Samherji hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands
Í gær hlaut Samherji á Akureyri, útflutningsverðlaun forseta Íslands en verðlaunin voru afhent á forsetasetrinu að Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins, Alþýðusambandi Íslands og frá Útflutningsráði, en Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. Að þessu sinni sátu í nefndinni: Stefán L. Stefánsson, Ágúst Einarsson, Einar Benediktsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Páll Sigurjónsson. Samherji hlaut verðlaunin fyrir að hafa náð sérlega góðum árangri í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi, að því er kom fram í ávarpi Páls Sigurjónssonar formanns úthlutunarnefndar verðlaunanna, í tilefni verðlaunaveitingarinnar. „Fyrirtækið fer fremst í fylkingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Kraftur og áræðni einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur,“ sagði Páll og bætti við: „Rekstrartekjur Samherja hf. á árinu 2002 námu rétt rúmum 13 milljörðum króna og rekstrarhagnaður félagsins var tæpur 1,9 milljarður króna, sem er mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta skiptist nánast til helminga á milli útgerðar og vinnslu í landi og hlutfall útflutnings af veltu árið 2002 var um 95%. Starfsmenn félagsins í árslok voru 739 og starfsmenn dótturfélaga voru 60. Hluthafar í fyrirtækinu voru í árslok 2.323 og á stærsti einstaki aðilinn 17% hlut í félaginu. Samherji hf. er því stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins og sagði í ræðu að þau væru viðurkenning til starfsfólks Samherja fyrir sérlega vel unnin störf á liðnum árum. „Umfjöllunin um það starf sem unnið er af starfsfólki Samherja er oft ósanngjörn. Okkur stjórnendum Samherja hefur að mínum dómi mistekist að koma því nægilega vel á framfæri við þjóðina hversu gott starf er unnið innan félagsins. Að því leyti hef ég sem stjórnandi brugðist og vil ég nota þetta tækifæri til að biðja starfsfólk mitt afsökunar á því,“ sagði Þorsteinn Már. Hann sagði fyrirtækið hafa lagt bæði mikinn kraft og metnað í samvinnu við önnur íslensk iðn- og hugbúnaðarfyrirtæki um að þróa búnað og vörur til útflutnings. „Sem dæmi um það sem er í gangi í dag má m.a. nefna samstarf við Marel um þróun vél- og hugbúnaðar sem annast beinatínslu með aðstoð röntgentækni; samstarf við Hampiðjuna um þróun á nýjum veiðafærum; samstarf við Nýherja og Marel um þróun framleiðsluhugbúnaðar; samstarf við Fiskvélar um þróun beinhreinsivélar, samstarf við Vaka-DNG um þróun laxateljara og samstarf við Skagann hf. um þróun búnaðar til vinnslu uppsjávarfisks.“ Ég óska Samherja og starfsfólki fyrirtækisins til hamingju með þessi verðlaun. Þau eru rós í hnappagat fyrirtækisins og viðurkenning á góðu starfi sem þar er unnið.
Í gær hlaut Samherji á Akureyri, útflutningsverðlaun forseta Íslands en verðlaunin voru afhent á forsetasetrinu að Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins, Alþýðusambandi Íslands og frá Útflutningsráði, en Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. Að þessu sinni sátu í nefndinni: Stefán L. Stefánsson, Ágúst Einarsson, Einar Benediktsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Páll Sigurjónsson. Samherji hlaut verðlaunin fyrir að hafa náð sérlega góðum árangri í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi, að því er kom fram í ávarpi Páls Sigurjónssonar formanns úthlutunarnefndar verðlaunanna, í tilefni verðlaunaveitingarinnar. „Fyrirtækið fer fremst í fylkingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Kraftur og áræðni einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur,“ sagði Páll og bætti við: „Rekstrartekjur Samherja hf. á árinu 2002 námu rétt rúmum 13 milljörðum króna og rekstrarhagnaður félagsins var tæpur 1,9 milljarður króna, sem er mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta skiptist nánast til helminga á milli útgerðar og vinnslu í landi og hlutfall útflutnings af veltu árið 2002 var um 95%. Starfsmenn félagsins í árslok voru 739 og starfsmenn dótturfélaga voru 60. Hluthafar í fyrirtækinu voru í árslok 2.323 og á stærsti einstaki aðilinn 17% hlut í félaginu. Samherji hf. er því stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins og sagði í ræðu að þau væru viðurkenning til starfsfólks Samherja fyrir sérlega vel unnin störf á liðnum árum. „Umfjöllunin um það starf sem unnið er af starfsfólki Samherja er oft ósanngjörn. Okkur stjórnendum Samherja hefur að mínum dómi mistekist að koma því nægilega vel á framfæri við þjóðina hversu gott starf er unnið innan félagsins. Að því leyti hef ég sem stjórnandi brugðist og vil ég nota þetta tækifæri til að biðja starfsfólk mitt afsökunar á því,“ sagði Þorsteinn Már. Hann sagði fyrirtækið hafa lagt bæði mikinn kraft og metnað í samvinnu við önnur íslensk iðn- og hugbúnaðarfyrirtæki um að þróa búnað og vörur til útflutnings. „Sem dæmi um það sem er í gangi í dag má m.a. nefna samstarf við Marel um þróun vél- og hugbúnaðar sem annast beinatínslu með aðstoð röntgentækni; samstarf við Hampiðjuna um þróun á nýjum veiðafærum; samstarf við Nýherja og Marel um þróun framleiðsluhugbúnaðar; samstarf við Fiskvélar um þróun beinhreinsivélar, samstarf við Vaka-DNG um þróun laxateljara og samstarf við Skagann hf. um þróun búnaðar til vinnslu uppsjávarfisks.“ Ég óska Samherja og starfsfólki fyrirtækisins til hamingju með þessi verðlaun. Þau eru rós í hnappagat fyrirtækisins og viðurkenning á góðu starfi sem þar er unnið.
<< Heim