Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

30 júní 2004

Davíð OddssonHeitast í umræðunni
Tilkynnt var í dag að George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra, myndu hittast á fundi í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu, í næstu viku, þriðjudaginn 6. júlí, degi eftir að Alþingi kemur saman til að ræða fjölmiðlalögin og þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð er um málið eftir synjun forseta Íslands á lögunum. Á þeim fundi leiðtoganna mun verða rætt um alþjóðamál og samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Án nokkurs vafa mun þar bera hæst varnarsamstarf landanna og hvernig varnarsamningi þjóðanna verði háttað á næstu árum, en þau mál hafa verið í mikilli óvissu í rúmt ár, eða frá því að bandarísk yfirvöld vildu í maí 2003, einhliða stokka upp viðbúnað sinn á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjastjórn kom þá fram með einhliða yfirgang og frekjuköst sem ekki voru liðin, samhliða þessu kom fram verulegur dómgreindarbrestur af hálfu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem forseti Bandaríkjanna stöðvaði síðar af og dró fyrri ákvörðun ráðuneytisins til baka. Hefur frá þeim verið þreifað sig áfram með endanlega lausn málsins, enda þarf að semja um allar breytingar á stöðu Varnarliðsins, miðað við tvíhliða varnarsamning landanna. Vonandi er að á leiðtogafundi Davíðs og Bush náist einhverskonar viðunandi samkomulag sem bæði lönd geta sætt sig við og getur tryggt endanlegan stöðugleika í málinu, sem hefur skort áþreifanlega, sem kæmi í stað þeirrar miklu og óþolandi óvissu sem ríkt hefur allt frá einhliða ákvörðunum Bandaríkjastjórnar fyrir rúmu ári.

StjórnarráðiðÍ gær kynnti 'Þjóðarhreyfingin' álit sitt á þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig standa eigi að kosningu. Eitt meginatriði skýrslu þeirra er að halda verði utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Get ég tekið undir það álit þeirra, reyndar er það eðlilegt fyrst farið er í þetta á annað borð að hafa slíka kosningu samhliða. Fyrst forsetinn ákvað að velta á ríkissjóð kostnað upp á tæpar 200 milljónir króna vegna þessarar kosningar er það eðlilegt skref að hafa kosningu utan kjörfundar, annað gengi varla. Hitt sem fram kemur af þeirra hálfu er undarlegt, þau vilja engin mörk setja um kosningaþátttöku eða hafa þak á henni, til að tryggja að vilji meirihluta landsmanna kæmi fram, en ekki bara skoðun örfárra eða lítils hluta þjóðarinnar. Er óskiljanlegt að þetta fólk setji fram slíka skoðun, en margt af þessu fólki er hálært fræðifólk sem virðist því miður blindast sýn á vegferð sinni í umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu beint og miðar allt við þetta eina mál, líkt og virðist vera með stjórnarandstöðuna. Hér þarf að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki miða eingöngu við fjölmiðlalögin. Ef fólk ætlar að vera trúverðugt og halda fræðiheiður sinn verður að líta á málið í heild, en ekki miða við pólitíska hagsmuni og stundarávinning tengdan þessu eina máli sem kosið verður um í sumar. Um er að ræða kosningu á máli frá þinginu, það verður að vera góð kosningaþátttaka að mínu mati og afdráttarlaus vilji meirihluta þjóðarinnar ef hnekkja á ákvörðun þingsins.

Annie HallMeistaraverk - Annie Hall
Árið 1977 gerði Woody Allen sína þekktustu og jafnframt eftirminnilegustu kvikmynd, hina mögnuðu Annie Hall. Er óhætt að segja að hún hafi verið tímamótaverk á ferli hans, einkum vegna þess að þrátt fyrir að í henni séu kómískir þættir má finna fyrir alvarlegum undirtón og í henni má finna skemmtilega sýn á nútímaástarsamband þess tíma. Er sjálfsævisöguleg úttekt á sambandi Allens og Diane Keaton en þau eru bæði tvö hreint ómótstæðileg í myndinni. Hér er nóg af hinum venjulegu en alltaf óvæntu Allenbröndurum og pælingum um ástina en líka dýpri og innilegri íhuganir, enda er Annie Hall persónulegasta mynd Allens fyrr og síðar, gerð af einstakri hlýju og miklum skilningi og ógleymanlegum húmor. Fjallar um stormasamt ástarsamband grínista og söngkonu sem á sér háleit markmið í lífinu og mikla drauma. Inn á milli fljóta hressilegir brandarar og snjallar athugasemdir um lífið og tilveruna að hætti Woody Allen. Diane Keaton hlaut óskarinn fyrir leik sinn og myndin var valin besta kvikmynd ársins og Allen hlaut leikstjóraóskarinn. Klassísk kvikmynd sem verður sífellt meira meistaraverk með hverju áhorfi. Frábær mynd sem ég horfi reglulega á. Ávallt viðeigandi.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Um stórkostlegan sigur og hrærðan forseta - pistill Hjörleifs Pálssonar
Hugleiðingar um þjóðaratkvæðagreiðslu - pistill Helgu Guðrúnar Jónasdóttur
Davíð Oddsson forsætisráðherra, boðaður á fund George W. Bush forseta
Saddam Hussein framseldur til Íraka og kemur fyrir dómara á morgun
Írakar glaðir yfir því að Saddam Hussein sé kominn í vörslu landsmanna
Paul Martin og stjórn hans tapar miklu fylgi í kosningunum í Kanada
'Þjóðarhreyfingin' telur allar takmarkanir í kosningu ólýðræðislegar
Upphlaup Ólafs Ragnars er gamaldags pólitík - umfjöllun um skrif í Mogganum
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði gagnrýnir meirihluta Samfylkingarinnar
Félögum í breska Verkamannaflokknum hefur fækkað í valdatíð Blair
Paul Bremer feginn að vera laus við valdaábyrgðina í Írak, eftir valdaskiptin
Umfjöllun um kosningaslaginn í Bandaríkjunum sem bráðlega nær hámarki
Kerry hvílir sig á kosningabaráttu - býr sig undir flokksþing demókrata
Þrýst á John Kerry að ljóstra upp um skilnaðargögn sín og fyrri eiginkonu sinnar
Kerry og Bush jafnir í Flórída samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum
Líklegt að stríðsfangar í Guantanamo verði fluttir til Bandaríkjanna á næstunni
Popparinn David Bowie hættir við að fara á Hróarskelduhátíðina í Danmörku
Mikið fjölmenni á Akureyri vegna ESSO knattspyrnumóts á KA vellinum
Aðdáandi Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones biður þau afsökunar
Mörg andlit Köngulóarmannsins - nýrri mynd tekið vel í Bandaríkjunum
Umfjöllun um kvikmyndina Spider Man 2 sem verður bráðlega frumsýnd
Tilkynnt um titil sjöttu bókarinnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling
Mikil spenna fyrir undanúrslitaleik Hollands og Portúgals á EM í kvöld

Dagurinn í dag
1936 Gone with the Wind eftir Margaret Mitchell, gefin út - varð ein vinsælasta skáldsaga aldarinnar og varð uppistaðan í einni bestu kvikmynd aldarinnar, sem gerð var árið 1939
1968 dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, kjörinn forseti Íslands, með 67% greiddra atkvæða - hann sigraði mótframbjóðanda sinn, dr. Gunnar Thoroddsen, með miklum yfirburðum
1984 Skáldkonan Lillian Hellman, deyr, 79 ára að aldri - hún var ein fremsta skáldkona Bandaríkjanna á 20. öld og skrifaði t.d. bækurnar Little Foxes og Watch on the Rhine
1992 Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tekur sæti í lávarðadeildinni
2002 Brasilía vinnur heimsmeistaratitilinn í fótbolta, eftir sigur á Þjóðverjum

Snjallyrði dagsins
The only way to make a man trustworthy is to trust him.
Henry Stimson (1867-1950)

29 júní 2004

BessastaðirHeitast í umræðunni
Allt frá því að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir hefur Ólafur Ragnar Grímsson reynt að snúa út úr þeim skilaboðum sem þjóðin var að senda honum, og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um þá staðreynd að hann hlaut minnihluta atkvæða kjósenda í kosningunum. Staðreynd málsins blasir við, að þjóðin hefur klofnað í pólitískar fylkingar vegna ákvörðunar hans 2. júní sl. og eðli forsetaembættisins breyst og virðingin sem meirihluti landsmanna hefur borið fyrir því og þeim sem situr á forsetastóli er ekki lengur til staðar. Gjá hefur myndast milli forsetans og meirihluta landsmanna. Úrslit kosninganna endurspegluðu það. Ég hef ekki farið leynt með að ég skilaði auðu í þessum kosningum, var mjög óánægður með verk sitjandi forseta og gat ekki hugsað mér heldur að kjósa neinn mótframbjóðenda hans. Með atkvæði mínu tel ég mig hafa sent forsetanum afdráttarlaus skilaboð, og það sama gildir eflaust um þá 27.626 sem gerðu slíkt hið sama. Ef það er eitthvað við túlkun forsetans á úrslitunum sem mér hefur mislíkað meira en annað, eru það viðbrögð hans við atkvæði mínu og þeirra sem skiluðu einnig auðu. Hann lætur sem þau séu ekki til og í þeim hafi engin skilaboð falist til handa honum. Forsetinn getur ekki ætlast til þess að hann sé óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar meðan hann hagar sér með þeim barnalega hætti að sniðganga þau skilaboð sem rúmur fimmtungur þjóðarinnar sendi honum með því að skila auðu. Túlkun forsetans á veruleika úrslitanna hefur sannað að hann veldur ekki því hlutverki að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

StjórnarráðiðStarfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu, kynnti í gær niðurstöðu sína. Þar kemur fram að eðlilegt sé að setja einhver skilyrði um lágmarksþátttöku eða hvert hlutfall atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög frá Alþingi. Fram kemur í niðurstöðunni að rétt sé að ekki líði minna en mánuður frá því forseti synjar lögum staðfestingar þar til kosning fer fram og ekki meira en tveir mánuður. Ég tek undir með niðurstöðum skýrslunnar og fagna því að skýrslan liggi fyrir og hvet alla til að lesa hana. Persónulega finnst mér vel við hæfi að til þurfi að koma skilyrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi, og setja eigi það sem viðmið um þjóðaratkvæðagreiðslu almennt, við þær aðstæður að kosið er um lagafrumvarp frá þinginu. Gallup könnun í gær um þetta mál staðfestir að þessi tala er langt í frá of stór eða gangi of langt, enda vilji fólk almennt kjósa um þetta mál, fyrst kosið er. Afstaða stjórnarandstöðunnar vekur hinsvegar verulega athygli og leiðir hugann að því hvort fólk þar telji sig vera með það vondan málstað í þessu máli að hún geti ekki samþykkt slík skilyrði, sem hljóta að teljast sjálfsögð mörk í stöðunni.

Plan of AttackBókalestur
Undanfarna daga hef ég verið að lesa athyglisverða bók, Plan of Attack eftir Bob Woodward. Bókin fjallar um aðdraganda innrásar Bandamanna í Írak og eftirmála falls stjórnar Saddams Husseins í apríl 2003. Bókin er virkulega vönduð og skemmtileg til lestrar og fræðandi. Fer Woodward yfir marga þætti tengda málinu og veltir upp atriðum og staðreyndum sem ekki lágu fyrir áður. Fjallar hann um málið frá hlið bæði þeirra sem voru hlynntir og andvígir innrásinni í Írak og kemur með athyglisverðan vinkil á málið. Woodward er einn þekktasti blaðamaður og fréttaskýrandi Bandaríkjanna. Woodward er kunnastur fyrir að hafa ásamt félaga sínum á The Washington Post, Carl Bernstein, náð að vekja athygli á þætti nánustu aðstoðarmanna Nixons Bandaríkjaforseta, í innbrotinu í Watergate-bygginguna í júní 1972, sem lauk með því að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta Bandaríkjanna, fyrstur manna, í ágúst 1974. Sú saga var sögð í verðlaunamyndinni All the President's Men, árið 1976. Ég hvet alla til að kynna sér feril Woodwards með því að horfa á myndina og ekki síður lesa bókina, sem er mögnuð heimild um eitt mesta hitamál seinustu ára á vettvangi alheimsstjórnmála.

Áhugavert á Netinu
Merkilegar túlkanir á 26. greininni - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Aðeins 42% kosningabærra kusu Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakjöri
Forseti með grátstafinn í kverkunum - pistill Benedikts Jóhannessonar
Af nýju forsetaembætti - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Um jafnréttishugtakið - pistill Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur
Írösk stjórnvöld fá Saddam Hussein formlega í sína vörslu á morgun
Réttarhöld yfir Saddam hefjast á fimmtudag - búist við dauðarefsingu
Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið - Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
'Þjóðarhreyfingin' vill engar takmarkanir á kosningarétti í fjölmiðlakosningu
Súrsætur kosningasigur hjá Paul Martin í kanadísku kosningunum
Hákon krónprins og Mette Marit fara í heimsókn til Siglufjarðar
93% þjóðarinnar hefur áhuga á að kjósa um fjölmiðlalögin í ágúst
Sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps samþykkt á laugardag
KEA tilbúið að leggja allt að 100 milljónir króna í Vaðlaheiðargöng
Jose Durao Barroso forsætisráðherra Portúgals, tilnefndur forseti ESB
Vinkona Önnu Lindh segir mögulegt að morðinginn hafi elt hana
Gosbrunnur vígður í Hyde Park 6. júlí til minningar um Díönu prinsessu
Góðar fréttir - Óttar Felix Hauksson lækkar plötuverðið í sumar
Það vantar einn í hópinn! - átak gegn umferðarslysum hefst
Margrét Eir Hjartardóttir syngur lagið Í næturhúmi (Moonlight Shadow)
Æviminningar Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna, slá í gegn
Tilkynnt um titil sjöttu bókarinnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling
Scarlett Johansson leikur í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen

Dagurinn í dag
1952 Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og fyrrv. forsætisráðherra, kjörinn forseti Íslands. Ásgeir hlaut 48% greiddra atkvæða og sigraði naumlega sr. Bjarna Jónsson dómkirkjuprest
1974 Isabel Peron tekur við embætti forseta Argentínu, af eiginmanni sínum, Juan Peron, vegna veikinda hans. Hún tók formlega við embættinu við lát hans 1. júlí 1974. Henni var komið frá völdum í valdaráni árið 1976 og stjórn hennar sökuð um óstjórn og glundroða í landinu
1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands, hún hlaut tæp 34% greiddra atkvæða og sigraði Guðlaug Þorvaldsson sáttasemjara, naumlega. Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum forsetakosningum, sögulegur áfangi
1996 Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður, kjörinn forseti Íslands, með 41% greiddra atkvæða
2003 Óskarsverðlaunaleikkonan Katharine Hepburn deyr, í Old Saybrook í Connecticut, 96 ára að aldri. Á 60 ára leikferli sínum hlaut hún fjórum sinnum óskarsverðlaun og var tilnefnd til verðlaunanna 12 sinnum. Hefur enginn hlotið fleiri óskarsverðlaun fyrir leik. Árið 2001 var Katharine Hepburn kjörin leikkona 20. aldarinnar af bandaríska kvikmyndaritinu Empire

Snjallyrði dagsins
Ólafur Ragnar Grímsson hefur endurnýjað frasa sinn frá því fyrir átta árum og sagst taka úrslitum kosninganna „af auðmýkt". Í hverju felst sú auðmýkt hans? Með því að gera ekkert úr því hvernig tugþúsundir Íslendinga ráðstafa atkvæði sínu? Með því að gera ekkert úr því hversu fáir koma til þess að lýsa stuðningi við hann, og það þrátt fyrir að hann sjálfur telji mikla atlögu hafa verið að sér gerða? Með því að gera ekkert úr því að þrátt fyrir átta ára setu í virðulegasta embætti landsins, er hann fjarri því að fá stuðning meirihluta kjósenda?
Úr Helgarsproki Vef-Þjóðviljans, 27. júní 2004

28 júní 2004

Ólafur R. GrímssonHeitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson hefur reynt að bera sig vel eftir að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir, þrátt fyrir að hafa sem sitjandi forseti hlotið atkvæði minnihluta landsmanna í forsetakjöri. Það skín þó í gegn biturð hans í garð Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og fleiri aðila sem hann virðist saka beinlínis um að hafa beitt sér í því skyni að fólk gagnrýndi hann og verk hans með því að skila auðu eða mæta ekki á kjörstað. Allt slíkt tal hjá forsetanum ber vott um örvæntingarfullar tilraunir til að dreifa umræðunni og snúa út úr staðreyndum. Nú sem fyrr talar forsetinn í sama tón og forysta Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður, hefur í viðtölum í fjölmiðlum reynt að dreifa talinu, snúa umræðunni frá staðreyndum um úrslit kosninganna og beina henni að því að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi beitt sér í málinu. Það er ekkert nýtt að Ingibjörg stundi slíkan málflutning og varnarhjal hennar fyrir forsetann er eflaust hluti af varnarvirkjum Samfylkingarinnar fyrir forsetann eftir geðþóttaákvörðun hans fyrr í mánuðinum. Reyndar ætti forseti að átta sig á þeirri staðreynd að ákvörðun hans hefur gert forsetaembættið berskjaldað fyrir pólitískri gagnrýni og framganga hans nú mun ekki minnka óánægjuöldur í kringum hann og komu vel fram í þessum kosningum, heldur þvert á móti efla þær og gera embættið mun virkara pólitískt tákn og baráttuafl gegn ríkisstjórninni en verið hefur almennt í sögu landsins.

BessastaðirÓneitanlega hefur verið skondið að sjá hvernig Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins, setti sér mælistiku á þolmörk fylgis Ólafs Ragnars Grímssonar í leiðara í blaðinu á laugardag en hafði kúvent algjörlega í þeirri skoðun í sunnudagsblaðinu, þegar meginlínur í atkvæðatalningu í kosningunum lágu nokkuð skýrar fyrir. Í greininni á laugardag sagði Gunnar Smári: "Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við Ólaf undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósenta kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósenta atkvæðabærra manna - í kringum 80 prósentum atkvæða í kosningum með 70 prósenta kjörsókn - getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur". Í blaðinu daginn eftir sagði sami ritstjóri: "Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar." Þetta eru merkileg skilaboð frá ritstjóra Fréttablaðsins og ekki gott samræmi á milli þess sem fram kemur, sé mið tekið af hvernig forsetinn kom út úr fyrri mælingu ritstjórans.

