Jafnrétti í reynd
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins reyna að ala á þeirri þvælu að konur njóti ekki tækifæra til jafns við karlmenn til að komast í fremstu röð og vera í forystusveit flokksins. Þegar litið er yfir borgar- og bæjarfulltrúa stærstu sveitarfélaganna, þingmenn flokksins og forystusveit er þó ljóst að konum er treyst fyrir áhrifum. Þær njóta mikils trausts meðal flokksmanna og hafa sannað að þær standa undir því trausti. Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sitja 25 þingmenn, af þeim eru 9 konur. Í sveitarstjórnum eru konur oftast nær jafnmargar og karlmenn og sitja í virðingarstöðum þar og oft í forystu. Meðal helstu sigurvegara seinustu sveitarstjórnarkosninga voru tvær konur sem leiddu flokkinn til sigurs í heimabæ sínum; Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Mosfellsbæ og Ásdís Halla Bragadóttir í Garðabæ. Þær eru glæsilegir fulltrúar flokksins í forystusveitinni. Oft vill það gleymast að tvær fyrstu konurnar sem settust í ríkisstjórn komu úr Sjálfstæðisflokknum; Auður Auðuns árið 1970 og Ragnhildur Helgadóttir árið 1983. Nú situr Sólveig Pétursdóttir í ríkisstjórn og er þar fulltrúi sjálfstæðiskvenna. Ekki er ólíklegt að fleiri konur verði í forystusveit í þingflokknum eftir kosningar, enda er formaður þingflokksins kona. Sigríður Anna Þórðardóttir hefur setið lengi á þingi og vaxið af störfum sínum þar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í seinasta mánuði sannaðist svo eftir var tekið að konum er treyst til forystustarfa innan flokksins. Þá voru sex konur kjörnar í miðstjórn flokksins af þeim 11 sem ná kjöri. Meðal sex efstu í kjörinu voru fimm konur. Sérstaklega vakti athygli góð útkoma Birnu Lárusdóttur bæjarfulltrúa flokksins í Ísafirði og Tinnu Traustadóttur ritara SUS og varaborgarfulltrúa. Birna hlaut nú, rétt eins og á landsfundinum 2001 flest atkvæði. Tinna varð önnur, sem kom ekki á óvart, enda hún vaxið mjög af störfum sínum innan ungliðahreyfingarinnar, í borgarmálum og sem talsmaður ungra kvenna innan flokksins. Góð útkoma þeirra er vitnisburður þess að konum er treyst og þær hafa sömu tækifæri og karlmenn sem sækjast eftir áhrifum.
Á föstudag var frelsi.is, vefur Heimdallar, opnaður á ný eftir gagngerar endurbætur. Hefur hann nú verið stokkaður upp. Efni á honum er þrískipt, þar eru fréttir úr ungliðastarfinu, greinar ungliða og tenglar á önnur sjónarmið sem birtast á öðrum vefmiðlum. Lengi var rætt um áður að konur ættu ekki tækifæri til að láta rödd sína heyrast innan Heimdallar. Það væri strákaklúbbur og stelpurnar fengju ekki að tjá sig. Sú klisja andstæðinga Heimdallar úr öðrum ungliðahreyfingum að félagið sé fjölmennur strákaklúbbur og konur aðeins í bakvarðasveitinni hefur verið afsönnuð með nýja vefnum. Þar eru hlutföll jöfn, stelpur og strákar eru jafnmörg í umsjónarhópi vefsins og tjá sig þar nú til jafns á við strákana. Það er mikilvægt að þetta sé með þessum hætti, enda blasir við að af 34 stjórnendum vefsins eru 16 stelpur og 16 strákar. Jafnara getur þetta ekki orðið, sjónarmið beggja kynja eiga greiða leið á vefinn nú. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði Sjálfstæðisflokkurinn öflug hreyfing allra sem eru stuðningsmenn aukins einkaframtaks og þess að fólk hafi frelsi til að móta framtíð sína eftir eigin ákvörðunum. Þar eiga konur og karlar að eiga jafna möguleika til að komast til áhrifa til að leiða þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir. Konur eiga óhikað að sækjast eftir áhrifum í pólitík til jafns við karlmenn. Með því fáum við jafnrétti í reynd. Í forystusveit Sjálfstæðisflokksins eru glæsilegir fulltrúar beggja kynja. Konur njóta þar sömu tækifæra og eiga hiklaust að sækja fram. Þær hafa stuðning til þess frá báðum hópunum.
