Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

20 maí 2006

Notaleg laugardagsstemmning í Kaupangi

Stefán Friðrik

Það er vika til kosninga og nóg um að vera. Mesti hiti og þungi kosningabaráttunnar er nú í gangi og mikið um að vera hjá okkur sem erum á fullu í kosningastarfinu. Það var létt og notaleg stemmning hjá okkur í Kaupangi í hádeginu. Þá komu yfir 100 manns til okkar í hádegismat og þáðu heimilislegan og góðan mat, grjónagraut og slátur. Oktavía, Anna Þóra, Helga, Íris Dröfn, Sigrún Óla og Magga Kristins voru á fullu í eldhúsinu og töfruðu fram þessar frábæru kræsingar. Það komu mun fleiri en við áttum von á og það var því öflug og heimilisleg stemmnign hjá okkur yfir grautnum. Það er fátt betra í hádeginu á laugardegi en að fá sér heimilislegan og þjóðlegan mat og þetta gefur okkur kraft til að halda inn í seinustu dagana. Það var mikið rætt um pólitík í hádeginu í dag.

Vinkona mín, María Marinós, tók þessa mynd af mér í Kaupangi eitt kvöldið rétt fyrir helgi en þá voru miklar annir. Birti þessa mynd bara því hún kannski sýnir umfram allt að það er allt á fullu og maður er að verða nokkuð þreytulegur. En þessi vinna er umfram allt skemmtileg og gefandi - mikil tengsl við gott fólk og skemmtilegt spjall um pólitík er meginlínan og af því er alltaf gaman. Gott laugardagshádegi var okkur gott veganesti inn í lokadagana og við munum vinna þessar kosningar sameinuð - XD ÁFRAM!