The LadykillersKvikmyndaumfjöllun - The Ladykillers
Coen bræður, Ethan og Joel, eru án nokkurs vafa snillingar í kvikmyndagerð og hafa sannað þá snilli í meistaraverkum á borð við t.d. Fargo, Raising Arizona, The Man Who Wasn't There, O Brother, Where Art Thou?, The Big Lebowski og Barton Fink. Óneitanlega er mikið verkefni að ætla sér að endurgera klassíska gamanmynd á borð við The Ladykillers, sem var gerð árið 1955, og skartaði í aðalhlutverkum, Sir Alec Guinness, Peter Sellers og Cecil Parker. Í flestum tilfellum sannast hin gullna regla að annaðhvort heppnast slík djörfung algjörlega eða mistekst hrapallega. Í endurgerðinni er sagt frá prófessornum G.H. Dorr sem leigir herbergi hjá Mörvu Munson, aldraðri konu í smábæ. Henni líst vel á hann, enda er hann nokkuð heillandi við fyrstu sýn. En það er ekki allt sem sýnist, enda er prófessorinn ásamt félögum sínum að undirbúa rán með því að grafa göng yfir í nálægt spilavíti sem þeir ætla að ræna. En brátt kemur þó í ljós að þeir mæta ofjarli sínum í leigusalanum, hinni öldnu Mörvu. Tom Hanks fer eins og venjulega á kostum í aðalhlutverkinu og ekki er Irma P. Hall síðri sem fröken Munson. Coen-bræður hafa markað sér þann stíl að í myndum þeirra er sagt frá skrautlegum karakterum og þar koma fyrir hin skondnustu atvik. Þeir hafa jafnan náð að laða fram hið besta frá leikurum sínum. Tónlistin er hér sem venjulega í myndum þeirra alveg fullkomin. Sem aðdáandi Sellers og Guinness og þ.a.f.l. gömlu myndarinnar verð ég að viðurkenna að ég var ekki sáttur við handrit myndarinnar og hluta úrvinnslu myndarinnar. Engu að síður er The Ladykillers hin ágætasta skemmtun fyrir bíóáhugafólk.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Gjá milli forseta og þjóðarinnar - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - viðbót við pistli
Úrslit kosninganna eru áfall fyrir Ólaf Ragnar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Úrslit forsetakosninganna 2004 - máttlítið umboð Ólafs R. Grímssonar
Ólafur R. Grímsson tjáir sig um úrslit forsetakosninganna 2004 og fleiri efni
Hyldýpisgjá milli forseta og þjóðar - viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitunum
Lítil kosningaþátttaka vekur athygli - viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar við úrslitum
Sólveig Pétursdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sólrún ræða úrslitin
Ólafur R. Grímsson snýr út úr úrslitunum - sakar Morgunblaðið um að hafa beitt áróðri
Ritstjórn Morgunblaðsins svarar fullyrðingum Ólafs Ragnars í leiðara blaðsins
Ólafur Ragnar og tengsl hans við Sigurð G. Guðjónsson - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Hinn huldi frambjóðandi - Gunnar Smári kúvendir í skoðunum um túlkun forsetakjörs
Starfshópur skilar niðurstöðu - gerir ráð fyrir að sett verði skilyrði um kjörsókn
Mat starfshóps - atkvæði 25-44% atkvæðisbærra þurfi til að ganga gegn vilja Alþingis
Formleg valdaskipti í Írak - heimamenn taka við stjórn landsins af Bandamönnum
Hákon krónprins Noregs, og Mette Marit eiginkona hans, í opinberri heimsókn
Valdas Adamkus kjörinn forseti Litháens - sigraði í kjörinu með yfirgnæfandi hætti
Jose Manuel Durao Barroso forsætisráðherra Portúgals, verður næsti forseti ESB
Hægrimaðurinn Boris Tadic kjörinn forseti Serbíu - sigraði Tomislav Nikolic naumlega
David Beckham ræðst að Real Madrid - Perez svarar Beckham fullum hálsi
Grikkir koma mjög á óvart og slá út Evrópumeistara Frakka, öllum að óvörum
Hollendingar slá Svía út á EM eftir daufan leik en magnaða vítaspyrnukeppni
Tékkar glansa í enn einum leiknum og tóku Dani í gegn og sigra með yfirburðum

Dagurinn í dag
1914 Franz Ferdinand hertogi, myrtur ásamt eiginkonu sinni, Sophie, af Gavrilo Princip, í Sarajevo. Morðið á þeim leiddi til upphafs deilna og að lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar
1919 Versalasáttmálinn er undirritaður - lauk með því fyrri heimsstyrjöldinni sem stóð í 5 ár
1991 Margaret Thatcher tilkynnir að hún gefi ekki kost á sér í bresku þingkosningunum 1992 eftir 33 ára þingferil - hún lét af embætti sem forsætisráðherra Bretlands í nóvember 1990
1997 Mike Tyson dæmdur úr leik í hnefaleikabardaga við Evander Holyfield, í kjölfar þess að hann bítur bita úr eyra Holyfields. Þeir voru að keppa um heimsmeistaratitil í boxi í þungavigt
2001 Slobodan Milosevic fv. forseti Júgóslavíu, framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag

Snjallyrði dagsins
History will be kind to me for I intend to write it.
Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands (1874-1965)

27 júní 2004

Ólafur R. GrímssonForsetakjör 2004
Úrslit forsetakosninganna 2004 lágu fyrir á sjöunda tímanum í morgun er lokatölur komu úr Norðvesturkjördæmi. Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands, hann hlaut 67,9% greiddra atkvæða, Baldur Ágústsson hlaut 9,9% og Ástþór Magnússon 1,5%. Á kjörfundi í gær kusu 133.616 kjósendur, eða 62,56%. Hefur kjörsókn ekki verið lélegri í kosningum í 60 ára sögu lýðveldisins, en rúmlega 80.000 kjósendur mættu ekki á kjörstað. Auðir seðlar voru 27.627 eða 20,7% atkvæða. Séu úrslit kosninganna einungis reiknuð sem hlutfall af kjósendum á kjörskrá hlaut Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 42,5% kjósenda, Baldur 6,2% og Ástþór 0,9%. Í þremur stærstu kjördæmunum var þetta hlutfall Ólafs Ragnars minna eða 40,4%. Þegar litið er á úrslit kosninganna vekur óneitanlega mikla athygli hversu mjög Ólafur Ragnar fær veikt umboð frá þjóðinni til setu á forsetastóli næstu fjögur ár. Meirihluti kjósenda kýs annan frambjóðanda í kosningunum, skilar auðu eða situr heima, vegna áhugaleysis um kosningarnar. Úrslit kosninganna endurspegla vilja almennings að tjá óánægju með embættisverk forseta Íslands. Þetta kemur skýrast fram í því að rúmur fimmtungur þjóðarinnar mætir á kjörstað og skilar auðu. Fyrir þessu eru engin fordæmi í sögu kosninga á Íslandi. Auðu seðlana er vart hægt að túlka öðruvísi en sem óánægju með forsetann og nýlega ákvörðun hans.

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um úrslit forsetakosninganna 2004 og túlka þau. Óneitanlega vekur athygli að aðeins minnihluti kjósenda hafi kosið Ólaf Ragnar Grímsson í kosningunum, mjög merkilegt er að forsetinn reyni að beina sjónum að öðrum þáttum en framgöngu sinni að undanförnu þegar kemur að því að túlka úrslit kosninganna. Sú atburðarás sem leiddi til þess að þjóðin sundraðist og ákvað að skipa sér í fylkingar með og á móti forsetanum í pólitískri deilu hófst á Bessastöðum þann 2. júní sl. er forsetinn synjaði lagafrumvarpi staðfestingar. Þar eru ræturnar að því að þjóðin ákvað að mótmæla forsetanum og skila auðu eða hreinlega sitja heima og taka ekki afstöðu í kosningunum. Forseti ætti að líta í eigin barm áður en hann túlkar úrslitin með því að kenna öðrum en sjálfum sér um stöðu mála er úrslitin liggja fyrir, í kosningum þar sem almenningur sýndi andúð sína á forsetanum. Framtíð forsetaembættisins virkar mjög óljós að loknum þessum kosningum, enda stendur embættið ótraustum fótum og er berskjaldað fyrir pólitískri gagnrýni vegna ákvarðana forsetans. Að lokum fjalla ég um sameiningarkosninguna sem fram fór samhliða forsetakjörinu, á Akureyri og í Hrísey, en hún var samþykkt með afgerandi hætti.