Ingibjörg Sólrún hrósar stjórnarstefnunni
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi í dag. Orðrétt segir hann: "Í Kastljósi í gær, sunnudagskvöld, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir svörum. Það sem einkum vakti athygli var, hversu ríka áhersla hún lagði á gott efnhagsástand hér á landi og hversu bjart væri framundan. Kannski kom það skýrast fram, þegar hún var spurð, hvernig hún ætlaði að standa undir loforðum Samfylkingarinnar um lækkun skatta. Þá svaraði hún því til, að við sæjum fram á 11-12% hagvöxt á kjörtímabilinu og bætti því við að ekki þyrfti að draga úr útgjöldum á móti. Þetta sýndist ekki valda henni áhyggjum. Þvert á móti var hún með margvísleg ný útgjaldaáform á prjónunum, sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af. Hún virtist í sannleika sagt helst hafa áhyggjur af því, að hluti launa af rekstrarkostnaði fyrirtækja hefði hækkað úr 60% í 70%! Síðan var Ingibjörg Sólrún spurð að því, hvort hún vildi sjá einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Því tók hún víðs fjarri og heldur ekki í menntakerfinu, sagði hún. En bætti þó við: "Hins vegar sjáum við að einkastofnanir eigi að geta verið til í mennta- og heilbrigðiskerfinu!" Ekki var svo að heyra, að Ingibjörg Sólrún hefði áhuga á því að gera aðild Íslands að Evrópusambandinu að kosningamáli. Þó hefur það verið samþykkt af Samfylkingarfólki í póstkosningum. En hún sá einn ljóð á því ráði, nefnilega þann, að ekki væri búið að skilgreina samningsmarkmiðin. Þau þarf að skilgreina, sagði hún. Nema hvað!"
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins reyna að ala á þeirri þvælu að konur njóti ekki tækifæra til jafns við karlmenn til að komast í fremstu röð og vera í forystusveit flokksins. Þegar litið er yfir borgar- og bæjarfulltrúa stærstu sveitarfélaganna, þingmenn flokksins og forystusveit er þó ljóst að konum er treyst fyrir áhrifum. Þær njóta mikils trausts meðal flokksmanna og hafa sannað að þær standa undir því trausti. Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sitja 25 þingmenn, af þeim eru 9 konur. Í sveitarstjórnum eru konur oftast nær jafnmargar og karlmenn og sitja í virðingarstöðum þar og oft í forystu. Meðal helstu sigurvegara seinustu sveitarstjórnarkosninga voru tvær konur sem leiddu flokkinn til sigurs í heimabæ sínum; Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Mosfellsbæ og Ásdís Halla Bragadóttir í Garðabæ. Þær eru glæsilegir fulltrúar flokksins í forystusveitinni. Oft vill það gleymast að tvær fyrstu konurnar sem settust í ríkisstjórn komu úr Sjálfstæðisflokknum; Auður Auðuns árið 1970 og Ragnhildur Helgadóttir árið 1983. Nú situr Sólveig Pétursdóttir í ríkisstjórn og er þar fulltrúi sjálfstæðiskvenna. Ekki er ólíklegt að fleiri konur verði í forystusveit í þingflokknum eftir kosningar, enda er formaður þingflokksins kona. Sigríður Anna Þórðardóttir hefur setið lengi á þingi og vaxið af störfum sínum þar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í seinasta mánuði sannaðist svo eftir var tekið að konum er treyst til forystustarfa innan flokksins. Þá voru sex konur kjörnar í miðstjórn flokksins af þeim 11 sem ná kjöri. Meðal sex efstu í kjörinu voru fimm konur. Sérstaklega vakti athygli góð útkoma Birnu Lárusdóttur bæjarfulltrúa flokksins í Ísafirði og Tinnu Traustadóttur ritara SUS og varaborgarfulltrúa. Birna hlaut nú, rétt eins og á landsfundinum 2001 flest atkvæði. Tinna varð önnur, sem kom ekki á óvart, enda hún vaxið mjög af störfum sínum innan ungliðahreyfingarinnar, í borgarmálum og sem talsmaður ungra kvenna innan flokksins. Góð útkoma þeirra er vitnisburður þess að konum er treyst og þær hafa sömu tækifæri og karlmenn sem sækjast eftir áhrifum.
