Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

12 febrúar 2006

Kærar þakkir fyrir vináttuna

Stefán Friðrik

Síminn hefur varla stoppað hjá mér síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Vinir mínir, allsstaðar af um landið og jafnvel utan úr heimi, hafa hringt í mig til að ræða stöðu mála. Ungliðar (vinir mínir) um allt land eru að leita einhverra skýringa á því af hverju sjálfstæðismenn á Akureyri hafna mér og mínum verkum - umfram allt hafna ungliðum í þessu prófkjöri. Hvað hafi gerst í prófkjörsslagnum hér undanfarnar vikur - hversvegna forystu flokksins hér í bæ hafi ekki borið gæfa til að styðja okkur. Spurningar eru mjög margar - en ég hef engin svör.

Yfir mig hefur rignt tölvupósti og SMS-skeytum. Ég á greinilega góða vini - vini sem þykja vænt um mig. Ég vildi bara skrifa og segja: takk fyrir allt! Ég veit núna hverjir eru vinir í raun! Sorglegt að segja að þá veit ég líka enn betur eftir þennan prófkjörsslag hverjir eru viðhlæjendur manns. Ég lærði margt á þessum prófkjörsslag - við skulum orða það þannig bara. Fyrst og fremst þekki ég orðið vinátta betur núna. Sannir vinir eru ómetanlegir! Þeir sem hafa haft samband munu alltaf verða hátt skrifaðir í mínum huga.

Stebbi


stebbifr@simnet.is