Dagurinn í dag
1905 Uppreisn á flotaskipinu Potempkin hefst formlega
1950 Bandaríkin ákveða að senda herlið til Kóreu í svokallað Kóreustríð
1979 Muhammad Ali hættir keppni í hnefaleikum - var einn litríkasti boxari 20. aldarinnar
1991 Júgóslavneski herinn ræðst inn í Slóveníu eftir sjálfstæðisyfirlýsingu landsins
2001 Óskarsverðlaunaleikarinn Jack Lemmon deyr, 76 ára að aldri. Hann var einn af þekktustu leikurum Bandaríkjanna á 20. öld og þótti jafnvígur á dramatískan og gamansaman leik

Snjallyrði dagsins
There are worse things in life than death. Have you ever spent an evening with an insurance salesman?
Woody Allen leikstjóri og leikari

25 júní 2004

BessastaðirHeitast í umræðunni
Íslenska þjóðin gengur að kjörborðinu á morgun í forsetakjöri. Er þetta í sjötta skiptið sem forsetakjör fer fram í 60 ára sögu lýðveldisins. Fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi, 17. júní 1944 og var sjálfkjörinn í embætti uns hann lést í janúar 1952. Í fyrsta almenna forsetakjörinu í júní 1952 sigraði Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður, frambjóðanda stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sr. Bjarna Jónsson, naumlega. Í forsetakjöri í júní 1968, sigraði dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, dr. Gunnar Thoroddsen sendiherra og fyrrum ráðherra, með yfirgnæfandi hætti og hlaut hann 2/3 atkvæða í kosningunni. Í forsetakjöri í júní 1980 sigraði Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, þrjá karlmenn, litlu munaði þó á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara, er yfir lauk. Árið 1988 bauð Sigrún Þorsteinsdóttir sig fram gegn Vigdísi. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti hlaut mótframboð. Hlaut Vigdís yfirburðafylgi og rúm 90% atkvæða. Árið 1996 fór forsetakjör fram fimmta sinni og var Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður, kjörinn til forsetasetu og sigraði mótframbjóðendur sína með nokkrum mun. Sá sigur var almennt að mestu eignaður þáverandi eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem varð mjög ástsæl meðal landsmanna. Hún lést úr hvítblæði 12. október 1998.

BessastaðirÍ pistli á heimasíðu minni í dag fjalla ég um frambjóðendur til embættisins og tjái mínar skoðanir á þeim og þessari kosningabaráttu almennt, sem hefur verið frekar litlaus og lítt spennandi. Hvað svo sem fólki finnst um forsetaefnin og málefnin sem þeir hafa lagt áherslu á, er eitt mikilvægara en annað, nú þegar forsetakjör fer fram sjötta sinni í sögu lýðveldisins. Það er að mæta á kjörstað og nýta sinn mikilvægasta rétt sem borgari í landinu. Atkvæðisrétturinn er mikilvægasta verkfæri okkar landsmanna til að tjá okkar skoðanir og hafa áhrif á gang mála. Með honum getum við haft áhrif á gang mála, sent ráðamönnum skýr skilaboð og tjáð okkar innri hug til mikilvægra mála. Á morgun er mikilvægt að allir þeir sem eru óánægðir með verk sitjandi forseta og geðþóttaákvörðun hans 2. júní sl. mæti og kjósi annaðhvort annan mótframbjóðanda hans eða skili auðu. Hið síðarnefnda er að mínu mati réttara í stöðunni. Ég persónulega hef tekið þá afstöðu og tjáð hana margoft hér að undanförnu. Ég hvet kjósendur til að skila auðu á morgun og senda forsetanum afdráttarlaus skilaboð með því. En mikilvægast er að allir noti kosningaréttinn á morgun.

Áhugavert á Netinu
Kosningaþættir: Ástþór Magnússon - Baldur Ágústsson - Ólafur Ragnar Grímsson
Góðráð til kjósenda á kjördegi í forsetakosningum - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ýkjur og skammsýni forræðishyggjumanna - pistill Kristins Más og Snorra
Engin stemmning fyrir forsetakosningunum - pistill Jóns G. Haukssonar
Samstaða um Árna Þór sem forseta borgarstjórnar - Alfreð áfram formaður
Umfjöllun Morgunblaðsins um sjávarútvegsráðstefnu SUS á Eskifirði, 20. júní 2004
Veður getur bæði haft allnokkur áhrif á úrslit kosninga eða kosningaþátttöku
Meirihluti landsmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu skv. skoðanakönnun
Monica Lewinsky segir að Bill Clinton fari með ósannindi um ástarsamband þeirra
Baugur Group neitar að birta ársreikninga sína - lögum samkvæmt skal það þó gert
Meðalneysla íslenskrar vísitölufjölskyldu nemur 300.000 krónum á mánuði
Bensíndropinn glæpsamlega dýr á landsbyggðinni - tölur staðfesta það
Straumur ferðamanna að Kárahnjúkum til að fylgjast með framkvæmdum þar
Bush forseti fer til Írlands - mikil öryggisgæsla vegna komu forsetans þangað
Al Gore ræðst að Bush forseta vegna Íraks - Cheney varaforseti reiðist
Fantasia Barrino hefur feril sem stórstjarna eftir sigur í American Idol 2004
Miklar deilur um víkingasverð á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í Reykjavík
Umfangsmeiri Idol - stjörnuleit á Stöð 2 í vetur - meira lagt í keppnina nú en í fyrra
Vandaður vefur um leikstjóraferil og ævi óskarsverðlaunaleikstjórans Woody Allen
Portúgalar slá út Englendinga af EM eftir æsispennandi leik og vítaspyrnukeppni
Allar upplýsingar um EM 2004 - Beckham áfram fyrirliði - Inaki Saez segir af sér

Dagurinn í dag
1244 Flóabardagi, eina sjóorrusta Íslendinga var háð á Húnaflóa. Bardaginn var á milli Sturlunga (undir forystu Þórðar kakala) og Ásbirninga (undir forystu Kolbeins unga).
1809 Danski ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen tók sér völd á Íslandi og lét fangelsa Trampe stiftamtmann og fleiri. Hann lýsti sig verndara landsins og hæstráðanda til sjós og lands. Hann sat á valdastóli í tæpa tvo mánuði. Enskur skipstjóri batt enda á valdaferil hans 22. ágúst
1985 Reynir Pétur Ingvarsson vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lauk styrktargöngu sinni hringinn í kringum landið fyrir Sólheima - gangan var 1.411 km. og tók mánuð
1988 Vigdís Finnbogadóttir endurkjörin forseti Íslands - hún sigraði Sigrúnu Þorsteinsdóttur með yfirburðum í kosningu og hlaut tæplega 93% greiddra atkvæða. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti Íslands fékk mótframboð og varð að heyja kosningabaráttu. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands í júní 1980 og sat í embætti til 1. ágúst 1996
1990 Elísabet II Englandsdrottning og Filippus hertogi, komu í opinbera heimsókn til Íslands

Morgundagurinn
1855 Gufuskip kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti, það var danska gufuskipið Thor, nákvæmlega tveim árum síðar kom fyrsta gufuskipið til Akureyrar, þrímastrað dampskip, H.M.S. Snake
1885 Öxar við ána, ljóð Steingríms Thorsteinssonar við lag Helga Helgasonar, var flutt í fyrsta skipti við upphaf Þingvallafundar - er án vafa eitt fremsta ættjarðarljóð Íslendinga
1963 John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, flytur eftirminnilega ræðu við Berlínarmúrinn og lætur hin fleygu orð, Ich bin ein Berliner, falla. Kennedy forseti, var myrtur síðar sama ár
1990 Popptónlistarmaðurinn Bob Dylan hélt ógleymanlega tónleika í Laugardalshöll
2003 Strom Thurmond fyrrum öldungadeildarþingmaður, deyr, 100 ára að aldri - hann sat í öldungadeild Bandaríkjaþings lengur en nokkur annar þingmaður, í rúma hálfa öld

Snjallyrði dagsins
Nýja umræðuflóran er ótrúlega fjölbreytt og hún þrífst ekki nema vegna þess, að eigendur síðnanna finna, að þær gefa bæði þeim og öðrum nokkuð. Það er mun skemmtilegra að kynna sér það, sem er að gerast og gerjast á blog-síðunum en að fylgjast með nauðhyggjumönnunum neikvæðu og nafnlausu, sem setja mestan svip á málverja og aðra spjallþræði um stjórnmál.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra

24 júní 2004

Baldur ÁgústssonHeitast í umræðunni
Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi, var gestur á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi og ræddi stefnumál sín og áherslur. Rauði þráðurinn í öllum yfirlýsingum og stefnu Baldurs er að endurheimta glataðan virðuleika forsetaembættisins og stöðu þess sem sameiningartákns. Að mörgu leyti er Baldur á sömu slóðum í stefnu og forsetaframboð Péturs Kr. Hafsteins árið 1996, mikill samhljómur er með stefnumálum þeirra við fyrstu sýn. Báðir vildu hafa forsetaembættið sem ígildi friðarhöfðingja og virðulegs sameiningartákns án inngripa í stjórnmálabaráttu, sem er allt annað en núverandi forseti hefur gert, einkum nú á seinustu vikum. Þegar nánar er skoðað er þó ljóst að Baldur leggur áherslu á að forseti beiti sér í málefnum aldraðra og fleiri samfélagshópa og þrýsti á hitt og þetta. Það atriði á ekkert sameiginlegt við það hlutverk sem Pétur lagði áherslu á, árið 1996, og er ekki partur af hlutverki forsetaembættisins. Baldur gengur því fram með þær yfirlýsingar að embættið eigi að vera virðingartákn en hann ætli samt sem áður að þrýsta á deilumál og vera talsmaður hópa í samfélaginu með virkum hætti. Þetta fer ekki saman, nema með áherslubreytingum á embættinu af svipuðu tagi og núverandi forseti hefur gert. Ennfremur eru undarlegar yfirlýsingar frambjóðandans að hann ætli að stöðva af ákvarðanir sitjandi forseta, við embættistöku ef hann næði kjöri. Hversu sem okkur er illa við ákvörðun Ólafs verður henni ekki breytt og þó svo Baldur ynni kosningarnar, yrði málið ekki stöðvað úr því ferli sem það er í, í ágúst. Það er því örvæntingarfullt að beita því í kosningabaráttunni. En Baldur hefur margt gott við sig og stendur sig ágætlega í kosningabaráttunni. En ég mun ekki greiða honum atkvæði mitt, þrátt fyrir það.