Á föstudag var frelsi.is, vefur Heimdallar, opnaður á ný eftir gagngerar endurbætur. Hefur hann nú verið stokkaður upp. Efni á honum er þrískipt, þar eru fréttir úr ungliðastarfinu, greinar ungliða og tenglar á önnur sjónarmið sem birtast á öðrum vefmiðlum. Lengi var rætt um áður að konur ættu ekki tækifæri til að láta rödd sína heyrast innan Heimdallar. Það væri strákaklúbbur og stelpurnar fengju ekki að tjá sig. Sú klisja andstæðinga Heimdallar úr öðrum ungliðahreyfingum að félagið sé fjölmennur strákaklúbbur og konur aðeins í bakvarðasveitinni hefur verið afsönnuð með nýja vefnum. Þar eru hlutföll jöfn, stelpur og strákar eru jafnmörg í umsjónarhópi vefsins og tjá sig þar nú til jafns á við strákana. Það er mikilvægt að þetta sé með þessum hætti, enda blasir við að af 34 stjórnendum vefsins eru 16 stelpur og 16 strákar. Jafnara getur þetta ekki orðið, sjónarmið beggja kynja eiga greiða leið á vefinn nú. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði Sjálfstæðisflokkurinn öflug hreyfing allra sem eru stuðningsmenn aukins einkaframtaks og þess að fólk hafi frelsi til að móta framtíð sína eftir eigin ákvörðunum. Þar eiga konur og karlar að eiga jafna möguleika til að komast til áhrifa til að leiða þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir. Konur eiga óhikað að sækjast eftir áhrifum í pólitík til jafns við karlmenn. Með því fáum við jafnrétti í reynd. Í forystusveit Sjálfstæðisflokksins eru glæsilegir fulltrúar beggja kynja. Konur njóta þar sömu tækifæra og eiga hiklaust að sækja fram. Þær hafa stuðning til þess frá báðum hópunum.
Ingibjörg Sólrún hrósar stjórnarstefnunni
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi í dag. Orðrétt segir hann: "Í Kastljósi í gær, sunnudagskvöld, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir svörum. Það sem einkum vakti athygli var, hversu ríka áhersla hún lagði á gott efnhagsástand hér á landi og hversu bjart væri framundan. Kannski kom það skýrast fram, þegar hún var spurð, hvernig hún ætlaði að standa undir loforðum Samfylkingarinnar um lækkun skatta. Þá svaraði hún því til, að við sæjum fram á 11-12% hagvöxt á kjörtímabilinu og bætti því við að ekki þyrfti að draga úr útgjöldum á móti. Þetta sýndist ekki valda henni áhyggjum. Þvert á móti var hún með margvísleg ný útgjaldaáform á prjónunum, sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af. Hún virtist í sannleika sagt helst hafa áhyggjur af því, að hluti launa af rekstrarkostnaði fyrirtækja hefði hækkað úr 60% í 70%! Síðan var Ingibjörg Sólrún spurð að því, hvort hún vildi sjá einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Því tók hún víðs fjarri og heldur ekki í menntakerfinu, sagði hún. En bætti þó við: "Hins vegar sjáum við að einkastofnanir eigi að geta verið til í mennta- og heilbrigðiskerfinu!" Ekki var svo að heyra, að Ingibjörg Sólrún hefði áhuga á því að gera aðild Íslands að Evrópusambandinu að kosningamáli. Þó hefur það verið samþykkt af Samfylkingarfólki í póstkosningum. En hún sá einn ljóð á því ráði, nefnilega þann, að ekki væri búið að skilgreina samningsmarkmiðin. Þau þarf að skilgreina, sagði hún. Nema hvað!"
<< Heim