau sem setið hefur á forsetastóli frá 1999.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins þann 25. maí nk., og fer samhliða því yfir nokkra þætti þess af hverju flokkurinn hefur allt frá stofnun verið stærsti flokkur landsins. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Íhaldsflokkurinn sem stofnaður var 24. febrúar 1924 naut frá upphafi meira kjörfylgis en aðrir flokkar og varð undirstaðan að Sjálfstæðisflokknum. Jón Þorláksson var fyrsti og eini formaður flokksins og meðal annarra forystumanna hans voru Magnús Guðmundsson og Jón Magnússon. Jón var fyrsti forsætisráðherra Íslands og mikill forystumaður hægrimanna í landinu allt til andláts síns árið 1926, Jón Þorláksson tók þá við embætti forsætisráðherra og sat í tæpt ár, allt þar til vinstristjórnin tók við völdum eftir þingkosningarnar 1927, þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn hlyti þá 42,5% atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn varð upphaflega til árið 1926 sem félag frjálslyndra manna og bauð fram sem flokkur í kosningunum 1927 og náði aðeins einum manni á þing, Sigurði Eggerz fyrrum ráðherra. Það var því rökrétt framhald að sameina flokkana. Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður að öllum líkindum samþykkt á þingi eftir helgina og í tilefni að því fer ég yfir hvernig málið hefur verið seinustu vikuna og vík að málskotsrétti forsetans, en forseti hefur verið hvattur til að synja frumvarpinu um samþykki. Að lokum fjalla ég um væntanlegar forsetakosningar en framboðsfrestur rann út um helgina.
Pistill Björns
Björn fjallar í helgarpistli sínum um lögfræði, stjórnmál, fjölmiðla og málþóf. Orðrétt segir: "Umræður vegna álits umboðsmanns alþingis eru að verulegu leyti um lögfræðileg álitaefni, þar sem þessi þríhyrningur milli stjórnarmeirihluta, lögspekinga og stjórnarandstöðu birtist að nýju. Stjórnmálamenn verða einnig í þeim umræðum að huga að svigrúmi sínu, jafnvel þótt þeir séu í stjórnarandstöðu. Að nota ræðustól alþingis til að kenna varðstöðu um þetta svigrúm við valdhroka einkennist af mikilli skammsýni. Núna eru um tvær vikur, frá því að umboðsmaður alþingis birti álit sitt um skipan mína á hæstaréttardómara. Ég hef rætt málið á alþingi, fjallað um það hér á síðunni, birt ræður um það og rætt við fjölmiðla – alls staðar hef ég tekið fram, að ég muni skoða þetta álit af alvöru, engu að síður sé ég að jafnvel vandaðir blaðamenn slíta orð mín úr samhengi og telja mig hafa sýnt umboðsmanni óvirðingu! Ég skil ekki, hverjum blaðamenn eru að þjóna með þessu frekar en að ég skilji gildi daglegra frétta í DV um símtal Davíðs Oddssonar og Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns alþingis. Ég tel, að í hvorugu tilviki sé um sérstaka umhyggju fyrir embætti umboðsmanns að ræða."
Dagurinn í dag
1555 Páll páfi VI kjörinn páfi - sat á páfastóli í fjögur ár, lést 1559
1934 Bankaræningjarnir Clyde Barrow og Bonnie Parker drepin í Louisiana - þekkt útlagapar
1949 Lýðveldi formlega stofnað í Þýskalandi - endalok endurreisnar landsins eftir seinna stríð
1998 Friðarsamkomulag kennt við föstudaginn langa, samþykkt á N-Írlandi
2003 Fjórða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum á Bessastöðum - Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vinna saman þriðja kjörtímabilið í röð, hafa starfað saman frá apríl 1995
Snjallyrði dagsins
In the future everyone will be world-famous for fifteen minutes.
Andy Warhol (1928-1987)
Að lokum bendi ég á vefinn Bowling for Truth
Konunglegt brúðkaup var á Spáni í gær þegar Felipe krónprins Spánar, gekk að eiga spænsku sjónvarpskonuna Leticiu Ortiz í dómkirkju Madridar. Það var Rouco kardínáli, erkibiskup Madridar, sem gaf þau saman. Felipe er 36 ára gamall, yngstur barna Juan Carlos Spánarkonungs og Sofíu Spánardrottningar. Systur hans eru eldri, en hann er eini sonur konungshjónanna og erfir ríkið, enda aðeins gert ráð fyrir karlkyns þjóðhöfðingja. Um er að ræða fyrsta konunglega brúðkaupið í Madrid í rúma öld, en konungshjónin giftust í Aþenu árið 1962, enda er drottningin grísk prinsessa, og systur prinsins giftust í Sevilla og Barcelona. Letizia prinsessa, er 31 árs gömul. Hún var þekkt fréttakona hjá spænska ríkissjónvarpinu þar til í haust er þau Felipe opinberuðu öllum að óvörum, trúlofun sína. Leticia er fráskilin og verður fyrsta fráskilda drottning seinni tíma, er Felipe tekur við völdum. Spænska þjóðkirkjan sættir sig við makavalið, enda giftist prinsessan áður borgaralega og tekur kirkjan slík hjónabönd ekki gild. Prinsessan var því heppin þar. Um er að ræða sögulegt brúðkaup, og þrátt fyrir rigningu í Madrid var athöfnin stórfengleg að öllu leyti.