EM 2004Um fátt er meira rætt í samfélaginu þessa dagana en forsetakosningarnar á laugardag, málefni tengd væntanlegri lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur og fótboltann. Óneitanlega er seinastnefnda umræðuefnið skemmtilegast og sameinar flesta í líflegum umræðum. Það hefur verið alveg gríðarlega skemmtilegt að horfa á kraftmikla og góða leiki seinustu kvöld. Leikirnir hafa sameinað stóran hóp fólks og verið gott umræðuefni daginn eftir þar sem hópar fólks safnast saman. Allir virðast fylgjast með, meira að segja það fólk sem hafði áður sagt að það fylgdist ekkert með boltanum, ótrúlegt en satt! Leikur Englendinga og Króata á mánudag var virkilega góður og gaman að sjá Rooney blómstra með glæsilegum hætti í þeim leik. Öllu verra var þó að sjá Þjóðverja senda heim í gær, enda hef ég almennt haldið með þeim á stórmótum. En Tékkarnir eru að spila magnaðan bolta og eiga skilið sitt góða gengi. Leikur kvöldsins, viðureign Englendinga og Portúgala verður svo spennandi. Lengi lifi boltinn!

It Happened One NightMeistaraverk - It Happened One Night
It Happened One Night er ein af hinum gullnu meistaraverkum kvikmyndasögunnar og telst ein besta kvikmynd fjórða áratugarins. Segir í myndinni frá hinni ofdekruðu Ellie Andrews sem flýr undan ofríki föður síns sem vill ekki leyfa henni að giftast glaumgosa einum. Á leiðinni í rútu til New York kynnist hún útbrenndum blaðamanni Peter Warne. Þegar rútan bilar á leiðinni lenda þau í vandræðum enda hætta á að faðir hennar komist að því hvar hún er, blaðamaðurinn þekkir auðmannsdótturina og vonast til að þarna sé komið efni í stórfrétt sem kemur honum á sporið aftur í bransanum. Vandræðin hefjast þó fyrir alvöru er þau verða ástfangin á leiðinni til New York. Stórfengleg kvikmynd sem hlaut 5 óskarsverðlaun 1934, sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Clark Gable og Claudette Colbert, fyrir leikstjórn Frank Capra og handritið. Var It Happened One Night fyrsta kvikmyndin sem hlaut óskarinn í 5 stærstu flokkunum; kvikmynd, leikstjórn, bestu aðalleikarar og handrit. Aðeins tvær myndir hafa náð þeim árangri frá 1934, One Flew Over The Cuckoo´s Nest 1975 og The Silence of the Lambs 1991. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Synjun forseta - pistill Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors
Vangaveltur um úrskurð Samkeppnisstofnunar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
R-ifrildislistinn í Reykjavík - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Framboð til embættis forseta Íslands - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Fimmtungur landsmanna ætlar að skila auðu í forsetakosningunum um helgina
Dómur fellur í Landssímamálinu - skaðabótakröfu Símans vísað frá dómi
Baldur segir embættið ekki bara skraut - studdur í Betlehem! - Ólafur í kyrrþey
Menntamálaráðherra leggur fram aukafjárveitingu til reksturs framhaldsskólanna
Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi í skoðanakönnun - Samfylking dalar
Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, Molanum
Metaðsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri á næstu haustönn skólans
Hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, lækkar - mælist nú 2111 metrar
Manmohan Singh heitir efnahagsumbótum fyrir almenning á Indlandi
Ralph Nader hvetur John Kerry til að velja John Edwards sem varaforsetaefni sitt
Bill Clinton viðurkennir í viðtali við NBC að honum hafi orðið verulega á í einkalífinu
Staða Bush og Kerry í kosningaslagnum er víða jöfn, einkum í Pennsylvaníu
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi eða þá á leið úr landi
Pentagon neitar að Saddam Hussein fyrrum forseti Íraks, hafi verið pyntaður
Poppgoðið Bob Dylan gerður að heiðursdoktor við háskóla í Skotlandi
Þjóðverjar tapa fyrir Tékkum og falla úr leik á EM - Hollendingar sigra Letta
Rudi Völler segir af sér sem þjálfari þýska fótboltalandsliðsins eftir slakt gengi á EM
Allar upplýsingar um EM 2004 - enska landsliðið reiðubúið að mæta hinu portúgalska

Dagurinn í dag
1000 Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum - átök höfðu verið milli kristinna og heiðingja um þessar breytingar en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði, úrskurðaði að allir menn skyldu verða kristnir og friður yrði að ríkja milli hreyfinga, sátt varð um þá niðurstöðu
1865 Keisaraskurði beitt í fyrsta skipti á Íslandi - barnið lifði aðgerðina en móðirin ekki
1886 Góðtemplarar stofnuðu Stórstúku Íslands til að berjast fyrir bindindi á áfenga drykki
1934 Gunnar Thoroddsen var kjörinn til þingsetu - hann var þá 23 ára gamall og er enn í dag yngstur þeirra sem hafa hlotið kjör til Alþingis - Gunnar varð einn virtasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar. Hann varð borgarstjóri, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var forsætisráðherra 1980-1983. Hann lést 1983
1994 Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér embætti félagsmálaráðherra, vegna pólitísks ágreinings við Jón Baldvin Hannibalsson en hún hafði tapað formannskjöri innan Alþýðuflokksins við Jón skömmu áður. Afsögn Jóhönnu leiddi til klofnings flokksins, myndunar nýs flokks Jóhönnu, Þjóðvaka, og endaloka stjórnarsetu Alþýðuflokksins í apríl 1995

Snjallyrði dagsins
We must learn to be still in the midst of activity and to be vibrantly alive in repose.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)

23 júní 2004

BessastaðirHeitast í umræðunni
Umfjöllun um forsetakosningarnar á laugardag er hafin með umræðuþáttum á báðum sjónvarpsstöðvum þar sem rætt er við frambjóðendur og kynnst áherslum þeirra og stefnumálum. Frekar er þessi umfjöllun þó litlaus og allt að því leiðinleg. Áberandi er slæmt að ekki verði sameiginlegir kosningafundir með frambjóðendum fyrr en að kvöldi föstudags, eða rúmum 12 klukkutímum áður en kjörstaðir opna. Er greinilegt að forseti Íslands vill helst ekki mæta meðframbjóðendum sínum á sama vettvangi fyrr en skömmu fyrir kosninguna. Er það allundarlegt og hefur viss neikvæð áhrif á málefnalega umræðu um forsetakosningarnar. Er greinilegt á skoðanakönnunum að fólk sýnir kosningunum mjög lítinn áhuga, annaðhvort hefur ákveðið sig eða mun einfaldlega sitja heima á kjördag. Greinilegt er á nýjustu könnuninni að tæplega fjórðungur landsmanna mun fara á kjörstað og taka þá afstöðu að skila kjörseðlinum auðum til baka. Þeir sem það gera tjá sig þó með afgerandi hætti og láta í ljósi óánægju með þá geðþóttaákvörðun forseta Íslands sem enn hefur ekki verið rökstudd með afgerandi hætti að synja lagafrumvarpi frá réttkjörnum þingmeirihluta um staðfestingu sína. Það er hið eina rétta í stöðunni að tjá óánægju sína með því að fjölmenna á kjörstað og hafa seðilinn auðan, það eru sterkustu skilaboðin til forsetans á þessum tímapunkti. Þessi forseti verðskuldar ekkert annað en að fá slíkt umboð að fjórðungur kjósenda eða meira mæti á kjörstað og skili auðu til að lýsa andstöðu við verk hans.

Ástþór MagnússonÁstþór Magnússon forsetaframbjóðandi, var gestur á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi og ræddi stefnumál sín og áherslur. Friðarstefnumál hans hafa nú sem fyrr verið umdeildar og tekist á um hvort hann sé þess megnugur að standa undir því sem hann talar um. Ástþór vill ef hann yrði kjörinn forseti gera forsetaembættið að sameiningartákni, ekki bara allra landsmanna heldur alls heimsins. Þetta markmið er nú ansi veglegt, einkum í ljósi þess að honum tekst ekki einu sinni að sameina þjóðina að baki sér, líkt og sitjandi forseti sem hefur sundrað þjóðinni margoft. Ekki er ég mjög sammála Ástþóri í þessum friðarmálum, fyrir það fyrsta tel ég forsetann ekkert umboð hafa til slíks og hann máttlausan til að verða eitthvert alheimssameiningartákn á þessum vettvangi án afskipta þings og ríkisstjórnar. Athygli mína vakti í gærkvöldi dómsdagsspár frambjóðandans um kjarnorkusprengju og fleira á næstu árum. Mér finnst merkilegt að forsetaefni á Íslandi hafi engin önnur stefnumál en alheimsmál sem koma þessu embætti ekkert við, nær væri að líta heim á við og sinna málefnum Íslands beint. Málflutningur Ástþórs er nú sem fyrr óttalega þunnur þrettándi, þó hann eigi hrós skilið fyrir að hafa velgt forsetanum undir uggum og gagnrýnt hann harkalega að undanförnu.

