Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

20 apríl 2006

Gleðilegt sumar

Sumarblóm

Ég vil óska lesendum vefsins gleðilegs sumars og þakka fyrir góð samskipti á liðnum vetri. Mikið hefur verið skrifað hér í vetur og margar heimsóknir verið hér inn. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir að lesa skrifin. Nýlega fór tala heimsókna (frá janúar 2004) yfir 300.000 stykki. Það er mér mikið gleðiefni og sérstaklega gott að sjá hversu mikið hefur verið litið hér á skrifin seinustu vikurnar eftir útlitsbreytinguna. Ég er að skrifa um skoðanir mínar fyrst og fremst fyrir mig og ég er ánægður ef aðrir hafa gaman af þessum skrifum. Við eigum vonandi samleið í sumar og næstu vikurnar fram að sveitarstjórnarkosningum eftir 37 daga.

bestu kveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson