Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

19 apríl 2003

Rætt við kjósendur - skemmtilegur laugardagur á Glerártorgi
Í dag fóru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og hittu kjósendur og dreifðu blöðum um stefnu flokksins í komandi kosningum. Var þetta mjög gaman og athyglisvert að ræða málin við fólk. Á Glerártorgi voru Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich og aðrir frambjóðendur flokksins og forystumenn í baráttunni hér að kynna stefnu framboðsins og spjalla við kjósendur. Voru margir sem þáðu bækling flokksins og ætluðu að kynna sér hann og börnin voru hrifin af nælunum og fengu eina meðferðis. Þarna var líf og fjör, enda fólk að versla inn til páskanna og kom klyfjað páskaeggjum og öðru góðgæti úr Nettó. Það var virkilega gaman að vera þarna og spjalla við fólk, hitta marga sem maður þekkir og hefur ekki séð lengi. Fólk vildi ræða margt og var virkilega gaman að sjá hversu vel okkur var tekið. Nú er lokasprettur kosningabaráttunnar framundan og mikilvægt að ná til sem flestra kjósenda, framundan eru fleiri framboðsfundir og uppákomur vegna kosninganna. Til dæmis er framundan vöfflukaffi á Kaffi Akureyri á sumardaginn fyrsta, súpufundir og skyrfundur með framhaldsskólanemum sem lukkaðist víst mjög vel 1999. Það var því mjög gaman að fara á Glerártorg og labba um svæðið, ræða við fólkið og dreifa blaði með stefnu okkar og kynningu á verkum Sjálfstæðisflokksins á seinustu árum. Framundan er snarpur lokasprettur í baráttunni.

Coppola
Í leikstjórapistli þessarar viku fjalla ég um feril Francis Ford Coppola. Að venju er farið yfir bestu myndir hans og vel ég þær 10 bestu að mínu mati. Vil ég þakka þeim sem hafa sent mér komment um þessar greinar fyrir góð orð. Gaman að einhverjir hafa áhuga á að lesa þessar greinar. Hvet ég alla til að skrifa mér og koma með tillögur um hverja þeir vilja að ég skrifi um og eins ef einhverjar hugmyndir eru eða ef fólk vill koma með sitt álit á þessum skrifum.

hægri.is - frábær síða
Hvet alla til að líta á síðu félaga minna í ungliðahreyfingunni í Suðvesturkjördæmi, hægri.is. Frábær síða og skemmtileg. Gott efni og fínar myndir. Vona að þeim gangi sem best í baráttunni. Sendi góða strauma til kanzlarans og félaga minna fyrir sunnan

Gleðilega páska !!