Eternal Sunshine of the Spotless MindKvikmyndaumfjöllun - Eternal Sunshine of the Spotless Mind
Stórfengleg kvikmynd sem hittir beint í mark. Segir frá Joel og Clementine sem hafa átt í stormasömu ástarsambandi sem endar með því að þau fara til læknis til að láta þurrka hvort annað út úr minni sínu. Að því kemur að þau hugleiða hvort þau hafi tekið rétta ákvörðun, enda þróast atburðarás í allt aðra átt en stefnt var að. Aðalhandritshöfundur myndarinnar er hinn einstaki Charlie Kaufmann, sem gerði handritin að meistaraverkunum Being John Malkovich og Adaptation. Hann fer hér á kostum við að segja sögu sem okkur er mjög kær, athygli áhorfandans er nú sem fyrr algjörlega á atburðarásinni, hann nær að fanga athygli fólks með kraftmiklum stíl sínum. Jim Carrey og Kate Winslet fara á kostum í aðalhlutverkunum. Winslet er glæsileg leikkona sem hefur sannað snilli sína margoft og enginn efast um að Carrey er einn öflugasti leikari samtímans. Þau túlka vel aðalpersónurnar. Elijah Wood, Mark Ruffalo, Kirsten Dunst og Tom Wilkinson eiga einnig góðan leik í myndinni. Valdís Óskarsdóttir klippti myndina og gerir það meistaralega vel. Þessi mynd er nálægt því að vera fullkomin, flestallt gengur upp: handrit, leikur, tónlist og úrvinnsla öll á heildarmyndinni er til mikillar fyrirmyndar. Eternal Sunshine of the Spotless Mind er skylduáhorf fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Ólafur Ragnar Grímsson fer með rangfærslur - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Frjáls landbúnaður er allra hagur - pistill Stefáns Ottós Stefánssonar
Sumarferð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður laugardaginn 3. júlí
Fyrirhuguð stjórnarskrá ESB dregur verulega úr líkum á aðild Íslands og Noregs
Skipulagsstofnun fellst á 1.400 tonna þorskeldi Eskju á Eskifirði
Verulegur skortur á upplýsingum um ýmsa þjónustuaðila á Internetinu
14 hrefnur af þeim 25 sem veiða á í vísindaskyni eru komnar á land
Iyad Allawi forsætisráðherra Íraks, hótað á segulbandsupptöku frá al-Qaeda
Ísland er dýrasta land heims - samgönguráðherra vill lækka áfengisskattinn
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, hefur áhyggjur af hvalveiðum Íslendinga
Kerry hittir John Edwards - flest bendir til að Edwards verði varaforsetaefni Kerrys
Tony Blair og Michael Howard takast á í breska þinginu um heilbrigðismál
Þögn Veronicu Berlusconi rofin - ævisaga forsætisráðherrafrúarinnar kemur út
Bestu kvikmyndalög sögunnar valin af AFI - Over the Rainbow valið það besta
Félagar í hljómsveitinni Deep Purple komnir til landsins, komu áður árið 1971
Pólitískar ævisögur eru almennt vel seljanlegar, en eru þær góðar eða vondar?
Jafntefli í leik Danmerkur og Svíþjóðar - Ítalir vinna Búlgari en detta samt út
Ítalir æfir vegna úrslitanna og saka Dani og Svía um að hafa samið um jafntefli
Allar upplýsingar um EM í fótbolta 2004 - sviptingar á EM - Pele hrósar Rooney

Dagurinn í dag
1926 Jón Magnússon forsætisráðherra, deyr sviplega á Norðfirði, 67 ára að aldri. Hann hafði fylgt Kristjáni 10. Danakonungi í ferð um Norður- og Austurland. Jón varð fyrst forsætisráðherra 1917 og sat til 1922 og aftur frá 1924. Eftirmaður hans varð Jón Þorláksson
1974 Mesti hiti sem mælst hefur á Akureyri, 29,4°C - þetta met í hita á Akureyri stendur enn
1977 Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal opnaður - reistur í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar
1985 Boeing 747 flugvél springur í loft upp yfir Írlandi - 329 manns láta lífið í slysinu
1995 Björgunarþyrlan TF-Líf kom til landsins - markaði þáttaskil í björgunarmálum hérlendis

Snjallyrði dagsins
Furðulegasti forseti sem ég hef kynnst á ævinni.
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi (sagt um Ólaf R. Grímsson eftir að Ólafur reyndi að fara undan í flæmingi í Efstaleiti á laugardag, við spurningum hans)

22 júní 2004

Ólafur R. GrímssonHeitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson var í gærkvöldi í tveim sjónvarpsviðtölum og fór yfir kosningabaráttuna (ef baráttu skyldi kalla) og ákvörðun sína að synja lögum frá Alþingi staðfestingar. Það er ljóst af framgöngu hans í báðum viðtalsþáttunum að ákvörðun hans frá 2. júní var geðþóttaákvörðun og engin rök lágu að baki henni. Það er a.m.k. ekki annað hægt að sjá, enda hefur hann engin marktæk rök nefnt fyrir fjölmiðlasirkus sínum bæði fyrir og eftir synjun á lögunum. Í spjallþætti hjá Sjónvarpinu kom meira að segja skýrt fram að eftir heimastjórnarafmælið virtist hann ekki treysta meirihluta hins réttkjörna þings og taldi rétt að vera heima og fresta ferð í brúðkaup krónprins Danmerkur, því hann gæti ekki treyst á að málþóf stjórnarandstöðu myndi endast, og handhafar forsetavalds gætu skrifað undir þau í millitíðinni. Í næstu setningu gaf Ólafur svo í skyn að hann væri ekki að lýsa yfir vantrausti á þing og ríkisstjórn, slíkt væri fjarstæða að halda fram. Ólafur Ragnar getur varla ætlast til þess að fólk sé svo skyni skroppið að halda að hann hafi ekki verið að vanvirða þingið og réttkjörinn meirihluta þess með ákvörðunum sínum. Það er óneitanlega barnalegt að taka útskýringar hans um þetta trúanlegar og hann hafi með ákvörðun sinni ekki verið að taka afstöðu til synjunar hans á fjölmiðlalögunum, við blasir að um geðþóttaákvörðun og fýlukast við þing og ríkisstjórn var að ræða. Útskýringar forseta halda hvorki vatni né vindum. Barnalegri eru þó tilburðir hans við að neita að Norðurljós tengist beint framboði hans og peningalegri stöðu þess í gegnum tíðina. Tengslin eru augljós og var allt að því hlægilegt að sjá hann reyna að bera á móti þeim. Fréttamenn sem ræddu við Ólaf eiga hrós skilið fyrir að hafa þorað að taka hann í alvöru yfirheyrslu, þó svo hann hafi reynt eftir fremsta megni að klóra sig frá því að svara þeim.

SUSÍ dagblaðinu DV er í dag látið í veðri vaka að stofnanir innan Sambands ungra sjálfstæðismanna eða forysta SUS hafi tekið afstöðu með forsetaframboði Baldurs Ágústssonar og vinni skipulega að framboði hans. Er það algjör fjarstæða og óskiljanlegt að blaðið komi fram með slíkar fullyrðingar eða gefi slíkt í skyn. "Frétt" blaðsins ber yfirskriftina "Ungsjallar hringja út fyrir Baldur". Vel má vera að einhverjir aðilar innan SUS eða fólk hægramegin í pólitík sem er flokksbundið styðji framboð þessa manns eða telji rétt að vinna fyrir framboðið með því að hringja eða auglýsa hann. Það er öllu fólki frjálst að taka afstöðu í þessum kosningum eftir eigin skoðunum á frambjóðendum og stefnumálum þeirra. Það er hinsvegar alrangt að SUS sé að vinna að framboði Baldurs eða stefni að því að taka afstöðu með honum, reyndar hefur SUS enga beina stefnu mótað í því eða hvatt ungliða í flokknum til að kjósa eitt umfram annað. Það er svosem í takt við annað hjá þessu sorpriti að koma fram með slíkar fullyrðingar. Ég persónulega hef ekki farið leynt með þá afstöðu mína að skila auðu í kosningunum og ég hvet alla til að gera það. En fólk tekur ákvörðun um hvað það kýs sjálft.