Horst Köhler fyrrum yfirmaður Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund), var í dag kjörinn forseti Þýskalands. Hann sigraði í kosningu á þýska þinginu háskólaprófessorinn Gesine Schwan, sem hefði orðið fyrsti kvenkyns forseti Þýskalands ef hún hefði náð kjöri. Köhler hlaut 604 atkvæði og var studdur til embættisins af kristilegum demókrötum og frjálslyndum demókrötum en Schwan hlaut 589 atkvæði og var studd af ríkisstjórnarflokkunum. Úrslitin eru því nokkuð áfall fyrir ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja undir forsæti Gerhard Schröder sem setið hefur við völd frá 1998, en hefur frá kosningunum 2002 veikst sífellt. Úrslitin eru að sama skapi mikið ánægjuefni fyrir hægriblokkina og forystumenn hennar, þau Edmund Stoiber og Angelu Merkel. Þó þýska forsetaembættið sé einungis táknræn tignarstaða, getur forsetinn haft áhrif á gang mála og er talið að Köhler muni í embætti þrýsta á efnahagsumbætur í landinu og ekki beint auðvelda vinstristjórninni lífið. Köhler tekur við embætti 1. júlí nk. af jafnaðarmanninum Johannes Rau sem setið hefur á forsetastóli frá 1999.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins þann 25. maí nk., og fer samhliða því yfir nokkra þætti þess af hverju flokkurinn hefur allt frá stofnun verið stærsti flokkur landsins. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Íhaldsflokkurinn sem stofnaður var 24. febrúar 1924 naut frá upphafi meira kjörfylgis en aðrir flokkar og varð undirstaðan að Sjálfstæðisflokknum. Jón Þorláksson var fyrsti og eini formaður flokksins og meðal annarra forystumanna hans voru Magnús Guðmundsson og Jón Magnússon. Jón var fyrsti forsætisráðherra Íslands og mikill forystumaður hægrimanna í landinu allt til andláts síns árið 1926, Jón Þorláksson tók þá við embætti forsætisráðherra og sat í tæpt ár, allt þar til vinstristjórnin tók við völdum eftir þingkosningarnar 1927, þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn hlyti þá 42,5% atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn varð upphaflega til árið 1926 sem félag frjálslyndra manna og bauð fram sem flokkur í kosningunum 1927 og náði aðeins einum manni á þing, Sigurði Eggerz fyrrum ráðherra. Það var því rökrétt framhald að sameina flokkana. Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður að öllum líkindum samþykkt á þingi eftir helgina og í tilefni að því fer ég yfir hvernig málið hefur verið seinustu vikuna og vík að málskotsrétti forsetans, en forseti hefur verið hvattur til að synja frumvarpinu um samþykki. Að lokum fjalla ég um væntanlegar forsetakosningar en framboðsfrestur rann út um helgina.
Pistill Björns
Björn fjallar í helgarpistli sínum um lögfræði, stjórnmál, fjölmiðla og málþóf. Orðrétt segir: "Umræður vegna álits umboðsmanns alþingis eru að verulegu leyti um lögfræðileg álitaefni, þar sem þessi þríhyrningur milli stjórnarmeirihluta, lögspekinga og stjórnarandstöðu birtist að nýju. Stjórnmálamenn verða einnig í þeim umræðum að huga að svigrúmi sínu, jafnvel þótt þeir séu í stjórnarandstöðu. Að nota ræðustól alþingis til að kenna varðstöðu um þetta svigrúm við valdhroka einkennist af mikilli skammsýni. Núna eru um tvær vikur, frá því að umboðsmaður alþingis birti álit sitt um skipan mína á hæstaréttardómara. Ég hef rætt málið á alþingi, fjallað um það hér á síðunni, birt ræður um það og rætt við fjölmiðla – alls staðar hef ég tekið fram, að ég muni skoða þetta álit af alvöru, engu að síður sé ég að jafnvel vandaðir blaðamenn slíta orð mín úr samhengi og telja mig hafa sýnt umboðsmanni óvirðingu! Ég skil ekki, hverjum blaðamenn eru að þjóna með þessu frekar en að ég skilji gildi daglegra frétta í DV um símtal Davíðs Oddssonar og Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns alþingis. Ég tel, að í hvorugu tilviki sé um sérstaka umhyggju fyrir embætti umboðsmanns að ræða."
Dagurinn í dag
1555 Páll páfi VI kjörinn páfi - sat á páfastóli í fjögur ár, lést 1559
1934 Bankaræningjarnir Clyde Barrow og Bonnie Parker drepin í Louisiana - þekkt útlagapar
1949 Lýðveldi formlega stofnað í Þýskalandi - endalok endurreisnar landsins eftir seinna stríð
1998 Friðarsamkomulag kennt við föstudaginn langa, samþykkt á N-Írlandi
2003 Fjórða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum á Bessastöðum - Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vinna saman þriðja kjörtímabilið í röð, hafa starfað saman frá apríl 1995
Snjallyrði dagsins
In the future everyone will be world-famous for fifteen minutes.
Andy Warhol (1928-1987)
Að lokum bendi ég á vefinn Bowling for Truth
<< Heim