Merkir ÍslendingarMerkir Íslendingar
25. maí sl. voru 75 ár liðin frá stofnun Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni afmælisins hefur Samband ungra sjálfstæðismanna gefið út þættina Merkir Íslendingar á DVD mynddiski. Um er að ræða þrjá þætti byggða á viðburðarríkum lífsferlum þriggja fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins, þeirra Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors og dr. Bjarna Benediktssonar, en þeir gegndu allir embætti forsætisráðherra Íslands. Þættirnir voru áður gefnir út á myndbandi fyrir tæpum áratug, en höfundur handrits er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands. Ennfremur er á disknum úrval af ræðum Ólafs Thors, með inngangsorðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en það kom áður út á geisladiski árið 1992. Diskurinn er því mjög vandaður og vegleg eign fyrir þá sem vilja kynna sér ævi forystumanna flokksins og heyra leiftrandi ræður Ólafs Thors, en hann var sannkallaður ræðusnillingur. Þættir Hannesar eru mjög fræðandi og farið er ítarlega yfir ævi og stjórnmálaferil Jóns, Ólafs og Bjarna. Þetta er vandaður heildarpakki og vegleg afmælisgjöf hjá SUS til flokksins á þessum merku tímamótum og minnisvarði um merkismenn.

Áhugavert á Netinu
Vindhanabragur á Samfylkingunni - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ólafur Ragnar kominn úr þagnarbindindinu - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Um græðgi og þarfir fólksins - pistill Kristins Más Ársælssonar
Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti kostað á bilinu 150-200 milljónir
Tvennar sameiningarkosningar samhliða forsetakjöri á laugardag
Clinton skammar fjölmiðlana vegna umfjöllunar um hneykslismál sín
Bandarískur ríkisstjóri segir af sér embætti vegna hneykslismáls
Spennandi kosningar framundan í Kanada - kosið eftir 6 daga
Ævisaga Bill Clinton komin út - selst mjög vel en fær slæma dóma
Gagnrýni á CNN um ævisögu Bills Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta
Íraskir uppreisnarsinnar taka af lífi suður kóreskan gísl í Bagdad
Kosningabarátta að ná hámarki í Bandaríkjunum - Bush og Kerry takast á
Ronald Reagan mun virtari forseti í hugum Bandaríkjamanna en Clinton
Bill Clinton kennir Yasser Arafat um að friður náðist ekki í M-Austurlöndum
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir breytingar á þjónustu
Umfjöllun um Edward R. Murrow frumkvöðul á sviði útvarpsfréttamennsku
Fjölskylduvefurinn - ítarlegur og fræðandi upplýsingavefur á Netinu
Fyrsta plata Fantasiu Barrino kemur út - Fantasia syngur Summertime
Mikið fjör á EM í fótbolta 2004 - Rooney fer á kostum í frábærum leik

Dagurinn í dag
1906 Óskarsverðlaunaleikstjórinn Billy Wilder fæðist í Póllandi - hann lést árið 2002
1939 Mesti hiti sem þá hafði mælst á Íslandi, 30,5°C, mælist í Berufirði - metið stóð til 1976
1941 Nasistar ráðast inn í Sovétríkin - náðu fyrst miklum árangri þar en hörfuðu síðan frá
1963 Páll VI kjörinn páfi í kosningu kardinála - hann sat á valdastóli til ársins 1978
1987 Óskarsverðlaunaleikarinn Fred Astaire deyr í Los Angeles, 88 ára að aldri

Snjallyrði dagsins
There is no free lunch.
Milton Friedman

21 júní 2004

BessastaðirHeitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson rauf þögnina á föstudag með viðtali við DV (nema hvað), útvarpsviðtali ásamt öðrum frambjóðendum og viðtali við Fréttablaðið og DV á laugardag og ennfremur viðtali við Morgunblaðið á sunnudegi. Þótti mér fróðlegt að heyra útvarpsviðtalið og lesa blaðaviðtölin þar sem ég var staddur í sumarfríi á Austurlandi um helgina. Það er vissulega jákvætt að forseti tjái sig loks um mál málanna og þá atburði sem gerst hafa eftir ákvörðun hans um að synja lögum frá Alþingi. Það var löngu kominn tími til að hann gerði það og hafði ég t.d. margoft bent á mikilvægi þess á vefum mínum að hann myndi stíga fram og tjá sig í fjölmiðlum. Eini gallinn á gjöf Njarðar í þessu máli er sá að forsetinn rökstyður enn ekki ákvörðun sína, hann tjáir sig ekki efnislega um ástæður þess að hann rauf 60 ára gamla hefð um hlutleysi forseta og ákvað að breyta eðli forsetaembættisins og stöðu þess. Ekkert liggur enn fyrir um þessi atriði og forseti hyggst ekki reyna með nokkrum hætti að tjá þá hlið mála fyrir forsetakosningarnar á laugardag. Í kvöld var forseti í yfirheyrslu á Stöð 2 og þar reyndi hann að snúa enn og aftur út úr staðreyndum málsins og virðist telja að almenningur sé orðinn minnislaus um tengsl forsvarsmanna framboðs hans við Norðurljós. Þykir mér miður að forseti hafi enn ekki náð að koma saman rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. 5 dagar eru til forsetakosninga, sú ákvörðun mín að skila auðu í kosningunum stendur óbreytt og ég sé ekki að neitt breyti henni. Þessir þrír frambjóðendur eru ekki vænlegir að mínu mati til setu á þessum stóli og ég mun ekki styðja neinn þeirra. Hvet ég alla til að skila auðu í kosningunum. Það væru mikilvæg skilaboð til forseta Íslands á þessari stundu, að mínu mati þau táknrænustu, að fólk skilaði auðu í kosningunum.

Hæstiréttur ÍslandsPétur Kr. Hafstein tilkynnti á laugardag að hann myndi láta af störfum sem hæstaréttardómari 1. október nk. Þessi ákvörðun Péturs kom verulega á óvart, enda hann aðeins 55 ára gamall og á því nokkuð eftir í að ná eftirlaunaaldri í Hæstarétti, er almennt miðað við 65 ára aldurinn. Hefur Pétur í hyggju að snúa sér að sagnfræðinámi við Háskólann og einbeita sér að því að koma sér upp heimili að Rangárvöllum og flytja þangað í fyllingu tímans. Kynntist ég Pétri talsvert árið 1996 er hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands, en ég vann þá á kosningaskrifstofu hans hér á Akureyri. Var gaman að taka þátt í þeim kosningaslag og ennfremur að kynnast Pétri og fjölskyldu hans þá. Miklar breytingar blasa við í Hæstarétti á næstu árum, enda tveir dómarar komnir á aldur, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason og styttist í að Garðar Gíslason nái eftirlaunaaldri. Það blasir því við að allavega þrjár dómarastöður losna bráðlega.

TogariÍ gær sat ég ráðstefnu SUS um sjávarútvegsmál á Eskifirði. Var virkilega gaman að fræðast meira um þennan málaflokk og voru fróðleg framsöguerindi hjá Illuga Gunnarssyni aðstoðarmanni forsætisráðherra, og Björgólfi Jóhannssyni forstjóra Síldarvinnslunnar og formanni LÍÚ. Voru gagnlegar umræður eftir framsöguerindin og tekist á um hefðbundin efni í sjávarútvegsmálum. Eftir ráðstefnuna var Eskja á Eskifirði heimsótt, og Haukur Björnsson forstjóri, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð upp á veitingar. Helgin fyrir austan var mjög skemmtileg og gagnleg, sérstaklega hafði ég gaman af því að hitta vini og ættingja fyrir austan. Það er alltaf gaman að fara austur á firði og heilsa upp á fólk þar.

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni var pistillinn skrifaður í sumarleyfi á Austfjörðum. Nóg af umfjöllunarefnum á heitu pólitísku sumri. Í pistlinum fjalla ég um þá valdþreytu og forystuleysi sem einkennir borgarstjórnarmeirihluta R-listans og er öllum sýnileg hvort sem um er að ræða stuðningsmenn valdabandalagsins eða andstæðinga þess, minni ég t.d. á stöðu Þórólfs Árnasonar sem fyrirfram er ekki vænleg með tilliti til forystu í bandalaginu. Ennfremur fjalla ég um umræðu um ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur að afhenda ekki leiklistarverðlaun vegna tengsla styrktaraðila þeirra við núverandi forseta samhliða fjölmiðlalögunum og minni ennfremur á mikilvægi þess að forseti sé krafður svara. Ráðist er nú að Vigdísi fyrir að hafa skoðanir og taka þá afstöðu að vilja ekki tengja sig þessu fyrirtæki á þessum tímapunkti að svo greinilegt er að forseti gengur erinda velvildarmanna við ákvarðanatöku. Athygli vekur ennfremur að hinir sjálfskipuðu vinstrisinnuðu spekingar sem gagnrýna að ráðist sé að Ólafi Ragnari Grímssyni í ljósi þess að hann sé forsetinn og ekki sé viðeigandi að yrða á hann eða svara því sem frá honum kemur nema með virðingaglampa og háæruverðugum húrrahrópum, ráðast nú harkalega að forvera hans, Vigdísi Finnbogadóttur og reyna að grafa undan trúverðugleika hennar og þeim sjálfsagða rétti hennar að hafa skoðanir og taka ákvarðanir fyrir sig með þeim hætti sem hún gerði. Að lokum skrifa ég um þá kraftmiklu uppbyggingu sem á sér stað á Austfjörðum samhliða álvers- og virkjunarframkvæmdum.

Áhugavert á Netinu
Gildi umræðna - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Mikilvægt að einkavæða Ríkisútvarpið - pistill Snorra Stefánssonar
Heimdallur og jafnréttismál - pistill Maríu Margrétar Jóhannsdóttur
Velkominn aftur í pólitík hr. forseti - grein Atla Rafns Björnssonar
Pétur Kr. Hafstein hættir í Hæstarétti og hyggur á sagnfræðinám
Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki verða var við stjórnarfarskreppu
Kjósendum hefur fjölgað um 9,7% frá síðasta forsetakjöri 1996
Jón Steinar Gunnlaugsson íhugar að sækja um dómarastarf hjá Hæstarétti
Javier Solana og Bertie Ahern m.a. nefndir sem forsetaefni hjá ESB
Gloria Arroyo endurkjörin til setu á forsetastóli á Filippseyjum
Dauðarefsing vofir yfir Saddam Hussein fyrrum forseta Íraks
Bill Clinton segir að óþekktir djöflar hafi leitt til framhjáhalds síns
Tony Blair hefur kosningabaráttu fyrir stjórnarskrárkosningu ESB
Jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar langt komin
Ólafur Ragnar gerir ekki ráð fyrir því að kjósa um fjölmiðlalögin í ágúst
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, opnar nýjan veg, Dalsbrautina á Akureyri
Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, reiðist í viðtali við BBC
Bók Clintons fær slaka dóma þrátt fyrir afhjúpanir hans um einkalífið
Gott framtak - undirskriftalisti gegn hléum í kvikmyndahúsum
Ray Charles kvaddur hinsta sinni með gleðiríkri minningarathöfn
Mikið fjör á EM í fótbolta 2004 - magnaður leikur (leikur mótsins?)

Dagurinn í dag
1959 Sigurbjörn Einarsson vígður biskup - hann sat til ársins 1981, lengst allra á öldinni
1973 Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, var stofnaður - nær frá Dettifossi niður að Ásbyrgi
1991 Perlan í Öskjuhlíð, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur, var formlega tekið í notkun
1999 Keizo Obuchi forsætisráðherra Japans, kom í opinbera heimsókn til Íslands, fyrstur forsætisráðherra landsins - Keizo Obuchi lést af völdum heilablóðfalls tæpu ári síðar
2000 Síðari Suðurlandsskjálftinn ríður yfir - hann mældist 6,6 stig á Richter, fyrri skjálftinn var 17. júní 2000. Gríðarlegt tjón varð víða á Suðurlandi vegna þessara náttúruhamfara

Snjallyrði dagsins
Remember, always give your best. Never get discouraged. Never be petty. Always remember, others may hate you. But those who hate you don't win unless you hate them. And then you destroy yourself.
Richard Nixon forseti Bandaríkjanna (1913-1994)

17 júní 2004

Lýðveldið Ísland 60 ára


Í dag eru liðnir sex áratugir frá því að hin íslenska þjóð tók sín mál í eigin hendur og hélt til móts við framtíðina á eigin vegum, frjáls og engum háð í eigin málum. Það skref sem stigið var á Þingvöllum í rigningardembunni þann 17. júní 1944 var stórt og mikið í langri sögu fámennrar þjóðar sem vildi bæði standa á eigin fótum og marka sér framtíð í eigin nafni og án afskipta annarra þjóða. Þjóðin var fámenn og vildi þrátt fyrir að vera fámenn horfa fram á veginn á eigin forsendum. Í rauninni ættu þeir 130.000 Íslendingar sem stóðu að stofnun lýðveldis árið 1944 flestum öðrum fremur skilið að fá sameiginlega mestu bjartsýnisverðlaun sem hægt væri að veita. Úrlausnarefnin voru mörg á þessum tímapunkti og viðsjárverðir tímar í sögu Íslands.

Heimsstyrjöldinni var þá ekki enn lokið og landið hersetið, atvinnulíf var mjög einhæft, samgöngukerfið í molum, tækja- og húsbúnaður stóð mjög að baki nágrannaþjóðum okkar og við höfðum misst hlutleysi okkar í utanríkismálum. Þjóðin lét þetta ekki á sig og hélt fram á veginn óviss um hvar hann endaði. Eitt var þó ljóst, Íslendingar skyldu vera sjálfs síns herrar og engum háðir. Þessi ákvörðun eins áhættusöm og hún gat verið, reyndist rétt skref á réttum tíma í sögu þjóðarinnar. Verkefnið sem virtist of stórt fyrir fámenna þjóð heppnaðist og gangan til framtíðar reyndist sigurför þjóðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið hérlendis á sex áratugum: engin þjóð er nú tæknivæddari, engir eru nýjungagjarnari í þeim efnum en Íslendingar, íslenskur efnahagur hefur blómstrað, fjölbreytni þess eykst sífellt. Ísland er miðað við fólksfjölda í forystu ríkja í víðri veröld.

Ísland og fólkið sem býr landið hefur staðið undir hverju því verkefni sem tekist var á hendur með lýðveldisstofnuninni árið 1944. Sá mikli árangur sem náðst hefur á sex áratugum í sögu þjóðar er framúrskarandi vitnisburður um þrautseigju landsmanna og einbeittan vilja þeirra í því að verða í forystu og standa sig í hverju því sem tekist er á hendur. Nú þegar minnst er þessara merku tímamóta leitar hugurinn ósjálfrátt til brautryðjendanna sem mörkuðu veginn, leiddu þjóðina í átt að þessari ákvörðun sem tekin var fyrir sex áratugum og þeirra sem tóku við forystu þjóðarinnar við lýðveldisstofnun. Jón Sigurðsson var sjálfstæðishetja okkar. Án hugsjónar hans, hugrekkis og framsýni værum við eflaust ekki í þeim sporum að fagna þessum merkisáfanga. Fyrir hans tilstilli öðluðust Íslendingar trú á eigin getu. Forysta hans var Íslendingum mjög dýrmæt og farsæl.

Sjálfstæðisstefnan hefur alla tíð verið hin rétta stefna í stjórnmálum: með henni voru markaðir tveir höfuðþættir íslensks samfélags: sjálfstæði þjóðarheildarinnar og sjálfstæði einstaklinganna. Allt frá fyrsta degi hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist fyrir frelsinu, frelsi almennings og þjóðarinnar og var ötult forystuafl í því að lýðveldi skyldi stofnað. Enginn vafi er á því einstaklingsfrelsið er það dýrmætasta sem við eigum. Við teljum sjálfstæði þjóðarheildarinnar og það frelsi sem markað hefur verið sjálfsagt. Er það vitnisburður um það að Íslendingar eru í eðli sínu sjálfstætt fólk og vill stjórna eigin málum og vera í forystu af sinni hálfu við ákvarðanatöku. Til er þó það fólk sem vill færa völd frá Íslandi til erlends bákns og veita öðrum og óþekktum aðilum forystu í okkar málum. Það er ekki heillavænlegt skref og vonandi verður það aldrei að veruleika.

Ég og fleiri sem aðhyllumst frelsið og sjálfstæðisstefnuna fögnum sérstaklega í dag þessum merku tímamótum. Framtíð Íslands er björt og allt bendir til að næstu áratugir og aldir verði farsæl og gjöful Íslendingum, ef rétt verður á haldið í forystu landsins. Íslendingar geta verið stoltir og glaðir yfir því glæsilega verki sem unnist hefur á sex áratugum í ævi þjóðarinnar. Staða Íslands er mjög sterk og enginn vafi leikur á að við erum í fremstu röð, forystuþjóð í frjálsum heimi. Okkur eru allir vegir færir á framtíðarbrautinni.

Innilega til hamingju með daginn!

Þjóðhátíðarávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra

Dagurinn í dag
1811 Jón Sigurðsson forseti, fæðist við Hrafnseyri við Arnarfjörð - Jón varð sjálfstæðishetja Íslendinga og leiddi þjóðina fyrstu skrefin í átt að fullu sjálfstæði. Hann lést árið 1879
1911 Háskóli Íslands formlega stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta
1941 Alþingi kaus Svein Björnsson sendiherra, fyrsta og eina ríkisstjóra Íslands
1944 Lýðveldi stofnað á Lögbergi á Þingvöllum - Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti Íslands. Stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt. Ísland hafði tekið forystu í eigin málum
1994 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins var minnst á glæsilegri hátíð á Þingvöllum

Snjallyrði dagsins
Lýðræðið og frelsið eru hinir jákvæðu örlagavaldar og erum við þá ekki aðeins að nefna til sögu háleit orð og hugsjónir, heldur sjálft hreyfiafl allra framfara eins og dæmin sanna. Hundrað ára heimastjórn, með fullveldiskaflann og lýðveldiskaflann innan borðs, er samfelldasta sigurganga sem íslensk saga kann frá að greina. Þeir, sem einhvern tímann kynnu að halda því að íslenskri þjóð að henni muni best farnast fórni hún drjúgum hluta af fullveldi sínu, munu ganga á hólm við sjálfa þjóðarsöguna. Ekki er erfitt að spá fyrir um þau leikslok.
Davíð Oddsson forsætisráðherra (í þjóðhátíðarræðu sinni árið 2002)